Morgunblaðið - 21.11.2008, Page 12
ÞAÐ hlýtur að vera forsenda fyrir því að veita Seðla-
bankanum fé að ekki sé sama stjórn yfir honum og
keyrði hann í þrot. Þetta kom fram í máli Helga Hjörv-
ar, þingmanns Samfylkingar, á Alþingi í gær og nefndi
hann að á meðal mistaka bankans hefði verið að tapa
a.m.k. 150 milljörðum króna í viðskiptum með skulda-
bréf við bankana. „Yfirstjórn Seðlabankans er rúin
tiltrú og trausti þings og þjóðar,“ sagði Helgi og bætti
við að meirihluti væri fyrir því á Alþingi að yfirstjórn
Seðlabankans yrði skipuð fagfólki.
Ekkert upp á bankann að klaga
Geir H. Haarde forsætisráðherra hafnaði fullyrð-
ingum um að Seðlabankinn væri „tæknilega gjald-
þrota“. „Það er ekkert upp á það að klaga að menn hafi
ekki unnið vinnuna sína í þeim banka,“ sagði Geir og
bætti síðar við að þingmenn ættu ekki að grafa undan
þeim trúverðugleika sem nú væri verið að byggja upp.
Siv Friðleifsdóttir, Framsókn, sagðist orðlaus yfir
orðaskiptum Geirs og Helga. „Við sitjum hér og horfum
upp á ríkisstjórnarflokkana berja hvor annan í beinni
útsendingu í alvarlegu máli,“ sagði Siv. halla@mbl.is Morgunblaðið/Golli
Þarf nýja seðla-
bankastjórn
12 FréttirALÞINGI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
„Ég tel að
okkar
framtíðarstaða í
samskiptum
þjóðanna og í al-
þjóðasamfélag-
inu sé með þess-
um þjóðum í
Evrópusamband-
inu og þess
vegna er ég
ánægð með að niðurstaðan skuli
vera þessi en ekki sú að við sækjum
lán til Kínverja og Rússa.“
Ég tel hins
vegar ekki
að það sé hægt að
áfellast stjórn-
völd fyrir að hafa
sofið á verðinum
í þessu. […] Ég
tel heldur ekki að
það sé hægt að
beina sérstakri
sök að Fjármálaeftirlitinu og enn
síður að Seðlabankanum. Ef það á
að leita hér einhverra sérstakra
sökudólga þá verður auðvitað fyrst
að skoða í rann bankanna sjálfra.
Við
stöndum
frammi fyrir því
að hæstvirtur ut-
anríkisráðherra
og hæstvirtur
forsætisráðherra
segja alltof oft í
þessari umræðu
[…] „ég held“ og
„ég vona“. Nú á
þjóðin heimtingu á að fá að heyra:
„Við vitum“, „við erum sannfærð
um“ og „við treystum okkur til að
fullyrða“.“
„Það er nú
einu sinni
svoleiðis bæði til
sjós og lands að
fræðingar eru
ekki allt. Ég
hefði nú í sumum
tilfellum viljað
hafa bara hús-
móður sem væri
búin að taka þátt
í því að ala upp sín börn og koma
þeim á legg í fjármálaráðuneytinu
frekar en hæstvirtan dýralækni.“
„Afneitun
Vinstri
hreyfingarinnar
- græns fram-
boðs á þeim
vanda málum
sem við stöndum
frammi fyrir er
einstök. […] Og
maður hlýtur
náttúrlega að
hugsa með sér, til hvers vill Vinstri
hreyfingin - grænt framboð komast
í ríkisstjórn? Til hvers vill hún
kosningar? Hverju vill hún
breyta?“
Geir H. Haarde
Valgerður
Sverrisdóttir
Grétar Mar
Jónsson
Kolbrún
Halldórsdóttir
Sagt í umræðunum
Árni Páll
Árnason
’’
’’
’’
’’
’’
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
SKIPTAR skoðanir voru meðal þingmanna á láni Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins á Alþingi í gær þegar forsætis-
ráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu þess efnis að
ríkisstjórninni verði falið að leiða málið til lykta. Umræð-
an fór um víðan völl. Stjórnarandstöðuþingmenn kölluðu
eftir kosningum og Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, lýsti mikilli óánægju með framkomu Evr-
ópusambandsþjóða gagnvart Íslendingum vegna Ice-
save-reikninganna.
Stjórnarliðar vildu annars flestir einblína á samkomu-
lagið sjálft í umræðunum. Árni M. Mathiesen fjármála-
ráðherra sagði að með því væru fyrstu skrefin stigin út
úr kreppunni og Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði
samkomulagið við IMF gera Íslandi kleift að endurvinna
traust alþjóðafjármálakerfisins.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna,
furðaði sig hins vegar á því að menn skyldu telja lánveit-
inguna sérstakt fagnaðarefni. „Það er nú meiri hamingj-
an fyrir ófæddar kynslóðir Íslendinga, fyrir íslensku
heimilin, fyrir okkur á komandi árum að hafa þessar gríð-
arlegu skuldir á herðunum,“ sagði Steingrímur og vildi
meina að „prógrammið“ gengi út á að að passa upp á pen-
ingana en láta fólkið í landinu og atvinnulífið mæta af-
gangi. „Veruleikinn er sá að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
ræður,“ sagði hann og vísaði m.a. til þess að ræða ætti
sérstaklega við sjóðinn um breytingar sem gætu orðið á
fjármálakerfinu hér á landi. Þá gagnrýndi hann Samfylk-
inguna fyrir að kalla krónuna ónýta en ætla samt að taka
700 milljarða króna lán til að koma henni á kjöl.
Ríkisstjórnin ósamstiga í gerðum sínum
Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokks-
ins, hafði einnig áhyggjur af skuldabyrði þjóðarinnar og
sagði ljóst að skuldirnar myndu lenda harðast á fólki á
aldrinum 15-45 ára. „Þetta er jú barnafólkið. Þetta er öfl-
ugasti hópurinn á vinnumarkaði o.s.frv,“ sagði hann.
Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknar, var
öllu jákvæðari og sagði lánið skapa tækifæri og svigrúm.
Hún óttaðist hins vegar að það yrði ekki vel nýtt, m.a.
vegna þess að ríkisstjórnin væri „ósamstiga í öllum sín-
um gjörðum“.
Morgunblaðið/Golli
Hver ræður? „Veruleikinn er sá að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Lánveiting IMF skref
áfram eða afturábak?
Fyrsta skrefið út, segir fjármálaráðherra Formaður
VG segir að passa eigi peningana en láta fólkið mæta afgangi
FYRRVERANDI forstöðumaður finnska fjármálaeftir-
litsins hefur verið ráðinn til að endurskoða alla reglu-
umgjörð fjármálastarfsemi og framkvæmd bankaeftir-
lits hér á landi. Hann á m.a. að skoða lausafjárstýringu,
lán til tengdra aðila og krosseignatengsl. Þetta kom
fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanrík-
isráðherra, í umræðum á Alþingi í gær en hún lagði
jafnframt áherslu á alþjóðlegt samstarf. „Það er ekki
þannig að þegar kreppir að þá eigi menn að skríða inn í
skel, loka að sér, einangra sig og hafa helst sem minnst
samand við aðra. Það er einmitt við slíkar aðstæður
sem við eigum að opna gáttina,“ sagði Ingibjörg.
Finni fer yfir kerfið
Lyktar af eftiráspeki
Viðskiptanefnd Alþingis ætlar að
kalla Davíð Oddsson á sinn fund
vegna ræðu hans á þingi Við-
skiptaráðs fyrr í vikunni. Árni Páll
Árnason, sem lagði tillöguna fram,
segir margar spurningar hafa vaknað
við ræðu Davíðs. „Þetta lyktar af eft-
iráspeki,“ segir Árni Páll og spyr
hvers vegna viðvaranir Seðlabank-
ans hafi ekki verið skýrari hafi Davíð
vitað af öllum þeim hættum sem
steðjuðu að. Davíð sé embættis-
maður og verði að veita upplýsingar,
búi hann yfir þeim, þ.m.t. um hvers
vegna Bretar hafi beitt hryðjuverka-
lögum gegn íslenskum fyrirtækjum.
Nektardans bannaður
Sex þingmenn VG, Samfylkingar og
Framsóknar hafa lagt fram frumvarp
þess efnis að undanþáguheimild til
nektarsýninga á veitingastöðum
verði felld á brott. Verði frumvarpið
að lögum verða nektarsýningar í at-
vinnuskyni alfarið bannaðar sem og
að gera út á nekt starfsmanna eða
annarra á staðnum.
Áhyggjur af eyðslu
Fjárlaganefnd hefur sent öllum ráðu-
neytum bréf þar
sem óskað er eft-
ir skýringum á því
hvers vegna sum-
ar ríkisstofnanir
fari fram úr fjár-
lögum. Níu mán-
aða uppgjör
þeirra var kynnt á
fundi nefnd-
arinnar í gær og
segir Gunnar
Svavarsson, formaður, að 106 af
350 stofnunum fari fram úr þeim
heimildum sem þær hafa. „Þetta eru
alltof margar stofnanir,“ segir Gunn-
ar og áréttar að fjárlögin séu skýr.
Verð á verðbréfum
Álfheiður Ingadóttir, VG, hefur lagt
fram fyrirpurn til
bæði fjármála-
ráðherra og við-
skiptaráðherra
um kaup á verð-
bréfum úr
peningamarkaðs-
sjóðum viðskipta-
bankanna. Álf-
heiður vill m.a.
vita hversu mikið
fé ríkissjóður hef-
ur lagt til bankanna og hvort þeir eða
hlutafélög í þeirra eigu hafi fengið
annars konar fyrirgreiðslu. Þá spyr
Álfheiður hversu háar fjárhæðir nýju
bankarnir hafi notað til að kaupa
verðbréf úr peningamarkaðssjóð-
unum og hversu margir einstaklingar
og lögaðilar áttu innistæður í þeim.
Dagskrá þingsins
Þingfundur hefst kl. 10:30 í dag
með óundirbúnum fyrirspurnum.
halla@mbl.is
ÞETTA HELST …
Gunnar
Svavarsson
Álfheiður
Ingadóttir
OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM,
OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI,
SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI,
OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI
12 STAÐIR