Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 ÞEGAR spilaborg bankadrengja hrundi var fólkið sem vinnur flest helstu verk landsins önnum kafið við að halda þjóðfélag- inu gangandi og reka heimilin. Fólk leit varla upp. Í brauð- striti daganna tók al- menningur því vart eftir hruni pen- ingageirans –illu heilli. Venjulegt fólk var að venju með nánast tóm peningaveskin að treina þær fáu krónur sem til voru til að eiga fyrir árvissum útgjöldum heimilanna. En almenningur hefur líka eftirlits- skyldum að gegna og þar brugðumst við. Fjölmiðlar sem höfðu mænt upp í og mært framkvæmdastrákana tóku nú tali þingmenn og hina almennu álitsgjafa sem hafa til muna hærri tekjur en almenningur. Þetta fólk fór að venju að hafa vit fyrir almúg- anum. Var allt að fara til fjandans í alvöru? Ekki bara vont í nokkra daga heldur vont lengi og gæti versnað. Gat þetta verið? Fólk veltir vöngum Hvernig gerist svona hrun eins og hendi sé veifað? Ekki von að al- múgafólk skilji það. Einn daginn erum við með ríkustu þjóðum heims og næsta dag í ræs- inu? Bíræfni nær varla hugtakinu. Fæstir hlupu hins vegar upp til handa og fóta. Fólk var svo önnum kafið að sinna haustverkum eins og að reyna að koma yngstu börnunum inn á leikskóla og skóladagvistir þar sem allar konurnar eru á lágum launum. Fólk var að velta fyrir sér hverri krónu við að kaupa skólaföt, töskur, bækur, áhöld og efni fyrir grunnskólann þar sem allir eru á lágum launum og útbúa unga fólkið í framhaldsskólann þar sem ekkert minna dugar en gallabuxur á kr. 15– 20 þús. og bækur upp á 50–100 þús. kr. og kennarar eru líka á lágum launum. Nánast allir opinberir starfsmenn í undirstöðu-stofnunum eins og í skóla- og heilbrigðiskerfinu eru á lágum launum. Verkafólkið, að mað- ur tali nú ekki um konurnar eru á al- varlega lágum launum. Öryrkjar og lífeyrisþegar, sem hafa margt lengi reynt að tóra á hungurlús, eru einn- ig á skammarlegum kjörum. Flestir „Er það vont og það versnar“? Elín G. Ólafsdóttir skrifar um stöðu almennings eftir fall bankanna Elín G. Ólafsdóttir » Þegar spilaborg bankadrengja hrundi var fólkið sem vinnur flest helstu verk landsins önnum kafið við að halda þjóðfélag- inu gangandi og reka heimilin. Höfundur er kennari og fyrrverandi borgarfulltrúi. bændur landsins og margir sjómenn búa við bág kjör. Allir þessir voru uppteknir við að ganga frá öllu í hús fyrir veturinn og tóku ekki mið af válegum tíðindum fyrr en eftir á. Það var nú verkurinn. Það var eng- inn á vaktinni. Flestir á skammarlega lágum launum, aðrir á skammarlega háum launum Allt annað gilti um strákana í bönkum og peningamaskínum þeirra, þeir voru á svo skammarlega háum launum og svo alvarlega upp- teknir við að maka krókinn að þeir voru nær rænulausir. Almenningur skildi vart upphæðirnar sem þeir tóku sér í laun og síðan greiða þeir einungis 12% skatt af fjármagns- tekjum sínum meðan við venjulega fólkið greiðum fullan skatt af laun- um og eftirlaunum sem við erum bú- in að greiða skatta af áður. Svona mætti lengi telja. Það er óþarfi því flestir hafa löngu náð myndinni. Al- menningur er ekki aular. Mergurinn málsins er að þeir sem sitja á tali í fjölmiðlum átta sig ekki á því að al- menningur er svo vanur sultarólinni og sullumbullinu og svo óvanur því að til hans sé leitað um álit. Fólk taldi sig ekkert hafa til málanna að leggja þegar spilaborgin hrundi. Í undirmeðvitund sinni hafði fólk þó haft pata af hruninu sem skella mundi á því að venju með hárri verðbólgu, háum vöxtum, atvinnu- leysi og jafnvel heimilis- og pen- ingamissi; almenningur var orðinn svo vanur áföllum að hann haggaðist varla. Látum náttúruna njóta vafans Almenningur ætlaði sem sagt að láta sig hafa þetta að venju. Þegar hins vegar skemmdarverkamenn náttúrunnar fóru með auknum þunga að lauma inn frekari áform- um um aðför að náttúrunni í skjóli hræðslu almennings tók steininn úr. Öllu skyldi fórnað fyrir skjótfenginn gróða, ekkert umhverfismat skyldi viðhaft og fleiri virkjanir skyldu rísa þrátt fyrir andmæli flestra og lágt álverð á heimsmarkaði. Þarna finnst almenningi loks stungin tólg og læt- ur í sér heyra. STUNDUM hittir maður fólk í lífinu sem hefur afgerandi áhrif á líf manns. Björgólfur Guðmunds- son eldri er einn af þeim sem breytti lífi mínu til hins betra. Hann var einn af þeim þáttum sem hafði þá verkun að ég varð edrú. Fyrir það verð ég honum ævinlega þakklátur. Núna virðist það „lenska“ þessa dagana manna á meðal, jafnvel meðal stjórnmálamanna, að úthrópa hann og gefa í skyn að hann og bankinn hafi gert eitt- hvað ólöglegt og það sé bank- anum að kenna hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni. Er enginn sem sér þátt Seðla- bankans, Fjármáleftirlitsins, rík- isstjórnarinnar í þessu máli? Það er auðvelt núna að taka einhvern út úr og benda á og segja: „Þetta er Landsbankanum að kenna“. Ég þekki Björgólf ekki að neinu nema heiðarleika og stóru hjarta og trúi því að hann og bankinn hafi starfað samkvæmt reglum eins og kveðið er á um. Meðan allt lék í lyndi var í lagi að mæra hann. Þá var í lagi að banka upp á og biðja um seðla. „Það þarf að halda málverkasýningu.“ – „Það þarf að byggja tónleikahús.“ – „Það þarf að gera hitt og þetta.“ Ég held að fáir íslenskir auð- menn hafi lagt jafn mikið til sam- félagsins og Björgólfur á síðustu árum. Hann hefur farið í gegnum margar þrengingarnar og margur harmurinn bankað upp á í lífi hans. Áföll geta brotið fólk eða byggt upp. Hann er einn af þeim sem uxu. Menn geta haft skoðanir á honum en illska, reiði, hatur og rætni er eitthvað sem enginn þarf á að halda … Enginn. Öll þjóðin er í sárum, Björgólfur líka. Við vitum allavega, við sem stingum ekki höfðinu í sandinn, að krónan er vandamálið sem hefur hrjáð Ísland og í raun komið okkur þangað sem við eru stödd. Á akur hina hrjáðu, þjáðu og smáðu. Við þurfum öll á kærleika að halda. Ég sit ekki aðgerðalaus hjá þegar verið er að níða skóinn af manni sem gerði það að verkum að ég þarf ekki að lifa í myrkri, heldur í ljósinu. Björgólfur Guðmundsson er drengur góður og nú standa á hon- um öll spjót. Hann á allavega skilið að ég lyfti skildinum honum til varnar. Bubbi Morthens Til varnar Björgólfi Höfundur er listamaður. UNDANFARIÐ hef ég fylgst með um- ræðum um aðgerðir vegna efnahagskrepp- unnar. Ótal tillögur hafa komið fram um lántökur og aðgerðir til styrktar aðilum sem hafa orðið illa úti, en nánast engar um hvernig við ætlum að endurgreiða þessi lán. Vissulega eru þetta nauðsynlegar aðgerðir, en við skulum ekki ana fyr- irhyggjulaust út í skuldafenið eins og venjulega. Ef við gerum það hækkar skuldatryggingarálagið ennþá meira og ríkissjóður verður rekinn eins og fyrirtæki á drátt- arvöxtum, sem allir vita hvernig fer fyrir. Ríkissjóður stendur ekki vel og það er ekkert nýtt þótt öðru hafi verið haldið fram, ríkissjóður skuldugustu þjóðar í heimi getur aldrei staðið vel eins og sést hefur á skuldatryggingarálaginu. Mikilvægt er því að grípa til aðgerða sem allra fyrst, sem sýna að við ætlum okkur að greiða þessar skuldir. 5. maí sl. skrifaði ég grein í Moggann þar sem hvatt var til ráð- deildar og bent á ýmis útgjöld sem eru í um- ræðunni, en mætti sleppa að ósekju. Nú duga hins vegar engar smáskammtalækn- ingar og er því bent á eftirtalin atriði: Fiskveiðar: Við höfum ekki efni á gjafakvótakerfi, við skulum af- skrifa núverandi heimildir um 4% á ári (í 25 ár) og selja þann kvóta sem þannig losnar á uppboði til 1, 2, 5 og 10 ára, ekki endilega í jöfn- um hlutföllum. Þetta tryggir að þjóðin fái eðlilegan arð af þessari eign sinni og er ekki síst mikilvægt ef gengið er í ESB, og í guðanna bænum setjum ekki Selvogsbanka líka á hausinn. Orka: Orkufyrirtækin eru sem betur fer að mestu í eigu ríkis og sveitarfélaga, sem tryggir að arð- urinn rennur til þjóðarinnar. Við þurfum að auka orkuframleiðslu bæði til að tryggja atvinnu og til að auka gjaldeyrisöflun. Komið hafa fram hugmyndir um að selja þau til takmarkaðs tíma; ég get ekki séð að það geti verið skynsamlegt en bendi á að framkvæmdir og meiri- háttar viðhalds- og hönnunarverk- efni eru nú þegar boðin út. Skattar: Óhjákvæmilegt er að hækka skatta og þar liggur beinast við að taka aftur upp fyrri skatta, sem ég tel ekki að hafi verið nein sérstök þörf á að leggja niður, þ.e. hátekjuskatt, eignaskatt og erfða- skatt. Látum ekki þá sem lokast hafa inni í hugmyndafræði, sem ekki gengur upp, ráða ferðinni. Við höf- um siglt í skerjagarðinum innan um brimskafla og boða og hugð- umst stytta okkur leið. Við steytt- um á skeri, en áhöfnin bjargaðist og mikið af vistunum. Nú þurfum við að leigja nýja skútu, hún er minni en sú fyrri, en tekur þó alla og vistirnar nægja ef vel er með farið og rétt skipt, nú skulum við sigla út á hreinan sjó, við verðum eitthvað lengur á leiðinni, en kom- umst heil í höfn. Íslendingar, tökum á vandanum Haraldur Sveinbjörnsson skrifar um efna- hagsvandann » Við steyttum á skeri, en áhöfnin bjargaðist og mikið af vistunum. Haraldur Sveinbjörnsson Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.