Morgunblaðið - 21.11.2008, Qupperneq 38
38 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008
FYRR á þessu ári greindi Dimitri,
sonur Vladimirs Nabokovs, frá því
að hann hefði í hyggju að gefa út
ófullgerða skáld-
sögu föður síns,
þá síðustu sem
hann vann að.
Skáldsöguna, The
Original of Laura
skrifaði Nabokov
á dánarbeði sín-
um á 138 spjöld,
en tókst þó ekki
að ljúka henni.
Rétt fyrir andlát-
ið tók hann síðan
loforð af Veru konu sinni um að hún
myndi brenna handritið. Vera gat þó
aldrei fengið sig til að standa við
þetta loforð.
Verkið með þeim mikilvægustu
að mati Nabokovs sjálfs
Í breska blaðinu The Independent
kom fram í vikunni að Dimitri hefði
verið eftirlátið að taka af skarið um
málið er móðir hans lést. Ákvörðun
hans liggur nú fyrir og rakti hann
forsendur hennar í samtali við BBC:
„Faðir minn sagði mér hverjar af
bókum sínum hann teldi mikilvæg-
astar. Hann nefndi „Lauru“ sem
eina þeirra. Maður nefnir ekki bók
sem maður ætlar sér að eyðileggja.
Hann hefði brugðist við á yfirveg-
aðri og minna dramatískan hátt ef
hann hefði ekki verið að horfast í
augu við dauðann. Hann hefði
örugglega ekki viljað eyðileggja
verkið. Hann hefði lokið við það.“
Dimitri Nabokov er jafnframt
einn örfárra sem barið hafa verkið
augum, en lítið hefur fengist upp
gefið um efni þess þar til nú. Að-
alsöguhetjan heitir Philip Wild og er
lýst sem afburðavel gefnum, en lík-
amlega lítt aðlaðandi menntamanni.
Eiginkona hans, Flora, er honum
ótrú og ákaflega lauslát, en Wild
giftist henni þar sem hún líkist
æskuástinni hans. Í bókinni, sem að
sögn Dimitri er bæði myrk og leik-
andi í senn, daðrar þessi að-
alsöguhetja við sjálfmorðshugleið-
ingar.
Því hefur verið haldið fram að í
þessari sögu séu til staðar mörg
þemu Lolitu, hins umdeilda verks
Nabokovs, þar sem sögumaðurinn
Humbert Humbert girnist stúlku á
barnsaldri. Getgátur hafa jafnframt
verið uppi um að þetta ófullgerða
verk höfundarins sé mun opinskárra
á kynferðislegan hátt en Lolita, sem
hugsanlega sé ástæðan fyrir því að
Nabokov vildi ekki að það yrði gefið
út ófullgert.
Nabokov
kemur út
Verkið þó ófullgert
Vladimir
Nabokov
MARGIR hafa viljað heiðra
Jón Ásgeirsson, tónskáld, í til-
efni af áttræðisafmæli hans á
árinu. Nú er komið að Sar-
das-strengjakvartettinum sem
mun halda tónleika í Norræna
húsinu á sunnudag í röðinni
15:15. Fluttur verður 2.
strengjakvartett Jóns ásamt
strengjakvartett Beethovens
nr. 15. í a-moll, op. 132 og
hefst leikurinn að sjálfsögðu kl. 15.15.
Jón hefur sjálfur lýst kvartettnum sem leikinn
verður sem einskonar uppgjöri „við það sem
kalla má íslensk þjóðlög“. Lagferlið snýst mjög
um tritónus-tónbilið sem einnig er kallað tón-
skratti.
Tónlist
Sardas-kvartettinn
heiðrar Jón
Jón Ásgeirsson
LISTAMAÐURINN Ásgeir
Smári sýnir nú í Gallerí List í
Skipholti. Á sýningunni, sem
ber heitið Sjónarhorn, ber að
líta allar hliðargötur miðborg-
arinnar, að sjó frá Póst-
hússtræti upp að Snorrabraut
auk sérstæðrar myndar af Ís-
landi. En Ásgeir Smári er
þekktastur fyrir verk sín þar
sem hann málar hús og fólk og
hefur svæði 101 Reykjavík þá
oftar en ekki orðið fyrir valinu.
Ásgeir Smári stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla Íslands á árunum 1974-1978 og síðar
við listaskólann Freie Kunstschule í Stuttgart,
Þýskalandi. Sýningin stendur til 27. nóvember.
Myndlist
Sjónarhorn Ásgeirs
Smára í Gallerí List
Eitt af verkum
Ásgeirs Smára.
BÓKMENNTAVAKAN Opin
bók verður haldin í Edinborg-
arhúsinu á Ísafirði á morgun
kl. 16. Hjálmar Hjálmarsson,
leikari les upp úr bók Árna
Þórarinssonar, Sjöundi son-
urinn, Guðmundur Andri
Thorsson les úr bók sinni
Segðu mömmu að mér líði vel
og Óskar Árni Óskarsson les
úr Skuggamyndir - úr ferða-
lagi. Guðfinna M. Hreið-
arsdóttir flytur erindi um skáldkonuna Hallfríði
Eyjólfsdóttur frá Laugarbóli og les upp úr nýút-
kominni bók sinni Svanurinn minn syngur og
Finnbogi Hermannsson les úr Í húsi afa míns.
Kaffiveitingar og aðgangur er ókeypis.
Bókmenntir
Opin bók í Edin-
borgarhúsinu
Guðmundur Andri
les upp á Ísafirði.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
STEINAR í djúpinu er nýtt íslenskt
leikverk sem frumsýnt verður í kvöld,
föstudaginn 21. nóvember, í Hafn-
arfjarðarleikhúsinu. Verkið er byggt
á skáldheimi Steinars Sigurjóns-
sonar. Ekki er um að ræða leikgerð á
einu tilteknu verki eftir hann heldur
er um að ræða sjálfstætt leikhúsverk
sem sækir innblástur í allt höfund-
arverk hans og að hluta til í ævi hans
og örlög.
Rúnar Guðbrandsson semur leik-
gerðina og leikstýrir. Guðni Fransson
sér um tónlist. Leikarar í sýningunni
eru: Árni Pétur Guðjónsson, Birna
Hafstein, Björn Ingi Hilmarsson, Er-
ling Jóhannesson, Harpa Arn-
ardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Karl
Guðmundsson, Ólafur Darri Ólafs-
son, Steinunn Knútsdóttir og Tómas
Lemarques.
Kynjaheimur skáldskapar
„Ég skynja ákveðinn þroskaferil
þegar ég horfi á höfundarverk Stein-
ars,“ segir leikstjórinn, Rúnar Guð-
brandsson. „Hann byrjar á jarð-
neskum sögum um mannlíf uppi á
Skaga, heldur síðan til Reykjavíkur í
Farðu burt, skuggi þar sem hann
fjallar um listamannalíf og leggst síð-
an í andlegri ferðalög í seinni verkum
sínum.
Í sýningunni vindur fram þremur
sögum: ástarsögu, heimilisharmleik
og glæpasögu. „Þetta er mósaíkfrá-
sögn og efniviðurinn er sóttur að
stórum hluta í Blandað í svartan
dauðann og Skipin sigla. Úr Djúpinu
kemur líka mikill texti en einnig er
farið í ljóðabækurnar,“ segir Rúnar.
„Tveir náungar, Sjóni og Bugði,
eru leiðsögumenn í gegnum þennan
undraheim. Þetta er svolítið eins og
Lísa í Undralandi, þarna er skáldið
og borgarinn Steinar að þvælast í
gegnum kynjaheim eigin skáldskapar
um þorpið þar sem lúin þil lykta af
hlandi og svita. Annars er erfitt að
lýsa þessari sýningu í stuttu máli því
þar er allt margslungið og marglaga.“
Orðin leysast upp
Tónlist kemur mjög við sögu í sýn-
ingunni. „Það er ekkert einkennilegt
að tónlistin hafi þarna mikið vægi því
hún var Steinari mjög hugleikin,“
segir Rúnar. „Steinar spilaði á klarín-
ett og var með danshljómsveit uppi á
Skaga áður en hann fór að skrifa,
Sextett Steinars Sigurjónssonar.
Steinar lét svo af spilamennskunni en
var mikill tónlistarunnandi alla tíð.
Ég kynntist honum síðustu árin sem
hann lifði og man að þá var hann orð-
inn svo vandfýsinn á tónlist að það
voru einungis örfá verk sem hann
hlustaði á, aðallega strengjakvartett-
ar eftir Beethoven og svo smávegis af
Bach og Brahms.
Við sem stöndum að sýningunni
höfum stúderað tónlistarsmekk
Steinars og hvað honum var kærast
og sýningin tekur mið af því. Það er
líka mikil músík í bókunum hans
þannig að tónlist og texti er þar mjög
samofið. Í Djúpinu er fjallað um frelsi
frá orðunum í gegnum tónlistina.
Tónlistin tekur við af orðunum, orðin
verða bara tónlist og tungumálið leys-
ist upp.“
Innblástur í tónlistinni
„Þegar ég lá yfir Djúpinu á sínum
tíma uppgötvaði ég að það verk er
sónata,“ segir Rúnar. „Þannig að ég
notaði það sem eins konar leiðarvísi
fyrir mig og setti þetta efni í són-
ötuform til að ná taki á allri þeirri
óreiðu og brjálæði sem er í bókum
Steinars. Hvað form varðar fann ég
innblástur í tónlistinni. Þessi sýning
er eins konar samspil orða og tónlist-
ar og ég held að það sé einmitt mjög
við hæfi þegar Steinar á í hlut.“
Skáldheimur Steinars
Leikverkið Steinar í djúpinu frumsýnt í kvöld í Hafnarfjarðarleikhúsinu
Það er byggt á skáldheimi Steinars Sigurjónssonar og tónlist hefur mikið vægi
Morgunblaðið/Valdís Thor
Leikstjórinn „Annars er erfitt að lýsa þessari sýningu í stuttu máli því þar
er allt margslungið og marglaga,“ segir Rúnar Guðbrandsson.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
MAFÍÓSUR? Nei, þær eru raunverulega „sopr-
anos“ konurnar þrjár sem skipa samnefnt söng-
tríó; Hörn Hrafnsdóttir, Margrét Grétarsdóttir og
Svana Berglind Karlsdóttir. Þær efna til tvennra
tónleika þessa dagana; í Salnum á föstudagskvöld
kl. 20, og í Þorlákshöfn í tónleikaröðinni Tónar
við hafið á sunnudagskvöld kl. 20.
„Við ætlum að hafa þetta ofboðslega skemmti-
legt,“ segir Hörn. „Við syngjum hver eina aríu,
verðum með söngleikjatónlist, verðum með hatta
og ætlum í fullri alvöru að sprella og grínast.“
Eitt af þeim lögum sem Sopranos syngja er
smellurinn um dívuna, söngkonuna sem er þokka-
dís og hefur bókstaflega allt til brunns að bera –
nema söngröddina. „Stundum syngur hún mjög
falska tóna,“ segir Hörn og hlær, og ítrekar að
dagskráin verði vönduð og vel unnin, en með léttu
og kátu yfirbragði. „Við verðum kannski yf-
irdrifnar á köflum, verðum með hatta og fjaðrir.
Við viljum fyrst og fremst að fólk skemmti sér.“
Sopranos hafa starfað saman í fjögur ár; Hörn
segir að þær hafi oftast haldið eina stóra tónleika
á ári, en tekið svo að sér að syngja við sérstök
tækifæri. „Annars höfum við átt mjög annríkt á
þessu ári, Margrét eignaðist barn, ég var í New
York, þar sem ég vann í keppni, og Svana hefur
verið upptekin af ástinni,“ segir Hörn hlæjandi.
Allar eru þær vel menntaðar söngkonur og
Hörn segir raddir þeirra mjög ólíkar, en blandist
vel; sjálf er hún eini messósópraninn í hópnum.
Meðleikari þeirra er Antonia Hevesi.
Díva syngur falska tóna
Morgunblaðið/Golli
Sopranos Vilja að fólk skemmti sér á tónleikum þeirra. Hér eru þær með Antoniu Hevesi.
Sopranos sprella og syngja aríur og söngleikjamúsík
Steinar Sigurjónsson fæddist hinn
9. mars árið 1928 á Hellissandi.
Hann fluttist ungur til Akraness og
ólst þar upp. Steinar lærði prent-
iðn við Hrappseyjarprent og Prent-
verk Akraness og lauk prófi sem
prentari frá Iðnskólanum á Akra-
nesi árið 1950.
Fyrsta bók Steinars, smásagna-
safnið Hér erum við, kom út árið
1955. Af helstu verkum hans má
nefna Ástarsögu (1958), Blandað í
svartan dauðann (1967), Farðu
burt skuggi (1971), Djúpið (1974)
og Kjallarann (1991). Steinar skrif-
aði einnig fjölmörg leikrit og ein-
þáttunga.
Hann skrifaði verk sín ekki að-
eins í eigin nafni heldur einnig
undir dulnefnunum Steinar á
Sandi, Sjóni Sands og Bugði
Beygluson.
Hann andaðist í Hollandi 2.
október árið 1992.
Steinar Sigurjónsson
„Ég man bara að ég
var 17 ára þegar ég
flutti það, og ég verð 27 ára
þegar þetta gerist.“40
»