Morgunblaðið - 21.11.2008, Page 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
HANGIR gamli sparikjóllinn ónotaður inni í skáp?
Vantar herrajakkann, sem fer ekki lengur vel á sí-
stækkandi bumbu húsbóndans, nýjan eiganda? Er
rauða jólakápan frá í fyrra orðin of lítil á heimasæt-
una?
Það er óþarfi að þessar glæsiflíkur haldi áfram að
taka pláss og safna ryki því Rauði kross Íslands mun
taka á móti fínni fatnaði í sérstakri sparifatasöfnun á
laugardag.
„Við erum alltaf með fataúthlutun á miðvikudögum,“
útskýrir Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri hjá RKÍ. „Á
undanförnum árum höfum við fengið gífurlega mikið af
fatnaði gefins en þegar svona áfall verður dregst það
saman og gæði fatnaðarins eru ekki eins mikil. Á sama
tíma hefur aðsókn að fataúthlutuninni aukist töluvert.“
Hún segir að með átakinu sé vakin athygli á þörfinni á
sparifatnaði nú fyrir jólin. „Við hvetjum fólk til að fara
inn í skápana og gefa sparifötunum annan séns með því
að gefa þau í söfnunina.“
Óskað er eftir fatnaði á börn sem og fullorðna og
einnig er tekið á móti skóm. Fyrsta sparifataúthlutunin
verður á miðvikudag en að auki er hluti fatnaðarins
seldur í verslunum Rauða krossins á hagstæðu verði.
Tekið verður á móti fatnaði í flestum sveitarfélögum
höfuðborgarsvæðisins og í deildum á landsbyggðinni.
Gömlu sparifötin öðlast annað lí
Töluverð ásókn í fataúthlutun Rauða krossins á Laugavegi Færri gefa föt en áður
og gæðin eru ekki eins mikil Efnt til söfnunar á sparifatnaði víða um land á morgun
Í HNOTSKURN
» Tekið verður viðsparifötunum á
þremur stöðum í
Reykjavík, í flestum
sveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu
og á deildum á lands-
byggðinni milli kl. 11
og 15 á laugardag.
» FataúthlutunRauða krossins á
höfuðborgarsvæðinu
fer fram á Lauga-
vegi 116 á miðviku-
dögum milli kl. 10 og
14.
» Nánari upplýs-ingar um söfn-
unina má fá á heima-
síðu Rauða krossins
sem hefur slóðina
www.rki.is.
Morgunblaðið/Kristinn
Á herðatrjám Hanna Bachmann er umkringd góðum fatnaði í Rauða kross búðinni.
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
ÞEGAR harðnar á dalnum og kólnar
í veðri er meiri hætta á að menn leiti
skjóls í auðum húsum sem drabbast
hafa niður. Þetta er skoðun Jóns
Viðars Matthíassonar, slökkviliðs-
stjóra höfuðborgarsvæðisins, sem
óttast að brunagildrurnar séu enn
margar þótt átak embættis hans og
borgaryfirvalda frá því í vor um að
fækka þeim hafi skilað góðum ár-
angri, að hans sögn.
Í lífshættu
Átakið hófst í kjölfar eldsvoða á
Hverfisgötu snemma árs. „Þá fórum
við í eld og vorum mjög nálægt því
að missa mann, útigangsmann. Við
höfum lent í slíku áður í húsnæði
sem nú er búið að rífa. Þetta er ekki
síður hættulegt fyrir mína starfs-
menn. Þeir þurfa að fara inn í hús á
mismunandi byggingarstigi eða í
hús þar sem handrið hefur kannski
verið rifið niður og göt eru á gólfi,“
segir Jón Viðar.
Um hús í miðborginni gildir sú
vinnuregla Reykjavíkurborgar að
ekki megi veita leyfi til niðurrifs fyrr
en eigandi hafi sýnt hvað koma eigi í
staðinn, að sögn Helgu Bjarkar Lax-
dal, yfirlögfræðings hjá skipulags-
og byggingarsviði Reykjavíkur-
borgar. „Húsið sem brann á Bald-
ursgötunni um daginn hefði hins
vegar mátt rífa fyrir löngu þar sem
það er utan miðborgarsvæðis,“ segir
Helga.
Vinnureglur endurskoðaðar
Efnahagskreppan kann þó að
koma í veg fyrir að hægt verði að
fjármagna byggingu húss sem koma
á í stað húss sem á að rífa.
„Það er ekkert sem kemur í veg
fyrir að skipulagsráð og borgarráð
endurskoði vinnureglurnar um nið-
urrif og uppbyggingu í miðborginni
ef nauðsyn ber til. En í því ástandi
sem hefur ríkt var full ástæða til
þess að setja mönnum skorður,“
bendir Helga á.
Fasteignafélagið Festar keypti
fyrir einu og hálfu ári á svokölluðum
Hljómalindarreit nokkrar lóðir af
skipulagssjóði og hús til niðurrifs
vegna uppbyggingar á reitnum þar
sem gert er ráð fyrir hóteli, veitinga-
stöðum og verslunum. Stjórnar-
formaður Festa, Benedikt Sigurðs-
son, segir þau húsanna sem ekki eru
í notkun, Hverfisgötu 32 og 34 og
Klapparstíg 30, ónýt og hefur nokkr-
um sinnum beðið um að fá að rífa
þau þótt hann hafi enn ekki fengið
byggingarleyfi.
Verði seinkun á útgáfu bygging-
arleyfis vill hann samt sem áður fá
að rífa fyrrnefnd hús. Hann segir
það ekki svara kostnaði að gera þau
upp þar sem þau séu ónýt. „Mér
finnst snyrtilegra að ganga frá
svæðinu, sem hægt er með litlum til-
kostnaði. Ég tel svona hús stór-
hættuleg. Þótt þau séu lokuð er
hægt að komast inn í þau.“
Morgunblaðið/Golli
Mannbjörg Hverfisgata 32 til 34 þar sem slökkviliðið fann sofandi mann. Eigandinn má ekki rífa húsin fyrr en hann fær byggingarleyfi.
Vill rífa en má það ekki
Slökkviliðsstjóri óttast að menn leiti skjóls í auðum húsum þegar harðnar á daln-
um Hús í miðborginni má ekki rífa fyrr en sýnt er hvað koma á í staðinn
OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu verð á
eldsneyti í gær í kjölfar þess að
Orkan auglýsti fimm króna afslátt
fyrir handhafa svokallaðra orku-
lykla. Raunar hefur Orkan lækkað
verð almennt um fimm krónur og
hafa önnur félög fylgt í kjölfarið.
Í síðustu viku hækkuðu Olís og
N1 verðið með vísan í veikingu
krónunnar en hafa nú lækkað aft-
ur. Listaverð eldsneytis er nú lægst
hjá Orkunni m.v. verðkönnunar-
þjónustu GSMbensíns í gærkvöldi.
Ódýrast var 95 oktana bensín hjá
Orkunni í Hafnarfirði á 143,10 kr.
en dísel hjá Orkunni í Grafarvogi á
170,50 kr. Auk Orkunnar eru sem
fyrr stöðvar ÓB, Atlantsolíu og Ego
á lista yfir 10 ódýrustu stöðvarnar
með verð á bilinu 145,20-148,20 kr.
fyrir 95 oktana bensín og 175.90-
176,90 kr. fyrir dísel.
Sveiflur hafa verið á eldsneytis-
verði síðustu vikur eftir að hafa
verið í hæstu hæðum fyrr á árinu
og fór bensínlítrinn hæst í rúmar
180 krónur um miðjan júlí og dís-
ellítrinn í 199,8 kr. í sjálfs-
afgreiðslu.
Eldsneytis-
verð sveifl-
ast til og frá
HAFÍSINN er nú um 45-50 sjómílur
út af Vestfjörðum. Þetta kemur
fram á gervihnattamyndum. Er
hafísinn á svipuðum slóðum og í
meðalári.
Undanfarið hafa verið ríkjandi
vestlægar áttir og hefur ísinn rekið
í átt að landinu.
Á næstu dögum verður breytileg
átt á landinu. Í dag lítur út fyrir
austlæga átt og þá rekur ísinn til
baka í átt til Grænlands. Síðan kem-
ur vestlæg átt á laugardagskvöld,
norðlæg átt á sunnudaginn, vest-
lægri átt er spáð á mánudag og
þriðjudag en síðan eru austlægar
áttir í kortunum í nokkra daga.
Reikna má með að stakir jakar
og rastir komi inn á Vestfjarðamið
á næstunni og jafnvel nokkuð þétt-
ur ís. Sjávarhitinn á þessum slóðum
er um 4-5°C og því má búast við að
ís bráðni frekar hægt.
Veðurstofan biður sjófarendur
að fara að öllu með gát. sisi@mbl.is
Hafís færist
nær landinu
Hversu mörg hús standa auð í
miðborginni og þar um kring?
Um 60 hús stóðu auð samkvæmt
skýrslu slökkviliðsstjóra frá því í apr-
íl síðastliðnum. Ástandið hefur batn-
að í kjölfar átaks. Slökkviliðið fer í
eftirlitsferðir á um hálfs mánaðar
fresti.
Hvaða vinnureglur gilda um nið-
urrif húsa í miðborginni?
Meginvinnureglan er að hús séu ekki
rifin fyrr en sýnt er hvað byggja á í
staðinn. Það er gert til þess að lóðir
standi ekki auðar.
Hverjar eru skyldur húseiganda?
Honum ber að halda húsi sínu við og
sjá til þess að ekki stafi hætta af því.
Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á því að
skora á þinglýstan eiganda að bæta
úr því. Byggingarfulltrúi hefur
ákveðnar heimildir til þess að beita
dagsektum eða láta vinna verkið og
innheimta fyrir það stafi hætta af
húsum.
S&S