Morgunblaðið - 21.11.2008, Síða 18
18 Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
89: 89:
*
*
89: 97:
*
*
;<= > % ?
*
*
@6A
;
*
*
89::-+
89:',
*
*
"& ;
&' (
( )*+
, -,"
2< ##5!! B !&
C
!&
7
C
!&
AD !&
E&A
F %
GB %
C
!&
7
!&
9
!&
HI8>
07
4 @4
&$&!&
!&
=#)<#,#"
B
<
BH
HJ@
A
7
@K
7
>L!
!&
2#'&#,#>
M
M&
E7C
%!&
E !&
*(;
!
#
% 6$
% N
)12&+,,
./)&+'+
-.&).3&.2'
0
','&3,-
.&,3/&2'3
0
-2)&-3/&-1/
0
0
-3/&/-+&')-
0
0
0
)+)&)+,
2&3'-&),'
-/&1,,&,,,
0
0
3(+,
,(+,
.(,+
0
-(3.
-3(,+
0
22(-,
0
0
)2(+,
-21(,,
1',(,,
0
-3+(+,
0
/,,(,,
0
0
'(.,
0
0
0
0
-3(-/
0
22(/,
0
0
)/(,,
0
12+(,,
0
-32(,,
0
/-,(,,
-,(,,
0
@%
.
-
3-
0
1
3
0
.)
0
0
.3
0
+
0
3
-3
.,
0
0
;
&
.,&--&.,,/
.,&--&.,,/
.,&--&.,,/
3&-,&.,,/
.,&--&.,,/
.,&--&.,,/
0
.,&--&.,,/
3&-,&.,,/
3&-,&.,,/
.,&--&.,,/
-2&--&.,,/
.,&--&.,,/
--&--&.,,/
.,&--&.,,/
.,&--&.,,/
.,&--&.,,/
2&--&.,,/
2&3&.,,/
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
„FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur
ekkert með málefni bankanna að
gera, það er ekki bankamálaráðu-
neyti,“ segir Baldur Guðlaugsson, að-
spurður hvers vegna hann hafi ekki
upplýst Árna Mathiesen fjármálaráð-
herra um hlutabréfaeign sína í
Landsbankanum.
Veltur á eðli fundarins
Baldur var fulltrúi fjármálaráð-
herra á fundi í London hinn 2. sept-
ember sl. þar sem rædd voru málefni
útibús Landsbankans, fyrirtækis sem
hann átti hlut í. Aðspurður hvort það
hefði ekki verið æskilegt að hafa upp-
lýsingar um hlutabréfaeign hans uppi
á borðum þegar fundurinn var hald-
inn, segir Baldur svo ekki vera, vegna
eðlis fundarins. „Það veltur á því hvað
var til umræðu og í hvaða samhengi
og hvaða þýðingu það hefur fyrir
bankann. Fundurinn var haldinn á
pólitískum forsendum. Fundurinn
var haldinn til þess að liðka fyrir því
að innlánsreikningar flyttust úr útibúi
í dótturfélag. Var það slæmt að það
yrði gert eða ekki?“
Spurður hvort efni fundarins hefði
haft áhrif á verðmyndun bréfa bank-
ans ef almenningur hefði haft vitn-
eskju um fundinn, þar sem Icesave-
reikningarnir gegndu jafnstóru hlut-
verki í fjármögnun Landsbankans og
raun ber vitni,
segir Baldur svo
ekki vera. „Fund-
urinn snerist ekki
um Icesave, held-
ur þennan
ákveðna hlut,
flutning reikning-
anna. Það höfðu
þá þegar verið
umræður í breska
þinginu um stöðu
innlánsreikninga erlendra banka á
þeim tíma.“
Viðskiptaráðherra svari
Landsbankinn gat á þessum tíma
ekki fært eignir út í samræmi við
kröfur breska fjármálaeftirlitsins.
Aðspurður hvort sú staðreynd hafi
ekki veitt vísbendingar um stöðu
bankans segir Baldur að í gangi hafi
verið ákveðin vinna um færslu reikn-
inganna. „Ég held samt að það sé
best að leyfa viðskiptaráðherra að út-
skýra nákvæmlega hvað fór fram á
fundinum,“ segir Baldur.
Þegar Baldri er bent á að um miðj-
an september hefðu birst fréttir um
að breskir sparifjáreigendur treystu
þeim íslensku betur og bankastjórar
Landsbankans fullyrt að innláns-
reikningarnir gegndu lykilhlutverki í
fjármögnun Landsbankans, segir
Baldur að útstreymi af reikningum
hafi „komið og farið“. Hann segir það
jafnframt hafa legið fyrir að út-
streymi af Icesave-reikningunum
hafi hafist fyrir 2. september.
„Um svipað leyti og ég seldi bréfin,
sem var 17. september, komu fram
upplýsingar um að Icesave-deilan
væri að leysast,“ segir Baldur. Hann
vill hins vegar ekki gefa upp hvaða
upplýsingar það séu.
Óheppilegt að eiga í bankanum
„Áður en ég seldi lá tvennt fyrir.
Ég hafði haft ráðagerð í langan tíma
um að selja í Landsbankanum. Ann-
ars vegar vegna þess að ég taldi ekki
heppilegt að eiga í Landsbankanum
eftir að málefni bankanna voru komin
svo mikið í umræðuna. Það var aug-
ljóst að umsvif bankanna myndu
minnka og arðsemi þeirra einnig.
Þetta hafði markaðurinn í rauninni
staðfest með gengi bréfanna. Ég
hafði beðið með að selja í dálítinn tíma
því ég vildi vera algjörlega viss um að
ég hefði ekki neinar upplýsingar sem
markaðurinn hafði ekki.“
Taldi sig ekki þurfa
að upplýsa ráðherra
Í HNOTSKURN
»Þegar Baldur var inntureftir hugtakinu inn-
herjaupplýsingar, í reglugerð
sem sett var með stoð í lögum
um verðbréfaviðskipti, og
hvort málefni fundarins félli
hugsanlega þar undir, spurði
hann blaðamann hvort hann
væri blaðamaður eða fulltrúi
ákæruvaldsins.
»Baldur segir að ákveðnireinstaklingar hafi stýrt
umræðunni um mál hans og
umfjöllunin í fjölmiðlum sé af
pólitískum toga. Hann áréttar
að hann hafi engar upplýs-
ingar haft, við sölu bréfanna,
sem markaðurinn hafði ekki.
Baldur
Guðlaugsson● FITCH Ratings
heldur lánshæf-
iseinkunnum rík-
issjóðs óbreytt-
um að því er
fram kemur í
fréttatilkynningu.
Þar er fjallað
um lánafyrir-
greiðslu Íslands
hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
(IMF), sem stjórn sjóðsins sam-
þykkti í gær. Þar segir m.a. að
stöðugleiki í gengismálum sé lykil-
atriði í aðgerðaáætlun IMF og
stjórnvalda. Það sé mikilvægt að
íslensk stjórnvöld grípi skjótt til
aðgerða til að koma á stöðugleik-
anum og styrkja stöðu krónunnar.
jonpetur@mbl.is
Óbreytt lánshæfis-
einkunn ríkissjóðs
● VERÐ á Brent Norðursjávarolíu til
afhendingar í janúar lækkaði í gær
um 2,89 dali fatið í Lundúnum og er
48,33 dalir. Í New York hefur verð á
hráolíu til afhendingar í desember
lækkað um 3,25 dali fatið og er
50,37 dalir. Fyrr um daginn fór það
niður fyrir 50 dali eða í 49,91 dal
sem er svipað verð og það fór lægst
á síðasta ári. Er lækkunin í gær
einna helst rakin til fregna um að at-
vinnuleysi í Bandaríkjunum mælist
nú það mesta í sextán ár og lækk-
unar á hlutabréfamörkuðum. Er jafn-
vel búist við frekari lækkunum á olíu-
verði. guna@mbl.is
Hráolíuverð undir
50 dali á fatið
● STÖRFUM hef-
ur fækkað um
rúmlega 1,2
milljónir í Banda-
ríkjunum það
sem af er ári og
mælist nú
atvinnuleysi það
mesta þar í landi
í sextán ár.
Bandaríska Vinnumálastofnunin
greindi frá því í dag að nýskráningar
á atvinnuleysisskrá hefðu verið um
542 þúsund í síðustu viku. Hafa
þær ekki verið jafn margar síðan í
júlí 1992 er landið var á leið út úr
samdráttarskeiði.
guna@mbl.is
Atvinnuleysi ekki
meira í sextán ár
JÚGÓSLAVNESKIR kommúnistar
voru lengi mjög stoltir af bílafram-
leiðandanum Yugo, en almenningur í
öðrum löndum deildi ekki þeirri
skoðun. Framlag Yugo til heims-
menningarinnar fólst ef til vill helst í
þeim fjöldamörgum Yugo-bröndur-
um, sem fjölluðu um óáreiðanleika
bifreiðanna.
Í gær rann síðasti Yugo-bíllinn út
úr verksmiðjum fyrirtækisins í Kra-
gujevac í Serbíu og hefur framleiðslu
hans verið hætt að fullu.
Í öryggisprófi, sem haldið var í
Bandaríkjunum árið 1986 endaði
Yugo í neðsta sæti af 23 bílum, sem
prófaðir voru. Þegar bíllinn var lát-
inn keyra á litlum hraða á vegg nam
tjónið að meðaltali 2.200 dölum, sem
er töluvert í ljósi þess að nýr Yugo
kostaði á þeim tíma 3.990 dali út úr
búð. bjarni@mbl.is
Yugo farinn veg
allrar veraldar
Talinn í hópi verstu bílategunda heims
SAMÞYKKT var samhljóða að
breyta nafni 365 hf. í Íslenska af-
þreyingu hf. á hluthafafundi 365 í
gær. Félagið er hlutafélag tveggja
eininga, Senu ehf. og EFG ehf., eft-
ir sölu á fjölmiðlahluta 365 til Nýrr-
ar Sýnar ehf.
Einnig var samþykkt að veita
stjórn heimild til hækkunar á
hlutafé að andvirði þriggja millj-
arða króna að nafnvirði með útgáfu
nýrra hluta. Stjórnarmönnum var
fækkað úr fimm í þrjá og nýja
stjórn skipa Ari Edwald, sem verð-
ur stjórnarformaður, Einar Þór
Sverrisson og Lára N. Eggerts-
dóttir. Björn Sigurðsson verður
forstjóri Íslenskrar afþreyingar hf.
365 verður Íslensk afþreying
Ari Edwald hættir
sem forstjóri
Morgunblaðið/Ómar
Fundur Hildur Sverrisdóttir fundarritari, Þórður Bogason hrl. fundarstjóri,
Ari Edwald, forstjóri 365, og Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu.
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar
lækkaði um 1,98% í viðskiptum gær-
dagsins og var lokagildi vísitölunnar
634,91 stig. Gengi bréfa Bakkavarar
lækkaði um 17,60%, Atorku um
16,67%, Alfesca um 7,50% og Mar-
els um 6,32%. Ekkert félag hækkaði
í verði í gær. Velta í Kauphöllinni nam
4,2 milljörðum króna, en þar af voru
viðskipti með hlutabréf fyrir 340
milljónir króna. Mest voru viðskipti
með bréf Marels, eða fyrir 180 millj-
ónir. bjarni@mbl.is
Lækkun í Kauphöll
Íbúðalánasjóður
vill ekki greina
frá því hversu
mikið sjóðurinn
átti af skulda-
bréfum. Á mánu-
dag var sagt frá
því að stjórnend-
ur sjóðsins áætli
að hann tapi átta
til tólf milljörðum króna sem hann
átti hjá Kaupþingi, Glitni og
Landsbankanum. Alls átti sjóður-
inn um 43 milljarða króna í skulda-
bréfum, afleiðusamningum og inn-
lánum hjá bönkunum þremur þegar
þeir féllu.
Skuldabréf og innlán eru bók-
færð undir liðnum „markaðsverð-
bréf“ í árshlutareikningi sjóðsins.
Þegar Guðmundur Bjarnason,
framkvæmdastjóri ÍLS, var beðinn
um sundurliðun á þessum lið sagði
hann ekki tímabært að veita slíkar
upplýsingar. „Ég tel ekki vera til-
efni til þess á þessu stigi þar sem
við vitum ekki hvert endanlegt tap
verður. Við verðum að sjá hvernig
við getum lágmarkað þetta tap
þannig að á þessu stigi er ótíma-
bært að segja frá því.“
Í reglugerð um áhættustýringu
ÍLS eru sjóðnum settar hömlur um
hvers konar skuldabréf hann má
kaupa. Er þar aðallega um að ræða
skuldabréf banka og annarra fjár-
málafyrirtækja auk bréfa útgefinna
af sveitarfélögum. thordur@mbl.is
Neita að
skilja lið
í sundur
ÍLS vill ekki skýra
markaðsverðbréfalið
VERIÐ er að vinna að útgáfuáætlun
ríkisbréfa til að fjármagna ríkissjóð
fyrir næsta ár samkvæmt upplýs-
ingum frá Seðlabankanum. Ekki er
ljóst hvenær hún verður birt.
Vegna þessarar vinnu getur
Seðlabankinn ekki svarað því hversu
mikil fjárþörf ríkisins er og hversu
viðamikil útgáfan verður á næsta
ári.
Seðlabankinn frestaði fyrirhug-
uðu útboði ríkisbréfa í gær. Er þetta
annað útboðið í röð sem er frestað.
Samkvæmt áætlun átti að gefa út
nýtt tveggja ára ríkisbréf að nafn-
virði sex milljarðar króna í nóv-
embermánuði.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur verið kannaður áhugi
fjárfesta á að kaupa verðtryggð
fimm ára ríkisskuldabréf. Mörg ár
eru síðan ríkið stóð að slíkri útgáfu.
bjorgvin@mbl.is
Útgáfuáætlun
í undirbúningi
● VLADIMÍR Pútín, forsætisráðherra
Rússlands, heitir því að gera allt
sem í hans valdi stendur til að koma
í veg fyrir að fjármálakreppan verði
eins djúp og kreppan sem herjaði á
landið eftir hrun Sovétríkjanna. Hann
boðar lækkun skatta og styrkara vel-
ferðarkerfi auk þess sem rúblan
verði varin.
„Við munum gera allt sem við get-
ur til að koma í veg fyrir að erfiðleikar
undangenginna ára endurtaki sig“
sagði Pútín á árlegum fundi flokksins
sem hann stýrir, Sameinuðu Rúss-
landi fyrr í dag, að því er fram kemur í
frétt Bloomberg. gretar@mbl.is
Pútín heitir aðgerðum
í efnahagsmálum