Morgunblaðið - 21.11.2008, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 1. N Ó V E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
319. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
Leikhúsin
í landinu >> 41
HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR
SYNGUR Í UNDAN-
KEPPNI EUROVISION
ÍÞRÓTTAMENN Á OFURLAUNUM
Launin jafnast á
við IMF-lánið
mbl.is95
ára
HUGMYNDIR eru uppi um að danski bankinn FIH
yfirtaki Kaupþing og mögulega einhverjar eignir úr búi
gamla bankans með þátttöku erlendra kröfuhafa bank-
ans og hefur þeim verið vel tekið innan stjórnkerfisins
samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Yrði af yfirtökunni myndi erlendur banki starfa hér-
lendis, eignaraðild yrði dreifð og auðveldara fyrir hinn
nýja banka að ná viðskiptum erlendis. Til þess að af því
verði þykir nafnbreyting þó nauðsynleg þar sem vöru-
merki allra gömlu bankanna þriggja hafi beðið verulegan
skaða á alþjóðavettvangi.
Fá hlut í stað þess að sækja skuldir í þrotabú
Hópur erlendra fjárfesta hefur þegar lýst yfir vilja til
þess að koma að eignarhaldi í nýju bönkunum með því að
breyta skuldum í hlutafé að einhverju leyti. Meðal kröfu-
hafanna eru margir stærstu bankar Evrópu. Heimildir
Morgunblaðsins herma að stjórnvöld, kröfuhafar og nú-
verandi stjórnendur bankans séu hrifnir af lausn sem
þessari. Hugmyndirnar munu hafa verið ræddar af tölu-
verðri alvöru undanfarið og þær kynntar erlendum
kröfuhöfum þótt lokaútfærsla liggi ekki fyrir. |15
Danskur banki yfirtaki Kaupþing
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Breyttur Nafn Kaupþings þyrfti að endurskoða.
UNDANFARIN ár hafa ungmenni á krossgötum getað leitað til vinnuset-
ursins Fjölsmiðjunnar. Hefur aðsóknin vaxið jafnt og þétt og er svo komið
að fleiri óska eftir að komast að hjá Fjölsmiðjunni en pláss leyfir.
73 nemar eru nú í Fjölsmiðjunni og sinna þeir verkefnum á marg-
víslegum sviðum, s.s. á trésmíðadeild, hússtjórnardeild, tölvudeild o.fl.
Þegar krakkarnir hafa náð tökum á því að vinna starf sitt sómasamlega og
lynda við vinnufélagana eru þeir reiðubúnir að halda út í samfélagið.
Reynslan sýnir að meirihluti krakkanna fer þá að vinna eða í skóla. | 20
Góður undirbúningur fyrir lífið
Morgunblaðið/RAX
Eftir Þorbjörn Þórðarson og
Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
SKULDIR langflestra innflutnings-
fyrirtækja verða hærri en eigið fé
þeirra í árslok, verði gengisvísitala
krónunnar 230-240 stig, eins og hún
var í gær, að sögn Knúts Signars-
sonar, framkvæmdastjóra Félags ís-
lenskra stórkaupmanna.
Að sögn Knúts eru flest fyrirtækin
með lán í japönskum jenum og sviss-
neskum frönkum. Lánin hafi hækk-
að um 150% á einu ári.
Eigandi fyrirtækis sem flytur inn
ýmis atvinnutæki segir stöðu þess
ekki vænkast við IMF-lánið. Nú
hefjist stífar kröfur erlendra birgja
um að innflutningsfyrirtæki geri upp
skuldir sínar. Hann krefst aðgerða
ríkisins eigi innflutningsfyrirtæki að
lifa.
Endurheimt trúverðugleika
Lánafyrirgreiðsla hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum er liður í að end-
urheimta trúverðugleika landsins.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
sagði í gær á Alþingi að hann vissi
ekki betur en að krónan yrði sett á
flot á allra næstu dögum. Með fleyt-
ingu krónunnar myndast verð henn-
ar á frjálsum markaði og má búast
við að gengið taki dýfu í fyrstu. Sú
staða mun í fyrstu íþyngja verulega
þeim sem hafa erlend lán.
Seðlabankinn hefur þó úrræði til
að bregðast við slíkum aðstæðum.
Ríkisstjórnin segir jafnframt í vilja-
yfirlýsingu, sem fylgdi þingsálykt-
unartillögu um IMF-lánið, að hún sé
reiðubúin að nota gjaldeyrisforðann
til að koma í veg fyrir of miklar
sveiflur á gengi krónunnar.
Margir óttast gjaldþrot
IMF-lán eykur trúverðugleika en fleyt-
ing krónu mun íþyngja lántakendum
Í HNOTSKURN
»Áhyggjur Knúts Signars-sonar endurspegla vax-
andi áhyggjur forystumanna í
íslensku atvinnulífi en nýlega
léðu forsvarsmenn Samtaka
iðnaðarins máls á því að lík-
lega væru 60-80% íslenskra
fyrirtækja tæknilega gjald-
þrota.
»Líklega er skattahækkunóhjákvæmileg til þess að
greiða IMF-lán, einnig þarf að
draga úr ríkisútgjöldum.
Lánin og krónan 4, 12, 16 og 17
HVERGI tíðk-
ast meðal vest-
rænna þjóða að
stjórnmálamenn
séu valdir seðla-
bankastjórar.
Þvert á móti
þætti það hin
mesta fásinna að
skipa fyrrver-
andi forsætisráð-
herra seðla-
bankastjóra. Þetta er meðal þess
sem dr. Jón Daníelsson, prófessor í
hagfræði við London School of
Economics, segir í aðsendri grein í
Morgunblaðinu í dag.
Mikilvægt sé að seðlabankastjór-
inn sé hlutlaus í stjórnmálum og
varkár í orðum. Hann þurfi að njóta
trausts almennings og stjórnvalda,
en sé hann rúinn því trausti verði
að skipta um stjórn bankans. Jón
segir það ekki hlutverk seðlabanka-
stjóra að flytja pólitískar varnar-
ræður. Það skapi ekki traust og sé
langt fyrir neðan virðingu Seðla-
bankans. »24
Varnarræður fyrir neðan
virðingu Seðlabankans
Jón
Daníelsson
OLÍUVERÐ á
heimsmörk-
uðum fór neðar
í gær en það
hefur gert í yfir
þrjú ár og var
ástæðan eink-
um sögð vís-
bendingar um
að samdráttur
væri að hefjast í
efnahagslífi Bandaríkjanna.
Í New York fór verðið á olíu-
fatinu í 48,50 dollara, í London í
48,08 dollara. Olíuverðið hefur nú
fallið um 66% síðan það náði hæst-
um hæðum í júlí, 147,27 dollurum.
Íslensku olíufélögin lækkuðu í gær
verðið á eldsneyti. » 6
Olían lækkar enn á
heimsmörkuðum
FÆKKUN legudaga, minni yf-
irvinna og skert vaktþjónusta er
meðal þeirra sparnaðarhugmynda
sem horft er til á heilbrigðisstofn-
unum vítt og breitt um landið
vegna 10% niðurskurðar sem boð-
aður hefur verið í heilbrigðisþjón-
ustu. Ekki eru allir á eitt sáttir um
hvort slíkur sparnaður náist án
þess að þjónusta verði skert. »22
Sparnaður án skerðingar
raunhæfur möguleiki?