Morgunblaðið - 01.11.2008, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.11.2008, Qupperneq 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Í ÞVÍ mikla fári sem dunið hefur yfir ís- lenska þjóð og ekki sér fram úr beinist eðli- lega athygli almenn- ings að spurningunni hvers vegna fór allt á þennan veg og hverjir bera þar mesta ábyrgð. Núverandi stjórnarflokkar, Sjálf- stæðisflokkur og Samfylking, bera þunga ábyrgð að hafa ekki með neinum markvissum hætti snúist til varnar ástandi sem hefur stigmagn- ast um veröld alla á síðustu 12 mán- uðum. Margir vöruðu við fjár- málakreppunni hér heima og erlendis. Það var aldrei neitt í ólagi að mati ríkisstjórnarinnar, allt þar til himinninn hrundi yfir okkur í októberbyrjun. Framsóknarflokkurinn hefur í stjórnarandstöðu allan tímann bent á hætturnar og komið fram með ábyrgar efnahagstillögur. Framan af vegna þess að hér var mikil og óeðlileg þensla og síðar vegna fjár- málakreppunnar. Þessar tillögur all- ar er að finna á heimasíðu flokksins. Framsóknarflokkurinn hins vegar flýr ekki þá staðreynd og verður að taka á sig þá ábyrgð að hafa verið í ríkisstjórn frá árinu 1995 til 2007. Sú ríkisstjórn mótaði pólitískt hið sókndjarfa samfélag sem nú er statt á strandstað. Margir munu telja að ein höfuðorsök vandans sé sala rík- isbankanna og þar sé upphafsins að leita. Auðvitað er slíkt mikil einföld- un en í þeirri heljarstöðu sem hinir frjálsu bankar voru komnir í liggur hins vegar fallið falið. Yfir það hefur verið farið og staðfest að laga- og reglugerð- arumhverfi hér á landi er í samræmi við það sem gerist í Evrópu. Nú mun Evrópusam- bandið þurfa að skoða hvað fór úrskeiðis í flæði fjármagnsins. Annaðhvort er samningurinn um evr- ópska efnahagssvæðið, EES, orsök vandans eða þá að okkar eftirlitsaðilar, eins og Fjármálaeftirlitið, hafa brugðist skyldum sínum. Sú eftirlitsstofnun hlýtur að hafa farið inn í hjarta og lifur bankakerfisins á síðustu miss- erum í margvíslegum tilgangi að kanna til dæmis krosseignatengsl og hringamyndanir íslenskra auð- manna sem virðist nú koma mörg- um í opna skjöldu. Brást Seðlabank- inn sínu hlutverki? Brugðust ráðuneytin sínu hlutverki? Hverjir eiga fjölmiðlana? Svo getum við spurt þeirrar merkilegu spurningar hvar var fjórða valdið, var það komið í eigu auðmannanna sjálfra? Hverjir eiga Morgunblaðið, Fréttablaðið, Mark- aðinn og Viðskiptablaðið? RÚV, er það einnig undir þessu sama álagi? Það eru fallistarnir í íslensku efna- hagslífi sem hafa eignast helstu fjöl- miðla landsins á síðustu árum, þótt ég ætli hins vegar ekki að fella dóma um að þeir hafi beitt þar valdi sínu til þess að draga úr lýðræð- islegu aðhaldi. En yfir það ber að fara. Plötuðu bankarnir almenning? Hvers vegna fengu bankarnir óá- reittir að móta sér starfshætti og starfsreglur sem voru á flestum sviðum andstæð íslenskum við- horfum og öllum venjum? Ég nefni launakjör æðstu starfsmanna þeirra, eignatengda kauprétti upp á milljarða, starfslokasamninga og jafnvel skaðabætur upp á hundruð milljóna við upphaf starfa. Á sama tíma sátu venjulegir bankastarfs- menn þessara stofnana á hóflegum launum. Hver segir að það eigi að vera sjálfgefið að bankaráðs- formenn einkabanka hafi það eitt að markmiði að græða fyrir sig og sína? Hvers vegna skuldsettu þrír stór- ir einkabankar Íslendinga um tólf- falda þjóðarframleiðslu og ráð- herrar vörðu tiltækið fram á síðustu stundu? Hvers vegna hófu íslenskir bankar að raka að sér lánsfé með ábyrgð íslenska ríkisins eins og Landsbankinn gerði í Bretlandi og Hollandi? Stærsta vandamálið sem blasir við íslenskri alþýðu er söfnun sparifjár inn á peningamark- aðssjóði. Þar hefur almenningur tapað milljörðum en var talin trú um að öryggið væri óbrigðult. Fólk og fyrirtæki voru á sama hátt hvött til hlutabréfakaupa til að efla sinn hag. Nú blasir við að það var einnig sókn í fjármagn fyrir glannalega útrás. Aukin völd auðmanna Ég ætla ekki sem formaður Framsóknarflokksins að fría flokk- inn ábyrgð né einstaka ráðamenn hans. Í mikilvægri úttekt er um að gera að fá allt á hreint gagnvart stjórnmálamönnum eins og öðrum. Mér hefur aldrei blandast hugur um það að stórum hluta framsókn- armanna leið illa yfir þessari veg- ferð og hefði viljað fara öðruvísi að. Margir flokksmenn gagnrýndu veg- ferðina og enn aðrir hurfu frá flokknum hægt og hljótt. Það var eins í Framsóknarflokknum og þjóðfélaginu að enginn grundvöllur var að ræða þessa stefnu. Hún var keyrð í nafni útrásarvíkinga og sjálfskipaðs landsliðs á grunni há- launastarfa og árangurs Íslendinga á erlendri grund. Upphafið að valdatöku auðmanna á Íslandi má trúlega rekja til átaka í byrjun aldar sem snerust um völd, og kristallaðist fyrir rest í fjölmiðla- lögunum. Í þessum átökum urðu stjórnmálamenn og eftirlitsstofn- anir undir og hafa haft hægt um sig síðan. Segja má að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi orðið undir í þessum darraðardansi, og hurfu þeir báðir út úr íslenskri póli- tík. Á þessum tíma lögðust vinstri menn tveggja flokka í lið með hinu nýja auðvaldi sem heimtaði völd. Því lauk svo með því að þjóðhöfðingi vor skarst í deiluna. En vegferðina alla verður nú að rannsaka ofan í kjölinn svo að sann- leikurinn komi í ljós, þar verða er- lendir eftirlitsaðilar að koma að verki með okkur Íslendingum. Mesta kreppa lýðveldistímans Hvað fór úrskeiðis og hverjir bera ábyrgðina spyr Guðni Ágústsson » Svo getum við spurt þeirrar merkilegu spurningar hvar var fjórða valdið, var það komið í eigu auðmann- anna sjálfra? Guðni Ágústsson Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. NÚ þegar flest sam- tök atvinnulífsins hafa lýst áhuga á að viðræður verði hafnar við ESB eða upptöku evrunnar þá er yfirlýsingar þess efnis ekki að vænta frá samtökum útgerð- armanna. Ársfundur LÍÚ var haldinn í þess- ari vikur og sagði Björgólfur Jóhanns- son í ræðu sinni að hagsmunir Íslands væru best tryggðir utan ESB, sem hefði rekið þveröfuga fiskveiðistefnu við Ísland. „Við erum á hnjánum, halda menn í einlægni að það sé einhver hundalúga á hurð Evrópusambands- ins?“ Af útgerðarmönnum er það ann- ars helst að frétta að erfiðlega hefur gengið að færa gjaldeyri til landsins og viðskiptasambönd erlendis gætu verið að tapast af þeim sökum – sökum krón- unnar. Þá hafa heildarskuldir útgerð- arinnar líklega verið að hækka um 60 milljarða á sama tíma og útflutnings- verðmætin aðeins um 20 milljarða. Samtök útgerðarmanna ekki viljað ljá máls á ESB-aðild og í raun fundið fiskveiðistjórn sambandsins allt til for- áttu – um leið og þau hafa dásamað ár- angurinn af „besta fiskveiðikerfi í heimi“. Þegar skoðað er ofan í kjölinn kem- ur í ljós að íslenskar útgerðir hafa engu að síður komið sér vel fyrir á ESB-svæðinu. Ber fyrst að nefna Skotlandi, England og Þýskalandi. Þá eru íslenskar útgerðir að veiða þorsk- kvóta Breta í Barentshafi ásamt því að eiga stærsta uppsjávarveiðiflota ESB og veiða kvóta Spánverja undan vest- urströnd Afríku. Þá eiga Íslendingar tvær af stærstu fiskvinnslum Þýska- lands og megnið af togaraflota Bret- landseyja. Því er von að spurt sé hvað valdi andstöðu LÍÚ gegn ESB. Það sem helst hefur verið nefnt er að fiskveiðistefna ESB henti ekki hér við land – og þar við situr. Því ber þess að geta að bandalagsþjóðum er í sjálfsvald sett hvaða fiskveiðikerfi þær nota. Hvort heldur kvótakerfi að okk- ar fyrirmynd eða dagakerfi að hætti Færeyinga. Því er í raun ekkert til sem heitir „fiskveiðikerfi“ ESB í okk- ar skilningi. En þegar fiskveiðistefna ESB er skoðuð kemur í ljós að hún á aðeins við um sameiginlega fiskstofna banda- lagsríkja, fiskstofna þar sem tvö eða fleiri ríki eiga sögulegan nýtingarétt eða af landfræðilegum ástæðum. Hvorugu er til að dreifa hér við land. Þó fengu Belgar 3.000 tonna karfa- kvóta hér á grundvelli EES-samningsins, en það var fyrir veittan stuðning í þorskastríð- unum. Síðast er fréttist mun þýsk útgerð í eigu Íslendinga hafa verið að veiða þennan karfa- kvóta. Þá segir LÍÚ að við munum missa hið svo- kallað forræði yfir auð- lindinni og að allar ákvarðanir um heildar- afla hér við land verði teknar í ráð- herraráði ESB. Það er rétt að end- anleg ákvörðun (staðfestingin) verður tekin þar … en að undangengnu ákveðnu ferli sem vert er að skoða nánar. Varðandi ákvarðanir um heildar- afla, eða svokallaða ríkjakvóta sem teknar eru af ráðherraráði ESB. Ber þess fyrst að geta að allar eru þær teknar að undangengnum rann- sóknum og að tillögum „færustu fiski- fræðinga“. Í öllum tilfellum eru það fulltrúar Alþjóðahafrannsóknarráðs- ins ICES sem aðsetur hefur í Kaup- mannahöfn sem það gera. ICES eru samtök fiskifræðinga og annarra vís- indamanna líkt og þeirra sem vinna hjá Hafró. Að ICES standa 20 ríki við norðanvert Atlantshaf og er Ísland eitt þeirra. Þetta er samráðsvett- vangur þar sem nær allar ákvarðanir um nýtingu fiskstofna í Norður- Atlantshafi eru teknar. Hvert ríki á tvo fulltrúa og koma okkar fulltrúar frá Hafró. Það er þess vegna sem fiskifræðingar frá Hafró bregða sér til Kaupmannahafnar að loknu hinu ár- lega stofnmati nytjastofna hér við land, sem kallast togararall. Það er því ekki fyrr en að loknum samráðsfundi Hafró og ICES að Hafró sér sér fært að kynna þjóðinni tillögur sínar um heildarafla næsta árs. Því er von að spurt sé hvað muni eiginlega breytast við inngöngu í ESB. Hafi LÍÚ eitthvað við nýtingastefnu ESB (Hafró) að athuga – liggur bein- ast við að þeir beiti fulltrúum sínum innan stjórnar Hafró til þess. Atli Hermannsson fjallar um ESB- aðild, LÍÚ og fisk- veiðistjórnun » Það er þess vegna sem fiskifræðingar frá Hafró bregða sér til Kaupmannahafnar að loknu hinu árlega stofn- mati nytjastofna, sem kallast togararall. Atli Hermannsson Höfundur er fyrrverandi veiðarfærasölumaður. Útgerðarmenn einir á báti Þetta er handbókin í ár fyrir stjórnendur sem eiga eftir að ákveða hvað fyrirtækið ætlar að gefa samstarfsaðilum, viðskiptavinum og eigin starfsfólki í jólagjöf. Glæsilegur blaðauki um allt sem snýr að jólagjöfum frá fyrirtækjum til starfsfólks og viðskiptavina fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins 13. nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma 569 1134 og 692 1010 eða sigridurh@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 10. nóvember. Jólagjafir frá fyrirtækjum BCDEFGHIJHF KLM N OGKFIPLQMRH ST UCVW XTT YZ[Z N \\\]GWDEFGHIJHF]WP              

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.