Morgunblaðið - 21.11.2008, Page 20
Nóg að gera Starfsfólk trésmíðadeildar tekur að sér bæði nýsmíði og viðhald.
Að fóta sig að nýju
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
N
emahópurinn okkar er
þannig samansettur
að þetta eru krakkar
sem eru að klára tí-
unda bekk og líka
krakkar sem hafa byrjað í fram-
haldsskóla en tilheyra svokölluðum
brotthvarfshópi. Þriðji hópurinn
sem við sinnum eru þau sem eru að
koma sér úr neyslu. Við tökum við
þeim þegar þau koma af stofnunum
þar sem þau hafa tekið á sínum mál-
um, og þá er gott að hafa eitthvað við
að vera. Núna eru sjötíu og þrjú
ungmenni hér, sem við köllum nema
en ekki nemendur, og hér eru tíu
starfsmenn. Þetta hefur vaxið alveg
gífurlega í gegnum árin og þörfin er
svo mikil að við getum því miður
ekki sinnt öllum sem hingað vilja
komast. Það er alltaf einhver biðlisti
en við reynum eins og við getum og
viljum helst ekki láta fólk bíða
lengi,“ segir Þorbjörn Jensson for-
stöðumaður Fjölsmiðjunnar sem er
vinnusetur fyrir ungt fólk á aldr-
inum 16-24 ára.
Allir eru á launum
„Þetta er fyrir einstaklinga sem
standa á krossgötum og vita ekki al-
veg hvaða stefnu þeir eiga að taka í
lífinu. Þau mæta hingað í Fjölsmiðj-
una til vinnu og við erum með ýmsar
deildir, meðal annars trésmíðadeild,
hússtjórnardeild, bíladeild, hand-
verksdeild, tölvudeild og ýmislegt
fleira. Við erum í raun að þjálfa þau
upp í því að takast á við vinnu, og
skóla líka, því þau geta stundað nám
að hluta hér í vinnutíma í Kennslu-
og ráðgjafadeildinni. Markmiðið er
stuðla þannig að áframhaldandi
námi og hér er náms- og starfs-
ráðgjafi sem heldur utan um það og
fylgist með hvort þau stunda skól-
ann, því krakkarnir eru allir á laun-
um.“
25 milljóna framleiðsla á ári
Krakkarnir vinna að hinum ýmsu
verkefnum sem unnin eru á hinum
almenna vinnumarkaði. „Við höfum
verið sérlega heppin með verkefni
og það eru margir góðir aðilar sem
hugsa hlýtt til okkar með því að fá
okkur til að vinna verkefni fyrir sig.
Þetta hefði aldrei getað orðið svona Vanda sig Þessi stúlka lagði sig fram við að bóna bíl á Bíladeildinni.
stór staður nema af því að verkefnin
eru næg. Okkar eigin framleiðsla á
hverju ári hefur verið um 25 millj-
ónir, fyrir utan virðisaukaskatt.“
Þumalputtareglan er sú að þegar
einstaklingur hefur náð tökum á því
að mæta alltaf á réttum tíma í vinn-
una, unnið vinnuna sína sóma-
samlega og náð að lynda við vinnu-
félaga sína, er kominn tími til að fara
út í samfélagið. „Þetta tekur mis-
langan tíma eftir einstaklingum, en
flestir eru hér í 6-8 mánuði, sumir
skemur en aðrir lengur. Árangurinn
af starfinu hér hefur verið mjög góð-
ur, um áttatíu prósent þessara
krakka fara í vinnu eða skóla eftir að
þau hafa verið hér og pluma sig vel.“
Fleiri sækja um í kreppunni
Þorbjörn segir að í Fjölsmiðjunni
sé verið að byggja upp sjálfstraust
hjá krökkunum, vegna þess að þegar
fólk er komið með gott sjálfstraust
geti það tekist á við hvað sem er,
hvort sem það er skóli eða vinna.
„Við erum að vinna í því að finna
kosti hvers og eins, sumir hafa til
dæmis mikla hæfileika til að teikna
og einhver sem er mjög lesblindur
getur verið mjög hæfileikaríkur í að
spila á hljóðfæri. Við viljum fara inn
á þær brautir að virkja þau í því sem
þau eru góð í. Við viljum koma þeim
út í þjóðfélagið þannig að hæfileikar
þeirra nýtist sem best. Við viljum
ekki setja þau í stöðluð hólf,“ segir
Þorbjörn sem hefur verið með frá
byrjun og segir það hafa verið mjög
skemmtilegt að taka þátt í uppbygg-
ingunni. „Þegar Fjölsmiðjan fór af
stað fyrir sjö árum sinnti enginn
þessum hópi, þessir krakkar voru
bara á vergangi. Núna erum við að
bíða eftir fjáraukalögum til að fá
leyfi til að auglýsa eftir stærra hús-
næði, því það er orðið ansi þröngt
um okkur. Við viljum stækka til að
geta tekið á móti 90 ungmennum.
Þörfin er mikil og nú á krepputímum
finnum við fyrir því að fleiri sækja
um en áður.“
Þau læra að mæta á rétt-
um tíma í vinnu, sinna
starfinu með sóma og
lynda við vinnufélagana.
Þau byggja upp sjálfs-
traustið og finna hvar
hæfileikar þeirra liggja.
Þetta gera krakkarnir í
Fjölsmiðjunni sem er
vinnusetur fyrir ungt fólk
á krossgötum, á aldr-
inum 16-24 ára.
20 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
Gunnar Frímannsson skrifar vinisínum Stefáni Vilhjálmssyni
bréf sem barst Vísnahorninu:
„Margoft hef ég farið með vísuna
fögru eftir Svavar frá Flögu Að-
alssteinsson um Dalai Lama:
Mér stendur á sama
um hann Dalai Lama
sem vann sér þann frama
að vera öllum til ama.
En því hefur enginn notað Dalai
Lama til að ríma á móti Barack
Obama? T.d. svona í heimsósóma-
stíl heimskreppunnar:
Nú er daufur hann Dalai Lama.
Um hans dáðir er öllum nú sama.
Nú hefst upp til frama
einhver horleggjadama
sem kallar sig Barack Obama.
Rímið er harður húsbóndi en ég
mátti til að vitna í vin minn Syl-
vester sem gerði lítið úr spóaleggj-
um Braggans.“
Svo lítur Gunnar til þess að
amma Obama lést rétt fyrir kosn-
ingar, sem sagt er að hafi fjölgað
atkvæðum hans, en háöldruð móðir
McCains tórði:
Lukkudísir leika sér
við ljóta, svarta menn,
en allt er nú á móti mér:
mamma lifir enn!
Obama og Dalai Lama
VÍSNAHORN pebl@mbl.is99 vestfirskar þjóðsögur
Gamanmál að vestan
3
Finnbogi Hermannsson tók saman
ÖLL innkoma af sölu
matreiðslubókarinnar
Veisla með fjölskyldu og
vinum, rennur óskipt til
Fjölsmiðjunnar. Kokk-
arnir sem vinna í Nóa-
túni gáfu 200 upp-
skriftir í bókina sem er
vegleg og myndskreytt.
Fyrirtækið Novator
kostaði útgáfuna á bók-
inni, en hún er seld í Nóa-
túni á viðráðanlegu verði og sá
sem hana kaupir styrkir því gott
málefni. Þorbjörn segir
að eigendum fyrirtæk-
isins Novators hafi lit-
ist svo vel á starfsem-
ina í Fjölsmiðjunni að
þeir hafi ákveðið að
styrkja hana með þess-
um veglega hætti. „Við
ætlum okkur að nota þá
peninga sem koma inn
af sölu bókarinnar í
sérstakt verkefni sem
snýr einvörðungu að nemunum í
Fjölsmiðjunni.“
Styðja Fjölsmiðjuna með eldamennsku
Kjötskurður Nemar hússtjórnardeildar sinna m.a. störfum í mötuneytinu.
Morgunblaðið/RAX
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík