Morgunblaðið - 21.11.2008, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 21.11.2008, Qupperneq 40
40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2008  Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice er staddur hér á landi um þessar mundir, en kappinn er orð- inn hinn mesti Íslandsvinur. Rice, sem hefur meðal annars sést spóka sig í miðborg Reykjavíkur, hefur haldið fjölmarga tónleika hér á landi á undanförnum árum, síðast á Bræðslunni á Borgarfirði eystra í júlí. Írinn mun þó ekki ætla sér að halda tónleika hér á landi að þessu sinni heldur ætlar hann þvert á móti að njóta íslenskrar tónlistar og skella sér á tónleika Sigur Rósar í Laugardalshöllinni á sunnudags- kvöldið. Ekki er von á öðru en hann muni skemmta sér vel á tónleik- unum, enda von á sannkallaðri flug- eldasýningu. Íslandsvinurinn Rice skellir sér á Sigur Rós Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ er skammt stórra högga á milli hjá spútnik- sveitinni Hjaltalín. Eftir að hafa dáleitt grunnskóla landsins með glæsilegri innkomu á nýliðinni Skrekk- keppni fékk sveitin upphringingu frá nýbylgjurokk- sveitinni Cold War Kids með boði um að hita upp fyrir sveitina á Evróputúr. Cold War Kids er ein af þessum bubblandi heitu sveitum sem tíðrætt er um í indíheimum og er við það að fara að leggja heiminn að fótum sér með annarri breiðskífu sinni sem út kom fyrir stuttu. „Þetta gerðist svakalega hratt,“ segir Högni Egilsson, söngvari og gítarleikari Hjaltalín. „Einhver sveit sem átti að hita upp forfallaðist víst og við fljúgum því út í fyrramálið og spilum á átta tónleikunum í Ítalíu, Frakklandi og Spáni. Fyrst var útlit fyrir að við gætum þetta ekki, fólk er í skóla o.s.frv. En svo lögðum við hausinn í bleyti og ákváðum að senda „diet“ útgáfu af sveitinni út. Við verðum bara fjögur; gítar, bassi, trommur og fagott. Við förum svo aftur út í janúar en til annarra Evrópusvæða og því hentaði það mjög vel að heimsækja suðrið og boða fagnaðarerindið þar.“ Högni segir að þau muni keyra um í bílaleigubíl og fara eins sparlega og kostur er. „Þetta gengur síðan upp ef við náum að selja nægilega mik- ið af plötum á tónleikunum. Svo þarf bara að halda vel utan um matarbudduna. Spurning um að taka þýska stílinn á þetta og troða rúnnstykkjum í vasann eftir morgunmatinn!“ Hjaltalín hitar upp fyrir Cold War Kids  Segja má að nýr kafli í skemmt- analífi Reykjavíkur hefjist í kvöld þegar skemmtistaðurinn Club 101 verður opnaður. Staðurinn er til húsa í sama húsi og tónleikastað- urinn sálugi Organ var áður í Hafn- arstrætinu. Club 101 verður eingöngu opinn um helgar, föstudags- og laug- ardagskvöld, frá kl. 22 til 05.30. Á aðalhæð staðarins er stórt dansgólf og salur þar sem þjónað verður til borðs. Á neðri hæðinni er hins veg- ar einkaherbergi fyrir fastagesti staðarins. Áður en langt um líður er svo stefnt að því að opna aðra hæð hússins, og verður staðurinn þá á þremur hæðum. Club 101 leggur áherslu á mikið úrval hanastéla, en tónlistin verður að mestu elektrónísk og í léttari kantinum. Það eru engir aukvisar sem reka staðinn, en þar fara fremstir í flokki þeir Loftur Loftsson og Gunnar Már Þráinsson sem báðir tóku þátt í rekstri Café Olivers þeg- ar staðurinn var upp á sitt allra besta. Opnunarhóf Club 101 verður í kvöld og hefst það kl. 21. Nýr skemmtistaður opnaður í Reykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG skipti bara einu sinni um kjól. En mér fannst þess þurfa, þeir voru svo flottir í búðinni að það var ekki hægt að gera upp á milli þeirra,“ segir söng- og leik- konan Halla Vilhjálmsdóttir sem vakti töluverða athygli sem kynnir Edduverðlaunanna á sunnudags- kvöldið, enda stórglæsileg. „Allt sem ég var í var íslenskt, kjólarnir úr Elm design og skartgripirnir frá Hendrikku Waage. Þetta var líka svona smá „antí-kreppu- statement“. Maður þarf ekki að vera í strigapoka bara af því að það er kreppa,“ segir Halla og hlær. Framleiddi Mamma Mia! Halla, sem býr í London, kom sérstaklega til landsins til að vera kynnir á Eddunni, en einnig til að taka sér kærkomið frí. Það hefur nefnilega verið nóg að gera hjá henni að undanförnu, en tökum á stórmyndinni Ghost Machine, sem hún leikur eitt aðalhlutverkið í, lauk fyrir skömmu. „Þetta gekk rosalega vel, en tók ekkert smá á, bæði líkamlega og andlega,“ segir Halla sem fer með hlutverk eins- konar afturgöngu í myndinni. Stórir aðilar koma að gerð Ghost Machine, og nægir að nefna framleiðandann Mark Huffam sem var einn framleiðenda hinnar ótrú- lega vinsælu Abba-myndar Mamma Mia! Það er því ljóst að um gríðarlegt tækifæri fyrir Höllu er að ræða. „Maður vonar það allavega, enda er liðið sem kemur að þessari mynd svakalegt. En kannski skiptir það engu máli, það getur alltaf farið svo að myndin hverfi í fjöldann. Þetta fer allt eft- ir markaðs- og tímasetningu. En vonandi leiðir þetta til fleiri verk- efna á þessu sviði fyrir mig.“ Ghost Machine verður frumsýnd í Bretlandi strax í febrúar, en áð- ur en að því kemur mun Halla láta að sér kveða á öðru sviði – nefni- lega í undankeppni Evróvisjón sem fram fer í janúar. Þar mun Halla syngja lag eftir Trausta Bjarnason. „Hann samdi meðal annars uppáhalds íslenska lagið mitt, „Andvaka“ sem hún Guðrún Árný söng í hittifyrra,“ segir Halla sem samdi sjálf textann við lagið, sem heitir „Roses“. „Þetta er mjög persónulegur texti, og mér fannst að ég yrði að fylgja honum eftir. Ég get nefni- lega ekki hugsað mér að nokkur annar syngi textann minn.“ Án skuldbindinga Halla hefur nokkrum sinnum verið beðin um að syngja í und- ankeppninni á undanförnum árum, en alltaf neitað. Hún söng síðast í keppninni fyrir tíu árum, þegar hún söng lag Sverris Stormskers, „Sta sta stam“. „Ég man bara að ég var 17 ára þegar ég flutti það, og ég verð 27 ára þegar þetta gerist,“ segir hún. En heldurðu að þú vinnir þetta ekki bara núna, og verðir fulltrúi Íslands í Rússlandi? „Það væri nú gaman, fyrst mað- ur er að þessu á annað borð. En það kemur í ljós, við erum rétt að byrja að pæla í hvernig við gerum þetta.“ Halla fer heim til London í dag, en segist þó ekki alveg vita hvað tekur við hjá henni. „Ég er að taka einhvern hippa á þetta. Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég er gjörsamlega án allra skuldbindinga,“ segir Halla og bætir því við að hún hafi fengið nógu vel borgað fyrir hlutverk sitt í Ghost Machine til þess að taka lífinu með ró – að minnsta kosti um stundarsakir. Halla Vilhjálms í Evróvisjón  Söng síðast í keppninni fyrir tíu árum  Vonast til að hlutverk í stórmyndinni Ghost Machine verði til þess að vekja athygli á henni í kvikmyndaheiminum Morgunblaðið/Golli Á framabraut Halla Vilhjálmsdóttir mun láta að sér kveða í Evróvisjón söngvakeppninni hér heima og flytja lag með texta sem hún samdi sjálf. Lýstu eigin útliti. Ég vil vera hávaxin en er það ekki, dökkskollitað hár, græn augu og stórt nef. Hvaðan ertu? Hundraðogeinum Reykja- vík. Vestrið eina í Borgarleikhúsinu – er það eitthvað? (spyr síðasti aðalsmaður, Björn Thors leikari) Tja systir mín er allavega búin að sjá það. Henni fannst það mjög flott og hún er með mjög há- an standard, enda oft á leiksýningum. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfa þig? Að ég get ekki staðið á höndum og látið mig detta aftur á bak á fim- leikahesti. Helstu áhugamál? Í fyrsta lagi ball- ettinn, harpan og skátarnir og svo þykir mér al- veg afskaplega gaman að borða góðan mat. Styðurðu ríkisstjórnina? Það hefur nú alveg vel komið fram að hún stendur sig ekki en það sem hún vinnur við er að sjálfsögðu að gera sitt besta til að við séum sátt. Hver ber ábyrgð á kreppunni? Átti þetta ekki að vera á léttu nótunum? Var skrekkur í þér fyrir Skrekk? Já, það fylgir bara. Ertu hetja í skólanum þessa dagana? Í Austur- bæjarskóla eru einungis hetjur! Dansarðu til að gleyma? Ég dansa vegna þess að mér þykir það gaman. Í hvaða menntaskóla ætlar þú? Mig langar í Menntaskólann við Hamrahlíð. Hvaða plötu hlustar þú mest á þessa dagana? Hang on með Motion Boys. Hvaða bók lastu síðast? Ég las Grettissögu mér til gamans. Uppáhaldskvikmynd? Mary Poppins. Hvenær varstu hamingjusömust? Síðasti þriðju- dagur stendur klárlega upp úr. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Fæst fer í taug- arnar á mér en tölvan mín gleður mig sjaldnast. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Dansinn heillar mig mest. Hver yrði titillinn á kvikmynd um ævi þína? Supe- rorganized Movements. Hver myndi leika þig í myndinni? Julie Andrews. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Ef þú ætt- ir Íslandsmet í einhverju, í hverju væri það þá? Morgunblaðið/Golli Naumt Högni og félagar í Hjaltalín hafa verið lóðsaðir í Evróputúr með engum fyrirvara. VIKTORÍA SIGURÐARDÓTTIR AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER FIMMTÁN ÁRA GAMALL NEMANDI Í TÍUNDA BEKK Í AUSTURBÆJARSKÓLA SEM FÓR FYRIR HÓPNUM SEM BAR SIGUR ÚR BÝTUM Í SKREKK, HÆFILEIKAKEPPNI GRUNNSKÓLANNA, Á ÞRIÐJUDAGINN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.