Morgunblaðið - 21.11.2008, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.11.2008, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is „NÚ ER tími til að breyta um stefnu og fara réttu leiðina,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, þegar ljóst var að Aðþjóðagjaldeyrissjóð- urinn hefði samþykkt að lána íslenska ríkis- sjóðnum 2,1 milljarð Bandaríkjadala. Vilhjálmur segir að næsta skref sé að semja við lánardrottna bankanna, sem helst verði að eignast hlut í íslensku bönkunum, og gera íslenskum fyrirtækjum á erlendri grundu kleift að standa í skilum. „Við verðum að ná á ný stöðu gagnvart þessum lánardrottnum okkar svo við getum átt viðskipti við þá áfram.“ Þetta sé algjört forgangsmál. Náist það ekki verði ástandið ægilegt. „Það er þvílíkt ástand sem ég ætla ekki einu sinni að lýsa.“ Vilhjálmur segir mikilvægt að koma eðli- legum gjaldeyrisviðskiptum á og að tryggt verði að fyrirtæki hafi ráðstöfunarrétt yfir gjaldeyrisreikningum sínum í bönkunum svo þau komi með peninga inn í landið. „Allar takmarkanir eru til hins verra.“ Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Ís- lands, tekur undir að gjaldeyrishöft séu óeðli- legt ástand en þannig sé ástandið núna. Því þurfi að fullvissa menn um að komi þeir með gjaldeyri inn í landið geti þeir einnig flutt hann út aftur. „Þótt gjaldeyrishöftum sé ætl- að að koma í veg fyrir útflæði gjaldeyris koma þau alltaf með einhverjum hætti í veg fyrir innflæði líka vegna þess að menn halda gjaldeyrinum utan landsins geti þeir ekki náð honum út aftur.“ Gylfi segir að ekki verði kominn á eðlilegur gjaldeyrismarkaður fyrr en sama gengi verði á krónunni innanlands og utan. „Fyrr er ekki hægt að búast við því að þeir sem starfa í út- flutningi komi með þann gjaldeyri sem þeir afla til landsins.“ Hann segir að burtséð frá láni Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins væri hægt að láta krónuna á flot og leyfa markaðnum að finna jafn- vægið. „Jafnvel þó að gengið sykki er það nokkuð sem gengur yfir og á endanum fer krónan í eðlilegt jafnvægisgengi sem ætti ekki að þurfa að vera lágt.“ Vilhjálmur segir að um leið og útflytjendur geti treyst bankaþjónustu komi þeir með gjaldeyri inn í landið. „Þetta er bara spurn- ing um hagkvæmni og öryggi. Þessi ferill sem hefur verið boðið upp á hefur alls ekki verið öruggur. Og markaðurinn með gjald- eyri utan bankanna hefur í mörgum tilvikum bæði verið öruggari og hagkvæmari.“ Meðan svo sé lifi hann. Lífskjörin aftur um fjögur til sex ár Þrátt fyrir orð forsætisráðherra um að fá dæmi séu um alvarlegri fjármálakreppu segir Gylfi stöðu landsmanna almennt ekki slæma. Þjóðarbúið fari nú aftur um fjögur til sex ár sé miðað við spár um nær 10 prósenta sam- drátt í landsframleiðslu og 20 prósenta sam- drátt í neyslu. „Lífskjör ættu ekki að þurfa að fara neitt óskaplega niður og verða ekki úr takti við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Við verðum ekki á toppnum heldur um miðjan hóp en það er nú alls ekki slæmt þeg- ar við berum okkur saman við ríkustu þjóðir í heimi.“ Gylfi segir þó að næsta ár verði erfitt og fjöldi frétta um gjaldþrot og atvinnuleysi, samdrátt og niðurskurð muni berast. Skellurinn ekki sjálfgefinn Vilhjálmur er heldur ekki neikvæður á framhaldið og segir ekki sjálfgefið að sam- dráttur atvinnulífsins verði gríðarlegur 2009 og 2010 en nái sér aftur á strik 2011, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir. Þó geti brugðið til beggja vona. „Ég held ekki að staðan á næsta ári sé gef- in staðreynd. Það fer eftir ákvörðununum sem við tökum núna. Ef við getum tekið rétt- ar ákvarðanir verður ástandið mun betra en menn hafa spáð, en ef ákvarðanirnar verða rangar eru þessar spár bjartsýnar.“ Megin- atriðið sé að gengi krónunnar fari að hækka. Bjarga þarf fyrirtækjunum Gylfi segir að þótt koma þurfi gjaldeyris- viðskiptunum í lag sem allra fyrst sé einnig brýnt að vinna að verkefnum sem ekki sé hægt að vinna eins hratt að. „Þá á ég við fjárhagslega endurskipulagn- ingu á fyrirtækjageiranum. Það eru fjöl- mörg fyirtæki mjög illa stödd fjárhagslega og það þarf að greiða úr þeirri flækju. Það reynir mjög mikið á viðskiptabankana í þeirri vinnu.“ Sum fyrirtækjanna þurfi að- eins lánafyrirgreiðslu en önnur séu mun verr stödd og þurfi að gangast undir nauð- ungarsamninga, fara í gjaldþrot, selja reksturinn eða skilja skuldir eftir í þrotabúi. „Þetta þarf helst að gera án þess að at- vinnustarfsemin stöðvist að neinu verulegu leyti. Rekstur fyrirtækja haldi áfram þótt fjárhagurinn sé ónýtur og þurfi endur- fjármögnun.“ Það sé flókið og gera þurfi kröfu um að jafnræðis sé gætt, ferlið gagn- sætt og almennar reglur gildi um slíka gjörn- inga. Þá verði að greiða úr fjárhag heimilanna sem mörg hver séu að sligast undan byrði er- lendra lána. Lánið í láninu Gylfi telur ekki útséð með að ríkið þurfi að nýta allt lánsféð sem það tekur. „Útflutningsatvinnuvegirnir eru nú þrátt fyrir allt gangandi og meira og minna heil- brigðir þannig að þeir ættu nú að búa til heil- mikinn gjaldeyri. Vegna þess að innflutningur hefur hrunið ætti það að duga til að grynnka á erlendum skuldum.“                 +#)  ,-   /#        ! 4     /#5  !%       $    $     /#6  4 !   4$    !   0#   # 1.###################### #      2 ) # 3  %    +# 3  %    4 5 # 3  %    ! # 3  %    2 ) #  %    + #  %    4 5 #  %    ! #  %                 Þurfa að velja rétta leið  Taki ríkisstjórnin réttar ákvarðanir þarf dýfan í efnahagslífinu ekki að vera eins skörp og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn spáir  Þjóðarbúið fer nú aftur um fjögur til sex ár og lífskjörin verða viðunandi 6 6  6 6  6 6 6                                                6 6 6 $ % % !            7 %  % "  #                              Vilhjálmur Egilsson Gylfi Magnússon Gylfi Arnbjörnsson VONANDI skapar lán Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins þann trúverðugleika sem lands- menn þurfa inn á alþjóðagjaldeyris- markaðina. Þetta segir Gylfi Arnbjörns- son, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann segir samkomulagið við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn mjög mikilvægt skref í þá átt og hann vonist til að með því fá- ist sú viðspyrna sem þurfi til að styrkja gengi krónunnar og ná gengisvísitölunni niður. „Þetta snýst fyrst og fremst núna um að auka trúverðugleika þeirra að- gerða sem er verið að grípa til.“ Gylfi segir að það sé ekkert launung- armál að Seðlabankinn hafi ekki staðið sína vakt. „Það verður að horfast í augu við það að Seðlabankinn er ekki mjög trúverðugur um þessar mundir.“ Því þurfi að breyta. Nú þurfi að svara hversu trúverðugt ríkið ætli að vera. Trúverðugleikinn næðist með aðildarviðræðum við Evr- ópusambandið. „Þá gæfum við út með hvaða þjóðum við ætlum að teljast í framtíðinni. Við ætlum út úr þeirri stöðu að teljast til nýmarkaðsríkja; ríkja sem búa við veikan gjaldmiðil og háa vexti.“ Aukum trúverðugleikann  Í viljayfirlýsingu um áform íslenskra stjórnvalda vegna fjárhagslegrar fyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum, sem lögð var fram á Alþingi í gær, er fjallað sérstaklega um endurskipulagningu bankakerfisins og „víðtæka áætlun“ til að takast á við erfiðleikana, sem m.a. hafi falist í setningu neyðarlaga og yfirtöku þriggja banka.  Næstu skref eru m.a. að meta á nýjan leik verðmæti bæði nýju og gömlu bankanna. Að því loknu verða nýju bankarnir endurfjármagnaðir þannig að eiginfjárhlutfall þeirra verði a.m.k. 10%. Heildarfjárhæð nýs hlutafjár er talin verða að nema 385 milljörðum kr.  Setja á gengið á flot fljótlega og gripið verður til aðgerða til að koma í veg fyrir fjármagnsútflæði. Fyrsta skrefið var hækkun stýrivaxta í 18% og ef tilefni þykir til verða þeir hækkaðir enn frekar.  Beita á miklu aðhaldi í aðgangi bankanna að lánum frá Seðlabank- anum. Til að byrja með verður lítil sem engin aukning á lánum frá Seðla- banka leyfð.  Nota á gjaldeyrisforðann, sem nú hefur verið styrktur, til að koma í veg fyrir of miklar sveiflur á gengi krónunnar.  Beitt verður tímabundnum gjaldeyrishöftum á fjármagnsviðskipti. „Við gerum okkur ljóst að slík höft hafa talsverð neikvæð áhrif og hyggjumst afnema þau svo fljótt sem auðið er,“ segir í viljayfirlýsingunni, en höftin séu nauðsynleg til bráðabirgða þar til stjórntæki peningamálastefnunnar séu „rétt stillt“ til að fást við mikla óvissu og skort á trausti. „Víðtæk“ áætlun Geir H. Haarde

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.