Morgunblaðið - 21.11.2008, Page 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
Hvað varð um deilurnar, sem hrjáðhafa borgarstjórn Reykjavíkur
allt kjörtímabilið? Af hverju eru eng-
in upphlaup lengur í borgarmál-
unum?
Ástandið í borgarstjórninni hefurgjörbreytzt eftir að meirihluti
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks var endurreistur og Hanna
Birna Kristjánsdóttir tók við embætti
borgarstjóra.
Ástæðan fyrirþví að nú
vinnur borg-
arstjórn verk sín í
hljóði er ekki
bara að athygli
fjölmiðla beinist
öll að fjár-
málakreppunni –
þótt það hjálpi kannski til.
Í nýja meirihlutanum ríkir meirisamstaða og traust og ein-
staklingar eiga auðveldara með að
vinna saman en í fyrra meirihluta-
samstarfi, hvort heldur litið er til
meirihluta eitt, tvö eða þrjú.
Það sem skiptir þó líklega megin-máli eru nýjar starfsaðferðir
Hönnu Birnu, sem leggur sérstaka
áherzlu á að mál fari ekki sjálfkrafa í
farveg átaka og deilna, heldur sé
reynt að vinna þau í góðu samstarfi
meirihluta og minnihluta.
Nýjasta dæmið um slíkt er aðHanna Birna skipaði Svandísi
Svavarsdóttur, oddvita Vinstri
grænna, formann starfshóps sem á
að fylgjast með þróun og áhrifum at-
vinnuleysis í borginni.
Þær Hanna Birna og Svandís, hvorá sínum enda hins pólitíska lit-
rófs í borgarstjórninni, virðast
reyndar ná afskaplega vel saman.
Væri líka hægt að stjórna landinumeð aðferðum Hönnu Birnu?
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Horfið borgarmálaþref
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
"
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).? #$ $
$#
$
$
$
$#
$ $#
$
$
$
*$BC
!"!
#$%%
& &
'
!(
)
*
+
'
*!
$$B *!
%& '(
(&
( ") "
<2
<! <2
<! <2
%'
* (+ !,(- *".
C! -
B
,- "$
'
! .
/ & '
$
'& ,
"$
&
*
0
- '
'&
!(
"!
&'
.$
,
.
/
1 $ 2
. .
'
%
.$
,
/0** (("11
*"( (2" "(+ !
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
FYRRVERANDI sveitarstjóri í Grímsey hefur
verið ákærður fyrir hegningarlagabrot í opinberu
starfi; fyrir tæplega 20 milljóna króna fjárdrátt og
umboðssvik en krafa hreppsins á hendur honum
hljóðar upp á 27 milljónir.
Ríkislögreglustjóri ákærir Brynjólf Árnason,
fyrrverandi sveitarstjóra, fyrir margvíslan fjár-
drátt; m.a. að hafa dregið sér rúmar sex milljónir
króna úr sjóðum hreppsins til þess að greiða fyrir
lyftara sem hann keypti fyrir hönd einkahluta-
félags síns. Einnig að hafa dregið sér rúmar fjórar
milljónir vegna kaupa á fasteign í Grímsey.
Brynjólfur er ákærður fyrir að hafa í fleiri til-
vikum dregið sér lægri upphæðir vegna kaupa á
ýmsum búnaði fyrir umrætt einkahlutafélag, fyrir
laxveiðileyfi, vegna eigin kaupa á flugmódeli og
áskriftar að Sky-sjónvarpsstöðinni.
Þá er hann kærður fyrir umboðssvik með því að
hafa millifært tæpar þrjár milljónir króna af ein-
um reikningi hreppsins yfir á annan, þar sem um-
rædd fjárhæð stóð til tryggingar yfirdrætti á
tékkareikningi einkahlutafélags Brynjólfs, skv.
handveðsyfirlýsingu sem hann skrifaði sjálfur
undir fyrir hönd hreppsins.
Það var fyrir um það bil ári sem grunur kviknaði
um fjárdrátt og skjalafals sveitarstjórans og í lok
nóvember var skrifstofa sveitarfélagsins innsigl-
uð. Rannsókn stóð fram yfir áramót og þá var mál-
ið sent lögreglu. Það var dómtekið í Héraðsdómi
Norðurlands eystra í fyrradag.
Það er Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari
efnahagsbrota, sem sækir málið fyrir hönd rík-
islögreglustjóra.
Krafinn um 27 milljónir króna
Mál fyrrverandi sveitarstjóra Grímseyjarhrepps dómtekið í Héraðsdómi NE
Eftir Alfons Finnsson
Ólafsvík | Hið árlega Ottómót var
haldið í Ólafsvík nýverið í sjöunda
sinn. Um 60 manns tóku þátt og
voru keppendur á öllum aldri. Mót-
ið hefur verið haldið til minningar
um Ottó Árnason sem var frum-
kvöðull í skákstarfinu í Ólafsvík og í
ár hefði Ottó orðið 100 ára. Skák-
mótið hefur alveg frá byrjun verið
haldið með miklum glæsibrag, boðið
upp á fríar sætaferðir frá Reykjavík
og veglegt kaffihlaðborð meðan á
mótinu stendur. Að keppni lokinni
hefur verið blásið til kvöldverðar í
boði félagsins. Verðlaunin hafa ekki
verið af verri endanum og í ár voru
þau yfir 300.000 krónur. Mótið er
orðið árleg hefð hjá mörgum af
okkar fremstu skákmönnum, sem
tala um að þetta sé eitt skemmtileg-
asta skákmót sem haldið er á land-
inu.
Heimamenn stóðu sig vel og
vakti Sigurður Scheving mikla at-
hygli fyrir frammistöðu sína. Sig-
urður gerði m.a. jafntefli við forseta
Skáksambands Íslands, Björn Þor-
finnsson. Sigurður var efstur
heimamanna með fimm vinninga.
Mótið var mjög spennandi og sig-
urvegari þess var Arnar B. Gunn-
arsson með sjö vinninga.
Morgunblaðið/Alfons
Framtíðin Lena Örvarsdóttir, níu ára, stóð sig vel á mótinu sem og bróðir
hennar Gylfi sem er sex ára og tók þátt í mótinu í annað sinn.
Vel heppnað skákmót
til heiðurs Ottó Ólsara