Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 17
Fréttir 17INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 MÓTMÆLAFUNDIR verða í Reykjavík og á Akureyri í dag. Á Austurvelli mun Lúðrasveit Ís- lands leika ættjarðarlög og Hjalti Rögnvaldsson, leikari, lesa baráttu- ljóð. Ræðumenn verða Sindri Við- arsson, sagnfræðinemi, Katrín Oddsdóttir, laganemi og Gerður Pálma, atvinnurekandi. Fundar- stjóri er Hörður Torfason. Á Akureyri verður mótmæla- ganga kl. 15.00 frá Samkomuhús- inu á Ráðhústorg. Þar taka til máls Edward Hujbens, Björn Þorláks- son, Þorvaldur Örn Davíðsson o.fl. Morgunblaðið/Ómar Mótmælafundir verða á morgun Mótmælafundir HJÁLPARSTOFNANIR telja ljóst að þeir muni skipta þúsundum hér á landi sem þarfnast stuðnings fyrir jólin. Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild RKÍ munu sam- einast um jólaaðstoð í ár. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast og skila hjá Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur, Hátúni 12, 25. nóvember, 2. og 9. desember kl. 10:00-14:00. Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar: Háaleitisbraut 66, 2, 3., 4., 9. og 10. desember kl. 11:00- 12:00 og kl. 14:00-16:00. Úthlutun verður í húsnæði Straums fjárfestingarbanka í Borg- artúni 25 og hefst 16. desember. Sameinast um jólaaðstoðina RÍKISSTJÓRN Íslands og alþing- ismönnum er boðið sérstaklega á opinn borgarafund í Háskólabíói kl. 20.00 á mánudagskvöld. Þar verða frummælendur Þor- valdur Gylfason hagfræðingur, Silja Bára Ómarsdóttir alþjóða- stjórnmálafræðingur, Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri og Margrét Pétursdóttir verkakona. Ríkisstjórn og þingi boðið í bíó FRESTUR lántakenda til að óska eftir greiðslujöfnun fasteignaveð- lána sinna fyrir desember nk. renn- ur út á miðvikudag nk. Þurfa þeir að skila umsókn um það til þeirra lánastofnana sem þeir eiga í við- skiptum við. Eftir næstu mánaða- mót þarf beiðni að berast eigi síðar en 11 dögum fyrir gjalddaga. Greiðslujöfnun VEFRITIÐ smugan.is hefur hafið göngu sína. Smugan leggur sig fram um að vera rót- tækur málsvari fólksins í land- inu. Henni er ætlað að vera opinn vett- vangur skoð- anaskipta þeim sem ekki hafa átt greiðan aðgang að fjölmiðlum hingað til. Öllum almenningi er boðið að senda inn greinar. Á smugunni verða um þrjátíu fastir pennar undir ritstjórn Bjargar Evu Erlendsdóttur og Elísar Jóns Guðjónssonar. Miðillinn er styrktur af Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði. Smugan er komin á netið Björg Eva Erlendsdóttir STUTT Fékk „skrítilegt og undarlegt“ bréf Anna Marta á Hesteyri áritaði ævisögu sína í Neskaupstað Anna Marta áritar Sam- starf þeirra Rannveigar var gott meðan á ritun bókarinnar stóð. Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | „Anna, eigum við ekki að lesa um eldsvoðann á Hesteyri árið 1977?“ spyr Rann- veig Þórhallsdóttir bókmennta- fræðingur sem nú hefur gefið út sína fyrstu bók: Ég hef nú sjaldan verið algild, sem er ævisaga Önnu Mörtu Guðmundsdóttur frá Hest- eyri í Mjóafirði. Lesið var úr bók- inni í Neskaupstað, bæði á Fjórð- ungssjúkrahúsinu, þar sem Anna Marta dvelur nú, og í Tónspil þar sem bókin er til sölu. M.a. las Rannveig úr sendibréfi frá Jóni Daníelssyni sem lengi bjó hjá Önnu á Hesteyri. Í sendibréfinu hvatti hann Önnu og móður henn- ar til að flytja til Reykjavíkur eft- ir eldsvoðann. Anna Marta tók það fram áður en Rannveig las úr bréfinu að sér hefði þótt það „skrítilegt og undarlegt, ég ætlaði ekki að trúa því þegar ég fékk þetta bréf“. Enda ætluðu Anna Marta og móðir hennar sér ekki suður. Að sögn Rannveigar áttu þær Anna ánægjulegar samveru- og vinnustundir við gerð bókarinnar og þakkaði hún Önnu kærlega gott samstarf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.