Morgunblaðið - 22.11.2008, Side 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
UM 550 börn hafa verið ættleidd
hingað til lands á þeim 30 árum sem
liðin eru frá því að félagið Íslensk
ættleiðing (ÍÆ) var stofnað. Í dag er
síðasti dagur samnorrænnar ættleið-
ingarviku.
ÍÆ á upphaf sitt að rekja til stofn-
un ættleiðingarfélagsins Ísland-
Kórea í janúar árið 1978. Að því stóðu
kjörforeldrar sem höfðu ættleitt börn
frá S-Kóreu í gegnum Norðmenn, að
því er fram kemur í grein Ingibjargar
Birgisdóttur sem birtist í afmælisriti
félagsins. „Ættleiðingar eru auðvitað
miklu eldri og hafa fylgt mannkyninu
í gegnum tíðina og t.d. voru börn ætt-
leidd hingað til lands upp úr stríðinu
frá Þýskalandi og víðar,“ segir Ingi-
björg Jónsdóttir, formaður ÍÆ, í
samtali við Morgunblaðið. „En á
þessu 30 ára tímabili er þetta orðinn
drjúgur hópur sem er aftur farinn að
eignast eigin börn þannig að þetta
heldur bara áfram.“
Kjörforeldrar í framlínu
Yfirvöld í S-Kóreu lokuðu fyrir
ættleiðingar þaðan í kjölfar þess að
þau uppgötvuðu að Ísland væri ekki
hluti Noregs svo árið 1981 var nafni
félagsins breytt í Íslensk ættleiðing,
sem hóf þá að leita sambanda á nýj-
um stöðum. Árið 1983 rann ættleið-
ingarfélagið Ísland-Guatemala svo
saman við ÍÆ.
Framan af barðist félagið í bökkum
en opnaði skrifstofu 1988 og rak hana
á félagsgjöldum en flest störf voru
unnin í sjálfboðavinnu. Frá 1993 hef-
ur það fengið opinberan styrk árlega
og er í dag með tvo starfsmenn á
skrifstofunni. Árið 1995 fengu kjör-
foreldrar sama rétt til fæðingarorlofs
og aðrir og árið 2006 var samþykkt
með lögum að veita íslenskum kjör-
foreldrum ættleiðingarstyrk, líkt og
flestir kjörforeldrar á Norðurlönd-
unum fá greiddan. Þá má nefna end-
urskoðun ættleiðingarlaga árið 2000.
„Frá lagalegu sjónarmiði eru ætt-
leidd börn í dag alveg jafn rétthá og
önnur,“ útskýrir formaðurinn Ingi-
björg og bætir við að kjörforeldrar
sjálfir hafi verið í framlínu barátt-
unnar í öll þessi ár. „Það var líka mik-
ill sigur þegar fæðingarstyrkurinn
var samþykktur. Samt sem áður fell-
ur heilmikill kostnaður á fjölskyld-
urnar, að ég tali nú ekki um núna
þegar erlend mynt rýkur upp í verði.“
Helstu samstarfslönd ÍÆ í gegn-
um tíðina hafa verið S-Kórea, Guate-
mala, Indónesía, Srí Lanka, Tyrkland
og Líbanon fyrir utan núverandi sam-
starfsríki sem eru Kólumbía, Tékk-
land, Indland og Kína. Í dag koma
flest börn frá Kína, þótt hægt hafi á
ættleiðingum þaðan. Samstarfið við
Indland hefur staðið yfir í 20 ár og
alltaf við sama barnaheimilið.
Ingibjörg segir fjölskyldur ætt-
leiddra barna duglegar að halda hóp-
inn. ÍÆ stendur fyrir miklu félags-
starfi og segir Ingibjörg uppá-
komurnar skipta börnin miklu máli.
„Þeim finnst gaman að hitta aðra
krakka í sömu stöðu og vera þá ekki
barnið sem dregur sig úr heldur
barnið sem er í meirihluta.“ Í dag er
ÍÆ með opnið hús og hvetur Ingi-
björg fólk til að kíkja í kaffi, ekki síst
þá sem bíða eftir ættleiðingu.
Fögnuður Það var kátt á hjalla í afmælisveislu Íslenskrar ættleiðingar í febrúar en þá fögnuðu 500 manns tímamótunum.
Eiga biðina sameiginlega
Opið hús ÍÆ verður á skrifstofu
samtakanna í Ármúla 36, milli kl.
14 og 17 í dag.
Þrjátíu ár eru síðan
sérstakt félag um
ættleiðingar
barna hingað til
lands var stofnað
» „Þeim finnst gamanað hitta aðra krakka í
sömu stöðu og vera þá
ekki barnið sem dregur
sig úr heldur barnið sem
er í meirihluta.“
„ÉG fór ekkert að velta þessu mikið
fyrir mér fyrr en ég eignaðist sjálf
barn, 22 ára að aldri. Þegar ég sá
hvað stelpan mín var búin að mynda
mikil tengsl við okkur foreldrana
og fólkið okkar sjö og hálfs mán-
aðar fór ég að rifja upp að ég var
einmitt svo gömul þegar ég kom frá
Suður-Kóreu til Íslands.“
Þetta segir Aðalbjörg Hermanns-
dóttir sem í október 1974 kom með
foreldrum sínum til Egilsstaða.
Fram að því hafði hún verið á
barnaheimilinu Holt í Seoul frá því
hún fæddist í febrúar, að því er talið
er í hafnarborginni Pusan. Síðan
hefur hún búið fyrir austan, fyrir
utan árin þrjú sem hún stundaði
nám í Reykjavík.
Aðalbjörg segist alla tíð hafa vit-
að um uppruna sinn enda hafi for-
eldrar hennar rætt opinskátt við
hana um að hún ætti blóðforeldra
annars staðar og hvernig hún hefði
komist ein til Íslands. Hún segist
vissulega hafa fengið athygli í
æsku. „En einungis jákvæða og allt-
af verið mjög vel tekið í skóla og
hér í bænum. Ég fékk aldrei neitt
neikvætt á mig fyrir að vera ekki
fædd hérna þannig að ég upplifði
mig aldrei sérstaklega öðruvísi. Og
það eru kannski forréttindin í því
að hafa verið alin upp á litlum stað.“
Hún segist þó geta ímyndað sér
að ættleidd börn velti því helst fyrir
sér að þau séu öðruvísi í útliti en
flestir, enda fái þau bæði jákvæða
og neikvæða athygli út á það.
Eyja í Noregi
Vissulega er langur vegur frá
Suður-Kóreu til Íslands, að maður
tali nú ekki um til Egilsstaða. Aðal-
björg segist þó lítið hafa velt því
fyrir sér hvers vegna hún lenti ein-
mitt þar. „Mamma og pabbi bjuggu
einfaldlega hér. Hins vegar átti ég
að fara til Noregs því stjórnvöld í
Suður-Kóreu héldu að Ísland væri
eyja út frá Noregi. Þannig var það
eiginlega tilviljun og í raun pínulítil
mistök sem urðu til þess að ég kom
hingað.“
Framan af aldri var Aðalbjörg
eina ættleidda barnið sem hún vissi
um á Austurlandi en þegar hún var
sjö ára eignaðist hún bróður, sem
ættleiddur var frá Indónesíu en
þaðan komu einnig fleiri börn á
Austfirði um svipað leyti. „For-
eldrar mínir voru duglegir við að
fara á uppákomur þar sem fjöl-
skyldur ættleiddra barna hittust.“
Ólíkar sögur
Aðalbjörg lærði viðskiptafræði
við Háskólann í Reykjavík og í loka-
verkefninu sínu þaðan valdi hún að
skrifa um reynslu ættleiddra Ís-
lendinga á vinnumarkaði, ásamt
skólasystur sinni Völu Hrund Jóns-
dóttur. „Við töluðum við 20 ætt-
leidda einstaklinga frá Indónesíu og
Suður-Kóreu og yfir heildina höfðu
flestir góða reynslu af vinnumark-
aði. Við tókum skólann inn þetta
líka og í helmingstilfellum var
reynsla þaðan mjög góð, en síst hjá
þeim sem voru aldir upp á höf-
uðborgarsvæðinu. Þeir úti á landi
virtust vera í meiri nálægð við sam-
félagið og upplifðu meiri sam-
kennd.“
Í viðtölunum kom fram að stór
hluti fólksins hafði upplifað að vera
tekið sem innflytjendum. „Raunar
fannst mér svolítið skína í gegn að
þeim þætti nóg komið af innflytj-
endum því þeim fannst fordómarnir
hafa aukist eftir að þeim fjölgaði á
Íslandi.“
Hún segist þó ekki hafa fundið
fyrir þessu á eigin skinni og undir-
strikar að almennt hafi viðmælend-
urnir látið mjög vel af sér. „Ég hef
þessa sögu að segja en ég veit líka
að sögur annarra geta verið allt
öðruvísi. Upplifunin er mjög ein-
staklingsbundin.“
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Forréttindi Aðalbjörg Hermannsdóttir segir það hafa verið forréttindi að
alast upp á litlum stað, eins og Egilsstöðum.
Á Íslandi fyrir tilviljun
ný
ki
lj
u-
pr
en
tu
n
ko
mi
n
Dramatísk uppvaxtarsaga lista-
konunnar karitas eftir kristínu
marju baldursdót tur er
loksins fáanleg að nýju.
„... ekki aðeins vel skrifuð saga af lífi
listakonu á síðustu öld – hún á erindi
við samtímann. ... Og hún er mögnuð.“
melkork a ósk arsdót tir, frét tablaðið
„... örlög sem fanga lesandann með
þeim hætti að erfitt er að leggja bókina
frá sér fyrr en að lestrinum loknum.“
fríða björk ingvarsdót tir, morgunblaðið
örlagasaga