Morgunblaðið - 22.11.2008, Síða 16

Morgunblaðið - 22.11.2008, Síða 16
16 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Engin leynd Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra mælti í gær fyrir frum- varpi um stofn- um embættis sérstaks sak- sóknara, sem á að rannsaka grun um refsi- verða háttsemi í tengslum við bankahrunið. Í umræðum lagði Björn áherslu á mikilvægi slíkrar rannsóknar og að fólk verði ekki leynt neinu. Hugtök eins og þagn- arskylda og bankaleynd ættu að heyra sögunni til þegar jafn miklir hagsmunir eru í húfi og nú. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyr- ir að uppljóstrarar geti átt mögu- leika á að vera ekki sóttir til saka. 5 þúsund bílar burt Fjármálaráð- herra hefur lagt fram frumvarp sem á að ein- falda útflutning á notuðum bílum. Heimilt verður að endurgreiða vörugjald og virðisaukaskatt af afskráðum ökutækjum sem flutt eru úr landi fram til 1. apríl nk. Áætlað er að breytingin kosti ríkissjóð 1,5-2 milljarða króna og að í kringum 5 þúsund bílar verði fluttir á brott. Skattaúttekt Vinstri græn hafa óskað eftir út- tekt á því hvaða áhrif skuldbind- ingar gagnvart Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum komi til með að hafa á skattbyrði landsmanna til fram- tíðar. Óska VG eftir því að efna- hags- og skattanefnd Alþingis taki málið til skoðunar. ÞETTA HELST … Björn Bjarnason Árni M. Mathiesen „VINNAN geng- ur ekki neitt,“ segir Jón Bjarnason, fulltrúi VG í fjár- laganefnd, um störf nefndar- innar og segir erfitt að vinna að fjárlögunum þeg- ar engin þjóð- hagsspá liggi fyrir. Sú sem lögð hafi verið fram í haust sé máttlaust plagg og nú þurfi að bíða fyrirmæla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þá gagnrýnir Jón að fjáraukalaga- frumvarp fyrir þetta ár sé ekki komið fram. Unnið í þremur hópum Upphaflega var áætlað að fjárlög yrðu tekin til annarrar umræðu í næstu viku en ljóst er að það næst ekki. Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, segir að lögum samkvæmt eigi þriðja og síðasta umræða um fjárlög að fara fram 15. desember. „Það þýðir að mínu mati að önnur umræða verður að fara fram í síðasta lagi 8. desember og við miðum við það,“ segir Gunn- ar og útskýrir að fjárlaganefnd verði skipt upp í þrjá hópa næstu vikur, í góðu samráði við stjórn- arandstöðu. „Annars vegar verður fundað með ráðuneytunum og hins vegar með þeim hundruðum aðila sem sótt hafa um styrki fyrir næsta ár,“ segir Gunnar. halla@mbl.is Gengur ekki neitt Strangir dagar hjá fjárlaganefnd Jón Bjarnason ÞINGBRÉF Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Þ essa dagana er talað um stofnun nýrra stjórn- málaflokka í hverju horni. Vitanlega eru orð- in oft stærri en gerð- irnar en engu að síður virðist ákveðin lýðræðisvakning eiga sér stað í sam- félaginu. Fólk sem áður lét sig engu skipta hverjir fóru með völd í landinu fylgist nú gaumgæfilega með stjórn- málum. Eitt af framboðunum sem rætt er um er stofnun Kvennalista. Ætla má að orðrómurinn einn verði til þess að allir slái sig til jafnréttisriddara. Það hlýtur því að vera óþægilegt fyrir femíníska flokkinn VG og jafn- réttissinna Samfylkingarinnar að Framsóknarflokkurinn sé smám saman að breytast í kvennalista! Karlar í efstu sætum fóru út af þingi og þá komu inn konurnar sem voru neðar á listum og nú er Fram- sókn eini flokkurinn með konur í meirihluta þingmanna. Flokkar í endurmótun Á meðan nýjar stjórnmálahreyf- ingar eru ræddar við hin ólíklegustu eldhúsborð eru uppi deilur innan allra þingflokka um menn og málefni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað landsfund í janúar og mögulega stefnubreytingu í Evrópumálum. Litlar líkur eru þó á því að þar verði breytingar á forystunni, enda fyr- irvarinn lítill og slík átök væru flokknum of erfið. Í Framsóknarflokknum hafa þeg- ar orðið formannsskipti en ætla má að barist verði um formannssætið á landsfundi flokksins í janúar. Frjálslyndi flokkurinn er ótrúlega klofinn miðað við stærð og það er nánast hægt að fullyrða að á honum verði breytingar áður en langt um líður. Innan Samfylkingarinnar er nokkur kergja og efasemdir um stjórnarsamstarfið. Vinstri græn skoða afstöðu sína til Evrópusambandsins og því er jafn- vel velt upp hvort ný forysta eigi að leiða flokkinn í næstu kosningum, hvenær sem þær nú verða. Einhvern veginn virðast margir komnir í kosningagírinn þó að kosn- ingar séu ekki á dagskrá fyrr en árið 2011. Harla ólíklegt er að vantrausts- tillaga stjórnarandstöðuflokkanna verði samþykkt. Til þess þyrfti of marga liðhlaupa. Forsætisráðherra getur rofið þing, þó að deilt hafi verið um þá heimild, en að öðru leyti kæmi ekki til þingrofs nema stjórnarsam- starfinu væri slitið, án þess að ný rík- isstjórn væri til taks. Það hentar Sjálfstæðisflokknum illa að gengið verði fljótlega til kosn- inga en innan Samfylkingar eru raddir sem vilja kosningar. Verði niðurstaða Sjálfstæðisflokksins gagnvart Evrópusambandinu já- kvæð má hins vegar ætla að Sam- fylkingin vilji halda í samstarfið þar til ákvörðun um aðildarumsókn hefur verið tekin. Ekki benda á mig Nú er annars hafinn skemmtilegur leikur í samfélaginu sem heitir „Ekki benda á mig“. Davíð Oddsson kennir Fjármálaeftirlitinu og ríkisstjórninni um bankahrunið, Geir H. Haarde bendir á bankana, gömlu bankastjór- arnir benda á eftirlitsstofnanir og svo grunlausan almenning sem tók þátt í fjörinu og Björgvin G. Sigurðs- son sagði á þingi í gær að ástæðurnar væru m.a. þær að Ísland hefði ekki tekið fullan þátt í Evrópusamband- inu. Samt á ekki að leita að sökudólg- um. Með öðrum orðum: Ekki leita að sökudólgum, a.m.k ekki heima hjá mér! Stjórnmálin við eldhúsborðið KRISTINN H. Gunnarsson, þing- maður Frjálslyndra, hefur lagt fram fyrirspurn til ráðherra um skuldir sjávarútvegsfyrirtækja við nýju ríkisbankana, sundurliðað eftir bönkum. Vill Kristinn einnig vita hversu mikið af þeim er til- komið vegna kaupa á fiskveiði- heimildum og hver séu helstu veð til tryggingar. Þá spyr hann hver séu helstu veð til tryggingar fyrir skuldunum. SJÖ þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna far- artækja. Frumvarpið er nú lagt fram í níunda sinn en hefur aldrei fengist útrætt. Markmiðið er m.a. að gera allt íslenskt yfirráðasvæði kjarn- orkuvopnalaust og draga úr hætt- unni á kjarnorkuóhöppum. Hvað skuldar sjávarútvegurinn? Engin kjarnorkuvopn Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is EKKI er rétt að sameina ríkisbankana þrjá, að mati Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra. „Þótt bankarnir séu í eigu ríkisins eru þeir þrjár einingar í samkeppnislegu tilliti,“ sagði Björgvin í utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær og vakti athygli á því að Sam- keppniseftirlitið hefði lagst gegn sameiningu Lands- banka og Búnaðarbanka fyrir átta árum. Hann myndi því ekki stuðla að slíkum samruna nema í tengslum við aðrar breytingar síðar sem tryggja virka samkeppni. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, var málshefjandi í umræðunum og þótti henni stefna stjórn- valda varðandi framtíð bankanna óljós. M.a. virtist ekki eiga að gera þrotabú þeirra upp heldur halda rekstrinum áfram í allt að tvö ár. Sömu kröfur og til annarra opinberra fyrirtækja „Efnahagsreikningar þeirra voru birtir um síðustu helgi og þeir vekja vægast sagt spurningar um getu bankanna til að sinna samfélagslegum skyldum sínum,“ sagði Álfheiður og varaði við því að bankarnir yrðu einkavæddir með hraði. Hins vegar væri nauðsynlegt að setja skýran lagaramma um starfsemi þeirra og gera kröfur eins og til annarra opinberra fyrirtækja. Björgvin greindi frá því að hann hygðist skipa nefnd um heildarendurskoðun á lögum á fjármálamarkaði og taldi jafnframt rétt að skoða það í fullri alvöru hvort er- lendir aðilar ættu að koma að bönkunum. Samkeppni ekki sameining Morgunblaðið/Golli Hvíslast á Ekki er víst að umræðuefni flokkssystranna úr Framsókn, Sivjar Friðleifsdóttur og Valgerðar Sverr- isdóttur, hafi snúist um bankamál þegar þær stungu saman nefjum á Alþingi.  Viðskiptaráðherra segir ekki rétt að sameina ríkisbankana  Álfheiður Ingadóttir kallar eftir framtíðarstefnu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.