Morgunblaðið - 22.11.2008, Síða 22

Morgunblaðið - 22.11.2008, Síða 22
22 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sinnir lögboðn- um verkefnum sínum allvel, að mati Ríkisendurskoðunar, en fjárhags- staða þess er erfið. Ríkisend- urskoðun segir brýnt fyrir leikhúsið að sníða sér stakk eftir vexti og leita leiða til að auka tekjur og minnka kostnað. Þá þarf það að bæta áætl- anagerð og árangursstjórnun. Í gær var birt niðurstaða stjórn- sýsluúttektar á starfsemi Þjóðleik- hússins á leikárunum 2003 til 2008. Ríkisendurskoðun beinir þar ýms- um ábendingum til stjórnenda leik- hússins og menntamálaráðuneyt- isins. Hvað varðar skipulag og stjórnun er sagt brýnt að menntamála- ráðuneytið flýti samningu nýrrar reglugerðar fyrir leikhúsið því gild- andi reglugerð sé úrelt. Þá er talið eðlilegt að starfsemi þjóðleik- húsráðs verði felld í fastari skorður en verið hefur. Virkja þarf árang- ursstjórnarsamning Þjóðleikhússins og menntamálaráðuneytisins betur sem stjórn- og eftirlitstæki. Einnig telur Ríkisendurskoðun rétt að kanna hvort einfalda megi skipurit leikhússins enn frekar og að rétt sé að kanna hvort ráða eigi fram- kvæmdastjóra að leikhúsinu sem beri ásamt þjóðleikhússtjóra ábyrgð á fjármálum þess. „Að mati Ríkisendurskoðunar eru verkbókhald og áætlanagerð Þjóð- leikhússins óviðunandi. Einnig skortir mjög á daglegt eftirlit með framfylgd rekstraráætlana. Úr þessu þarf tafarlaust að bæta,“ segir m.a. í úttektinni. Þá kemur fram að mikilvægt sé að haldið sé utan um tímaskráningu allra starfsmanna leikhússins og einnig að halda áfram að fækka fast- ráðnu starfsfólki „enda eru vísbend- ingar um að ekki séu kraftar allra starfsmanna nýttir eins og best verður á kosið“ eins og segir í út- tektinni. Ríkisendurskoðun telur að kanna eigi hvort hagkvæmt sé að auka samstarf Þjóðleikhússins við aðrar menningarstofnanir til að þjóna bet- ur þörfum almennings, ekki síst ut- an höfuðborgarsvæðisins. M.a. sam- starf við Íslensku óperuna. Einnig er talið mikilvægt að leikhúsið haldi áfram að leita leiða til að auka að- sókn að leikverkum sínum. Þá bend- ir Ríkisendurskoðun á að endur- skoða eigi reglur um frímiða á leiksýningar, en þeir munu hafa ver- ið margir undanfarin ár. „Gera verður þá meginkröfu að Þjóðleikhúsið sníði sér stakk eftir vexti, þ.e. haldi rekstrinum innan þess ramma sem Alþingi setur því með fjárlögum,“ segir í skýrslu Rík- isendurskoðunar. Þá er lögð áhersla á mikilvægi þess að rekstraráætl- anir stofnunarinnar og einstakra verkefna gangi eftir. Einnig þykir brýnt að rekstrar- stöðu leikhússins verði komið í jafn- vægi svo það geti staðið í skilum við birgja og aðra og „losnað undan íþyngjandi dráttarvöxtum og úr spennitreyju lánardrottna“. Þjóðleikhúsið sníði sér stakk eftir vexti Stjórnsýsluúttekt á Þjóðleikhúsinu 2003-2008 er lokið Morgunblaðið/Golli Úttekt Ríkisendurskoðun ákvað í júní sl. að gera stjórnsýsluúttekt á Þjóð- leikhúsinu. Hún náði til leikáranna 2003 til 2008. Skýrslan kom út í gær. Í HNOTSKURN »Í úttekt Ríkisendurskoð-unar var m.a. kannað hvort skipulag og stjórnun stuðluðu að því að Þjóðleikhúsið gæti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum með hagkvæmum, skil- virkum og árangursríkum hætti. »Einnig var spurt hvort lög-bundnum hlutverkum leik- hússins væri sinnt með árang- ursríkum hætti. »Þá voru kannaðar meg-inástæður rekstrarvanda Þjóðleikhússins og hvaða leiðir væru til úrbóta í því samhengi. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sendi frá sér at- hugasemdir í gær þar sem skýrslu ríkisendurskoðunar og þeim ábend- ingum og ályktunum sem þar koma fram er fagnað. Jafnframt vekur leikhúsið at- hygli á nokkrum atriðum. Fyrst að tímabilið sem skoðað var sé mjög stutt og gefi því ekki endilega rétta mynd af þróun rekstrar eða rekstr- arstöðu Þjóðleikhússins. Bent er á að um áramótin 2002 og 2003 hafi uppsafnaður rekstrarhalli leikhúss- ins verið 90,7 milljónir. Rekja megi skuldasöfnun á skoðunartíma skýrslunnar að mestu til vaxta- kostnaðar vegna fortíðarvandans, en einnig annarra kostnaðarauk- andi þátta. Framlög ríkisins hafi hvorki þróast í takt við neyslu- verðsvísitölu né launavísitölu og því lækkað að raungildi. Frá 2005 hef- ur Þjóðleikhúsið þurft að greiða leigu fyrir afnot af leikhúsbygging- unni og kostnaður því stóraukist. Þá er sagt að ríkur vilji hafi verið til þess að bregðast við rekstrar- vandanum. Áætlanagerð og eftir- fylgni kostnaðar hefur verið efld til muna. Einnig verður ýtrasta að- haldi beitt í starfsmannamálum og yfirvinnu haldið í lágmarki. Stefnt er að jafnvægi í rekstrinum á fjár- hagsárinu 2009. Stefnt að jafnvægi 2009 mbl.is/moggaklubburinn Klúbbtilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins Heilsukoddi fylgir Fullkominn og þægilegur stuðningur þegar þú sefur. Með hverju King Koil heilsurúmi, sem áskrifendur Morgunblaðsins kaupa, fylgir heilsukoddi. Verð 7.900 kr. Moggaklúbburinn Greiðandi áskrifendur í Mogga- klúbbnum eru um leið félagar í Moggaklúbbnum. Áskrifendur Morgunblaðsins fá King Koil heilsurúm frá Rekkjunni á 30% afslætti og heilsukodda í kaupbæti. King Koil heilsurúm eru þau einu á markaðnum sem eru bæði með vottun frá stærstu neytendasamtökum í Bandaríkjunum (Good Housekeeping) og alþjóðasambandi kírópraktora (FCER). King Koil þarf aldrei að snúa því þau hafa aðeins eina svefnhlið. Tveir heilsukoddar fylgja með tvíbreiðum rúmum, einn með einbreiðu. Tilboðið sem getur sparað þér frá 62.300 kr. Frábær afsláttarkjör af King Koil heilsurúmum afsláttur fyrir áskrifendur Rekkjan, Bláu húsunum Faxafeni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.