Morgunblaðið - 01.11.2008, Page 21

Morgunblaðið - 01.11.2008, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Nýtt og ferskara helgarblað Njóttu sunnudagsins til fulls. Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1100 Krufið til mergjar X? Fylgi stjórnmálaflokkanna hefur gjörbreyst í kreppunni Gylfi Arnbjörnsson Nýkjörinn forseti ASÍ í viðtali Ný hugsun Blómleg nýsköpun skilar fjölda nýrra sprotafyrirtækja F í t o n / S Í A F I 0 2 7 5 0 5 Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is RÍKISBANKAR eru eitt versta fyr- irbæri sem hægt er að hugsa sér og því þarf að einkavæða nýju ríkis- bankana eins fljótt og hægt er, að mati Jóns Daníelssonar, dósents við London School of Economics, en hann flutti fyrirlestur í Háskóla Ís- lands í gær. Jón sagði að það væru mistök að hafa fjármálaeftirlit og peninga- stjórn sitt á hvorri hendi, Fjármála- eftirlitið og Seðlabankinn ættu að vera sama stofnunin. Hugmynda- fræði um aðgreiningu þessara stofn- ana mætti rekja til Gordons Browns, og ákvarðana sem hann hefði tekið í stóli fjármálaráðherra Bretlands. Ábyrgð Seðlabankans Aðspurður hvort íslensk stjórn- völd hefðu getað komið í veg fyrir hrunið í íslensku bankakerfi, sagði Jón að ábyrgð Seðlabankans væri þónokkur. Hann nefndi sem dæmi að því hefði verið fleygt að það væri hlutverk seðlabankastjóra að „slíta partíinu þegar partíið stæði sem hæst.“ Hann tók þó fram að stjórn- völd á Íslandi og um allan heim hefðu ekki séð fyrir kreppu af þessari stærðargráðu. „Þær spurningar sem ég fæ þó alltaf reglulega eru þær sömu: Hvers vegna leyfðuð þið bönk- unum að verða svona stórir?“ sagði Jón. Ragnar Árnason, sem var fund- arstjóri á fyrirlestrinum, beindi þeirri spurningu til Jóns hvort Seðla- bankinn hefði tæknilega séð getað komið í veg fyrir að bankarnir yrðu svona stórir. Jón sagðist ekki geta svarað því, mikið væri rifist um rétt- arreglur. Víða erlendis hefðu seðla- bankar heimildir til þess að grípa inn í og hann teldi jafnframt æskilegt að Seðlabankinn hefði slíkar heimildir. „Ef bankarnir verða of stórir er það vegna þess starfsumhverfis sem rík- ið skapar þeim. [...] Ríkið hefur það hlutverk að passa upp á að áhættu- rekstur bankanna verði ekki of mik- ill. Að gefa bönkunum of lausan tauminn er eins og að gefa unglings- strák viskíflösku og sportbíl. Maður veit hvernig það endar,“ sagði Jón. Brugðist við á rangan hátt Jón sagði viðbrögð stjórnvalda lykilatriði. „Vandamálið við kreppu er að þegar kreppa skellur á þá er mjög oft brugðist við á rangan hátt. Í nokkurra ára gamalli úttekt Alþjóða- bankans kemur fram að meðalkostn- aður ríkja af bankakreppu sé um 10% af þjóðarframleiðslu. Þar af séu 9% vegna viðbragða ríkisins en 1% vegna kreppunnar sjálfrar.“ Vill einkavæða bankana strax Að gefa bönkunum of lausan tauminn er eins og að gefa unglingsstrák „viskíflösku og sportbíl“, segir Jón Daníelsson Morgunblaðið/Kristinn Skuggi Jóns Í líflegum fyrirlestri gagnrýndi Jón viðbrögð stjórnvalda í fjármálakreppu. Oft væri rifist um að- ferðafræði en lítið gert til þess að slökkva elda. Hann sagði jafnframt að ábyrgð ríkisins á hruninu væri mikil. Í HNOTSKURN »Aðspurður sagði Jón að ís-lensk stjórnvöld hefðu aldrei leitað eftir aðstoð hans í fjármálakreppunni, en hann hefur þó veitt stórum erlend- um bönkum ráðgjöf og flutt erindi hjá Englandsbanka. »Jón sagði að það væriæskilegt að hafa marga litla banka á markaði fremur en fáa stóra. »Hann sagði jafnframt aðskipta ætti mjög stórum bönkum upp til þess að ná þessu markmiði. FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „VIÐ vildum ekki standa í stríði við okkar eigin stjórnvöld,“ segir Hreið- ar Már Sigurðsson, fyrrverandi for- stjóri Kaupþings, þegar hann er spurður hvers vegna bankinn hafi á sínum tíma dregið til baka kæru til fjármálaráðherra vegna ákvörðunar Ársreikningaskrár um að synja bankanum um að gera upp í annarri mynt en krónu. Lýður Guðmundsson, stjórn- arformaður Exista, sagði á hluthafa- fundi félagsins í fyrradag að flytja hefði mátt höfuðstöðvar Kaupþings strax í kjölfar þess að bankanum var neitað um að gera upp í annarri mynt en krónu. Hann sagði það stærstu mistök sín að hafa ekki beitt sér fyrir því að höfuðstöðvarnar yrðu færðar út. Haustið 2007 var Kaupþing eitt fjölmargra íslenskra hlutafélaga sem sóttu um að fá að gera upp reikninga sína í evrum frá og með 1. janúar á þessu ári. Ársreikningaskrá hafnaði umsókn bankans í kringum síðustu áramót, en hún taldi að Kaupþing uppfyllti ekki skilyrði gildandi laga. Ársreikningaskrá leit- aði álits Seðlabankans í aðdraganda ákvarðanatökunnar, lögum sam- kvæmt, en var í engu bundin um- sögn Seðlabankans í ákvörðun sinni. Verulegur hluti tekna erlendis Í lögum um ársreikninga koma fram skilyrði sem hlutafélög þurfa að uppfylla til að þeim sé veitt heim- ild til að gera upp í annarri mynt. Þeim er veitt heimild ef þau eru með meginstarfsemi sína erlendis eða eru hluti erlendrar samstæðu þar sem starfrækslugjaldmiðill er annar en íslensk króna, ef félög eiga erlend dótturfélög eða hlutdeild í erlendum félögum og meginviðskipti eru við þessi félög, þau hafa meginstarfsemi sína hér á landi en eru með veru- legan hluta tekna sinna frá erlend- um aðilum í öðrum gjaldmiðli en ís- lenskum krónum eða ef þau hafa verulegan hluta fjárfestinga sinna í erlendum fjárfestingarvörum og skuldir þeim tengdar í erlendum gjaldmiðlum. Félögin þurfa aðeins að uppfylla eitt framangreindra skil- yrða til að þeim sé veitt heimild. Seðlabankinn á móti Seðlabankinn var andsnúinn því að fjármálafyrirtækjum yrði gert kleift að gera upp í evrum. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins var kæra Kaupþings dregin til baka á sínum tíma að beiðni fjár- málaráðherra. Hreiðar Már vill ekki staðfesta það. Hann segir að bank- inn hafi ekki viljað fara í hart við stjórnvöld, en treystir sér ekki til þess að svara því hvort það hafi ver- ið mistök að draga kæruna til baka. Bönkunum var synjað um að gera upp í annarri mynt en krónu Vildu ekki fara í stríð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.