Morgunblaðið - 01.11.2008, Page 49

Morgunblaðið - 01.11.2008, Page 49
49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 Það er allt í rúst á Íslandi. Efna-hagurinn hruninn, gjaldþrotog atvinnuleysi framundan, kaupmáttur fer minnkandi, alþjóða- samfélagið treystir okkur ekki og það er harður og kaldur vetur fram- undan. Kreppa er mest notaða nafn- orð þjóðarinnar, og geðheilsa henn- ar eftir því.    En fátt er svo með öllu illt að ekkiboði nokkuð gott. Það er nefni- lega undir kringumstæðum sem þessum sem listamenn skapa sín bestu verk. Það er oft sagt að þeir geri sín bestu verk þegar þeir eiga í erfiðleikum, hvort sem það er af innri eða ytri ástæðum. Ástæða þessa liggur í augum uppi: vanlíðan er miklu sterkari tilfinning en vellíð- an, sorg er sterkari en gleði. Fyrir þessu eru mörg dæmi, því mörg mögnuð verk hafa orðið til undir gríðarlega erfiðum aðstæðum, bæði andlegum og veraldlegum.    Spænski listmálarinn Pablo Pi-casso málaði Guernica, eitt merkasta verk listasögunnar, árið 1937. Kveikjan að verkinu var sprengjuárás Þjóðverja á samnefnt þorp í Baskalandi á Spáni í lok apríl það sama ár. Hundruð manna fór- ust, jafnvel yfir þúsund. Picasso hófst handa við verkið nokkrum dögum eftir árásina, og úr varð eitt- hvert áhrifaríkasta málverk sög- unnar – tilfinningaþrungið og átak- anlegt, og ógleymanlegt hverjum sem það sér.    Apocalypse Now er af mörgumtalið eitthvert mesta verk kvik- myndasögunnar. Gerð myndarinnar var hins vegar ekki áfallalaus, langt frá því. Myndin var tekin við gríð- arlega erfiðar aðstæður á Filipps- eyjum, tökuliðið þurfti að berjast við bæði miklar rigningar og gríð- arlegan hita. Tökur töfðust ótæpi- lega og kostnaðurinn varð eftir því. Harvey Keitel átti að leika aðal- hlutverkið en hætti við á seinustu stundu. Martin Sheen kom í staðinn, en hann átti í mikilli baráttu við alkóhólisma, og var raunar fullur þegar nokkrar senur voru teknar. Hann fékk að lokum vægt hjarta- áfall. Marlon Brando var aðalstjarna myndarinnar, en þegar hann mætti til leiks kom í ljós að hann var alltof feitur, sérstaklega í ljósi þess að hann átti að leika grannan og veik- burða mann. Leikstjórinn, Francis Ford Coppola, varð gjaldþrota við gerð myndarinnar og fékk auðvitað taugaáfall, en ofan á allt saman stóð hann í skilnaði á meðan á gerð henn- ar stóð. Klipping myndarinnar tók svo meira en ár, en þegar upp var staðið kom í ljós að Apocalypse Now var ekkert annað en algjört meist- araverk. Stemningin á meðal Bítlanna varekkert sérstaklega góð þegar þeir voru að gera sína síðustu plötu – Let It Be. Þeir höfðu verið að vinna hver í sínu horni mánuðina á undan, og voru orðnir leiðir hver á öðrum. John og George voru áhuga- lausir og fúlir, og tilraunum Pauls til að stappa stálinu í menn var illa tekið. Þá fór nærvera Yoko Ono óstjórnlega í taugarnar á Paul, George og Ringo, eins og frægt er orðið, og vilja magir meina að hún hafi orðið til þess að sveitin lagði upp laupana. Einhvern veginn tókst þeim þó að skapa Let It Be, eina af sínum þéttustu plötum.    Margir muna eflaust eftir magn-aðri túlkun írsku söngkon- unnar Sinéad O’Connor á gamla Prince-laginu „Nothing Compares 2 U“. Meiri innlifun er vart hægt að biðja um hjá tónlistarmanni, en frægt varð þegar söngkonan grét í myndbandinu sem gert var við lag- ið. Í viðtali sagði O’Connor að hún hefði ekki ráðið við sig því lagið minnti hana svo á móður sína, sem hafði fallið frá skömmu áður.    Þótt Bubbi Morthens hafi gertnokkrar góðar plötur á und- anförnum árum eru trúlega flestir sammála því að hann hafi gert sín bestu verk um og upp úr 1980, þeg- ar hann var upp á sitt allra „villt- asta“, ef svo má að orði komast. Þannig er eitt allra flottasta lag ís- lenskrar poppsögu, „Rómeó og Júl- ía“, frá árinu 1985. Þar lýsir Bubbi á undurfagran hátt lífi tveggja sprautufíkla – lífi sem höfundurinn þekkti nokkuð vel á þessum tíma.    Þetta eru aðeins nokkur ólíkdæmi um listamenn sem hafa skapað frábær verk undir erfiðum kringumstæðum – dæmin eru miklu fleiri. Miðað við það þurfa Íslend- ingar ekki að kvíða kreppu í lista- og menningarlífinu næstu árin, þau verða jafnvel þau bestu sem við höf- um átt. Við fáum kannski bestu plöt- ur íslenskrar tónlistarsögu, flottustu skúlptúrana, bestu bíómyndirnar, merkilegustu bækurnar og mögn- uðustu leikverkin. Óðaverðbólga og atvinnuleysi fölna í samanburðinum við þann ávinning. jbk@mbl.is Við eigum von … á góðu AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson » Við fáum kannskibestu plötur íslenskr- ar tónlistarsögu, flott- ustu skúlptúrana, bestu bíómyndirnar, merki- legustu bækurnar og mögnuðustu leikverkin. Morgunblaðið/Einar Falur MYNDASÖGUHÖFUNDURINN Stan Lee sem á heiðurinn af Spider- Man, The Fantastic Four og Hulk, svo fáeinar sögur séu nefndar, hefur hug á að breyta stjörnuparinu Victo- riu og David Beckham í ofurhetjur. „Ég fékk þá skrítnu hugmynd á dög- unum - það hafa allir heyrt um Dav- id og Victoriu, ekki satt? Þau líta frá- bærlega út, eru hæfileikarík og skemmtileg. Pælið í þessu, ímyndið ykkur hvað það væri svalt ef þeim væri breytt í … þið áttuð kollgátuna, ofurhetjur.“ Lee hefur einnig lýst því yfir að hann hafi áhuga á að breyta Ringo Starr, Paris Hilton og stofnanda Playboy-veldisins, Hugh Hefner, í ofurhetjur svo að Beckham-hjónin eru ekki í slökum félagsskap hvað það varðar. „Mér finnst mjög gaman að því að ímynda mér hvaða leynd- um hæfileikum hinar og þessar stjörnur gætu búið yfir.“ Ofurhjónin David og Victoria Beckham Hetjur? David og Victoria í ofurhetjubúningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.