Morgunblaðið - 21.11.2008, Síða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
þínum. En þú varst heppin að hafa
afa þér við hlið sem hugsaði svo vel
um þig. En nú ertu örugglega farin að
taka til hendinni aftur, frjáls undan
veraldlegum verkjum og lætur verk-
in tala á öðrum og betri stað.
Elsku afi, Lóa, Kristín og fjölskyld-
ur, megi Guð og góðir vættir styrkja
ykkur á þessum erfiða tíma.
Helga Björk Ólafsdóttir.
Elsku amma Besta
Við höfum verið svo heppin að eiga
þig fyrir ömmu og það er erfitt að
kveðja þá sem eru manni eins mikils
virði og þú varst. Við minnumst allra
góðu stundanna sem við áttum með
þér, þær fylgja okkur alla tíð.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi.
Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þökkum vér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, sem fengu að kynnast
þér.
(Davíð Stefánsson.)
Amma, elsku amma,
man ég lengst og best
hjartað blíða, heita –
hjarta, er sakna’ ég mest.
(Sumarliði Halldórsson.)
Guð geymi þig, elsku amma Besta
Þín barnabörn,
Ívar, Brynjar Ingi,
Sólrún Ósk og Atli Dagur.
Við fjórar viljum minnast vinkonu
okkar til 60 ára, hennar Bestu. Við
vorum í Kvennaskólanum í Reykja-
vík. Margt var öðruvísi þá. T.d. mátt-
um við ekki ganga í síðbuxum. Nei, í
pilsi skyldum við vera þrátt fyrir
kuldahroll og næðing. Ekki mátti
mála sig, svona til að hressa upp á út-
litið, né fara út fyrir lóðamörk skól-
ans. Þetta kom þó ekki að sök við að
ná sér í aðdáendur.
Við stofnuðum nokkra klúbba.
Einn hét „Súrt og sætt“. Skilyrði við
að vera í þeim klúbb var ekkert
kossaflens, því að það myndi eyði-
leggja móralinn.Tíminn leið með
söng og hljóðfæraleik og ekki spillti
glaður arineldur né rjómavöfflur með
stífelsi (hægt að taka feil á því og
kartöflumjöli). Alla vegana. Engum
varð meint af.
Eitt sinn datt okkur í hug að taka
herbergi á leigu, og skyldi nú djamm-
að. Heill haugur af brauði var smurð-
ur og einhver útvegaði guðaveigar.
Hersingin mætti á hótel Rits, rétt hjá
Flugturninum. Þar var okkur þegar
úthýst vegna þess að við vorum ekki
utanbæjarfólk. Nú voru góð ráð dýr.
Hingt var í einn pabbann, sem stað-
settur var á Grenimelnum. „Sjálf-
sagt“, svaraði hann beiðni okkar um
að fá inni og dans var stiginn fram
eftir nóttu.
Það var ódýrt að fara í bíó. Í upp-
lestrarfríum trommuðum við allar 5 í
bíó og slöppuðum vel af.
Í þá daga voru dansiböll kölluð
dansæfingar. Þá voru haldnar í Sjálf-
stæðishúsinu, Oddfellow og Mjólkur-
stöðinni dansæfingar á sunnudags-
eftirmiðdögum
Alvara lífsins tók nú við og leitað
var að mökum og upp frá því komu
svo börnin. Besta fluttist til Vest-
mannaeyja. Þegar hún fluttist til
lands var haldið uppteknum hætti við
að hittast og skemmta sér.
Nærri sjötugar fórum við til New
York og fórum gangandi eða í „bus“
um allar trissur til að skoða borgina.
Auðvitað fara í búðir og smakka hinar
óviðjafnanlegu steikur sem eru svo
góðar í henni Ameríku.
Þá var farið á hótelið og Besta tók
upp úr pússi sínu dagbók frá okkar
hveitibrauðsdögum, þar sem mörg
gleymd atriði komu upp á yfirborðið.
Já, það var hlegið dátt.
Ekki hefðum við mátt vera mikið
seinni í að ferðast, því að Besta missti
heilsuna að hluta fljótlega eftir þetta.
Ekki var hægt að hugsa sér betri eig-
inmann en Sigga, því hann var alltaf
til taks. Nótt sem nýtan dag.
Farðu heil, Besta. Við minnumst
frábærrar vinkonu og gerum okkur
ljóst að ekkert í heiminum er betra en
góðir vinir og fjölskylda.
Ásdís, Erna, Hafdís
og Sigurveig.
✝ Úlfur Hjörvar,rithöfundur og
þýðandi, fæddist í
Fjalakettinum við
Aðalstræti í Reykja-
vík 22. apríl 1935.
Hann lést á heimili
sínu í Kaupmanna-
höfn 9. nóvember sl.
Foreldrar hans
voru hjónin Rósa
(Daðadóttir) Hjörv-
ar f. 14.3. 1892, d.
5.1. 1977 og Helgi
Hjörvar rithöf-
undur og útvarps-
maður f. 20.8. 1888, d. 25.12. 1965.
Tvö systkina Úlfs eru á lífi en það
eru Guðrún Kjarval, f. 1918, hús-
móðir og Tryggvi, f. 1932 kerf-
isfræðingur. Látin eru Gunnar f.
1919, d. 1997, viðskiptafræðingur,
Solveig f. 1921, d. 1995, húsmóðir,
Þormóður f. 1922, d. 1970, loftsigl-
ingafræðingur, Egill f. 1923, d.
1965, vélstjóri og Daði f. 1928, d.
1954, fréttamaður hjá SÞ.
Að námi loknu, m.a. við Komso-
molskólann í Moskvu, starfaði Úlf-
ur sem blaðamaður á Þjóðvilj-
anum, fyrir Samtök
hernámsandstæðinga og Æsku-
lýðsfylkinguna. Auk ritstarfa vann
hann að ýmsum menningarmálum.
Þannig var hann einn útgefenda
Forspils, framkvæmdastjóri leik-
félagins Grímu og sat í stjórn Þýð-
ingarsjóðs og Rithöfunda-
sambands Íslands. Hann var
hvatamaður að stofnun Bóka-
sambands Íslands og sat um tíma í
menntamálaráði og síðar í stjórn
Danska þýðendasambandsins.
Úlfur lagði stund á þýðingar og
hefur m.a. þýtt mikið af ljóðum,
tugi leikrita og fjölda skáldsagna
eftir m. a. Knut Hamsun, Tony
Morrison, Karen Blixen, Dario Fo,
Ernesto Che Guevara, Sam Shep-
ard, William Heinesen og Edward
Bond. Auk þess hefur hann skrifað
smásögur og leikrit og hlotið verð-
laun fyrir hvort tveggja, og ort
ljóð og samið kvikmyndahandrit.
Smásagnasafn Úlfs, Sjö sögur,
kom út í Reykjavík 2002.
Útför Úlfs verður gerð í dag frá
Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 15.
Úlfur kvæntist
21.8. 1964 Helgu
Hjörvar f. 2.7. 1943,
forstjóra Norður-
bryggju í Kaup-
mannahöfn, og hófu
þau búskap í Reykja-
vík en hafa búið er-
lendis síðastliðin 16
ár, síðast í Kaup-
mannahöfn.
Börn þeirra eru:
Helgi f. 1967, alþing-
ismaður, giftur Þór-
hildi Elínu El-
ínardóttir, f. 1967,
upplýsingafulltrúa, og eiga þau
þrjár dætur, Hildi f. 1990, Helenu
f. 2003 og Maríu f. 2005 og Rósa
María f. 1980, bókmenntafræð-
ingur, sambýlismaður hennar er
Svanur Þór Bjarnason, f. 1974,
smiður.
Sonur Úlfs með Hjördísi Björk
Hákonardóttur hæstaréttardóm-
ara er Hákon Kjalar Hjördísarson
f. 1976, trésmiður.
Hvers vegna verða æskukynni að
vináttu sem lifir hálfa öld þótt skilji
lengstum höf og lönd? Því er vand-
svarað en Montaigne svaraði
áþekkri spurningu um vináttuna
þannig „Par ce que ćétait lui, par ce
que c’était moi.“ (Af því að það var
hann, af því að það var ég.)
Úlfi vini mínum Hjörvar kynntist
ég á unglingsárum, þegar hann kom
norður til Akureyrar, í erindum
þeirrar hreyfingar jafnaðarmanna,
sem við þá töldum helsta merkisbera
okkar hugsjóna, það er Sósíalista-
flokksins, en hugsjón jafnaðar-
manna, í hinum ýmsu myndbreyt-
ingum hennar gegnum tíðina, var
hann trúr til hinstu stundar.
Kynni okkar urðu að vináttu 1959-
1960 í Aix-en- Provence í Suður-
Frakklandi. Samband okkar var ná-
ið, nær daglegt. Úlfur var þá þegar
margsigldur og honum fylgdi ávallt
andblær ævintýris og lífsgleði á
þessum árum á morgni lífsins. Malur
hans var léttur við komuna til Aix:
bakpoki og fötin sem hann klæddist.
Í skjóðu Úlfs, sem ég gjarnan varð-
veitti, þegar hann stóð í flutningum
og þrasi við leigusala, var Heims-
kringla, og ritvél – annað ekki.
Stundum þennan vetur gat maður
gengið á hljóðið af ritvélaslætti Úlfs í
þéttum skóginum umhverfis Cha-
teau Noir í nágrenni Aix þar sem
hann sat við skriftir og sínar fyrstu
þýðingar, sem hann síðar varð þjóð-
kunnur af, og að miklum verðleikum.
Þegar voraði lögðum við gjarnan
land undir fót um nágrennið og lét-
um þar nótt sem nam undir stjörnu-
björtum himni. Þessir björtu dagar
og hlýju nætur í görðum Provence
lifa í minningunni um góðan vin.
Úlfur var ákaflega skemmtilegur
félagi, víðlesinn og frábær sögumað-
ur; röddin hljómfögur og vald hans á
íslenskri tungu var einstakt. Frá-
sögn hans var jafnan full af leiftrandi
kímni, glaðværð og samúð með
mannfólkinu og á stundum furðulegu
striti þess við að vera til.
En það sem mestu skipti í fari
hans og skóp vináttu okkar var ein-
stakt næmi hans og drengskapur.
Nú þegar ég skrifa þessar línur, nær
hálfri öld síðar, er mér ljóst hversu
mikilvægt þetta ár var í mínu lífi og
hve stór var hlutur Úlfs í því og fyrir
það þakka ég honum nú.
Síðar lágu leiðir okkar til ýmissa
átta, eins og gengur, og réðum ef til
vill ekki alltaf för, og samfundum
fækkaði. Úlfur bjó lengstum erlend-
is. Hamingja hans í lífinu var Helga,
sem hann kvæntist ungur. Hún
gegndi ábyrgðarstöðum í
Kaupmannahöfn en Úlfur starfaði
við þýðingar og ritstörf og þar lést
hann heima eftir erfið veikindi.
Síðasta bréf hans, frá liðnu sumri
var kveðjubréf í þeim tón sem ein-
kenndi hann ungan: sjálfshúmor,
frásagnargleði og væntumþykja – en
nú ekki laus við trega. Mér fannst ég
enn heyra þessa rödd sem nú er að
eilífu þögnuð.
Ég votta Helgu, börnum hans og
fjölskyldum þeirra mína innilegustu
samúð og veit að lifir í hjörtum
þeirra minningin um einstaklega
góðan dreng.
Vertu sæll, vinur og félagi.
Héðinn Jónsson.
Ég hitti Úlf fyrst í Bankastrætinu
fyrir næstum 45 árum, þegar við
unnum bæði í Bókabúð Kron fyrir
jólin og seldum íslenskum róttækl-
ingum New Statesman og önnur
kommúnistarit í bland við jólabæk-
urnar. Ég var hálfgerður krakki,
ekki byrjuð í framhaldsnámi en ver-
an með Úlfi og öðrum menningarvit-
um í Bókabúð Kron varð til þess
meðal annars að ég sótti um í leiklist-
arskóla haustið eftir, þá enn ekki tví-
tug. Þarna unnu líka Helga Kress,
Erlingur Gíslason og fleiri sem ég
leit sannarlega upp til og þarna
kynnti Úlfur mig fyrir Bríeti Héðins-
dóttur, sem seinna varð mikil vin-
kona mín.
Þetta voru sérstakir tímar í
skugga kalda stríðsins og enginn
maður með mönnum sem ekki lifði í
listum og menningu. Þarna var
skeggrætt um alla heima og geima,
pólitík og menning var það sem lífið
snerist um og viðskiptavinir voru
ótrúlega skemmtilegur og skraut-
legur hópur.
Úlfur var hrókur alls fagnaðar í
þessu kompaníi, ég leit upp til hans í
blindri aðdáun enda var hann sigldur
og floginn, hafði verið í Moskvu og
orti ljóð.
Þegar ég var nýbyrjuð í leiklist-
arnáminu hittumst við aftur, nánar
tiltekið í Lækjargötunni. Þá var með
mér Helga, skrifstofustúlka í Sam-
vinnutryggingum, sem hóf nám um
leið og ég og varð góð vinkona mín.
Og svo urðu þau hjón. Úlfur
minntist oft þessarar stundar í
Lækjargötunni og kunni mér bestu
þakkir fyrir að kynna hann fyrir
Helgu. Ekki urðu fáar stundirnar
með þeim á Bergþórugötunni, þar
sem þau Helga áttu sitt fyrsta heim-
ili – sem alltaf stóð opið fyrir gestum
og gangandi.
Það er svo margt sem kemur upp í
hugann núna þegar Úlfur er allur.
Úlfur var ekki einfaldur maður og
heldur ekki auðveldur. Þeirri hlið
kynntist ég þó eiginlega aldrei, hann
var alltaf elskulegur og skemmtileg-
ur félagi eins og ég man hann, fróð-
ur, skarpur og sjarmerandi – en ég
veit að honum fannst stundum að líf-
ið hefði getað meðhöndlað hann öðru
vísi. Þó var hann hamingjumaður
með þessa góðu konu, hana Helgu,
og mannvænleg börn.
Hann veiktist fyrir nokkrum árum
af krabbameini og nú er sú barátta
töpuð.
Í síðasta sinn sem ég átti stund
með Helga var í Færeyjum, þegar
þau Helga bjuggu þar, en þar áður
áttum við marga góða daga saman í
Islamabad í Pakistan. Benazir
Bhutto bauð fólki úr menningarlífinu
og rithöfundum til ráðstefnu þegar
hún var forsætisráðherra í fyrra
skiptið undir lok síðustu aldar. Úlfur
var í sendinefnd danskra rithöfunda,
en ég alein í íslensku sendinefndinni,
enda höfðu allir aðrir Íslendingar af-
boðað komu sína til Islamabad, sem
var enn hættulegri staður þá en nú.
Það má því nærri geta hvað ég var
glöð að hitta samt Íslending á ráð-
stefnunni og það hann Úlf. Við rifj-
uðum upp gamla daga, tókum hönd-
ina á frú Bhutto og stálumst undan
lífvörðunum á pakistanskan úti-
markað og prúttuðum þar eins og við
ættum lífið að leysa. Þannig man ég
Úlf núna þegar hann er allur.
Um leið og ég sendi Helgu og fjöl-
skyldunni mínar innilegustu samúð-
arkveðjur vil ég þakka Úlfi fyrir öll
árin og óteljandi ógleymanlegar
stundir.
Þórunn Sigurðardóttir.
Æskuvinur minn Úlfur Hjörvar er
horfinn á braut. Við kynntumst
strákar í sveit, hann var á Ytri
Skeljabrekku hjá Guðrúnu Salóm-
onsdóttur, föðursystur systur, sinni
og ég í Árdal í Andakíl, næsta bæ
fyrir utan. Þar áttu foreldrar mínir
sumarbústað. Í endurminningunni
var alltaf sól í heiði þau sumur og við
kúa- og hestasmalar hressir og kátir.
Í Gaggó Vest áttum við mörg sam-
eiginleg áhugamál. Ég las
landsprófsstærðfræði með Úlfi en
hún var honum mikil hindrun á lær-
dómsbrautinni því hann var næstum
talnablindur. Annað nám, einkum í
íslensku, og sögu lék í hendi hans.
Eftirminnilegt var að koma á æsku-
heimili Úlfs á Suðurgötu. Rósa, móð-
ir Úlfs, bar þá fram kakó handa gest-
unum og kveikt var upp í arninum.
Oft voru lesin upp ljóð – yfir því
heimili var seiðmagnaður blær.
Við Úlfur tókum þátt í stofnun
Þjóðvarnarflokksins. Krafan var alla
tíð og óslitið „Ísland úr NATO og
herinn burt“. Þá var gaman að kanna
menningarlíf Reykjavíkur með Úlfi,
fara á málverkasýningar í Lista-
mannaskálanum, hlusta á klassíska
músík af 78 snúninga plötum heima
hjá mér á Marargötu, fara á kapp-
ræðu- og upplestrarfundi og ekki
síst að sitja við heimspekilegar um-
ræður á Laugavegi 11 með vinum
Úlfs þeim Alfreð Flóka, Degi, Völ-
undi, Elíasi Mar og Ásdísi Kvaran
svo einhverjir séu nefndir.
Leiðir skildi þegar ég fór í verk-
fræðinám til Bandaríkjanna og hann
í blaðamannaskóla í Rússlandi og
varð blaðamaður á Þjóðviljanum.
Seint á sjötta áratugnum þegar ég
var í verkfræðináminu í Bandaríkj-
unum var maccarthyisminn enn við
lýði. Úlfur var blaðamaður á Þjóð-
viljanum og gaf okkur fjölskyldunni
áskrift að blaðinu og var kærkomið
að fá fréttir að heiman. Blöðin komu í
póstinum vikulega saman vafin inn í
hvítan umbúðapappír. Stundum var
búið að opna póstsendinguna og fjar-
lægja nokkur blöð. Í eitt skiptið
vantaði Þjóðviljann en þess í stað
kom bæklingur frá nærliggjandi
spítala um hvernig ætti að með-
höndla opin beinbrot.
Síðastliðið haust dvöldumst við
hjónin tvo mánuði í Kaupmannahöfn.
Þau Helga og Úlfur höfðu þá haldið
heimili á Vesterbrogade í Kaup-
mannahöfn um árabil. Krabbamein
hafði þá herjað á Úlf í þeim mæli að
lífsþrótturinn var þverrandi. Ég
heimsótti þau nokkrum sinnum.
Eins og endranær var gaman að
ræða við Úlf um horfna tíð og rifja
upp sögur um menn og málefni.
Húmor hans og húmanismi var sem
fyrr og Helga var óþreytandi við að
leita leiða til að bæta heilsuna, lina
þjáningar og vinna gegn ágengni
sjúkdómsins.
Ég votta Helgu og öðrum ástvin-
um Úlfs innilega samúð mína og
megi hann hvíla í friði.
Oddur Benediktsson.
Úlfi Hjörvar kynntist ég mennt-
lingur og fannst hann spennandi.
Hann hafði níu ár umfram mig og
hafði margt að segja um fólk, pólitík
og bókmenntir sem var aðalatriði
þess tíma. Stundum sáumst við ekki
eða heyrðumst í mörg ár. Svo lágu
leiðir okkar saman eftirminnilega:
Hann var þingfréttamaður Þjóðvilj-
ans næst á undan mér. Við dreifðum
þingskjölum á þingi ASÍ í KR-skál-
anum 1962 undir stjórn Ólafs Hanni-
balssonar. Sáumst svo ekki lengi en
allt í einu stóðum við yfir þaksvörð-
um auðvaldsins í Neskaupstað, þar
sem við fjórir rifum Atlahús sumarið
1966. Jón Hannesson, Úlfur, Óli
kommi og undirritaður. Það var
glitrandi skemmtilegt sumar; fullt af
sögum, pólitík og gasalegri kaffi-
drykkju. Svo voru strákarnir okkar
saman á Ósi. Eftir það sumar
sjáumst við strjált en svo allt í einu
30 árum seinna í Kaupmannahöfn.
Þar er Úlfur kominn á svæðið með
konu sinni Helgu, sem stýrir menn-
ingarhúsinu á Norðurbryggju með
glæsibrag.
Hér á hafnarslóð náðum við að
hittast nokkrum sinnum, síðast þeg-
ar við opnuðum sendiherrabústaðinn
formlega og Úlfur gaf okkur bók:
Bók með Íslendingum á Regensen.
Gersemisbók með vingjarnlegri
kveðju sem hann hafði ritað í bókina
sinni fallegu og skýru rithönd. Við
Guðrún vorum svo heppin að fá
Kjartan Ólafsson til heimsóknar
haustið 2007. Þá fórum við félagar að
heimsækja Úlf og Helgu sem varð
eftirminnileg samkoma þó að nokkuð
væri af Úlfi dregið. Þeir Kjartan rifj-
uðu upp ótrúlega tíma á Laugarvatni
er ungir sósíalistar sættu beinu of-
beldi og ofsóknum. Og Úlfur sagði
frá sínum tíma í Komsómólskóla.
Hvað var nú það? Það voru námskeið
sem kennd voru við æskulýðssamtök
sovéska kommúnistaflokksins þar
sem menn áttu að læra marxisma.
Úlfur var snarlíkur Lenín sjálfum í
útliti og ofan í kaupið voru þeir fædd-
ir sama dag; af þessu höfðu Íslend-
ingar eystra mikla skemmtun og allt
í einu vorum við farnir að hlæja eins
og unglingar kallarnir þrír á 4. hæð
Vesterbrogade 83 þar sem Úlfur og
Helga hafa búið síðustu ár.
Úlfur var ekki hávaxinn maður en
dró þó að sér athygli með persónu
sinni. Hann var frábærlega vel að
sér um íslenskar bókmenntir og
hafði sterkan metnað fyrir íslensku
máli, flutningi þess og meðferð allri.
Það hafði hann úr foreldrahúsum en
faðir hans var sá afburðaorðsnjalli
maður Helgi Hjörvar útvarpsmaður.
Sonur Úlfs og Helgu, Helgi Hjörvar
alþingismaður hefur náð að þróa
þennan arf í ræðum sínum með eft-
irtektarverðum hætti. Úlfur skrifaði
frumsamið efni, gaf út smásagnasafn
og þýddi mörg verk á íslensku. Hann
var í stjórn dönsku þýðendasamtak-
anna og var með í því að efnt var til
sérstakrar kynningar á danskri þýð-
ingu á sendiherra Braga Ólafssonar.
Úlfur var sósíalisti og þjóðfrelsis-
sinni og það var hollt að eiga við
hann orðræður um pólitík. Hann
hafði oft aðra sýn sem vildi gleymast
í ys daganna. Síðast þegar við hitt-
umst töluðum við um bókmenntir og
pólitík eins og fyrir nærri hálfri öld.
Við Guðrún flytjum með þessum
línum Helgu og niðjum Úlfs öllum,
tengdadóttur og barnabörnum sam-
úðarkveðjur og ég þakka fyrir langa
samfylgd.
Svavar Gestsson.
Úlfur Hjörvar
Fleiri minningargreinar
um Úlf Hjörvar bíða birtingar.