Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 ENGIN MISKUNN. BARA SÁRSAUKI! MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! EMMA ROBERTS ER NÝJA STELPAN, Í NÝJA SKÓLANUM ÞAR SEM NÝJU REGLURNAR ERU TIL VANDRÆÐA! EAGLE EYE kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára WOMAN kl. 8 LEYFÐ SEX DRIVE kl. 10:20 B.i. 12 ára / AKUREYRI / KEFLAVÍK THE HOUSE BUNNY kl. 8 LEYFÐ PINEAPPLE EXPRESS kl. 10:10 B.i. 16 ára NIGHTS IN RODANTHE kl. 8 LEYFÐ BURN AFTER READING kl. 10:10 B.i. 16 ára / SELFOSSI EINHVER HROTTALEGASTA SPENNUMYND SÍÐARI ÁRA, Í ANDA HINNA MÖGNUÐU FLATLINERS EAGLE EYE kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára DHARLIE BARTLETT kl. 8 B.i. 12 ára RIGHTEOUS KILL kl. 10:10 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI ATH. STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. SÝND Í ÁLFABAKKA FRÁ HÖFUNDI THE NOTEBOOK KEMUR NIGHTS IN RODANTHE RICHARD GERE ÁSAMT DIANE LANE FARA Á KOSTUM Í ÞESSARI FALLEGU ÁSTARSÖGU. SÝND Á AKUREYRI SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Á SELFOSSI MYND SEM ALLAR KONUR VERÐA AÐ SJÁ FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR LEGALLY BLONDE SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ALFABAKKA SÝND Á SELFOSSI KVIKMYND Háskólabíó, Smárabíó, Borg- arbíó My Best Friend’s Girl bmnnn Leikstjóri: Howard Deutch. Leikarar: Dane Cook, Kate Hudson, Jason Biggs, Alec Baldwin. Bandaríkin. 101 mín. 2008. ÞAÐ er stundum vandlifað á kvik- myndamarkaðinum í Hollywood eins og gamanmyndin My Best Friend’s Girl með Kate Hudson, Dane Cook og Jason Biggs sýnir. Myndin er það sem Bandaríkja- menn kalla stefnumótamynd. Hún ætti að vera rómantísk og fyndin þó að handritshöfundur vilji ef til vill vera kaldhæðinn líka. Nú hefur húmor síðustu ára frekar verið gerður út á grófleika og kynferð- islega hluti svo að My Best Fri- end’s Girl reynir að vera á svip- uðum slóðum og myndir eins og American Pie, og Wedding Cras- hers. Myndin á að vera rómantísk eina mínútuna, gróf hina, og alltaf rembist hún við að vera fyndin. Málið er einfaldlega að þessi hræri- grautur er illa matreiddur. Dane Cook leikur Tank. Hann á að vera sérfræðingur í því að vera óaðlaðandi skíthæll við konur. Karlmenn borga honum fyrir að fara á stefnumót með fyrrverandi kærustunni. Þá hagar Tank sér svo illa að stúlkurnar eiga að snúa aft- ur í fyrri sambönd. Þetta á sem sagt að vera fyndið. Þetta er grunnhyggin afstaða þar sem allar konur eru frekar miklar rollur og karlmenn eru plebbar. Ekki falleg heimssýn það. Anna Sveinbjarnardóttir Plebbar og rollur í tilhugalífinu Misheppnuð „Hún ætti að vera rómantísk og fyndin þó að handritshöf- undur vilji ef til vill vera kaldhæðinn líka,“ segir m.a í dómnum. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is PLATAN heitir líkt og hljómsveitin, allfurðulegu nafni eða The Lost Gar- den Of The Hooligans. The Viking Giant Show byrjaði sem heimagrúsk Heiðars fyrir fimm árum og studdist hann þá við kassagítar og tölvu. Í dag erum við hins vegar að tala um fjögurra manna hljómsveit (þar sem allir, utan Heiðar, eru sprenglærðir) og hljómbústna plötu sem inniheldur melódískar kántrí- og „folk“-skotnar lagasmíðar prýddar beittum, hæðn- islegum og mjög svo gagnrýnum textum. Það hefur ýmislegt breyst á umliðnum árum eða hvað Heiðar? Valinn maður í hverju … „Jú, jú, það er óhætt að segja það,“ svarar Heiðar með óræðu brosi. „Annars líður mér hálfpartinn eins og ég sé kominn á byrjunarreit. Þetta er ólíkt því sem ég hef verið þekktur fyrir og maður veit ekkert hvernig fólk á eftir að taka í þetta. Það er annars frábært að vera loks- ins búinn að koma þessu út, þetta er búið að vera ansi lengi í farvatninu.“ Heiðar segist hafa sest niður fyrir um fimm árum einn inni í herbergi með gítarinnar og þá hafi fæðst lög sem hann vissi að myndu ekki passa við rokksveit hans, Botnleðju. „Ég var mikið að hlusta á Will Oldham og Papa M á þessum tíma, allt þetta jaðarkántrí og það hafði áhrif.“ Heiðar fékk svo gamla skólafélaga sína úr Flensborg, þá Inga, Andrés Þór og Eystein til liðs við sig. „Þetta eru vægast sagt fagmenn,“ segir Heiðar glettinn. „Þegar ég, Raggi og Halli vorum að byrja að Botnleðjast voru þeir fyrir löngu orðnir fullþroska tónlistarmenn!“ Reiður eldri maður Heiðar leyfði þessum vinum sín- um að heyra prufuupptökur af lög- unum sínum og þeir pikkuðu þau upp eins og skot. Og hann er síst ein- hver harðstjóri. „Ég er opinn fyrir öllu og ég treysti strákunum til að vinna með þetta og setja sín blæ- brigði á lögin. Mér finnst það reynd- ar algerlega nauðsynlegt þar sem maður týnist í eigin tónlist og verður ekki dómbær með tímanum. Þá virka fjórir heilar betur en einn.“ Athygli vekur að textarnir eru margir hverjir rammpólitískir, taka á hlutum eins og Bandaríkjastjórn, afhommun og stjórnarformönnum á ofurlaunum (í laginu „Let’s Hear it for the CEO’s (Hipp Hipp Hur- rey)“). Venjulega er það þannig að menn eru ungir og reiðir og mýkjast svo með aldrinum. Þessu er hins vegar öfugt farið í tilfelli Heiðars. „Ég hef aldrei verið meira með á nótunum en nú,“ segir hann. „Og hef fundið hjá mér þörf til að tala um það sem er í gangi. Það er líka skemmtilegt að semja svona texta, texta sem segja eitthvað. Þetta hef- ur verið nokkurs konar heimilisiðn- aður hjá mér og konunni.“ Stutt í næsta skammt Framundan er spilamennska auk þess sem næsta plata er þegar farin að skríða saman. „Við erum meira en tilbúnir að spila og erum opnir fyrir öllum til- boðum. Hugurinn er þá þegar farinn að reika að nýju efni og mig grunar að það verði ekki langt í næstu plötu.“ Pólitískur heimilisiðnaður  The Viking Giant Show, sem Heiðar úr Botnleðju leiðir, gefur út breiðskífu  Tónlistin er kántrískotin og textarnir rammpólitískir Morgunblaðið/Frikki Mótmælavíkingar Heiðar og félagar senda þeim sem það eiga skilið vel valdar pillur á nýútkominni plötu. HEIÐAR læddi út lögum með The Viking Gi- ant Show fyrir margt löngu. Áhorfendur á tónleikum geta margir hverjir humm- að með í lög- unum „Party At The White House“ og „The Cure“. Og það getur Josh Homme, driffjöðrin í bandarísku eyðimerkursveitinni Queens Of the Stone Age einnig. Hann kol- féll fyrir fyrra laginu þegar hann var á ferð um landið árið 2006 og er hann var á leið út á flug- völl, búinn til brottfarar, átti hann þá ósk heitasta að heyra lagið í síðasta sinn. Hann hringdi því í Matta, þáverandi starfsmann X-sins, sem þá var í loftinu og varð hann ljúfmann- lega við bón þessa helsta riff- vísindamanns samtímans. Útrásarvíkingar? Josh Homme

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.