Morgunblaðið - 01.11.2008, Side 52

Morgunblaðið - 01.11.2008, Side 52
Með kaffinu Ljósmyndirnar hanga úti á svölum Te og Kaffi í Austurstræti. MYNDLISTASKÓLINN í Reykjavík opn- aði á fimmtudag sýningu á ljósmyndum af verkum unglinga frá Íslandi, Dan- mörku og Finnlandi. Sýningin er sett upp á nýjum vettvangi, á útisvölum hjá Te og kaffi í verslun Eymundsson við Austurstræti. Á sýningunni eru ljós- myndir af verkum sem unnin voru síð- astliðið sumar á Austurlandi. Verkin eru unnin í íslenskri náttúru á miðju sumri, í kringum listsetrið á Eiðum, uppi á jök- ulsporði og víðar. Útgangspunktur verk- anna var „náttúra – manngert um- hverfi“. Farið var í vettvangsferðir um Austurland þar sem skoðuð var tilkomu- mikil náttúra og stórbrotnar fram- kvæmdir á svæðinu. Undir leiðsögn arki- tekta og listamanna velti unga fólkið fyrir sér ólíkri náttúru og hefðbundinni húsagerð heimalanda sinna. Meðal ann- ars voru gerðar teikniæfingar með köðl- um úti í óbyggðum og ýmiss konar inn- setningar og rannsóknir á rými og náttúrunni umhverfis Eiða. Sýningin stendur til 23. nóvember og er opin á verslunartíma kl. 9-22 alla virka og kl. 10-22 um helgar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósmyndasýning á verk- um unglinga frá Íslandi, Danmörku og Finnlandi opnuð í Eymundsson Stolt Unglingarnir voru skiljanlega mjög stoltir af ljósmyndunum. Náttúra – manngert umhverfi MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 / KRINGLUNNI FRÁ HÖFUNDI THE NOTEBOOK KEMUR NIGHTS IN RODANTHE SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI / ÁLFABAKKA NIGHTS IN RODANTHE kl. 5:50 - 8 LEYFÐ THE DARK KNIGHT kl. 10:10 B.i. 12 ára GEIMPARNIR m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:50 LEYFÐ SVEITABRÚÐKAUP SÍÐASTA SÝN. kl. 3:40 LEYFÐ WALL • E m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 1 - 3:30D - 5:40D - 8D - 10:30D LEYFÐ DIGITAL EAGLE EYE kl. 5:50D - 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL SEX DRIVE kl. 8:20 - 10:30 B.i. 12 ára JOURNEY TO THE CENTER ... kl. 3:303D SÍÐASTA SÝNING LEYFÐ 3D - DIGITAL WILD CHILD kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ GEIMAPARNIR kl. 1:40 LEYFÐ STAR WARS: CLONE WARS kl. 1:40 LEYFÐ FRÁ MANNÖPUNUM SEM FÆRÐU OKKUR SHREK ÍSLENSKT TAL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK EIN FLOTTASTA ÆVITÝRAMYND ÁRSINS MEÐ ÍSLENSKU LEIKKONUNNI ANÍTU BRIEM Í EINU AFAÐALHLUTVERKUNUM. SÝND Í KRINGLUNNI SPARBÍÓ krr850 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI ZACH EFFRON OG VANESSA HUDGENS GERA ALLT VITLAUST Í HIGH SCHOOL MUSICAL 3! „STÆRSTA OPNUN Á DANS & SÖNGVAMYND ALLRA TÍMA Í U.S.A“ VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 1D - 1:30 - 2 - 3:30D - 5 - 6D - 7:30 - 8:30D - 10:10 LEYFÐ DIGITAL HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:30 LÚXUS VIP EAGLE EYE kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára EAGLE EYE kl. 2 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP SEX DRIVE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára MADONNA og meintur elskhugi hennar, hafna- boltamaðurinn Alex Rodriguez eru sögð hafa hist í vikunni í fjóra tíma í húsi Jerry Seinfelds í Hamptons á Long Island. Sjónarvottar segjast hafa orðið vitni að því að Alex sem í Bandaríkjunum er kallaður A-Rod hafi flogið frá Manhattan til Hamptons með þyrlu og 40 mínútum síðar hafi Madonna komið með annarri þyrlu. Jerry Seinfeld mætti sjálfur á flugvöllinn í dýrindis Porsche-bíl og náði í Ma- donnu og fjórum klukkutímum síðar flugu Madonna og Seinfeld-hljónin saman aftur til Manhattan en þyrla hafnaboltahetjunnar tók á loft stuttu síðar með hann innanborðs. Mun þetta kynda enn undir þær sögu- sagnir um að Madonna og A-Rod hafi verið byrjuð að hittast þegar hjónaband hennar og Guy Ritchie riðaði til falls. Seinfeld-hjónin hafa ekki viljað tjá sig um hittinginn í Hamptons og blaðafulltrúi Madonnu sagðist ekki vera inni í málinu. Madonna og A-Rod í boði Seinfelds Alex Rodriguez

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.