Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 30
30 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 79.200 af þessum gestum hefðu ekki komið til borgarinnar nema til að sjá Fossana. Fossanna fékk512.000 heimsóknir milli janúar og október. Heimasíða frá sama tíma árið 2001. Sýningin Ólafur Elíasson: Take Your Time, var sam- tímis í MoMA á Manhattan og PS 1 Contemporrary Art Center, í Queens. Á síðarnefnda staðnum var þetta ein besta sótta sýningin í sögu safnsins, en aðsókn jókst um 144% þeirra sem skoðuðu Fossana sögðu það hafa verið fyrstu ferð þeirra til hafnarsvæðanna á Manhattan eða í Brooklyn. Um23% manns keyptu miða með bátum sem sigldu fram hjá Fossunum. 213.000 Meira en 2,6 sjónarhornum,að meðaltali. Þeir sem skoðuðu Fossana sáu þá frá 6.000 ljósmyndir af Fossunum voru settar á vefsvæðið Flickr.com og yfir 200 myndbönd voru sett á YouTube.com. YfirNærri 1,4 milljónir manna skoðuðu Fossa Ólafs Elíassonar, frá útsýnis- stað eða báti. Um 80.000 manns komu sérstaklega til að sjá Fossana Morgunblaðið/EE BLOOMBERG borgarstjóri í New York seg- ir að efnahagsleg áhrif Fossa Ólafs Elías- sonar í borginni í sumar séu um 69 miljónir dala, rúmlega átta milljarðar króna. Um 1,4 milljónir manna gerðu sér ferð til að skoða verkin á tímabilinu 26. júní til 13. október. „Við vissum alltaf að Fossarnir myndu hafa góð áhrif á hafnarsvæðið en heildar- áhrifin fóru langt fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Bloomberg. „Fólk þurfti ekki að kaupa miða eða fara í gegnum hlið til að njóta verkanna, en þessi sýning fékk fólk til að heimsækja svæði í borginni sem það hefði annars ekki heimsótt. Við höfum allt- af skilið að við þurfum að stuðla að stórum sérstökum verkefnum, sem sýna sérstöðu þessarar borgar, og það verður ennþá mik- ilvægara nú þegar efnahagslífið er í nið- ursveiflu.“ Public Art-sjóðurinn fékk Ólaf til að vinna verkið, í samvinnu við borgina. Kostnaðurinn við uppsetningu fossanna var 15,5 milljónir dala. Í þeirri tölu er öll fram- setningin; byggingarefni, byggingarvinna, umsjón, auk kynningar- og námsefnis. Þá er áætlað að gestir hafi eytt 26,3 milljónum dala við að koma til borgarinnar og upplifa verkið, og aðrar 26,8 milljónir hafi farið í óbeina eyðslu í tengslum við þá upplifun. Starfsmenn kynningardeildar New York- borgar benda einnig á að Fossarnir hafi opnað fólki leið inn í margbreytileg sam- félög í borginni, fjölgað ferðum ferja og annarra báta um hafnarsvæðið og stutt við ímynd borgarinnar sem helstu miðstöðvar menningar og lista. „Verkefnið opnaði fólki ekki bara nýjar leiðir til að upplifa borgina,“ segir Susan K. Freedman, sem stýrir Public Art-sjóðnum, „heldur víkkaði það líka út hugmyndir manna um list í opinberu rými.“ efi@mbl.is Áhrif Fossanna fram úr björtustu vonum  Um átta milljarðar króna flæddu inn í New York-borg vegna Fossa Ólafs Elíassonar  Verkin opnuðu fólki nýjar leiðir til að upplifa borgina Reuters Foss Um 1,4 milljónir manna skoðuðu Fossa Ólafs Elí- assonar frá útsýnisstað eða báti. KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir Dick Tracy í Bæjarbíói í Hafnarfirði á morgun. Dick Tracy er spennu- og ævintýramynd sem byggð er á vinsælli teiknimyndasögu um samnefndan leynilögreglu- mann og viðureign hans við bófagengi. Aðalleikari og leik- stjóri myndarinnar er Warren Beatty en Al Pacino fer líka með stórt hlutverk. Sýningin í kvöld hefst kl. 20 en myndin verður líka sýnd næstkomandi laugardag kl. 16. Miðaverð er 500 kr. og opnar í miðasölu um hálftíma fyrir sýningu. Kvikmyndir Dick Tracy sýnd í Bæjarbíói Leynilögreglumað- urinn Dick Tracy. ÚT er komin hjá bókaforlaginu Bjarti skáldsaga um ævi Hall- gríms Péturssonar eftir Úlfar Þormóðsson. Í þessari sögulegu skáld- sögu, sem heitir einfaldlega Hallgrímur, er dregin upp mynd af manninum, skáldinu og prestinum. Í lífi Hallgríms skiptast á stórir sigrar og djúpar sorgir; yfir og allt um kring er andrúmsloft 17. ald- arinnar, þrungið galdrafári. Barátta Hallgríms við Guð, ástir hans og Guðríðar Símonardóttur, sár dótturmissir og fæðing Passíusálmanna er meðal þess sem fjallað er um á síðum bókarinnar. Bókmenntir Maðurinn, skáldið og presturinn Hallgrímur Pétursson TJÁNING og tilvist: námskeið um expressionisma í myndlist og tilvistarstefnu í heimspeki á 20. öldinni og í samtímanum hefst hjá Endurmenntun Há- skóla Íslands á fimmtudaginn. Það er Ólafur Gíslason list- gagnrýnandi sem kennir á námskeiðinu. Á því verður arf- ur expressionismans og tilvist- arstefnunnar tekinn til endur- skoðunar, sögulegar og hugmyndalegar rætur hans kannaðar og reynt að leggja mat á þýðingu hans í samtímanum. Námskeiðið stendur frá 30. október til 27. nóv- ember. Nánar á www.endurmenntun.is. Myndlist Expressionismi og tilvistarstefnan Ópið eftir Edvard Munch. LJÓSMYNDARINN frægi Annie Leibovitz hefur nú sagt frá því að El- ísabet Englandsdrottning hafi verið frekar óróleg og ekki í sem bestu skapi á meðan hún tók af henni myndaseríu á seinasta ári. Sjón- varpsstöðin BBC sýndi í fyrra mynd- brot frá myndatökunni þar sem drottningin svarar Leibovitz hrana- lega, þegar hún biður hana um að taka niður kórónuna, og strunsar í burtu. Stöðin sendi seinna frá sér af- sökunarbeiðni vegna birtingarinnar en myndbrotið var klippt saman, drottningin strunsaði aldrei úr myndatökunni. Leibovitz segir að myndbrotið af drottningunni að strunsa í burtu hafi í raun og veru verið þegar hún var að koma til töku. „Þeir hefðu alveg eins geta sýnt þegar drottningin varð smáfúl, það hefði verið alveg eins góð saga og sannari.“ Leibovitz sagði þetta í ræðu við opnun á ljós- myndasýningu hennar í National Portrait-galleríinu í London nú í október. En þar er myndaserían af drottningunni m.a. til sýnis. Hún varði rétt drottningarinnar til að vera í fúlu skapi. „Mörgum er illa við að vera ljósmyndaðir og það er mjög eðlilegt að upphaf myndatöku sé erf- itt. Við vorum öll mjög taugatrekkt. Þegar drottningin kom vissi ég að eitthvað var að því aðstoðarmenn hennar héldu sig fjarri henni. Þegar hún kom inn sagðist hún ekki hafa mikinn tíma. En í lok myndatök- unnar var allt í himnalagi,“ sagði Leibovitz og bætti við að drottningin hefði orðið mjög hrifin af myndunum. Elísabet Ein af myndunum sem Leibovitz tók af drottningunni. Englands- drottning í fúlu skapi Ljósmyndir Leibo- vitz til sýnis í London LÖGREGLAN í Jórdaníu handtók rithöfund í landinu í síðustu viku fyrir að nota vers úr hinni heilögu bók Kóraninum í ástarljóð sem hann samdi. Ljóðasafnið Grace like a Sha- dow eftir ljóðskáldið Islam Sam- han þótti móðgun við hina helgu bók og var gefið út án samþykkis stjórnvalda í Jórdaníu, að sögn embættismanns þar í landi. Samhan var ákærður fyrir að skaða íslamska trú og brjóta út- gáfulög með því að nota hið heil- aga orð Kóransins í kynferðisleg þemu. Ef ljóðskáldið verður dæmt gæti það þurft að eyða þremur ár- um í fangelsi. Lög í Jórdaníu banna útgáfu bóka eða greina sem gætu verið álitnar skaðlegar íslam og spá- manninum Múhameð. Fyrir tveim- ur árum voru ritstjórar tveggja dagblaða í landinu dæmdir í tveggja mánaða fangelsi fyrir að móðga íslam eftir að þeir birtu hina frægu dönsku teikningu af Múhameð í blöðum sínum. Rithöfundar og listamenn í Jórdaníu hafa farið fram á það við stjórnvöld að þau láti Samhan lausan og segja að handtakan sé afturför í tjáningarfrelsi og kalla eftir endalokum kúgunar og ógn- ana sem eigi sér stað gegn menntamönnum. Ástarljóð móðg- un við trúna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.