Morgunblaðið - 22.11.2008, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.11.2008, Qupperneq 19
JÓLASKEIÐ Guðlaugs A. Magn- ússonar er Íslendingum góðkunn, enda hefur ný skeið verið gefin út fyrir hver jól síðan 1947. Jóla- skeiðarnar eru því orðnar yfir 60 talsins og nú er allt safnið í fyrsta skipti til sýnis í Hönnunarsafni Ís- lands. „Í hverri seríu eru 12 skeiðar með sömu útlínum, sem þýðir að það tekur 12 ár að fá settið allt,“ segir Hanna S. Magnúsdóttir, sem hefur nú veg og vanda af hönnun jólaskeiðanna. Hún tók við kyndl- inum af föður sínum, Magnúsi Guðlaugssyni, fyrir nokkrum ár- um, en það var afi hennar, Guð- Söfnunargripur í áratugi Morgunblaðið/Valdís Thor Silfur Í ár ætlar Hanna S. Magnúsdóttir í fyrsta skipti að láta hluta af ágóð- anum af sölu jólaskeiðarinnar sígildu renna til Hjálparstarfs kirkjunnar. laugur A. Magnússon, sem kom með fyrstu jólaskeiðina árið 1947. „Fólk safnar þessu ár eftir ár og við vitum um ýmsa sem hafa safnað allt frá upphafi, en jafnvel þótt fólk hafi ekki byrjað fyrr en upp úr 1960 er það komið með yf- ir 40 skeiðar í safnið.“ Skeiðarnar eru því ótvíræður hluti af menn- ingararfi þjóðarinnar enda til á mörgum heimilum. Hanna bendir á að skemmtilegt sé að rýna í skeiðarnar frá upphafi því hönn- un þeirra í gegnum árin endur- spegli ólíkar tískusveiflur eftir tímabilum auk þess sem ýmis þemu hafi verið í hönnuninni. „Jólaskeiðarnar í kringum 1970 voru til dæmis mjög þjóðlegar, þær tóku á baðstofumenningunni og landnáminu. Svo er náttúrlega alltaf jólaþema,“ Hún bendir þó á að skeiðarnar séu ekki bundnar við jólin heldur eigi við hverskyns sparileg tilefni. „Maður á ekki að eiga silfur nema maður noti það,“ bætir Hanna við og hlær. Jólaskeiðin er, eins og alltaf, aðeins seld í verslun Guðlaugs A. Magnússonar, en Hanna vekur at- hygli á því að verslunin er flutt af Laugavegi, þar sem hún hefur verið síðan 1952, á Skólavörðustíg 10. Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Verjum velferðina Halda Samstöðufund á Ingólfstorgi BSRB, Félag eldri borgara í Reykja- vík, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands standa fyrir útifundi á Ingólfstorgi á mánudag kl. 16.30. Tilefni fundarins er óvissu- ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar, kjaraskerðing sem nú þegar blasir við mörgum og síðast en ekki síst hug- myndir stjórnvalda um stórkostlegan niðurskurð á útgjöldum til velferðar, eins og segir í fréttatilkynningu. „Óvissa um þróun mála á næstu mánuðum og misserum leggst þungt á þjóðina. Verst er óvissan fyrir þá sem mega alls ekki við kjaraskerðingu, þ.e.a.s. almennt launafólk, fólk sem þarf að framfleyta sér af lífeyri ein- göngu eða af atvinnuleysisbótum. Leggja verður sérstaka áherslu á að verja kjör hinna verst settu. Þá er það eindregin krafa að staðinn verði vörður um velferðarkerfið, þ.e.a.s. félags- þjónustuna, heilbrigðisþjónustuna, al- mannatryggingar og loks skólakerfið,“ segir í tilkynningunni. Ræðumenn á fundinum verða Gerð- ur A. Árnadóttir formaður Þroska- hjálpar, Árni Stefán Jónsson varafor- maður BSRB, Halldór Sævar Guðbergsson formaður Öryrkjabanda- lagsins og Margrét Margeirsdóttir for- maður Félags eldri borgara í Reykja- vík. Fundarstjóri verður Björg Eva Erlendsdóttir. Í lok fundarins verður borin upp ályktun. FRESTUN á gild- istöku ákvæða samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið, um frjálsa för launa- fólks frá Búlgaríu og Rúmeníu, verð- ur framlengd til 1. janúar 2012. Jó- hanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, lagði fram erindi þess efnis á fundi ríkisstjórn- arinnar í gær. Sem kunnugt er ákváðu stjórn- völd árið 2006 að nýta sér aðlög- unarfrest til tveggja ára gagnvart Búlgaríu og Rúmeníu. Löndin tvö gengu í Evrópusambandið árið 2007. Þessi frestur var sambæri- legur þeim sem viðhafður var gagnvart átta löndum ESB 2004. Frestun verð- ur framlengd Orkan til Greenstone Rangt var farið með efni viljayfirlýs- ingar Landsvirkjunar og Green- stone í fréttaskýringu í Morgun- blaðinu 20. nóvember. Hið rétta er að Landsvirkjun og Greenstone eru með í gildi sín í milli viljayfirlýsingu um raforku fyrir allt að þrjú gagna- ver og er notkun þeirra áætluð sam- anlagt um 20-30 MW. Beðist er vel- virðingar á þessu. LEIÐRÉTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.