Morgunblaðið - 21.11.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 21.11.2008, Síða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008 ✝ SigurbergurÁrnason fædd- ist í Reykjavík 25. nóvember 1930. Hann lést á Land- spítalanum 11. nóv- ember síðastliðinn eftir stutta legu. Foreldrar hans voru hjónin Árni Steindór Þorkels- son skipstjóri frá Þorbjarnarstöðum við Hafnarfjörð, f. 24.6. 1888, d. 17.7. 1932, og Steinunn Sigríður Magnúsdóttir frá Krók- skoti, Sandgerði, f. 28.8. 1898, d. 7.12. 1971. Systkini Sigurbergs eru: Magnús Vilhelm, f. 11.3. 1922, d. 18.11. 1971, Anna Rósalilja, f. 6.7. 1923, d. 20.2. 1996, maki Ketill Eyj- ólfsson, f. 20.4. 1911, d. 11.10. 2006, Eyjólfur, f. 11.12. 1924, d. 9.8. 2008, maki Ketilríður Pollý Bjarnadóttir, f. 9.3. 1924, d. 4.8. 1997, Ásdís, f. 6.11. 1926, d. 15.1. 1986, maki Krist- ján Sigurður Hermannsson, f. 19.10. 1927, d. 31.1. 1988, Sigurður Þor- kell, f. 15.3. 1928, maki Halldóra Edda Jónsdóttir, f. 8.7. 1933. Sigurbergur giftist 8.2. 1953 Hildu-Lis Siemsen, f. 7.4. 1933. For- eldrar hennar voru Wera Siemsen, f. 8.2. 1906, d. 25.8. 1988, og Theodór Siemsen, kaup- maður, f. 7.11. 1893, d. 14.2. 1966. Börn Sig- urbergs og Hildu-Lisar eru: 1)Theodór Siem- sen, f. 7.4. 1959, maki Hrefna Ásgeirsdóttir, f. 16.10. 1960. Börn þeirra eru: Tanja Ýr, f. 1990, Sigurbergur, f. 1992, og Arna Birna, f. 1998. 2) Steinunn, f. 24.10. 1963, maki Jón Þorkelsson, f. 3.2. 1960. Börn þeirra eru: Hildur Elísa, f. 1993, Þóra Kristín, f. 1997, og Þorkell, f. 2001. 3) Árni Siemsen, f. 13.4. 1966. maki Martin R. Siem- sen, f. 2.9. 1965. Sigurbergur lærði skipasmíði í Slippnum í Reykjavík og fór svo til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Að námi loknu vann hann sem eft- irlitsmaður hjá Íslenskum að- alverktökum víðsvegar um landið. Lét hann af störfum hjá ÍAV 1997 eftir hartnær 40 ára starf hjá fyr- irtækinu. Útför Sigurbergs verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. „Svona gerum við þetta,, dreng- ur minn“ má kalla einkunnarorð tengdaföður míns þau rúmlega tuttugu ár sem ég tilheyrði stór- fjölskyldu hans. Ævinlega var þetta sagt að aflokinni viðgerð eða lagfæringu á húsum fjölskyldunnar eða einhverjum rafmagnstækjum. Alltaf var þetta sagt í vingjarn- legum tón og aldrei vikið að því einu orði hvort tengdasonurinn hefði óvanalega mikið af þumal- puttum. Margs er að minnast eftir tutt- ugu ára samveru. Ég hitti Sigur- berg fyrst annan í jólum árið 1987 og var þá búinn að vera að sniglast í kringum dóttur hans í nokkurn tíma. Eftir hefðbundnar grundvall- arspurningar um ætterni og fleira að hætti þess tíma var líklega talið óhætt að ég hefði einkadótturina með mér úr húsi og eftir það varð ekki aftur snúið. Sömuleiðis er gaman að rifja upp sumarbústað- arbyggingu þeirra hjóna austur í Grímsnesi. Þar festu þau sér lóð í landi Hraunkots og hófust handa. Synir og tengdasonur voru kallaðir til verka við stærstu verkefnin en að öðru leyti var verkaskiptingin skýr: Sigurbergur sá um að byggja bústaðinn en Hilda-Lís sá um gróð- urinn og að sjálfsögðu um kaffi og meðlæti með því. Matar- og kaffi- tímar voru í föstum skorðum á ákveðnum tímum en þess á milli var hamrinum sveiflað af krafti. Bygging bústaðarins laut sömu lög- málum og bygging einbýlishússins tuttugu árum áður. Ráðdeild og nýtni voru höfð að leiðarljósi. Dregið var ofan af geymslulofti timbur sem hafði beðið eftir verk- efni í tuttugu ár og það nýtt til hins ýtrasta. Þar naut sín hagsýni þess manns sem hafði alist upp á ár- unum eftir 1930 þegar fátt var til og alla hluti þurfti að nýta eins hægt var. Þá var ekki bruðlað með efnið og ekki síðar ef Sigurbergur fékk að ráða. Þegar bústaðurinn var fullbúinn varð hann griðastaður fjölskyld- unnar. Skyldumæting var um verslunarmannahelgi og þá fékk ég tækifæri til að sýna hvað ég gat manna best í fjölskyldunni. Grillið laut minni stjórn en Sigurbergur fylgdist vel með og sá til þess að nóg væri af grillvökva. Einnig koma upp í hugann tvær afmæl- isferðir með þeim hjónum. Sú fyrri til Edinborgar árið 2000 á sjötugs- afmæli Sigurbergs. Sú síðari til Berlínar árið 2003 á sjötugsafmæli Hildu-Lísar. Millilent var í Kaup- mannahöfn og var töluverður tími á milli véla. Þá var ekki annað að gera en að taka lestina inn í bæinn og ganga um Ráðhústorgið og Strikið. Sú gönguferð endaði með einhverri skemmtilegustu máltíð með þeim hjónum sem ég man eft- ir. Áfram var haldið til Berlínar og þar var sama sagan og í Edinborg, etið mikið og drukkið. Ein mistök gerðum við „unga fólkið“ þó. Eitt kvöldið stefndi í langa og stranga skemmtun. Þau hjón voru þá sett í leigubíl og honum sagt að skila þeim á hótelið. Við hin héldum áfram fram á rauða nótt en fengum ákúrur morguninn eftir fyrir að skilja þau útundan. „Svona gerum við þetta, drengur minn“ má líka kalla einkennisorð fyrir síðustu daga Sigurbergs. Hann tók örlög- um sínum af rósemi og karl- mennsku. Banalegan tók ekki nema viku og þar má segja að fleiri eig- inleikar Sigurbergs hafi komið í ljós. Hann var vanur að ganga til verka af röggsemi og lét aldrei bíða eftir sér. Jón Þorkelsson. Nú er afi í Grundalandinu dáinn. Afi Beggi var fasti punkturinn í lífi okkar og okkur þótti svo gott að vita að við gátum alltaf leitað til hans. Alltaf tilbúinn að hjálpa og hafði nægan tíma fyrir okkur, betri afa var ekki hægt að hugsa sér. Hann spjallaði við okkur og skoðaði hlutina frá ýmsum hliðum, hafði sínar skoðanir en reyndi alltaf að nálgast málefni okkar með jákvæðu hugarfari. Afi var alltaf að gera eitthvað, snúast úti í bílskúr, úti í garði eða í sumarbústaðnum. Ef eitthvað þurfti að laga gat afi það, sama hvort það voru hillur, hjól eða stól- ar. Stundum lagaði hann líka það sem átti að henda, bara af því að hann hafði svo gaman af því. Við fundum alltaf hvað afa þótti vænt um okkur og vildi okkur vel. Ef við ættum eina ósk þá væri hún sú að fá afa aftur. Afabörnin í Haðalandi, Tanja Ýr, Sigurbergur og Arna Birna. Eini fastinn í veröldinni er breyt- ingin. Þetta höfum við fengið að sjá og reyna undanfarnar vikur. Breyt- ingar eru af margvíslegum toga, sumar hitta marga, aðrar fáa. Sú breyting sem orðið hefur í götunni okkar hér í Grundarlandinu er af tilfinningalegum toga og hittir fjöl- skyldur, vini og samferðamenn. Einn af frumbyggjum götunnar og nágranni til fjölda ára er fallinn frá eftir snarpa baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Sigurbergur Árnason var einn af þeim föstum sem voru í mínu nær- umhverfi, bæði barnæsku og full- orðinslífi. Maður sem ekki hagg- aðist í lísins ólgusjó. Sigldi áfram sama hvað á bjátaði. Kvartaði ekki en lét sig varða annarra líðan og afdrif. Hjálpaði ef til var leitað og var áhugamaður um allar fram- kvæmdir, innanhúss sem utan. Mér er minnisstætt þegar við Oddgeir hófum búskap í Grund- arlandinu á æskuheimili mínu og lögðum gólflista. Algerlega hljóð- laust kom Sigurbergur inn í húsið sem var opið og sagði: „Nú, ætlar þú að gera þetta svona?“ Alls stað- ar þar sem einhverjar framkvæmd- ir voru í gangi leit hann á og hafði skoðun. Leiðbeindi ef þörf var á. Sigurbergur var ekki maður sem veigraði sér við nokkrum hlut sam- anber ótal klifurferðir upp á þak húss síns við hreinsun laufs úr rennum. Laufs af birkinu í garð- inum okkar. Nú síðast í byrjun október horfði ég með töluverðri angist á þegar Sigurbergur klifraði upp í stigann og alla leið upp á þak til að hreinsa. Hann var nefnilega á leið til útlanda og vildi gera þetta áður. Elskuleg eiginkona Sigurbergs, nágranni minn og vinkona, Hilda Lis, hefur staðið eins og klettur við hlið síns manns á 6. áratug og aldr- ei hvikað frá. Breytingin er mikil eftir langt og farsælt hjónaband sem spannar búsetu úti á landi, er- lendis og í Reykjavík. Ég votta eig- inkonu, börnum og barnabörnum innilega samúð og þakka góða sam- fylgd. Blessuð sé minning Sigur- bergs Árnasonar. Sigrún Birna Norðfjörð. Góður nágranni til næstum 40 ára er fallinn frá. Barátta við ill- vígan sjúkdóm hafði haft nokkurn aðdraganda en skyndilega urðu þær breytingar sem ekki varð ráðið við. Þau hjónin Sigurbergur og Hilda-Lis höfðu verið í vetrarfríi á sólarströnd og aðeins tveim dögum eftir að þau komu heim var kraftur og lífsþróttur Sigurbergs svo skertur að hann varð að leggjast inn á sjúkrahús. Það tók svo ekki nema nokkra daga þar til hann var allur. Við eigum margs að minnast frá sambýlistímanum í Grundarlandi. Yngri dóttir okkar Sigrún og dóttir þeirra Steinunn og yngri sonur, Árni, voru nánir leikfélagar. Þeirra samband hefur haldist gegnum öll þessi ár alveg frá því Árni og Sig- rún voru tveggja ára. Fyrstu árin í Fossvogi voru ár frumbýlinga, oft var snjóþungt því dalurinn var ógróinn og vindsveipir höfðu áhrif á öll snjóalög. Fá hús voru risin neðst í dalnum og oft var stígurinn okkar ófær vegna snjóa. Þá var ekki um annað að ræða en moka sig í gegnum skaflana sem lokuðu leiðinni út á götu, ef gatan var þá yfirleitt keyrslufær. Sigurbergur tókst hressilega á við moksturinn ef svo bar við. Og enn minnumst við þess hversu vel hann mokaði alltaf frá bílskúrnum sínum. Nú eru ekki lengur nein snjóalög í Fossvogi, vindur næðir ekki um berar grundir, allt er skógi vaxið og gróður mikill. Sigurbergur var smiður góður og fær í öllum úti- og inniverkum á því sviði. Alltaf fullur áhuga á fram- kvæmdum og var líka góður ráð- gjafi þegar um einhverjar smíðar eða endurbætur var að ræða. Alltaf hélt hann húsinu sínu vel við og sá til þess að öllu viðhaldi væri sinnt. Það sást vel í sumar þegar hann fékk menn til þess að mála hjá sér þakið, verk sem hann hefði sjálfur sinnt nokkrum árum áður. En hann vildi fylgjast með verkinu og lét sig ekki muna um að fara upp á bratt þakið, þó að nú gengi hann við staf. Þannig var hugur Sigurbergs ætíð tengdur við gott verklag og góðan frágang. Hilda-Lis bjó manni sínum fal- legt og hlýlegt heimili, því hún var húsmóðir af bestu gerð. Sennilega hafa verkaskiptin verið skýr á heimilinu og Sigurbergur ekki lagt mikið fyrir sig heimilisstörf því þess þurfti ekki. En saman unnu þau í garðinum sínum og saman unnu þau að því að koma sér upp sælureit í sveitinni þar sem börn og barnabörn gátu komið til dvalar. Við sendum fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur við leiðarlok. Anna Hulda og Árni Norðfjörð. Sigurbergur Árnason ✝ Ástkær systir okkar og frænka, HREFNA SIGRÍÐUR MORRISON, lést mánudaginn 10. nóvember á heimili dóttur sinnar í Branson Mo. USA. Útförin hefur farið fram. Ingunn Runólfsdóttir, Jónas Runólfsson og frændfólk. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRN K. ÖRVAR úrsmiður, er látinn. Hanna Marta Vigfúsdóttir, Björg Örvar, Kjartan B. Örvar, Anna Birna Björnsdóttir, Björn Lárus Örvar, Unnur Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR ÞORSTEINSSON frá Vegamótum, Dalvík, lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, miðvikudaginn 19. nóvember. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 29. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á gjafasjóð Dalbæjar. Jón Trausti Steingrímsson, Sveinbjörn Steingrímsson, Lína Gunnarsdóttir, María Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVANHILDUR STEFÁNSDÓTTIR, Aratúni 22, Garðabæ, andaðist miðvikudaginn 19. nóvember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 26. nóvember kl. 13.00. Guðmundur Rúnar Magnússon, Steinn Logi Guðmundsson, Ingibjörg Erna Sveinsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Magnús Árnason, Sigurjón Guðmundsson, Kristbjörg Elídóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Ásgeir Þór Eiríksson, Stefán Magnús Guðmundsson, Alda Ragna Þorvaldsdóttir og ömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSTA ÁRNADÓTTIR, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 18. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Jónas Jónasson, Kolbrún Karlsdóttir, Guðrún Björg Jónasdóttir, Sólveig Jónasdóttir og fjölskyldur. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.