Morgunblaðið - 27.10.2008, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2008
EFNAHAGSÁSTANDINU í landinu var mótmælt á
tveimur útifundum í miðbæ Reykjavíkur í fyrra-
dag, auk mótmæla víðar um landið. Fundirnir í
Reykjavík voru boðaðir klukkan 15 og 16 vegna
þess að ekki tókst samstaða meðal fundarboðenda.
Hörður Torfason tónlistarmaður stóð fyrir mót-
mælafundinum sem boðaður var við Alþingishúsið
á Austurvelli kl. 15. Hann hefur tekið þátt í mót-
mælunum í hálfan mánuð, fyrst með því að mæta á
fund á Arnarhóli 10. október, þar sem spjótunum
var sérstaklega beint að Davíð Oddssyni seðla-
bankastjóra. Hörður segist hafa tekið þátt í fund-
inum en áttað sig á því að þetta væri ekki rétt að-
ferð, að beina mótmælunum gegn Davíð Oddssyni
persónulega. Hann hvatti til þess að boðað yrði til
fundar daginn eftir þar sem þess yrði krafist að
stjórn Seðlabankans segði öll af sér og ríkisstjórnin
einnig. Fólkið hittist á Austurvelli í sex daga og
síðan var ákveðið að boða til stærri fundar laug-
ardaginn 18. október. Sá fundur snerist einnig upp
í mótmæli gegn Davíð Oddssyni. Hörður segist
hafa verið ósáttur við það, hann hefði fengið ungt
fólk til að auglýsa fundinn.
Þá var ákveðið að boða til nýs fundar, laug-
ardaginn 25. október kl. 15. Þegar leið á vikuna
var farið að kynna kyndilgöngu og fólk hvatt til að
koma saman á Austurvelli kl. 16. Hörður segir að
fólkið sem stóð fyrir göngunni hafi neitað sam-
vinnu og viljað fara eigin leiðir. Sjálfur hafi hann
ekki getað breytt fundi sem tvö þúsund manns
ákváðu.
Mun fleiri mættu á kyndilgönguna sem Kolfinna
Baldvinsdóttir boðaði til. Gengið var að Ráð-
herrabústaðnum og haldnar mótmælaræður.
Áherslan var á að rjúfa þögn ráðamanna. Ein-
hverjir göngumenn brenndu fána Landsbankans og
hrópuð voru vígorð gegn Davíð Oddssyni. Kolfinna
kveðst ánægð með fundinn og þá athygli sem hann
fékk, bæði innanlands og utan. Hún segir engan
hafa einkarétt á mótmælum á Austurvelli og vill
hvetja alla sem eru heima að hugsa um þessi mál
að fara út og mótmæla.
GEGN ÞÖGN
RÁÐAMANNA
Ekki tókst samstaða meðal mótmælenda sem efndu til
tveggja funda í miðbænum með klukkustundar millibili
Morgunblaðið/Frikki
Mótmæli Fjöldi fólks mótmæli framan við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu, hver undir sínu merki.
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
BÓTASJÓÐIR þriggja stærstu
tryggingafélaganna standa vel að
sögn forstjóra þeirra. Öll félögin
breyttu fjárfestingarstefnu fyrir
sjóðina fyrir um ári og færðu m.a.
fjármuni úr hlutabréfum yfir í rík-
isskuldabréf og á innlánsreikninga.
Þeir prísa sig nú sæla fyrir þá
ákvörðun.
Sigurður Viðarsson, forstjóri
Tryggingamiðstöðvarinnar, segir að
tap félagsins vegna hruns bank-
anna og annarra efnahagsþreng-
inga undanfarið sé í lágmarki, þótt
félagið hafi reyndar tapað ein-
hverjum fjármunum eins og flestir
aðrir. Bótasjóður félagsins sé afar
sterkur og hafi litlu tapað. Ástæðan
fyrir þessari sterku stöðu sé sú að
undir lok síðasta árs hafi verið
breytt um fjárfestingarstefnu, mjög
hafi verið dregið úr vægi hlutabréfa
en þess í stað lögð meiri áhersla á
ríkistryggð skuldabréf. „Og það
hefur alveg bjargað okkur. Staðan
væri ekki glæsileg ef við værum
með óbreytta stefnu. Staðan hefði
verið mjög slæm, það er alveg
ljóst,“ segir hann.
Skuld við tjónþola
Tryggingafélögum ber að leggja
tiltekinn hluta af iðgjöldum í bóta-
sjóð til að félagið geti örugglega
greitt tjón viðskiptavina sinna.
Þetta fé þarf að geyma og ávaxta
með einhverjum hætti. Heitið bóta-
sjóður er raunar úrelt því í lögum
er nú talað um vátryggingaskuld,
þ.e. skuld félagsins við tjónþola, en
ekki bótasjóð.
Eignir á móti
tjónaskuld tryggðar
Guðmundur Ö. Gunnarsson, for-
stjóri Vátryggingafélags Íslands,
vill fremur ræða um vátrygg-
ingaskuld enda sé það réttara.
Hann segir að vel hafi gengið að
ávaxta þær eignir sem standa á
móti vátryggingaskuld VÍS. Félagið
hafi gripið til aðgerða í byrjun árs
og fært umræddar eignir að mestu
leyti yfir í ríkistryggða pappíra.
„Eignir á móti tjónaskuldinni eru
að fullu tryggðar og engin afföll
verða á þeim, tjónþolar sem eiga
inni bætur hjá félaginu geta verið
öruggir um að fá sitt tjón bætt,“
segir Guðmundur.
Sjóvá fjárfesti erlendis
Samkvæmt upplýsingum frá Þór
Sigfússyni, forstjóra Sjóvár, er vá-
tryggingaskuld eða bótasjóðir fé-
lagsins um 22 milljarðar króna.
Þegar ljóst virtist að gengi krón-
unnar hafði fjarlægast nokkuð jafn-
vægisgengi sitt á síðasta ári hefði
félagið aukið við eignir sínar er-
lendis og selt eignir innanlands.
Stærstu eignirnar erlendis séu fast-
eignir sem leigðar eru traustum að-
ilum í Evrópu, þar á meðal ríkj-
unum sjálfum. Leigusamningar til
30 ára liggi þar að baki og tekju-
flæðið sé gott.
Samtals nemur vátryggingaskuld
félaganna um 48 milljörðum króna.
Stóru tryggingafélögin breyttu fjárfestingarstefnu sinni fyrir um ári Færðu fjármuni úr hlutabréf-
um í ríkistryggð skuldabréf Staðan hefði verið allt önnur og verri ef þetta hefði ekki verið gert
Bótasjóðir stóðust storminn
Morgunblaðið/Ómar
Eftir Örn Þórarinsson
Siglufjörður | Undanfarnar vikur
hefur verið unnið að dýpkun í
Siglufjarðarhöfn. Þetta er við svo-
kallaða Óskarsbryggju og út af
henni. Áformað er að fjarlægja um
54 þúsund rúmmetra af efni og á
eftir verði um níu metra dýpi að
sögn Sigurðar Sigurðssonar hafn-
arvarðar. Efninu er mokað upp með
dýpkunarskipinu Gretti og síðan
flutt til hafs á flutningapramma.
Auk þessa er unnið að niðurrifi á
gömlu löndunarbryggju SR. Hún er
að mestu úr timbri en steyptir
stöplar undir henni og hefur gengið
á ýmsu við að ná þeim upp. Þegar
niðurrifinu er lokið verður einnig
dýpkað þar sem bryggjan var. Það
er Ístak ehf. sem vinnur verkið.
Miklar
fram-
kvæmdir
við höfnina
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Dýpkun Dýpkunarskipið Grettir
vinnur að dýpkun í höfninni.
MÁLÞING um
átaksverkefni í
Rangárvallasýslu
og Vestur-Skafta-
fellssýslu verður
haldið miðviku-
dagskvöldið 29.
október nk. undir
Eyjafjöllum.
Rædd verður að-
koma Landbún-
aðarháskólans á Hvanneyri og fleiri
stofnana að frekari þátttöku í sýsl-
unum með aðaláherslu á korn- og
jarðrækt. Málþingið hefst á býlinu
Þorvaldseyri með inngangi og hress-
ingu kl. 19. Kl. 19.30 verður nýja
kornverksmiðjan í Drangshlíð skoð-
uð og síðan hefst málþingið í Skógum
um kl. 20. Hagsmunaaðilar og
áhugamenn í sýslunum standa að
málþinginu með þátttöku sveitar-
stjórna Rangárþings ytra, Rangár-
þings eystra, Mýrdalshrepps og
Skaftárhrepps.
Framsögur á málþinginu hafa
Ágúst Sigurðsson, rektor Landbún-
aðarháskóla Íslands á Hvanneyri,
Ólafur Eggertsson, bóndi á Þor-
valdseyri, Áslaug Helgadóttir pró-
fessor og Sveinn Runólfsson land-
græðslustjóri. Stjórnandi
málþingsins í Skógum verður Árni
Johnsen alþingismaður.
Hugmyndin með málþinginu er að
skerpa línur í atvinnumöguleikum
þessara tveggja sýslna, efla og
styrkja innlenda sýn og framleiðslu.
Áhugamenn nær og fjær eru hvattir
til að mæta en allir eru velkomnir á
Skógamálþingið.
Atvinnulíf
á Suður-
landi eflt
Árni Johnsen
Málþing í Skógum á
miðvikudagskvöld
STJÓRN kjördæmisráðs Samfylk-
ingarinnar í Norðvesturkjördæmi
krefst uppgjörs við efnahags- og
peningamálastefnuna undanfarna
áratugi, segir í ályktun frá stjórn-
inni.
„Ljóst er að forsendur fyrir
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
frá 27. maí 2007 eru gjörbreyttar og
sá tími, sem þá virtist vera til um-
þóttunar um aðildarviðræður við
ESB er liðinn, þær viðræður þurfa
stjórnvöld að hefja strax. Ísland hef-
ur leitað aðstoðar alþjóðasamfélags-
ins en það þarf líka að gera róttækar
breytingar á stjórn efnahagsmála,
bæði á hinum pólitíska vettvangi og
innan stjórnkerfisins, með upp-
stokkun embætta og stórefldu eft-
irliti í viðskiptalífinu,“ segir meðal
annars í ályktuninni, sem stjórnin
samþykkti á fundi um helgina.
Viðræður
hefjist strax
Hallgerður er 15 ára
Í FRÉTT um hinn nýja Íslands-
meistara í skák kvenna, Hallgerði
Helgu Þorsteinsdóttur, í laug-
ardagsblaðinu, misritaðist aldur
hennar. Hallgerður er 15 ára en ekki
17, eins og stóð í frétt og skákþætti.
Í þessu ljósi er árangur hennar enn
glæsilegri en ella. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Röng launatafla
Í töflu um laun nokkurra starfs-
manna hins opinbera, sem birtist á
bls. 6 í föstudagsblaðinu, var rangt
farið með laun forsætisráðherra.
Hann hefur 1.098.208 krónur í mán-
arlaun en ekki 1,6 milljónir eins og
stóð. Er beðist velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT