Morgunblaðið - 21.11.2008, Side 23

Morgunblaðið - 21.11.2008, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008 Á þingpöllum Það er ekki seinna vænna fyrir börn á leikskólaaldri að kynna sér umræður Alþingis um lántökur í kreppunni enda þau sem koma til með að greiða niður lánin í framtíðinni. Golli Jón Axel Ólafsson | 20. nóv. Rannsóknarblaðamað- urinn Davíð Oddsson Það er nú hálf aum- ingjalegt fyrir íslenska blaðamenn að horfa upp á sjálfan seðla- bankastjóra „skúbbaâ“ frétt sem hefur legið fyrir framan nefið á þeim vikum saman. Davíð sagði á fundi Viðskiptaráðs á þriðjudag að hann hefði vitneskju um hina raunverulegu ástæðu þess að bresk stjórn- völd beittu Íslendinga hryðjuverkalögum og lokuðu á bankana. Hins vegar vildi hann ekki segja hver þessi ástæða væri. Meira: jax.blog.is Eygló Harðardóttir | 20. nóv. Nýtt Ísland – nýr landbúnaður? „Aldrei hefði ég trúað að ég ætti eftir að fara að hvetja til aukinnar sjálf- bærni í landbúnaði,“ sagði gamalreyndur bóndi við mig nýlega. „Ha, hvað áttu við?“ spurði ég. „Nú, landbúnaður hefur ekki beint verið þekktur fyrir að huga að sjálfbærni, en nú held ég að við eigum ekki annarra kosta völ,“ svaraði hann. „Sjálfbærni er eiginlega ekkert annað en heilbrigð skynsemi Meira: … eyglohardar.blog.is Gestur Guðjónsson | 20. nóv. Kennum öðrum um!!! Þau eru stórmannleg orð sem koma frá Samfylk- ingunni þessa dagana. Allt er öðrum að kenna. Sjálfsgagnrýnin er engin. Það eru hættuleg öfl sem ekki kunna að líta í eigin barm og fara yf- ir það sem gert hefur verið. Það tryggir bara að sömu mistökin verði endurtekin. Framsókn ber vissulega sína ábyrgð á því lagaumhverfi sem var við lýði við lok síðasta kjörtímabils, en sú ríkisstjórn sem nú situr hefur ekki komið fram með neinar tillögur Meira: …gesturgudjonsson.blog.is Í GREIN minni hér í blaðinu í gær, sem einnig birtist á ensku í Wall Street Journal, benti ég á tvær skýr- ingar þess, að hin al- þjóðlega láns- fjárkreppa skall miklu harðar á Íslendingum en öðrum þjóðum. Hina fyrri má kalla kerfisgalla. Hún er, að hugmyndin um Evr- ópska efnahagssvæðið brást. Þessi hugmynd var, að þetta væri eitt markaðssvæði. Ríkin, sem mynd- uðu EES, áttu öll að starfa við sömu reglur, svo að engu breytti, hvar fyrirtæki veldu sér stað. Ís- lensku bankarnir tóku þetta bók- staflega, hófu harða samkeppni við erlenda banka og uppskáru óvild. Það átti áreiðanlega sinn þátt í því, að íslenski seðlabankinn kom í lánsfjárkreppunni víðast að lok- uðum dyrum, þegar hann vildi fá lánalínur til að geta staðið með bönkunum í fyrirsjáanlegum lausafjárskorti. Þá skipti skyndi- lega máli, hvar fyrirtæki völdu sér stað. EES reyndist ekki vera eitt markaðssvæði, af því að það hent- aði ekki stóru þjóðunum. Seinni skýringin var fautaskap- ur jafnaðarmannaleiðtogans Gord- ons Browns, forsætisráðherra Bretlands. Með því að stöðva starfsemi Landsbankans og Kaup- þings í Bretlandi og setja íslensk- ar fjármálastofnanir á lista um hryðjuverkasamtök, við hlið Al- kaída og talíbana, gerði hann illt verra. Eftir það varð engu bjarg- að. Brown bætti gráu ofan á svart með því að nota ítök Breta í Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum og Evr- ópusambandinu til að neyða Ís- lendinga til að taka við skuldum langt umfram það, sem þeim er skylt eftir lögum. Samkvæmt reglum EES ber Trygging- arsjóður innstæðna ábyrgð á inn- stæðum í íslenskum bönkum, ekki ís- lenska ríkið. Þetta er sjálfstæður sjóð- ur með eigin fjár- hag. Fádæmi er og ódæmi, að al- þjóðastofnanir skuli taka að sér hand- rukkun fyrir Breta. Auðvitað hljótum við líka að líta í eig- in barm, eins og ég gat um í grein minni. Þótt auðvelt sé að vera vitur eftir á, hefði Fjármálaeftirlitið átt að taka fyrr í tauma, og þótt fyrrver- andi stjórnendur bankanna séu flestir snjallir menn og góðviljaðir, fóru þeir of geyst. Hvað olli? Dav- íð Oddsson seðlabankastjóri nefndi eina skýringu á morg- unfundi Viðskiptaráðsins 18. nóv- ember. Einn aðili hafði heljartök á flestum fjölmiðlum landsins og beitti þeim miskunnarlaust. Þetta var sami aðili og skuldaði hátt í þúsund milljarða samtals í bönk- unum, þótt undir ýmsum nöfnum væri, Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi. Íslendingar eru að súpa seyðið af því, sem gerðist fyrir hálfu fimmta ári, vorið 2004. Davíð Oddssyni, sem þá var forsætisráð- herra, var ljóst, að valdajafnvægið í landinu raskaðist, ef auðmenn réðu ekki aðeins fyrirtækjum sín- um, heldur líka skoðanamyndun í landinu. Hann bar fram frumvarp, sem átti að tryggja dreift eign- arhald fjölmiðla. Jón Ásgeir sigaði fjölmiðlum sínum á Davíð, og hófst ein harðasta orrusta, sem háð hefur verið í íslenskum stjórn- málum. Alþingi samþykkti þó frumvarp Davíðs. En þá gerðist það í fyrsta skipti í sögu lýðveld- isins, að forseti gekk gegn vilja þjóðkjörins þings og synjaði frum- varpi staðfestingar. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafði góð tengsl við Jón Ásgeir. Kosningastjóri hans í forsetakjöri 1996 var yf- irmaður eins af fyrirtækjum Jóns Ásgeirs, og dóttir hans var í há- launastarfi hjá Jóni Ásgeiri. Við svo búið var frumvarpið dregið til baka, og skömmu síðar vék Davíð úr stóli forsætisráðherra. Jón Ásgeir og auðmæringar honum tengdir hrósuðu sigri. Eft- ir þetta töldu þeir sér alla vegi færa. Forseti Íslands var tíður farþegi í einkaþotum þeirra og dugleg klappstýra á samkomum þeirra erlendis. Þegar erlendir kunningjar forsetans skruppu til Íslands til að gera sér glaðan dag eftir fangelsisvist (eins og Martha Stewart), voru Jón Ásgeir og aðrir lendir menn að sjálfsögðu boðnir á Bessastaði. Vinsælir rithöfundar, Hallgrímur Helgason og Einar Kárason, gerðust kinnroðalaust hirðskáld auðmanna. Fjölmiðlar veittu Jóni Ásgeiri og liði hans ekkert aðhald, enda flestir í eigu hans eða vina hans. Fjögur dæmi eru skýr. Þegar Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs Haarde, þáverandi fjár- málaráðherra, sagði sumarið 2005 af sér í stjórn Flugleiða í mót- mælaskyni við framferði hirðar Jóns Ásgeirs þar, hafði það engin eftirmál. Þegar Jón Ásgeir hótaði sumarið 2006 að skipa starfsfólki sínu úr Verslunarmannafélaginu, af því að lífeyrissjóður félagsins vildi ekki taka þátt í öllum hans ævintýrum, vakti sá yfirgangur engin viðbrögð. Þegar sex borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu í veg fyrir haustið 2007, að Jón Ásgeir og lið hans kæmist yfir eigur Orkuveitu Reykjavíkur, skipuðu fjölmiðlar þeim um- svifalaust á sakamannabekk. Þeg- ar Davíð Oddsson skýrði í Sjón- varpinu í október 2008 út hinar uggvænlegu aðstæður, vel og skil- merkilega, hófst hatrömm rógs- herferð gegn honum í Baugs- miðlum. Enn er reynt að snúa öllu á hvolf. Maðurinn, sem varaði við óhóflegri skuldasöfnun, Davíð Oddsson, er skyndilega talinn bera ábyrgð á henni. Eftir að mið- stjórnarvaldinu í Brüssel var beitt harkalega gegn lítilli og varn- arlausri þjóð, er það talið helsta hjálpræðið að hlaupa í fangið á því. Maðurinn, sem safnaði þús- und milljarða skuldum í íslensku bönkunum, en þverskallast við að víkja úr stjórnum fyrirtækja, eins og honum er skylt eftir skilorðs- bundinn fangelsisdóm, Jón Ásgeir Jóhannesson, sigar enn fjölmiðlum sínum á saklaust fólk, kallar til sín ráðherra að vild og reynir að kaupa fyrirtæki og fjölmiðla á út- söluverði. Eitt hirðskáld Jóns Ásgeirs tal- aði á sínum tíma um bláu höndina. Nú mætti tala um gráu höndina, þar sem Baugur er á hverjum fingri. Ísland hefur verið grátt leikið, jafnt innan lands sem utan. Ég tek undir með Davíð Oddssyni um það, að rækileg rannsókn óháðra, erlendra aðila hlýtur að fara fram á hlut Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins, bankanna, Jóns Ásgeirs og annarra aðila að atburðarás síðustu missera og ára. Eftir að niðurstöður slíkrar rann- sóknar liggja fyrir, er eðlilegt, að þjóðin kveði upp sinn dóm í kosn- ingum. Það eru einungis þeir, sem óttast slíkar niðurstöður, sem vilja rjúka í kosningar áður. Enn er margt ósagt. Eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson » Þótt auðvelt sé að vera vitur eftir á, hefði Fjármálaeftirlitið átt að taka fyrr í tauma, og þótt fyrrverandi stjórnendur bankanna séu flestir snjallir menn og góðviljaðir, fóru þeir of geyst. Hvað olli? Hannes Hólmsteinn Gissurarson Höfundur er prófessor í stjórn- málafræði og situr í bankaráði Seðlabankans. Ísland grátt leikið BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.