Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÁRIÐ 1940 var hart í ári hjá Norð- mönnum og þá nutu þeir aðstoðar Íslendinga. Meðal annars sendi fjöl- skylda í Vestmannaeyjum fatapakka til Noregs. Fyrir vikið gat norsk tán- ingsstúlka fermst sómasamlega til fara. Hún hefur ekki gleymt því og þegar hún frétti af ástandinu hérna hringdi hún í systur sendandans og spurði hvort hún gæti á einhvern hátt hjálpað þeim systrum. „Við systir mín vorum orðlausar yfir ræktarseminni,“ segir Kristín Þor- steinsdóttir um boð Reidun Hellis- nes, sem er um áttrætt og hefur ekki verið í sambandi við systurnar í ára- tugi. Stúlkan hafði samband Kristín segir að faðir sinn hafi lært í Noregi og honum hafi alltaf verið hlýtt til Norðmanna. Þegar á hafi bjátað hjá þeim hafi hann viljað hjálpa til. „Hann sendi föt af mér og setti bréf með nafni mínu og heimilisfangi í vasann á einum jakkanum ef mót- takandi vildi hafa samband,“ rifjar Kristín upp. Hún segir að stúlkan, sem hafi fengið jakkann, hafi haft samband og þær hafi skipst á jóla- kortum í nokkur ár. Systir sín hafi síðan farið í nám í Noregi og tekið við samskiptunum við konuna en þau hafi síðan fallið niður. „Fyrir nokkrum dögum hringdi þessi kona í systur mína, sagði henni að hún hefði aldrei gleymt fatasend- ingunni, fötum sem hún hefði meðal annars fermst í, og spurði hvort hún gæti hjálpað okkur systrum eitt- hvað, hvort það væri eitthvað sem okkur vanhagaði um. Við komust við vegna hugulseminnar en hún sýnir hvað Norðmenn eru elskulegir. Okk- ur vantaði að sjálfsögðu ekki neitt en vináttan gleymist ekki hjá Norð- mönnum.“ Vináttan gleymist ekki Norsk kona vildi hjálpa nú vegna aðstoðar 1940 Vinur Reidun Hellisnes í æsku. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MIKILL snjór er víða á Norður- og Austurlandi eftir stórhríðina sem þar gekk yfir um helgina. Enn snjóaði á Austurlandi í gær. Akureyringar voru að moka frá húsum sínum og bílum en þar hafði víða skafið að. Sérfræðingar Siglingastofn- unar munu í dag meta skemmdir í höfnum. Björgunarsveitarmenn björguðu sama mann- inum tvisvar af ófærum fjallvegum á Austur- landi í gær, fyrst af Öxi og síðan af Hellisheiði, á leið til Vopnafjarðar. Maðurinn var á fólksbíl. Víkurskarð var opnað síðdegis í gær en þar hefur vegurinn verið lokaður mestalla helgina vegna veðurs og ófærðar. Björgunarsveitin Garðar á Húsavík var kölluð til aðstoðar í gær- morgun þegar koma þurfti tveimur sjúklingum frá Húsavík á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Komust þeir yfir Víkurskarð með aðstoð snjó- ruðningstækja. Þungfært var á Grenivíkurvegi undir kvöld í gær og ófært um Hólasand. Á Austurlandi var þungfært og stórhríð í Vatnsskarði og snjór, hálka og skafrenningur á öðrum vegum á Norð- austurlandi. Ófært var um Öxi. Áfram er spáð norðlægri átt í dag, 5 til 13 metrum á sekúndu og hvassast verður við aust- urströndina, allt að 18 metrar. Él verður á stöku stað norðaustan til, annars víða bjart. „Mesta öldurót sem ég hef séð“ Skemmdir urðu í nokkrum höfnum á norð- anverðu landinu í sjógangi í norðanáttinni um helgina. „Þetta er mesta öldurót sem ég hef séð síðan ég byrjaði í þessu starfi, eiginlegt hafrót,“ sagði Stefán Stefánsson, hafnarvörður við Húsa- víkurhöfn í sextán ár. Aldan gekk yfir nýlegan sjóvarnargarð, Böku- garð, og gróf upp grjót og möl innan við. Stefán segir að grjót hafi hreyfst til ofarlega í grjót- varnargarðinum sem sýni hvað öldurnar hafi verið miklar. Akstursleiðin fram á garðinn grófst í sundur og vatnsleiðsla og grjót var um allt hafnarsvæðið. Ekki er fært út á viðlegukant- inn við Bökugarð en Stefán telur það ekki koma að sök í bili þar sem ekki sé von á flutninga- skipum. Von er á sérfræðingum frá Siglingastofnun til Húsavíkur í dag til að meta tjónið og athuga hvað sé til úrbóta. Skemmdir urðu einnig í höfn- um á Kópaskeri, í Fjallabyggð og á Gjögri. Skemmdir í höfnum norðanlands metnar í dag Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mokað frá húsinu Mikill snjór er á Akureyri og skafið hefur að húsum og bílum. Ásgrímur Ágústsson mokaði í gær frá húsi sínu við Aðalstræti. Björguðu sama manninum tvisvar af ófærum fjallvegum FLUG til Grímseyjar féll niður á föstudag. Jóhannes Henn- ingsson útgerðarmaður átti von á gestum frá Akureyri í fertugsafmælið sitt en greip til þess ráðs að fresta afmæl- inu í sólarhring og hélt upp á það í gærkvöldi í staðinn. Það er óvenjulegt að Gríms- eyjarferjan Sæfari skuli held- ur ekki hafa siglt á föstudag. „Það var snarvitlaust veður, haugabrim og ekki möguleiki að þjónustu neitt skip hérna,“ sagði Garðar Ólason, oddviti Gríms- eyjarhrepps, í gær þegar hann var að búa sig í afmælisveislu Jóhannesar. Hann sagði að það gerði lítið til þótt ferðin hefði fallið niður. Ekki biði neinn fiskur enda hefði verið bræla að und- anförnu. Hann hældi skipverjum fyrir að hafa siglt fyrr í vikunni við afar erfiðar aðstæður til að ná í fisk sem þurfti að koma í land. Afmælisveislunni frestað um sólarhring Garðar Ólason HEKLA hefur opnað vefsvæði fyrir sölu á bílum til útlanda. „Eins og gefur að skilja er ekki mikil sala innanlands í augnablikinu,“ segir Sverrir Hauksson, fram- kvæmdastjóri bílasviðs Heklu. Sverrir segir að Hekla hafi opnað vefsvæðið www.nordiccarsale.is, eftir að rætt hafi verið um að fella niður eða lækka vörugjöld eða virð- isaukaskatt á útfluttum bifreiðum, en þúsundir bifreiða eru „fastar“ hér á landi á að því er virðist dauð- um markaði. „Bílgreinasambandið hefur lagt áherslu á þetta en eftir minni bestu vitund eru þessi áform enn ókláruð í fjármálaráðuneyt- inu,“ segir Sverrir. Útfærslan liggur ekki fyrir. Ann- aðhvort verða vörugjöld lækkuð eða virðisaukaskattur. Sverrir seg- ir að opnun vefjarins hafi verið lið- ur í því að undirbúa fyrirtækið und- ir aukna sölu til útlanda, ef þessar hugmyndir verða að veruleika. Hann segist skynja mikinn áhuga erlendis. Hann nefnir sem dæmi að blaðamaður sænska dagblaðsins Dagens Industry hafi haft samband við sig og frétt á vefútgáfu blaðsins hafi birst í kjölfarið. „Það fóru allt í einu að hrynja inn fyrirspurnir frá Svíþjóð. […] Meðan gengisskrán- ingin er eins og hún er þá er mjög hagstætt fyrir útlendinga að kaupa bíla hér á landi,“ bætir hann við. thorbjorn@mbl.is Undirbúa bílasölu út Hekla skynjar auk- inn áhuga erlendis Sverrir Hauksson LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu handtók í gær einn karlmann sem grunaður er um þátttöku í al- varlegri líkamsárás í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík í fyrra- kvöld. Fjórir eða fimm grímuklæddir menn réðust inn í íbúðina á laug- ardagskvöld og börðu fjóra íbúa með stálrörum og hafnaboltakylf- um. Þegar lögreglan kom á staðinn voru árásarmennirnir á bak og burt. Tveir hinna særðu voru fluttir á slysadeild með höfuðáverka. Hin- ir vildu ekki þiggja læknisaðstoð þrátt fyrir að tennur hefðu verið brotnar í þeim og skurði og áverka á baki. Mennirnir eru af erlendu þjóðerni, og voru yfirheyrðir með aðstoð túlks. steinthor@mbl.is Einn handtek- inn vegna líkamsárásar UM 53.200 manns höfðu í gær- kvöldi undirritað ávarp Íslendinga til bresku ríkisstjórnarinnar. Eftir að Gordon Brown, forsætis- ráðherra Bretlands, beitti hryðju- verkalögum gegn Íslendingum fóru einstaklingar af stað og sömdu yfirlýsinguna „Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn“. Þar er þess farið á leit við bresku þjóð- ina að hún standi með Íslendingum í þeirri viðleitni að binda enda á diplómatískar erjur milli ríkis- stjórna landanna til þess að hægt verði að koma í veg fyrir frekara efnahagslegt tjón. Fólk er hvatt til að bæta nafni sínu við undirskrifta- lista á vefnum (www.indefence.is) sé það sammála inntaki yfirlýsing- arinnar. Yfir 53 þúsund undirskriftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.