Morgunblaðið - 01.11.2008, Qupperneq 22
22 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008
AP
Galvösk Sarah Palin á kosn-
ingafundi í Missouri í fyrradag.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
ENGINN veit fyrir úrslitin í kosn-
ingunum í Bandaríkjunum, þau koma
ekki í ljós fyrr en talið hefur verið upp
úr kjörkössunum, en kannanir benda
ekki til, að þau John McCain og Sarah
Palin muni ráða ríkjum í Hvíta húsinu
á næsta kjörtímabili. Stuðningsmenn
Palin eru hins vegar farnir að tala um
hana sem forsetaefni Repúblikana-
flokksins 2012. Fer það mjög fyrir
brjóstið á þeim flokksbræðrum henn-
ar, sem telja, að hún sé eins og hvert
annað lík í lestinni og hafi dregið stór-
lega úr sigurlíkum McCains.
Sarah Palin hefur ekki gert neitt til
að draga úr þessum vangaveltum og
kynti raunar undir þeim með því að
lýsa yfir í viðtali við ABC-sjónvarpið,
að hún myndi ekki hætta afskiptum
af landsmálum hver sem niðurstaðan
yrði næstkomandi þriðjudag.
Þung byrði að bera
Ekki er hægt að segja, að margir
Bandaríkjamenn hafi vitað hver Sar-
ah Palin, ríkisstjóri í Alaska, var þeg-
ar McCain kynnti hana sem varafor-
setaefni sitt fyrir rúmum sjö vikum.
Hún náði hins vegar strax til íhalds-
samasta hópsins meðal repúblikana
með harðri afstöðu sinni í mörgum
viðkvæmum samfélagsmálum en að
sama skapi hneykslaði hún aðra, ekki
síst fyrir augljósa vanþekkingu og
stundum allt að því hlálega frammi-
stöðu í sjónvarpsviðtölum. Ljóst er,
að meðal repúblikana skiptir alveg í
tvö horn með afstöðuna til hennar.
„Palin er orðin að þyngri byrði að
bera fyrir McCain en tengsl hans við
Bush forseta,“ segir George Will,
kunnur dálkahöfundur og íhaldsmað-
ur. Það sýnir sig líka í skoðanakönn-
unum. Kemur það sér illa fyrir McCa-
in og birtist m.a. í því, að meirihlutinn
telur Barack Obama, forsetafram-
bjóðanda demókrata, líklegri en
McCain til að velja sér hæfa sam-
starfsmenn.
Framtíð Palin verður meðal helstu
umræðuefna á fundi, sem þeir íhalds-
sömustu innan Repúblikanaflokksins
hafa boðað til nk. fimmtudag. Vilja
væntanlegir þátttakendur ekkert um
fundinn segja fyrirfram en Sarah Pal-
in sjálf hefur verið iðin við að móta
sína eigin mynd sem stjórnmálamað-
ur á landsvísu. Á síðustu dögum hefur
hún haldið þrjár stefnumótandi ræð-
ur, um orkumál, um börn með sér-
þarfir og um það hvernig skattastefn-
an hverju sinni hefur áhrif á konur.
Þá vill hún breyta stjórnarskránni og
banna hjónaband samkynhneigðra,
þvert gegn skoðunum McCains, og
hún hefur opinberlega efast um sum-
ar ákvarðanir McCains um skipu-
lagningu kosningabaráttunnar.
Með hugann við eigin framtíð
McCain hefur reynt að gera lítið úr
þessum ágreiningi en sagt er, að á
honum og samstarfsmönnum hans
sjóði undir niðri. Úr þessu geta þeir
þó ekkert gert nema beðið og vonað
eftir kraftaverki nk. þriðjudag en
ástandið veldur óánægju, sem hefur
áhrif á baráttuandann. Það hrín þó
ekki á Palin, sem er farin að hugsa
lengra en til þriðjudagsins.
Fer Palin í forsetaframboð 2012?
Er að reyna að hasla sér völl sem stjórnmálamaður á landsvísu án tillits til Johns McCains
Nýtur mikils stuðnings íhaldssamra repúblikana sem ræða framtíð hennar í næstu viku
Í HNOTSKURN
» Könnun snemma í vikunnisýndi, að 49% kjósenda
höfðu litlar mætur á Palin á
móti 44%, sem líkaði hún vel.
» Í fyrradag var birt önnurkönnun, sem sýndi, að 59%
kjósenda töldu hana óhæfa.
» Þá kom fram, að margirtelja, að varaforsetaefnið
skipti máli en það hefur ekki
vegið þungt í fyrri kosningum.
Reuters
Lykilríki Barack Obama heilsar stuðningsmönnum sínum á kosningaferðalagi í Flórída, einu ríkjanna sem gætu ráðið úrslitum í forsetakosningunum.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
FLJÓTLEGA eftir að fyrstu kjör-
stöðunum verður lokað á þriðjudag-
inn kemur ætti að vera orðið nokkuð
ljóst hvort Barack Obama sigri John
McCain og verði forseti Bandaríkj-
anna, fyrstur blökkumanna.
Fari Obama með sigur af hólmi í
aðeins einu af fjórum ríkjum þar sem
repúblikanar sigruðu fyrir fjórum
árum – Ohio, Flórída, Virginíu eða
Norður-Karólínu – er talið að nær
ógjörningur verði fyrir McCain að fá
nógu marga kjörmenn, eða a.m.k.
270, til að verða forseti.
Sjö stiga forskot í Ohio
Líklegt er að Obama sigri í öllum
ríkjunum þar sem John Kerry hafði
betur í baráttunni við George W.
Bush fyrir fjórum árum. Auk þess
bendir flest til þess að Obama sigri í
tveimur ríkjum þar sem Bush sigraði
síðast: Iowa og Nýju-Mexíkó. Gangi
þetta eftir fær Obama 264 kjörmenn
í þessum ríkjum og hann vantar þá
aðeins sex kjörmenn.
Obama þyrfti því aðeins að sigra í
einu af fyrrnefndu ríkjunum fjórum,
Ohio með 20 kjörmenn, Virginíu með
13, Norður-Karólínu 15, eða Flórída
með 27. Nýjasta könnun AP bendir
til þess að Obama sé með sjö pró-
sentustiga forskot í Ohio og Virginíu
en aðeins tveggja stiga í Flórída og
Norður-Karólínu. Öll þessi ríki eru í
austanverðum Bandaríkjunum, þar
sem kosningunum lýkur fyrst. Sigri
Obama í einu þeirra gæti það reynst
mjög skýr vísbending um niðurstöðu
kosninganna.
Þarf eitt af fjórum ríkjum
Talið að Barack Obama þurfi að sigra í einu af sambandsríkjunum Ohio, Flórída,
Virginíu eða Norður-Karólínu til að tryggja sér sigur í forsetakosningunum
!
"#
$
#
%
"
&'
'
(
#
&
)
*
+
%
(
-
(,
) .
/
(
#
0
'
(
'
.#1
11
2
* *
!-5 <=
= 3 ?
K / +C
K / 2 ,
#
;= 3
2 ,
#
;+C
%& %# $% " '#
2)5
8
2. 9*2
)0
2)5 2 %
3
#>
?.2
@5 ÞÝÐIR já já eða jafnvel nei? Um
þetta er deilt í Kaliforníu en þar eins
og í fleiri ríkjum Bandaríkjanna er
kosið um ýmis sérmál samhliða kosn-
ingunum.
Í Kaliforníu verður sú spurning
lögð fyrir kjósendur hvort þeir vilji
banna hjónaband fólks af sama kyni
en orðalagið þykir hálfundarlegt og til
þess fallið að valda misskilningi.
Yfirskrift tillögunnar er: „Afnemur
rétt samkynhneigðs fólks til hjóna-
bands“ en nú er það þannig, að þeir,
sem eru hlynntir fullum réttindum
samkynhneigðra, eru vanir að segja
já þegar um þau mál ræðir en þeir,
sem eru andvígir þeim, segja þá nei.
Í þessu tilviki felst hins vegar
stuðningur við réttindi samkyn-
hneigðra í því að segja nei en and-
staðan í jáinu.
Þetta hefur valdið miklum ruglingi
og mörg dæmi eru um, að baráttu-
menn fyrir öðrum hvorum málstaðn-
um hafi hvatt fólk til kjósa þvert gegn
því, sem þeir eru sjálfir að predika.
Þess vegna snýst nú áróðurinn ekki
síst um að skýra út fyrir fólki hvað já
þýðir og hvað nei þýðir. svs@mbl.is
Þegar já
þýðir nei
og nei já
Óljóst orðalag á til-
lögu veldur ruglingi
MÁTTUR pen-
inganna er mikill.
Það hefur John
McCain fengið að
reyna í kosninga-
baráttunni
vestra. Í saman-
burði við Obama
er hann næstum
eins og hver ann-
ar fátæklingur.
Flest bendir til,
að Obama muni setja nýtt met í fjár-
austri í kosningabaráttunni en áætl-
að er, að hann muni verja til hennar
230 milljónum dollara. Auglýsingar
frá honum tröllríða sjónvarpinu og
öðrum miðlum og með þeim hefur
honum tekist að skyggja næstum al-
veg á McCain og málflutning hans.
Sem dæmi má nefna, að í þessari
viku hafa auglýsingar frá Obama
verið 113% fleiri í Florida og Virg-
iníu og í síðustu viku einni var aug-
lýsingakostnaður hans 21 m. dollara
að sögn New York Times. svs@mbl.is
Nýtt met í
fjáraustri?
Barack Obama er
ekki fjár vant.