Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ENDURKOMA Peters Mandelson, sem nýlega tók við embætti ráðherra viðskiptamála í Bret- landi, er þegar farin að valda ugg í Verkamanna- flokknum og menn farnir að spá því að hann muni hrökklast úr ráðherraembætti í þriðja sinn. Man- delson, sem var í fimm ár utanríkisviðskipta- fulltrúi í stjórn Evrópusambandsins í Brussel hef- ur viðurkennt að hafa þegið boð í skemmtisnekkju rússneska auðkýfingsins Oleg Deripaska. Snekkja Deripaska var í höfn á grísku eynni Korfu þegar Mandelson var gestur auðkýfingsins í sumar, líklega yfir nótt en lengd dvalarinnar er enn óljós og ýmsum sögum fer af því hve skrautleg veisluhöldin hafi verið. Hann hefur orðið tvísaga um málið, sagði fyrst að hann hefði hitt Deripaska í fyrsta sinn árið 2006. En í bréfi til blaðsins Times í gær viðurkenndi hann að kunningsskapurinn hefði byrjað 2004. Mandelson harðneitar að hafa tekið ákvarðanir í embætti sínu í Brussel sem hafi gagnast Deripaska. Deripaska er talinn ríkastur allra Rússa. Bresk- ur dómari hefur lýst í smáatriðum tengslum Deri- paska við Anton Malevskí, rússneskan mafíufor- ingja. Sagt er að bróðir Malevskís eigi 10% hlut í fyrirtæki Deripaska. Íhaldsmenn eru einnig í vanda vegna sama Deripaska. Komið hefur í ljós að George Osborne, skuggafjármálaráðherra þeirra, hefur líka verið gestur í snekkju Rússans. Fjármálamaðurinn Nat Rotschild, fyrrverandi vinur Osborne, fullyrðir að Osborne hafi beðið Deripaska um að leggja fram 50 þúsund pund í kosningasjóð Íhaldsflokksins. Osborne harðneitar því. Deripaska sagður veita vel  Breskir stjórnmálamenn í vanda vegna tengsla við rússneskan auðkýfing með mafíutengsl  Bauð Mandelson og Osborne um borð í snekkju sína Peter Mandelson Oleg Deripaska George Osborne HEIMSMEISTARAKEPPNIN í dansi fyrir fólk í hjólastól fór fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi um helgina. Um 135 manns frá 17 löndum tóku þátt í keppninni en hún fer fram annað hvert ár. Ljóst er að ef viljinn er fyrir hendi er hægt að yfirvinna alla erfiðleika. AP Vilji og vel smurð hjól FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HVAÐ gerir fólk þegar það missir trú á bönkunum? Vafalaust eru við- brögðin nokkuð misjöfn eftir lönd- um, reynsla þjóða af bönkum og sparisjóðum er misjöfn. En víða á Vesturlöndum hefur sala á traustum peningaskápum aukist, fólk er farið að hamstra gull. Traustið á gjald- miðlum er að dvína. Þjóðverjar urðu fyrir því fyrstu árin eftir fyrri heimsstyrjöld að sparifé þeirra brann upp í óðaverð- bólgu. Minningin um þá skelfilegu tíma, þegar fylla þurfti ferðatösku af seðlum til að kaupa einn brauðhleif, eru rótfastar í þjóðarsálinni. Og enn var allt stokkað upp þegar skipt var um gjaldmiðil 1948 í því sem varð Vestur-Þýskaland, sá litli sparnaður sem sumir áttu hvarf. Í grein í International Herald Tribune er sagt frá Gert Heinz, 68 ára gömlum skattaráðgjafa í München. „Ég hef ekki gleymt sög- unni,“ segir hann. „Þeir sem treysta á pappírspeninga geta tapað öllu. Við lærðum það af biturri reynslu eftir tvær heimsstyrjaldir.“ Heinz hefur skipt drjúgum hluta af sparifé sínu í gull og komið sér upp sex mánaða birgðum af hrís- grjónum, sykri, hveiti og sérstakri gerð af mjólkurdufti sem sagt er að geymist í hálfa öld. Hann er við öllu búinn og byrjaði þegar fyrir 1992 að kaupa jarðir og gullforða sem hann geymir hjá fyrirtæki er sérhæfir síg í slíkri varðveislu. Heinz segir að einn af viðskiptavinum sínum hafi falið vatnsþéttan poka, fullan af gulli og silfri, á botni stöðuvatns. Hann óttist að ríkisstjórnin muni grípa til þess ráðs að banna almenningi að eiga gull eða fara að skattleggja það sérstaklega. Hörmungar lifa í vitund þjóðar „Sagan skiptir máli,“ segir Toni Pierenkemper, prófessor í hagsögu við Kölnarháskóla. „Hörmungar greypast inn í sameiginlega vitund þjóðar og lifa oft áfram inn í næstu kynslóðir.“ Bandaríkjamenn eru að einu leyti öðruvísi staddir en flestir Evrópu- menn: vestra er mun algengara að fólk kaupi hlutabréf. Meira en helm- ingur Bandaríkjamanna á slík bréf en hlutfallið í Þýskalandi er aðeins 13%. Í Frakklandi er það 24% og jafnvel í Bretlandi er það aðeins um 20%. Evrópumenn hafa fremur varðveitt sparifé sitt í bönkum og sparisjóðum og nú flytja margir Þjóðverjar óttaslegnir sinn sparnað yfir í einhverja af hinum nær 500 sparisjóðum landsins í opinberri eigu. Felur gullið í stöðuvatni Þjóðverjar eru margir tortryggnir á fjármálakerfið enda lifa minningar um óðaverðbólgu og hrun eftir heimsstyrjaldirnar tvær enn í þjóðarvitundinni IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, hefur ákveðið að veita Úkraínu 16,5 milljarða dala lán til að efla traust á efnahagslífinu í landinu, styrkja efnahagslegar stoðir og tryggja stöðugleikann. Alþjóðlega fjár- málakreppan hefur leikið Úkraínu grátt, þjóðin hefur treyst mjög á út- flutning stáls og annarra hálfunn- inna iðnaðarvara en verðið á þeim hefur lækkað mikið að undanförnu. Skuldatryggingaálag ríkissjóðs í landinu hefur snarhækkað síðustu vikurnar og margir óttast að landið sé á leið í sams konar vanda og Ís- land. Gjaldmiðillinn, hryvna, hefur hrunið í verði. Ungverjaland, Pakistan og Hvíta-Rússland eiga einnig í við- ræðum við IMF um aðstoð í fjár- málakreppunni. kjon@mbl.is IMF aðstoð- ar Úkraínu með láni Fá 16,5 milljarða dollara frá sjóðnum LEIÐTOGI Ka- dimaflokksins í Ísrael, Tzipi Livni utanríkis- ráðherra, hefur gefið upp á bát- inn tilraunir sín- ar til að mynda nýja samsteypu- stjórn og mælir með nýjum kosn- ingum. Livni tók nýlega við leiðtogaemb- ættinu er Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra, varð að segja af sér vegna ásakana um spillingu. kjon@mbl.is Livni vill kosningar Tzipi Livni TÍMAMÓT urðu í lífi Palestínu- manna í gær en þá léku þeir í fyrsta sinn knattspyrnulandsleik á heima- velli. Keppt var við lið Jórdaníu á eina vellinum á Vesturbakkanum sem talinn var duga. Alþjóðaknatt- spyrnusambandið, FIFA, tók þátt í að lagfæra völlinn fyrir fjórar millj- ónir dollara. Vináttulandsleikurinn fór 1-1. Lið Palestínumanna er neðarlega á heimslistanum, númer 180 af alls 207. En fyrir aðeins tveim árum var staðan betri, þá var liðið númer 115. Leikmenn Palestínu komu frá bæði Vesturbakkanum, Gaza og einn frá Chile. Fimm þeirra voru frá Gaza en fyrirliðinn, sem er líka frá Gaza, fékk ekki leyfi hjá Ísrael- um til að koma og keppa. kjon@mbl.is Fótbolti á Vesturbakka BRETAR sem áttu innistæður á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi fá væntanlega greitt innan tíu daga. Talsmaður tryggingasjóðs innlána í Bretlandi, FSCS, tjáði The Guardian að reynt yrði að hraða af- greiðslunni og miðað væri við að uppgjöri yrði lokið fyrir 1. desem- ber. Þar með er endi bundinn á þriggja vikna óvissu bresku sparifjáreigend- anna. Rúmlega 300 þúsund Icesave- reikningar voru stofnaðir hjá Lands- bankanum í Bretlandi og nema inni- stæður á þeim fjórum milljörðum punda eða sem svarar rúmlega 750 milljörðum íslenskra króna. Breskir sparifjáreigendur fá innistæður sín- ar greiddar að fullu, ásamt vöxtum, að sögn FSCS. kjon@mbl.is Fá Icesave- innistæður Hvers vegna hamstrar fólk nú víða um heim gull? Gull hækkar ávallt í verði þegar kreppir að í efnahagsmálum. Svo mikill er atgangurinn núna að margir gullsalar í Þýskalandi hafa lokað í bili heimasíðum sínum, þeir eiga ekki meiri birgðir. Flestir kaupa gull- stangir eða myntir, aðrir kaupa reyndar demanta sem halda líka verðgildi sínu. Hvað veldur því að skyndilega grípur um sig ótti á mörkuðum? Oft hefur slík hjarðhvöt gripið um sig án þess að skynsamleg skýring hafi fundist á því, allir reyna samtímis að sleppa við tap sem þeir óttast að sé í aðsigi, t.d. vegna gengishruns. Þetta gerðist í Mexíkó á síðasta áratug. Á nokkrum dögum streymdu tugmillj- arðar dollara úr landi. Bandaríkin veittu Mexíkó geysistórt skyndilán. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.