Morgunblaðið - 21.11.2008, Page 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
✝ Bára Guð-mundsdóttir var
fædd í Reykjavík
10.8. 1925.
Hún fluttist til
Keflavíkur 4 ára
gömul og bjó þar
eftir það, hún lést á
heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 11.11.
2008.
Foreldrar hennn-
ar voru Valgerður
Bjarnadóttir og
Guðmundur El-
ísson. Systkini
hennar Ólafur R Guðmundsson,
maki Dagmar Pálsdóttir, bæði
látin. Kristín Guðmundsdóttir,
maki Hjálmtýr Jónsson, látin. Sig-
urbergur Elís Guðmundsson,
maki Sveinbjörg
Kristinsdóttir, bæði
látin. Bára giftist
Magnúsi Haralds-
syni
24. apríl 1950 og
eignuðust þau 3
börn. Börn hinnar
látnu Ásdís Krist-
insdóttir, maki
Sverrir Há-
konarsson. Guð-
mundur Elís Magn-
ússon, maki Ólína
Elísdóttir. Lára
Magnúsdóttir, maki
Sigurður Magnússon. Magnús
Magnússon, maki Arndís Hálfdán-
ardóttir.
Jarðarför Báru fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag kl. 14.
Elsku amma Bára eins og við köll-
uðum þig alltaf, nú ert þú búin að fá
hvíldina. Engan óraði fyrir hversu
veik þú varst orðin því þú kvartaðir
aldrei. Það þurfti ekki mikið til að
gleðja þig, það var nóg að hringja þá
fékk maður að heyra frá þér hvað þú
ættir góða að. Við vitum að það hef-
ur verið tekið vel á móti þér og það
vissir þú líka því að þú varst mjög
trúuð kona.
Þegar við systkinin vorum lítil
hlupum við alltaf heim þegar við
sáum bílinn þinn í hlaðinu því að þú
komst alltaf færandi hendi með eitt-
hvað handa okkur. Súkkulaðikanín-
unum sem þú færðir okkur á pásk-
unum gleymi ég ekki.
Það var oft gaman hjá okkur og
þú varst mjög hress og skemmtileg
og minningarnar með þér á hár-
greiðslustofunni minni á ég eftir að
geyma. Alltaf varst þú jafn ánægð
þegar þú varst búin að láta laga á
þér hárið og ég fékk alltaf hrós frá
þér. Þú leist alltaf svo vel út alveg
sama hvort það var hárið, neglurnar
eða fötin. Það var umtalað hvað þú
varst hugguleg kona og allir öfund-
uðu þig af hversu gott hár þú værir
með og hvað þú gast haldið hárinu
lengi, það var alveg ótrúlegt. Fólk
velti því fyrir sér hvort þú settir höf-
uðið á náttborðið á meðan þú svæfir.
Þegar ég var 17 ára unnum við
saman í messanum og þú taldir það
ekki eftir þér að sækja mig á hverj-
um einasta morgni fyrir kl. 6 og það
kom fyrir að ég svaf yfir mig og þá
passaðir þú þig á því að koma og
banka á gluggann hjá mér svo þú
myndir nú ekki vekja fólkið á heim-
ilinu. Þetta var mjög skemmtilegt
sumar og lærði ég margt af ykkur
eldri konunum. Við fórum nokkrum
sinnum saman á kaffihús og fengum
okkur eitthvað gott með kaffinu og
áttum við góðar stundir saman og
mér þótti svo vænt um þegar þú
sagðir: Bylgja mín, við þurfum endi-
lega að fara að drífa okkur aftur
saman á kaffihús. Það var alltaf svo
stutt í grínið hjá þér, elsku amma
mín, og við gátum alveg tekið þér
sem jafningja. Þú varst svo stolt af
öllum barnabörnunum þínum og
barnabarnabörnunum og ég veit að
þú fylgist með þeim áfram. Ég veit
að nú ert þú komin á góðan stað og
með fullt af góðu fólki í kringum þig.
En minningin um þig, amma mín,
mun lifa áfram, og ég vil segja að
lokum það sem þú sagðir svo oft við
mig Guð geymi þig.
Bylgja Sverrisdóttir.
Þegar ég horfi til baka rifjast upp
margar minningar frá Kirkjuvegi 29
en þar bjugguð þið afi lengi vel. Þeg-
ar ég hugsa um Kirkjuveginn sé ég
lítið hús, stórt grænt tún að
ógleymdum olíutanki þar sem við
krakkarnir fórum oft í boltaleikinn
yfir. Enn þann dag í dag er engin
ferð til Keflavíkur fullkomnuð nema
að taka einn rúnt um Kirkjuveginn.
Allar stundirnar á Kirkjuveginum
vekja upp mikla gleði, þegar þú
varst að koma mér í rúmið kom ekki
annað til greina en að fara með bæn-
irnar og stundum hélt ég að þú
kynnir endalaust af þeim. Margar
þessara bæna hef ég kennt mínum
börnum. Þegar þú varst að skamm-
ast í Magga frænda þegar hann var
að kitla mig, þú sagðir að það gæti
orsakað stam hjá mér seinna meir
en ég slapp.
Það var alltaf nóg að gera þegar
ég var hjá ykkur hvort sem það var
að kíkja til Sjafnar sem bjó á móti
ykkur en hún lumaði alltaf á brennd-
um kandís eða að fá að fara upp í
Eyjabyggð til að leika við Bylgju
frænku.
Þú varst og munt alltaf verða
stór hluti af mínu lífi. Ég man þegar
ég kom í heimsókn til að kynna þig
fyrir fyrsta kærastanum en þá var
ég aðeins 16 ára. Við vorum það
ung að eina leiðin til að komast var
með rútunni. Þú tókst að sjálfsögðu
vel á móti okkur og varst búin að
búa um okkur í litla herberginu,
mig í rúminu en hann á gólfinu. Þú
sagðir að í þínu húsi mættum við
ekki sofa saman en þarna var ég
orðin ófrísk að elsta stráknum mín-
um. Já, það eru margar góðar
minningar frá Kirkjuveginum en
það eru þær líka þegar þú varst hjá
mér á mínu heimili.
Það var alltaf mikil gleði þegar
von var á ömmu Báru. Iðulega var
grillið tekið fram og kótelettum
skellt á það. Þú sagðir alltaf að Valdi
grillaði bestu kóteletturnar í bæn-
um. Þegar allir voru búnir að naga
af beinunum voru spilin tekin fram,
allir spiluðu ólsen ólsen. Það var
mikið keppnisskap í þér og þú varst
sko ekkert að gefa strákunum það
að vinna, nei, þú ætlaðir að vinna.
Þegar ég var alveg komin að því
að eiga fjórða barnið mitt komstu til
okkar til að hjálpa til með heimilið
og strákana. Þú varst alveg viss um
að núna kæmi stelpa og auðvitað
hafðir þú rétt fyrir þér. Daginn áður
en hún fæddist áttum við frábæran
dag saman. Við fórum öll stórfjöl-
skyldan í bíltúr til Þingvalla þar sem
stoppað var í Valhöll til að fá sér
pönnsu með rjóma og kakó. Þegar
heim kom og líða fór á kvöldið fór ég
að finna fyrir verkjum. Ég ætlaði að
leggjast í heitt bað en þú tókst það
ekki í mál og rakst okkur upp á spít-
ala, það hvarflaði ekki að okkur að
andmæla því. Já, daginn eftir kom-
um við heim með litla prinsessu. það
er ómetanlegt að hafa haft hjálp
þína fyrstu vikurnar og erum við þér
innilega þakklát.
Elsku amma Bára, ég kveð þig
hér og þakka þér fyrir allar stund-
irnar sem við áttum saman. Það er
ekki annað hægt en að kveðja þig
með fyrstu bæninni sem þú kenndir
mér.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Bára Guðmundsdóttir.
Bára Guðmundsdóttir
Elsku amma. Ég á eftir að
sakna þín mikið. Þú varst svo
falleg og fín í kistunni eins og
þú varst alltaf. Það var alltaf
svo gaman þegar þú varst hjá
okkur, við vorum alltaf að spila
saman.
Ég elska þig rosa mikið.
Bless, amman mín.
Inga Lára Valdimarsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
✝ Anna var fæddað Ham-
arshjálegu í Flóa í
Árnessýslu 21. nóv-
ember 1921. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jóhannes
Ormsson bóndi þar
og kona hans Sig-
urbjörg Helgadótt-
ir. Anna átti þrjár
systur, Pálínu, Sig-
ríði og Helgu, sem
lifa systur sína og
einn bróður, Sigurð
sem lést ungur.
Árið 1947 eignaðist Anna son,
Jóhannes Markússon, sem reynd-
ist henni mikill gleðigjafi. Um líkt
leyti fluttu foreldrar hennar til
Reykjavíkur og bjuggu mæðginin
hjá þeim og hjálpuðu þau henni
með drenginn. Það átti ekki við
Önnu að dvelja í Reykjavík á
sumrin, svo hún réð sig sem
kaupakonu og kynntist lífi fólks
víða um landið. Hún fór vestur í
Dali og á Mýrarnar. En yfir vet-
urinn vann hún í Vinnufatagerð-
inni.
Árið 1956 fór Anna sem kaupa-
kona að Hóli við Dalvík. Þá
bjuggu þar hjónin Svanhildur
Björnsdóttir og Þorleifur Þor-
leifsson. Hún hóf sambúð með syni
þeirra Karli, f. 1926, þau giftu sig
síðan á sumardag-
inn fyrsta árið 1959
og hófu búskap á
Hóli.
Á Hóli átti hún
heima til dauða-
dags.
Þau eignuðust
þau þrjú börn, þau
Svanhildi Dagnýju,
f. 1959, í sambúð
með Hallgrími Tóm-
assyni, þau búa á
Akureyri, hún bjó
áður með Kristjáni
Gunnarssyni, en
hann lést 1997, Sigurbjörgu f.
1961 sem býr á Grund í Svarf-
aðardal með manni sínum Friðriki
Þórarinssyni, og Þorleif Kristin, f.
1963, kona hans er Sigurbjörg
Einarsdóttir, þau búa á Hóli. Anna
eignaðist son, Jóhannes, f. 1947,
með Markúsi Pálssyni, Jóhannes
var giftur Dagnýju Bjarkadóttur
en þau skildu. Barnabörn Önnu
eru 12 og er eitt þeirra látið og
langömmubörnin eru orðin sex.
Þegar Karl lést, langt fyrir ald-
ur fram árið 1982 var það henni
ómetanlegt að Þorleifur, sonur
hennar, skyldi vilja búa með henni
og taka síðar við búinu ásamt eig-
inkonu sinni.
Útför Önnu fór fram frá Dalvík-
urkirkju hinn 28.júní 2008.
Ég ætla að skrifa nokkur orð til
minningar um móður mína, Önnu Jó-
hannesdóttur, sem lést 20. júní 2008.
Hún hefði því orðið 87 ára núna, 21.
nóvember.
Það eru margar minningar sem
koma upp í hugann. Minningar frá
því þegar við systkinin vorum að
alast upp á Hóli. Ég tel að það séu
forréttindi að alast upp í sveit og að
þessu uppeldi búum við nú, fyrir það
vil ég þakka. Það hefur gert mig að
þeirri manneskju sem ég er í dag.
Mikið er ég oft búin að sakna
hennar frá því að hún fór í sumar; ég
sakna samverustundanna með
henni, spjallsins við morgunverðar-
borðið, þegar hún var hjá mér,
göngutúranna og að geta ekki lengur
hringt í hana og spjallað eða fengið
ráð. Það var einstaklega gott að leita
til mömmu og vildi hún alltaf leysa
vandann ef hún gat.
Heimilið á Hóli var mitt annað
heimili lengi, jafnvel eftir að elsta
dóttir mín, Karen Dúa, fæddist.
Mamma var sveitakona, alin upp í
sveit og lífið í sveitinni átti hug henn-
ar allan. Síðustu árin átti hún nokkr-
ar íslenskar landnámshænur og það
að stússast í kringum þær veitti
henni mikla ánægju. Ég er líka svo
glöð yfir því að hún gat haldið áfram
að eiga heima á Hóli eftir að hún
hætti búskap og Þorleifur bróðir
minn og Sibba tóku við búinu. Þá hélt
hún áfram að gera gagn, gat hugsað
um matinn og litið eftir barnabörn-
unum. Ég held að þetta hafi veitt
henni ómælda gleði og lífsfyllingu,
en ég veit að hún vildi ekki verða
neinum byrði. Hún var því tilbúin að
kveðja, orðin þreytt og hefur eflaust
fundið að heilsan var að bila.
Það er erfitt að kveðja, en þannig
er gangur lífsins. Minningarnar
verða ljós í lífi okkar sem eftir stönd-
um. Þær eru það dýrmætasta sem
við eigum og erum að safna allt lífið.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft-
ur hug þinn,
og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín.
(Úr Spámanninum.)
Það var alltaf mikið að gera í sveit-
inni og oftast var vinnudagurinn
langur og fáar frístundir og ekki
margir frídagar sem foreldrar mínir
tóku sér. Seinustu árin fór mamma í
ferðir með félagi aldraðra og naut
hún þess mjög, eitthvað sem hún
hafði ekki tækifæri til í sínum bú-
skap.
Elsku mamma mín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Takk fyrir allt.
Svanhildur Karlsdóttir.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Í margar vikur hefur amma vitjað
mín í draumi, glöð og fylgist með
mér. Ég vil trúa því að þessir
draumar séu sannir, að amma fylgist
með mér eins og áður – bara á annan
hátt.
Amma mín var dugnaðarkona og
var alltaf að vinna eða brasa eitt-
hvað. Ef hún var ekki úti að sinna
hænunum eða öndunum sínum, þá
var hún inni að steikja kleinur sem
hún rétti manni svo út um eldhús-
gluggann ásamt mjólkurglasi. Þann-
ig er hún í minningunni frá því ég var
lítil, annaðhvort í fjósagallanum eða í
eldhúsinu að brasa með svuntuna á
sér.
Hún hefur líka eflaust prjónað
mörg þúsund pör af ullarsokkum um
ævina, ég hef ekki tölu yfir alla þá
sokka og vettlinga sem ég á frá
henni. Húfurnar sem hún bjó til
handa mér eru í algjöru uppáhaldi og
þær mun ég passa vel. Amma var
alltaf að, jafnvel á síðustu árum þeg-
ar sjónin og þrekið var farið að
minnka, þá var hún inni að líta eftir
börnunum, að prjóna eða að hella
upp á kaffi.
Amma mín á Hóli var besta mann-
eskja sem ég hef kynnst. Hún kenndi
mér svo marga ólíka en mikilvæga
hluti; bænirnar á kvöldin, að búa til
brauðsúpu þegar ég fór að búa, og
hún kenndi mér líka að lífið væri ekki
alltaf auðvelt. Amma sýndi mér hvar
ég gæti séð Fjósakonurnar þrjár,
kenndi mér að mjólka í höndunum og
hvernig ætti að hreinsa bláber. Hún
svæfði mig kvöld eftir kvöld með því
að biðja allar bænirnar sem við
mundum eftir í sameiningu og oft
minntist hún á þegar við gengum
saman niður á tún að horfa á tunglið,
hún með mig í kerru.
Amma studdi mig í öllu sem ég hef
tekið mér fyrir hendur, þó að ég viti
að henni fannst ekki sérlega skyn-
samlegt að velja það nám sem ég
valdi þá studdi hún mig í því. Hún
mætti á sýningarnar mínar og var
stolt af mér. Ég vildi að ég hefði
þakkað henni betur fyrir það að
standa alltaf með mér. Sama hversu
ósanngjörn ég var þegar ég kvartaði
yfir mömmu tók amma alltaf minn
málstað og við ræddum málin, alveg
fram á síðasta dag.
Ég er stolt af því að hafa átt svona
frábæra ömmu. Hún var og mun
vera mín fyrirmynd og henni mun ég
aldrei gleyma.
Minningin hennar lifir.
Karen Dúa.
Anna Jóhannesdóttir
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
KRISTÞÓR BORG HELGASON
skipasmíðameistari,
Njálsgötu 44,
Reykjavík,
lést mánudaginn 10. nóvember.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, föstudaginn 21. nóvember kl. 13.00.
Kristín Ingibjörg Benediktsdóttir,
Benedikt Guðjón Kristþórsson,
Unnur Björg Kristþórsdóttir,
Guðlaugur Ásgeir Kristþórsson,
tengdadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Þökkum auðsýndan hlýhug og samúð við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÓLAFÍU SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR,
Eirarholti,
Hlíðarhúsum 5,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirarholts fyrir góða
umönnun undanfarin ár.
Jóhann Jónsson, Sigurveig Víðisdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Elías Halldór Leifsson,
Sigurður Stefán Jónsson, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir,
Hildur Ýrr Jóhannsdóttir,
Sigríður Vala Jóhannsdóttir,
Jón Víðir Jóhannsson,
Daði Ólafur Elíasson, Arney Hrund Viðarsdóttir,
Leifur Jón Elíasson,
Stefán Þór Sigurðsson.