Morgunblaðið - 01.11.2008, Side 41
41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008
LÁRÉTT
7. Höfuðborg Úrúgvæ. (10)
9. Golfari af kínverskum, taílenskum, afrískum, amer-
ískum, hollenskum og indjánaættum. (5, 5)
10. Mat á eðli, ástandi og verði fasteignar eða lausafjár-
eignar. (6)
11. „Tóta litla _______ tók þann arf úr föðurætt að vilja
lífsins njóta.“ (10)
12. Það minnsta af fimm úthöfum jarðar. (13)
13. Tæki sem er notað við veðurathuganir til að mæla
loftþrýsting. (7)
14. Japanskt djúpsteikingardeig. (7)
16. Íslenskt heiti yfir selló. (8)
18. Höfuðborg St. Vincent- og Grenadine-eyja. (9)
21. Risavaxið ský af gasi og ryki þar sem nýjar stjörnur
verða til. (8)
22. Gjaldmiðill Nepals. (5)
27. Íslensk trjátegund, Sorbus aucuparia. (6)
29. Enskur leikari sem lék Captain Jean-Luc Picard in
Star Trek. (7,7)
30. Skrautplöntur einnig kallaðar drottningarblóm. (8)
31. Ríki í Bandaríkjunum. Stærsta borgin er Nevada. (6)
32. „Svona gerum við er við göngum _____, snemma á
sunnudagsmorgni.“ (10)
35. Teiknimyndapersóna sem Jim Davis teiknar. (8)
36. „Þetta er ekki lyktin sem er alltaf af þér.“ „Nei þessi
nýja er alveg fyrirtak.“ „Hvað er hún kölluð?“
„__________!“ (8)
37. Blýríkt, skorið og slípað gler. (8)
LÓÐRÉTT
1. „___ ____ á hesti.“ (4, 4)
2. Fyrirtæki sem gerir út skip. (6)
3. Þorgerður brák, ambátt Skallagríms og ______ Eg-
ils. (6)
4. Þunn plata með munstri til að bera lit á við skreyt-
ingu. (8)
5. ____dýr, fylking dýra sem skiptist í möttuldýr, tálm-
unna og hryggdýr. (4)
6. Lítið himinfyrirbæri, venjulega úr bergi og járni eða
eingöngu úr járni, sem aðdráttarafl jarðar dregur
með miklum hraða um lofthjúpinn. (10)
8. Sjófuglar og góðir kafar sem finnast einna helst á
Breiðafirði. (11)
13. „_____ er síðan sá eg hann,: sannlega fríður var
hann.“ (5)
15. Afgangur láns. (12)
17. Drykkur sem var búinn til af John Pemberton. (4, 4)
19. Hérað í norðvesturhluta Frakklands. (8)
20. Soðkraftur mótaður í form. (12)
23. ____ Schwarzenegger, kvikmyndaleikari. (6)
24. Síðasta vika lönguföstu. (10)
25. Fyrsta geimfar sögunnar. (7)
26. Vökvi sem hefur verið eimaður úr jarðolíu við 150-
300° hita, notaður á olíulampa og til húshitunar. (9)
28. ______ þéttis er mælikvarði á hversu mikla raforku
hann getur geymt og er mæld með SI-mælieining-
unni farad. (7)
33. ___ Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu frá 1994. (3)
34. Sá hluti af DNA-sameind sem afritast í eina RNA-
sameind. (3)
FREMSTUR meðal jafningja:
þessa skilgreiningu notaði níundi
heimsmeistarinn Tigran Petrosjan
um heimsmeistaratitilinn sem hann
bar á árunum 1963-1969. Hún virðist
eiga vel við nú um stundir eftir að
Wisvanthan Anand varði titil sinn
með sannfærandi hætti í einvíginu
við Vladimir Kramnik. Samkvæmt
„lifandi stigalista“ FIDE er Anand
nú í 2. sæti með 2790,8 stig en Topa-
lov er efstur með 2791 stig! Sá er
munurinn að þegar lárviðarsveignum
hafði verið tyllt á Fischer í septem-
ber 1972 eða Kasparov í nóvember
1985 var öllum ljóst að þar fóru menn
sem báru höfuð og herðar yfir sam-
tíðarmenn sína.
Elleftu skákinni í heimsmeistara-
einvíginu lauk með jafntefli og loka-
niðurstaðan varð því 6½ : 4½ Anand í
vil. Hann hikstaði aðeins í tíundu ein-
vígisskákinni en forskot hans var of
mikið til að Kramnik ætti raunhæfa
möguleika á að vinna það upp. Sumir
halda því fram að 12 skáka einvígi sé
of stutt til að útkljá æðsta titil skák-
arinnar og slíkt einvígi skorti dramt-
ískt ris á við þau sem háð voru alla
síðustu öld. Þess má þó geta að ef
tekin eru þau 24 skáka einvígi sem
háð voru á árunum 1951 fram til alda-
móta finnst ekki dæmi þess að skák-
maður sem var undir eftir 12 skákir
hafi síðar unnið einvígið. Og sam-
þykki menn að 12 skákir séu ein-
hverskonar „miðja“ heimsmeistara-
einvígja sem hófust árið 1886, þá má
geta þess að aðeins finnast tvö dæmi
þess að sigurvegarinn hafi verið und-
ir eftir 12 skákir, Steinitz var undir
5½ : 6½ gegn Tsjígorin í Havana árið
1896 og Euwe einnig 5½ : 6½ gegn
Aljékín í einvígi þeirra í Hollandi árið
1935.
Tölvurnar hafa útvíkkað
möguleika skákarinnar
Sá ótti að Kramnik tækist að leiða
baráttuna í litlausar tæknilegar stöð-
ur reyndist ástæðulaus og í reynd var
þetta býsna fjörugt einvígi. Móts-
haldarar voru a.m.k. ánægðir því
u.þ.b. 90% allra aðgöngumiða sem í
boði voru seldust og einvíginu voru
gerð góð skil í fjölmiðlum um allan
heim. Anand sem var vel meðvitaður
um þá tilhneigingu Kramniks að
halda baráttunni niðri undirbjó
flókna baráttu í hverri einustu skák
og úrslitum réð er hann vann tvær
skákir með svörtu í afbrigði slav-
neskrar varnar sem kennt er við bæ-
inn Merano á Ítalíu. Kasparov, sem
er greinilega enn að naga sig í hand-
arbökin fyrir að hafa gefið Kramnik
óverðskuldað tækifæri á heimsmeist-
araeinvígi árið 2000, lét þess getið í
viðtali að sigur Anands væri sigur
skákarinnar og er óhætt að taka und-
ir með honum um það. Indverjanum
hefur tekist að auka mjög vinsældir
skákarinnar í Asíu. Hann nýtur mik-
illar hylli í heimalandi sínu, er glað-
lyndur og hefur hæverska fram-
komu; aristókrat við skákborðið.
Með sigri Anands er keppnin um
heimsmeistaratitilinn endanlega
komin aftur til FIDE. Í skugga
klofnings á árunum 1993-2006 stóð
sambandið fyrir nokkrum lítilsigld-
um heimsmeistaramótum og fram
spruttu ýmsir grínkóngar sem fáir
muna nú eftir. Eðlilegt væri að ógilda
þetta tímabil og að hinn nýi heims-
meistari teljist sá fjórtándi í eftirfar-
andi röð: Steinitz, Lasker, Capa-
blanca, Aljékín, Euwe, Botvinnik,
Smyslov, Tal, Petrosjan, Spasskí,
Fischer, Karpov, Kasparov og An-
and.
Í viðtali sem Der Spiegel átti við
Anand skömmu fyrir einvígið dró
hann enga dul á hversu mikilvæg
tölvutæknin er við undirbúning.
Hann kveðst um tíma hafa verið orð-
inn svartsýnn á framtíð skákarinnar
sakir ofgnóttar upplýsinga og reikni-
getu öflugustu forritanna en nú blasti
hins vegar við, að jafnvel þó tölvurn-
ar hafi lokað ýmsum dyrum, þá hefðu
jafnharðan opnast nýjar og þannig
hafi nýtilkomin tækni aukið vídd
skákarinnar. Þessi orð ganga þvert á
sjónarmið bölmóðs sem verið hafa
áberandi undanfarið.
Heimsmeistari Anand leikur kóngspeðinu fram um tvo reiti í lokaskákinni.
Anand er fremstur
meðal jafningja
SKÁK
Bonn, Þýskalandi
Heimsmeistaraeinvígið í skák
14. – 28. október 2008
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Bridsfélag Siglufjarðar
Í tilefni 70 ára afmælis brids-
félagsins og afmælismóts sem haldið
verður um helgina 1.-2. nóvember
n.k. hafa félagsmenn bridsfélagsins
búið sig af kappi undir átökin í
væntalegu afmælismóti og spilað tví-
menning tvo síðustu mánudaga.
Mánudaginn 20. október varð röð
efstu para.
Anton Sigurbjss. – Bogi Sigurbjss. 142
Guðrún J. Ólafsd. – Haraldur Árnason 124
Sigurður Hafliðas. – Björn Ólafsson 119
Þorsteinn Jóhannss. – Guðm. Árnason 119
Mánudaginn 27. október urðu úr-
slitin þessi:
Sigurður Hafliðas. – Björn Ólafss. 150
Ólafur Jónsson – Guðlaug Márusd. 126
Anton Sigurbjss. – Bogi Sigurbjss. 124
Nú er lokið skráningu í afmælis-
mót bridsfélagsins 1. og 2. nóvember
nk. og eru félagar í Bridsfélagi Siglu-
fjarðar mjög ánægðir með stóran
hóp bridsspilara annarra bridsfélaga
sem ætla að sækja þá heim í tilefni
afmælisins.
Byrjað verður að spila kl. 10 á
laugardagsmorgni og spilað fram að
kvöldmat, þá verður smá hlé til kl.
20.30 þegar sest verður að kvöld-
verðarborði og í beinu framhaldi
dansleikur með Herði G. Ólafssyni.
Síðan verður byrjað aftur kl. 10 á
sunnudagsmorgni.
Bridsfélag Kópavogs
Tveggja kvölda hraðsveitakeppni
lauk með góðum sigri Þórðar Jör-
undssonar, Jörundar Þórðarsonar,
Sigurðar Sigurjónssonar og Ragn-
ars Björnssonar. Þeir eru illviðráð-
anlegir.
Lokastaðan:
Þórður Jörundsson 993
Vinir 960
Freyja Sveinsdóttir 930
Erla Sigurjónsdóttir 923
Næsta fimmtudag verður eins
kvölds tvímenningur sem gæti hent-
að sem upphitun og æfing fyrir aðal-
sveitakeppnina sem hefst 13. nóvem-
ber.
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Nú er lokið þriggja kvölda tví-
menningskeppni og var baráttan um
efsta sætið mjög jöfn og tvísýn.
Lokastaðan var þessi.
Unnar A. Guðmss. - Ólöf Ólafsd. 722
Solveig Jakobsd. - Ingibj. Guðmundsd. 719
Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 716
Sveinn Sveinss. - Gunnar Guðmss. 698
Þorleifur Þórarinss. - Haraldur Sverriss. 696
Ragnar Haraldss. - Bernhard Linn 696
Sunnudaginn 26/10 var spilað á 9
borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S:
Ingibj. Guðmundsd. - Solveig Jakobsd. 258
Bernhard Linn - Ragnar Haraldsson 255
Garðar V. Jónsson - Sveinn Ragnarsson 244
A/V:
Haraldur Sverriss. - Þorleifur Þórarinss. 249
Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 242
Ólöf Ólafsd. - Unnar A. Guðmss. 242
Spilað er í Breiðfirðingabúð Faxa-
feni 14 á sunnudögum klukkan 19.
Gullsmárinn
Spilað var á 11 borðum mánudag-
inn 27. október. Úrslit í N/S:
Birgir Ísleifsson – Örn Einarsson 200
Hrafnh. Skúlad. – Þórður Jörundss. 191
Hermann Guðmss. – Ernst Backman 190
A/V:
Eysteinn Einarss. – Björn Björnsson 210
Samúel Guðmundss. – Jón Hanness. 188
Halldór Heiðar – Einar Kristinsson 186
Spilað var á 13 borðum sl. fimmtu-
dag 30. október. Úrslit í N/S
Birgir Ísleifss. - Örn Einarsson 325
Stefán Friðbjs. - Haukur Guðmundss. 324
Jens Karlsson - Auðunn R.Guðmss. 296
A/V
Samúel Guðmundsson - Jón Hanness. 326
Elís Kristjánsson - Páll Ólason 322
Halla Ólafsd. - Pálína Kjartansd. 308
Minnt er á að mánudaginn kemur,
3. nóvember, hefst svo sveitakeppni
félagsins.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is