Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 301. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» Launalækkun  Emmessís hf. stóð frammi fyrir því að þurfa að segja fólki upp vegna efnahagsástandsins en stjórnendur í samvinnu við starfsmenn komu í veg fyrir það með því að taka á sig 10% launalækkun tímabundið í fjóra mánuði. Þeir lægst launuðu hjá fyrirtækinu þurfa þó ekki að taka á sig skerðingu. Á móti fá starfsmenn- irnir fimm frídaga sem stjórnendur velja. » Forsíða Bjargað tvisvar  Björgunarsveitarmenn björguðu sama manninum tvisvar af ófærum fjallvegum á Austurlandi í gær, fyrst af Öxi og síðan af Hellisheiði. Stór- hríð gekk yfir Austurland um helgina og var fólk varað við að vera á fjallvegum en maðurinn var á fólksbíl á leið til Vopnafjarðar. Skemmdir urðu í nokkrum höfnum á norðanverðu landinu í sjógangi í norðanáttinni. » 2 Hrun og hópuppsagnir  „Ég sé fyrir mér algjört hrun í byggingariðnaði,“ segir Gunnar Þor- láksson, annar eigenda Bygginga- félags Gylfa og Gunnars, og telur ljóst að allt stefni í hópuppsagnir í byggingariðnaðinum. Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, telur að um 400 manns í byggingar- iðnaði missi vinnuna um mánaða- mótin. » 4 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Skrýtnar manneskjur Staksteinar: Styðja flokk en ekki stjórn Forystugrein: Ábyrgðin á Icesave UMRÆÐAN» Má ég borga hærri skatta? Íslendingar, tökum á vandanum Stöndum vörð um lífsgæði fatlaðs fólks Höfum áður staðið af okku áföll Heimili sniðið að fjórfætlingum Bóndarósir Ferfaldur munur á verði FASTEIGNIR» Heitast -1° C | Kaldast -6° C Norðlæg átt, yfirleitt á bilinu 5-13 m/s en allt að 18 við austur- ströndina. Stöku él norðaustan til. »10 My best Friend’s girl fær eina og hálfa stjörnu enda ófyndin og grunnhyggin mynd að mati gagn- rýnenda. » 37 KVIKMYNDIR» Grunnhygg- ið gamanmál DÓMUR» Motion Boys eru sykur- húðaðir töffarar. » 36 Ný plata AC/DC, Black Ice, ber með sér dásamlega ein- föld og rokkandi riff og sveitin hefur ekk- ert breyst. » 35 TÓNLIST» AC/DC breytist ekki FÓLK» Flugan fór á Ný dönsk og Gljúfrastein. » 32 TÓNLIST» Blindfold heldur friðar- tónleika í London. » 34 Menning VEÐUR» 1. Ísland færðist skrefi nær EM 2. Landsbanka lokað í Smáralind 3. Jolie og Pitt fóru öfugt að 4. Þingmenn stýri ekki sjóðum Borgarleikhúsinu Fýsn Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur gefið Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness vilyrði fyrir lóð undir stjörnuathugunarstöð í Krýsuvík. Þar hyggst félagið reisa hús og 13 metra háan turn með hvolfþaki. Alls verða byggingarnar 1.650 fer- metrar. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður 25-30 milljónir króna. Núverandi aðsetur félagsins er Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi. Grétar Örn Ómarsson, ritari fé- lagsins, segir að þessi staðsetning henti ekki leng- ur. Ljósmengun er helsti óvinur stjörnuskoðara og hún hefur aukist mjög að undanförnu í ná- grenni skólans. Flóðlýstur knattspyrnuvöllur var nýlega tekinn í notkun og einnig líkamsræktar- stöð World Class, með tilheyrandi ljósagangi. Krýsuvík þykir einkar hentug til stjörnuskoð- unar, að sögn Grétars. Svæðið hafi upp á allt að bjóða: fyrsta flokks myrkur á mælikvarða kröfu- harðra stjarnvísindamanna, ágætis samgöngur og möguleika á heitu vatni í gegnum Krýsuvíkur- skóla. Og síðast en ekki síst, óskert útsýni til suð- urs án ljósamengunar um ókomna framtíð. Félagið hefur stofnað söfnunarreikning vegna framkvæmdarinnar og einnig verður leitað eftir styrkjum. Netfang félagsins er www.astro.is. Stjörnuskin í Krýsuvík  Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness hyggst reisa fullkomna skoðunarstöð  Krýsuvík er talin bjóða upp á fyrsta flokks myrkur til að skoða stjörnur Útlit Hönnun stöðvarinnar í Krýsuvík er ekki lok- ið en þessi stöð er m.a. fyrirmynd að henni. Í HNOTSKURN »Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarnessvar stofnað í mars 1976. Það er eina fé- lag áhugamanna um stjörnuskoðun og stjörnufræði hér á landi. »Félagar eru nú um 200 talsins. Búastmá við því að þeim fjölgi umtalsvert ef fullkomin aðstaða verður byggð upp í Krýsuvík. Félagið heldur námskeið til að efla áhugann á stjörnuskoðun. Námskeið verður á Akureyri í næsta mánuði. Á ÞESSUM síð- ustu og verstu tímum er vissara að fara vel með eyrinn. Því var það gleðiefni fyrir blaðamann að komast að því að hann getur lagt nýjum bíl sínum frítt í stæði Reykjavíkur- borgar 90 mínútur í senn. Ekki hafði hann hugmynd um að slíkt væri í boði en glöggur fjölskyldu- meðlimur slæddist inn á vefsíðu Bílgreinasambandsins þar sem er listi yfir þá bíla sem uppfylla kröf- ur borgarinnar um ókeypis bíla- stæði. Visthæfir bílar eru skilgreindir eftir eldsneytiseyðslu og eldsneyt- isgerð, þau skilyrði sem bensínbíll þarf t.d. að uppfylla til að lenda á þeim lista er að eyðsla í blönduðum akstri sé 5,0L/100km eða minna og CO2 útblástur mest 120 g/km. Það eina sem blaðamaður þarf að gera núna er að nálgast sér- staka bílastæðaskífu hjá næsta bílaumboði. Skífan er sett í fram- rúðu bifreiðarinnar og skal vísir hennar stilltur á þann tíma sem lagt er. Stöðumælaverðir geta þá séð hvað bifreiðinni hefur verið lagt lengi. Svo er bara að snúa skíf- unni aftur eftir 90 mínútur ef bæjarferðinni er ekki lokið. Sá hængur er hins vegar á að ekki er ókeypis í bílastæðahús né í stæði sem er lokað með hliði. Blaðamaður ætlar nú að fara að hanga meira niðri í miðbæ enda sér fyrir endann á smápeninga- veseninu. ingveldur@mbl.is Auratal ÞRESTIR eru bersýnilega bráð- greindir. Vegna mikilla snjóalaga og hríðar á Akureyri var erfitt að finna æti en nokkrir „bræður“ í Glerárhverfi á Akureyri gripu til þess ráðs að næla sér í reyniber úr fallegum kransi sem handlagin húsmóðir útbjó á dögunum og hengdi á útihurðina á heimili sínu. Þeir voru varir um sig og flugu jafnan á brott um leið og einhver átti leið hjá – en voru líklega að- eins of gráðugir í þetta skipti þannig að ljósmyndarinn náði að munda vélina. Annar stendur á öðrum fæti en hinn virðist sýna honum stoltur hversu fallegu beri hann náði af kransinum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ALVEG ÆSTIR Í BERIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.