Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Ný sending af vestum Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí k a 2 0 0 8 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA TEPPI Á STIGAGANGINN „EFNAHAGSLEG velferð á Ís- landi, lífskjörin, mun batna í hlut- falli við þau verðmæti sem hér verða sköpuð á næstu árum. Við þurfum að auka framleiðni í þeim atvinnugreinum sem fyrir eru og við verðum að skapa nýtt,“ sagði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, í ræðu við braut- skráningu kandídata á laugardag- inn. Háskólarektor sagði frá hlutverki Háskóla Íslands í þeim efnahagserf- iðleikum sem nú steðja að þjóðinni. Þurfum að bregðast við „Í starfi sínu þjónar Háskólinn jafnt efninu og andanum. Hann sinnir verkefnum sem leggja grunn að efnahagslegri velferð og verk- efnum sem miða að því að gera samfélagsgerðina og mannlífið betra. Nú þegar við þurfum að bregðast við breyttum kring- umstæðum og mótlæti þjónar Há- skólinn okkur best ef við eflum jafnt báða þessa þætti í starfi hans. Háskólinn er vel í stakk búinn að sinna þessu starfi,“ sagði Kristín í ræðu sinni. Hún lýsti þeirri skoðun sinni að Háskóli Íslands ætti að leggja aukna áherslu á nýsköpunarverk- efni á öllum sviðum vísinda og fræða innan skólans. „Markmiðið er að skólinn geti ungað út hug- myndum, verkefnum og sprotafyr- irtækjum sem verði nýr þáttur í at- vinnulífinu. Til að þetta gerist munum við styrkja enn umgjörð ný- sköpunarverkefna til að hraða þró- un þeirra og auka líkur á að þau verði að fullburða fyrirtækjum sem láti að sér kveða í atvinnu- og verð- mætaskapandi starfsemi.“ Nefndi rektor í þessu sambandi að Marel hefði orðið til sem af- sprengi rannsóknarverkefnis innan Háskólans og sagði frá fleiri sprota- fyrirtækjum sem þar hefðu byrjað. Kristín sagði að það væri einnig hlutverk Háskólans að leggja á ráð- in um uppbyggingu til framtíðar og rifjaði upp í því sambandi reynslu Finna af efnahagsþrengingum og hvernig þeir byggðu efnahagslífið upp á nýjum grunni bættrar mennt- unar, rannsókna og tækniframfara. Áhersla á nýsköpun Morgunblaðið/Kristinn Heiður Doktorar með rektor, Kristín Ingólfsdóttir, Søren Langvad, Sigurður Líndal og Jónatan Þórmundsson. Rektor Háskóla Íslands segir að lífskjörin í landinu batni í hlutfalli við verðmætin sem sköpuð verða í Háskólanum Í HNOTSKURN »Brautskráðir voru 448kandídatar frá Háskóla Ís- lands. »Jafnframt var lýst kjöriþriggja heiðursdoktora. Þeir eru Søren Langvad, verk- fræðingur og fyrrverandi for- stjóri, frá verkfræðideild, Jón- atan Þórmundsson og Sigurður Líndal frá lagadeild. Jónatan og Sigurður störfuðu báðir lengi sem lagaprófess- orar við Háskóla Íslands. PERSÓNUVERND hefur svarað embætti lögreglu- og tollstjórans á Suðurnesjum um aðgang að svo- nefndu Star Check-innritunarkerfi IGS, þ.e. Icelandair Ground Servi- ces. Vildi embættið fá úrskurð um það hver væri réttur þess til að fá upplýsingar úr umræddu innrit- unarkerfi. Taldi Persónuvernd, meðal annars með vísun til 30. greinar tollalaga, heimilt að emb- ætti lögreglu- og tollstjórans á Suðurnesjum notaði upplýsingar úr kerfi til innritunar á flugfarþeg- um. Tilgangur embættisins er sá, segir í úrskurði Persónuverndar, að geta séð hvort einstaklingar, sem líklegir eru taldir til að stunda innflutning fíkniefna eða aðra ólögmæta starfsemi, innriti farangur við brottför eða komu til landsins. sisi@mbl.is Tollurinn fær upplýsinga úr innritunarkerfinu OPINN BORG ARAFU NDUR Fyr irko mu lag Fjó rir f rum mæ len dur hef ja u mræ ðun a (5-1 0 m ín h ver ): E ina r M ár G uðm und sso n rith öfu ndu r, B jörg Eva Erle nds dót tir bla ðam aðu r, L ilja Mó ses dót tir hag fræ ðin gur og Vilh jálm ur B jarn aso n við skip tafr æð ing ur. Þeg ar f rum mæ len dur haf a lo kið má li sín u e r or ðið gefi ð la ust og hve r se m v ill fær þrjá r m ínú tur til a ð tj á s ig úr s al e ða spy rja spu rnin ga. Set tur ver ður fun dar rita ri o g te kin sam an ály ktu n í lok fun dar ef þ urfa þyk ir. Tak ma rka ður sæ tafj öld i F.h . un dirb úni ngs hóp s: Gu nna r S igu rðs son leik stjó ri (gu s@ mm edi a.is - s: 897 769 4) o g Dav íð A . St efá nss on bók me nnt afræ ðin gur (da vid @ljo d.is - s: 864 720 0). SÝN UM STU ÐN ING ME Ð Þ ÁTT TÖK U! SPY RJU M O G H EIM TUM SVÖ R! LÁT UM Í OK KU R H EYR A! UM STÖ ÐU ÞJÓ ÐAR INN AR Í Ið nó, má nud agin n 27. okt . kl. 20:0 0 TIL HVE RS? Til a ð hi nn a lme nni borg ari g eti kom ið h ugm ynd um sínu m o g sk oðu num á fr amf æri á óv issu tímu m. Á sí ðus tu v ikum hefu r alm enn um borg urum hve rgi g efis t ko stur á að tjá s ig e ða s pyrj a rá ðam enn bein na spu rnin ga. Öllu m s tjórn mál amö nnu m, seð laba nka stjó rum og b ank astj órum verð ur b oðið að m æta til a ð sv ara spu rnin gum Ísle ndin ga, mill iliða laus t. Til a ð al men ning ur f ái s kýr skil abo ð og s é ek ki h afðu r út und an í umr æðu nni. Til a ð le ita s purn inga og s vara um hva ð fr amt íðin ber í sk auti sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.