Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 31
Menning 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 LEIKLIST Þjóðleikhúsið (Kassinn) Utan gátta eftir Sigurð Pálsson Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Arnar Jónsson og Eggert Þor- leifsson Leikmynd og búningar: Gretar Reynisson Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir og Svan- hvít Valgeirsdóttir Ljós: Halldór Örn Óskarsson Tónlist: Sigurður Bjóla Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir Frumsýning, föstudaginn 24. október. Í NÝJASTA leikverki sínu, Utan gátta, hefur Sigurði Pálssyni sann- arlega tekist að koma okkur á óvart og leiða okkur inn í óvenjulegan heim þar sem skynja má veruleika sem ekki ber fyrir augu á hverjum degi. Sigurður Pálsson hefur sent frá sér þrettán ljóðabækur, þrjár skáldsögur og á þriðja tug þýðinga. Hann er jafn- framt eitt þekktasta leikskáld okkar og hefur a.m.k. tugur leikverka hans ratað á íslenskt leiksvið. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2007 fyrir bók sína Minnisbók. Leikritið fjallar um tvær persónur, Villu og Millu. Þær eru innilokaðar í rými, á valdi einhvers sem áhorf- endur vita ekki hver er. Þessi alvald- ur stjórnar kringumstæðum þeirra, ljósi og myrkri. Þessar persónur eru í senn brjóstumkennanlegar, fyndnar, skáldlegar og grimmar. Þær eru bundnar hvor annarri, og eru í eins konar ástar/haturs sambandi sem þrungið er afbrýðisemi, en þó geta þær ekki án hvor annarrar verið. Áhorfendur vita lítið um fortíð þess- ara kvenna en þó liggur einhver djúp sorg í tilvist þeirra sem erfitt er að henda reiður á. Verkið er skrifað fyrir tvær raddir og um verkið segir höf- undur í leikskrá m.a.: „Ég treysti á þessar raddir, eins vitlausar og þær voru, furðulegar, framandi og kunn- uglegar í senn, ættaðar af svæðinu milli draums og vöku. Óhugnanlega kunnuglegar.“ Verurnar eru „radd- ir“, „leikverur“, sprottnar úr myrkri leiksviðsins, og túlka mannlegt hlut- skipti í sinni nöktustu mynd einhvers staðar á mörkum veruleika og draums. Jafnframt fjallar verkið um list leikhússins, engar yfirlýsingar gefnar en varpað fram spurningum um eðli þess. Textinn er ljóðrænn, fyndinn og beittur og á mjög skylt við „ab- súrdleikhús“ í sinni bestu mynd. Frá- sögnin er ekki línuleg heldur brota- kennd en ef brotunum er raðað saman myndast einhver óraunveru- leg heild. Verurnar tvær, Villa og Milla, eru leiknar af fjórum leikurum og er það ákvörðun leikstjórans, Kristínar Jó- hannesdóttur, að velja tvær konur og tvo karla í hlutverkin. Þó eru aldrei fleiri en tvær persónur á sviðinu í einu og er það listilega útfært af hendi leikstjórans. Með því að skipta hlutverkum á þennan hátt er undir- strikað enn frekar að hér er ekki um að ræða raunsæislega eftirmynd veruleikans heldur óræðan heim skáldskaparins. Með hlutverkin fara Kristbjörg Kjeld, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Arnar Jónsson og Eggert Þor- leifsson. Leikur þeirra er til fyr- irmyndar. Þetta eru allt þaulreyndir leikarar sem kunna sannarlega að nýta sér hinn blæbrigðamikla texta. Leikmynd Gretars Reynissonar er hugvitsamleg, fögur og ógnvænleg í senn. Gretar hefur sérstakt lag á að koma áhorfendum á óvart. Tónlist og hljóðmynd Sigurðar Bjólu og ljósa- hönnun Halldórs Arnar Óskarssonar falla vel að handriti og leikmynd. Leikgervi voru í höndum Árdísar Bjarnþórsdóttur og Svanhvítar Val- geirsdóttur. Þar hefur tekist mjög vel til og persónurnar verða óraunveru- legar og aumkunarverðar í senn sem minnir helst á trúðsgervi. Utan gátta er heillandi sýning, fög- ur og skemmtileg. Hér er list leik- arans höfð í fyrirrúmi þar sem orð höfundarins mynda þéttan skóg sem persónur verksins reyna að feta sig í gegnum og það er leikstjórans að leiða þær áfram. Kristín Jóhann- esdóttir fann ákjósanlega leið á þeirri vegferð. Ingibjörg Þórisdóttir Mannlegt hlut- skipti á leiksviði Tvær verur „Utan gátta er heillandi sýning, fögur og skemmtileg.“ ÞEGAR Guðmundur Magnússon rithöfundur, blaðamaður og blogg- ari byrjaði í vor að skrifa bókina Nýja Ísland þá óraði hann ekki fyrir því hvernig aðstæður yrðu nú á haustdögum þegar bókin er loks komin út. Engu að síður er margt í henni sem rímar við þá stemningu sem nú er uppi í samfélaginu. Hann gagnrýnir meðal annars síaukin um- svif auðmanna í landinu og mis- skiptingu í samfélaginu. „Heiti þessarar bókar er hugtak sem ég nota yfir það nýja þjóðfélag sem varð til hér á landi á síðustu fimmtán árum og í bókinni er ég að bera það saman við það þjóðfélag sem ég er vaxinn upp úr,“ segir Guðmundur, en tekur undir það að titillinn hafi fengið nýja merkingu eftir bankahrunið. „Nú eru margir að hugsa um framtíðarlandið sem vex upp úr þessum þrengingum. Ég held að það sé mikilvægt einmitt núna að átta sig á því hvernig þetta þjóðfélag var sem er í svona miklum vandræðum í dag.“ Guðmundur talar í bókinni um að hér á landi hafi ríkt jafn- aðarandi til skamms tíma með lítilli stétta- skiptingu þó ýmsir aðrir ann- markar hafi verið á þjóðfélaginu. „Þessi jafnaðarandi veikist á síðustu árum og ég er þeirrar skoðunar að hann hafi verið límið í þjóðfélaginu.“ Djúpt á vandanum Hann segir að vandamálið liggi dýpra en svo að allt hefði verið í góðu lagi ef seðlabankastjóri hefði staðið sig betur eða Ísland gengið í Evrópusambandið. „Óháð þessu áfalli sem við urðum fyrir þá var hér orðið þjóðfélag sem var ekki lengur heilbrigt. Við verðum að átta okkur á því í endurreisninni að markmiðið er ekki að komast aftur í þá stöðu sem við vorum í.“ En var þá hrunið tímabært til þess að uppgjör geti nú orðið í fram- haldinu? „Það getur enginn sagt að þetta hrun sé jákvætt vegna þess að það hefur svo skelfilegar afleiðingar fyrir fólkið, en sú endurskoðun sem fer fram í kjölfarið er jákvæð. Von- andi notum við þetta tækifæri til þess að skoða það hversu margt annað var að en þessi mikla yf- irbygging bankanna.“ Bloggsíða Guðmundar er mikið lesin og því liggur beint við að spyrja hvers vegna hann hafi ákveð- ið að gefa út bók í stað þess að koma hugmyndum sínum á framfæri á netinu. „Ég hef mikla trú á bókinni sem miðli,“ segir hann „Bloggið hef- ur ýmsa kosti en það er svona eins og fréttir í blöðum og fjölmiðlum, farið mjög fljótt. Bókin er góð til þess að vera undirstaða umræðu.“ gunnhildur@mbl.is Límið veiktist á Nýja Íslandi Ný bók eftir Guðmund Magnússon fjallar um örar þjóðfélagsbreytingar á síðustu árum Guðmundur Magnússon Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands er ekki af baki dottin þrátt fyrir að áætlaðri Japansferð hafi verið aflýst. Í staðinn fyrir að fara á fjarlægar slóðir mun hljómsveitin sinna sínu nærumhverfi með tónleikum á höf- uðborgarsvæðinu og landsbyggðinni dagana 28. október til 6. nóvember. „Þessar vikur voru áætlaðar í stóra og mikla tónleikaferð til Jap- ans sem var síðan blásin af út af efnahagsástandinu. Þá var sest nið- ur og rætt hvað væri hægt að gera í staðinn og eitt af því sem við sökn- uðum af verkefnaskrá vetrarins voru tónleikaferðir innanlands sem eru allajafna fastur liður af dag- skránni,“ segir Þorgeir Tryggvason, kynningarfulltrúi Sinfóníurnar. Á morgun hefst ferðalagið þegar Sveitin heimsækir verslanir á höf- uðborgarsvæðinu. „Okkur fannst það góð leið til að ná til fólksins og kæta það í amstri dagsins.“ Kristján syngur með Um næstu helgi verða svo stór- tónleikar í Háskólabíói þar sem leiða saman hesta sína hljómsveitin og Kristján Jóhannsson tenór en átta ár eru liðin frá því það gerðist síðast. Á efnisskránni eru íslenskar söng- perlur og frægar aríur eftir Puccini og Leoncavallo. Auk þess verður leikin fimmta sinfónía Beethovens, karnivalforleikur Dvoráks og tveir kaflar úr tónlist Griegs við Pétur Gaut. „Þetta er tónlist sem allir þekkja og allir njóta. Verkin sem eru svo vinsæl að þau eru sjaldan spiluð, en ástæðan fyrir því er hvað þau eru stórkostleg,“ segir Þorgeir. Sveitin heldur þá norður á land og flytur sömu efnisskrá ásamt Kristjáni á Akureyri. Miðaverð á þessa tvenna tónleika er aðeins 1.000 krónur og segir Þorgeir sveitina vilja gefa sem flestum tækifæri til að koma. „Ég held að það sé skylda okkar.“ Lyfta huganum upp úr rótinu Sveitin heldur næst austur og leikur á Eskifirði og Höfn. Á efnis- skrá verða sinfónía Beethovens, for- leikur Dvoráks og kafli úr Pétri Gaut. En í stað söngvara kemur fiðluleikarinn Sigrún Eðvaldsdóttir sem leikur einleik í Rómönsu eftir Árna Björnsson og fyrsta kaflann úr fiðlukonsert Sibeliusar. Aðgangur verður ókeypis á þá tónleika. Þorgeir segir að það sé ekkert verra að fara um Ísland en til Jap- ans. „Skyldur hljómsveitarinnar eru fyrst og fremst við Íslendinga og ef við getum tekið þátt í því að lyfta huganum aðeins upp úr þessu róti er það eitthvað sem okkur þykir mjög vænt um að geta gert.“ Á ferð og flugi Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur víða við á næstu dögum. Kætir fólk í amstri dagsins Sinfóníuhljómsveitin á ferð og flugi  28. október; Kringlan og Smáralind kl. 16.30. Blás- arar leika í IKEA kl.12.  1. nóvember kl. 17 í Há- skólabíói ásamt Kristjáni Jóhannssyni.  4. nóvember íþróttahúsi Síðuskóla, Akureyri, ásamt Kristjáni Jóhannssyni.  5. nóvember í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarða- byggðar á Eskifirði.  6. nóvember Höfn í Horna- firði. Dagskrá @

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.