Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 24
24 Skoðun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008
H
ver getur skilgreint
fyrir mig heiminn,
fært mér sannleikann
á silfurbakka og sagt
mér svo óyggjandi sé
hvað sé rétt og hvað sé rangt? Mér er
stundum bent á villur í málflutningi
mínum. Það tel ég
hið besta mál.
Þær leiðrétti ég
þegar og ef færi
gefst. Ein þeirra
verður skoðuð í
þessari grein. En
þetta er alveg
eðlilegt, af því að
ég trúi á spurn-
ingarmerkið og
réttinn til að
skipta um skoðun ef svo ber undir.
Það er mikill misskilningur að það að
vera samkvæmur sjálfum sér þýði
það að vera með eina skoðun allt sitt
líf og nú þegar við erum í fangi breyt-
inganna þýðir ekkert annað en
breytast sjálfur. Þetta eru félagsleg
reikningsskil og ber að skoða ábyrgð
á hendur stjórnmálamönnum í ljósi
þess.
Engu að síður reynist mörgum
erfitt að viðurkenna hverjir þeir eru
og fyrir hvað þeir standa. Engum
geðjast að þeirri tilhugsun að vera
álitinn óréttlátur og svikull, jafnvel
lyginn, og öllum finnst leitt þegar
hugsjónir þeirra hrynja til grunna
einsog spilaborg. Það er sama hvort
það er austurevrópski sósíalisminn
fyrir tuttugu árum eða vestræna
frjálshyggjan nú. Bæði kerfin hrynja
innan frá en reyna að viðhalda sér.
En allar slíkar tilraunir leiða til aft-
urhalds. Ef við eigum að sitja upp
með sömu bankana, sömu ríkis-
stjórnina, sömu eftirlitsstofnanirnar,
sömu fjölmiðlana þá erum við í virki-
lega vondum málum. Þá hefur ekki
verið loftað út, andrúmsloftið í þjóð-
félaginu verður þungt og nöturleik-
inn breiðir úr sér.
Samt er þetta oft niðurstaðan af
athöfnum okkar, að halda í gamlar
hugmyndir. Þetta er staða stjórn-
valda núna. Þau reyna með alls kyns
undanbrögðum að sanna að þau hafi
ekki átt þátt í klúðrinu og sama gildir
um auðmennina og eftirlitsstofn-
anirnar. Auðmennirnir benda hver á
annan, eftirlitsstofnanir þegja og rík-
isstjórnin virðist vita minna um sjálfa
sig en meginþorri almennings. Man
enginn eftir borgarstjóranum sem
borið hafði niðurstöður sínar undir
lögmenn, fyrrverandi lögmenn og
jafnvel mætt á miðilsfundi með fram-
liðnum lögmönnum? Það er alveg
sama hvernig menn velta málunum.
Að lokum er keisarinn flæktur í sinn
eigin lygavef og stund sannleikans
rennur upp. Viðbrögðin við ræðu
Davíðs Oddssonar á Hotel Nordica
síðastliðinn þriðjudag eru þannig að
stjórnmálamennirnir ætla að sleppa
við að svara ásökunum hans en
benda þess í stað á formsatriði. Þrátt
fyrir að fjölmiðlarnir lofuðu að halda
uppi gagnrýni á borgarafundinum í
Nasa leyfa þeir stjórnmálamönnum
enn að lifa í orðhengilshættinum. Ef
aðeins brot af því sem Davíð Odds-
son sagði er satt er ríkisstjórnin full-
komlega vanhæf. Kannið þetta fyrst
og snúið ykkur svo að Davíð. Allt
sem var sagt um Davíð að fundi lokn-
um vorum við fyrir löngu búin að
heyra.
En allt í lagi. Víkjum betur að um-
fjöllunarefninu, því að hafa alltaf rétt
fyrir sér og axla enga ábyrgð. Þann
veruleika fóru ráðamenn í gömlu
kommúnistaríkjunum einatt létt
með. Þeir gátu kennt heimsvalda-
sinnum um eymd sína og volæði af
jafn miklum sannfæringarkrafti og
Geir Haarde þegar hann vísar til
hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu
sem kom alveg óvænt inn um
gluggann einn morguninn á meðan
hann svaf. Leiðtogar austursins
gripu líka til sögulegrar nauðsynjar
og þeir voru ekki bara leiðtogar líð-
andi stundar heldur fararstjórar um
framtíð alla. Fyrir mörgum árum sá
ég blaðagrein þar sem greint var frá
því að Pravda, fyrrverandi málgagn
sovéska kommúnistaflokksins, hefði
ráðist á umbótasinna, að sögn einn
helsta talsmann markaðsvæðingar
og einkaframtaks. Pravda, sem þýðir
víst sannleikur, hvernig sem það nú
passar, sá ástæðu til að greina frá því
að téður umbótasinni hefði tíu árum
fyrr kennt marxisma í fjallahéruðum
Úralfjalla og að þá hefði hann verið
jafn ötull talsmaður hinna marxísku
kenninga og hann var nú við að boða
fagnaðarerindi Mammons. Í fram-
haldi af þessu spurði Pravda: Hve-
nær laug hann, nú eða fyrir tíu ár-
um? Í Sovétríkjunum var
marxisminn hluti af valdakerfinu,
einhvers konar þjóðfélagsleg rík-
istrú, og slík kredda að hann var sett-
ur upp í orðabók þar sem fyrirbæri
mannlífsins voru skilgreind í staf-
rófsröð. Þetta átti auðvitað ekkert
skylt við marxisma eða blómaskeið
hans um og upp úr 1968. Á þeim tíma
var gefið út álíka mikið af bókum um
marxisma og nú á dögum er gefið út
um matreiðslu og megrun. Áhrif
marxismans voru gífurleg, á hugvís-
indi, bókmenntir, kvennabaráttu, já á
allt nema verkalýðinn sem ætlað var
að breyta heiminum. Sá marxismi
sem breiddist út um Vesturlönd var
Sovétmönnum engan veginn að
skapi. Þvert á móti vildu þeir frið-
samlega sambúð og hana vildu
hægrisinnaðir frjálshyggjumenn
líka. Þeir gáfu andstöðuöflunum í
Austur-Evrópu engan gaum. Það
gerðu frekar litlir hópar til vinstri,
stjórnleysingjar af ýmsu tagi. Þessir
hópar upplýstu fólk um andstöðuna,
skrifuðu greinar, héldu fundi og gáfu
út bæklinga. En fáir mættu á fundina
og salan á bæklingunum var treg.
Þessir hópar voru í tengslum við há-
skólaprófessora sem gerðir höfðu
verið að götusópurum, verkalýðs-
leiðtoga sem unnu við gluggaþvott og
landflótta baráttumenn; en það var
talað fyrir daufum eyrum. Þeir sem
lesa Milan Kundera fá smá nasasjón
af þessari veröld. Það var ekki fyrr
en múrarnir hrundu að allir vildu
Lilju kveðið hafa. Þegar efnt var til
sigurhátíða eftir fall alræðisins stóðu
baráttumennirnir oft einsog illa
gerðir hlutir á meðan salirnir fylltust
af frjálshyggjumönnum sem skáluðu,
líklega hver fyrir öðrum, enda rann
upp sú efnishyggja frjálshyggjunnar
sem nánast er lögboðin sjálfselska,
þar sem græðgin er göfug og heitir
flottum nöfnum, en það er einmitt
hún sem við erum að súpa seyðið af.
Þetta þarf ríkisstjórnin að taka til
sín. Ef hún gerir ekki skurk í sínum
málum, og fer frá, er hætta á að
sögubækurnar verði henni afar óhlið-
hollar. Við Ingibjörg Sólrún lærðum
sagnfræði á sama tíma við Háskóla
Íslands. Ég á meira að segja prýði-
lega sagnfræðiritgerð eftir hana um
sögu verkalýðshreyfingarinnar. Ég
segi þetta af því að bara sem sagn-
fræðingur á Ingibjörg Sólrún að vita
hvernig sagan leikur fólk sem reynir
að spyrna gegn réttlátum kröfum
fólksins. Hún á að vita að þegar vald-
hafar eru ekki að hugsa um neitt
annað en að halda völdum og ráða til
þess spunameistara úr gamla kerfinu
er eitthvað mikið að og pennar fram-
tíðarinnar hlífa engum. Dómstóll
sögunnar mun fella hryllilega dóma
um þessa ríkisstjórn leyfi hún ekki
þjóðinni að velja upp á nýtt.
Ríkisstjórnin er enn að malda í
móinn og hvergi er neina ábyrgð að
finna. Það er að renna upp fyrir æ
fleirum að þeir sem kafsigldu skút-
unni eiga ekki að standa í stafni. Lík-
ingarnar streyma út úr fólki. Þeir
sem keyrðu með okkur fram af brún-
inni með bundið fyrir augun eiga að
halda áfram að stjórna ökutækinu.
Það er verið að reyna að halda okkur
í óbreyttu ástandi með sama fólkinu í
sömu stöðum og ef ekki sama fólkinu
þá tvíförum þess. Þetta vill enginn og
fyrir þann sem fer út á meðal fólksins
og ræðir við borgarana er þetta svo
augljóst mál. Það sem meira er, þessi
vilji er algjörlega óháður því hvaða
stjórnmálaflokki fólk tilheyrir eða
hefur tilheyrt. Flestir eru raunar
ekkert hliðhollir neinum stjórn-
málaflokkum og hafi þeir tilheyrt
þeim hafa þeir heldur ekkert verið
spurðir hvernig þeir vilji að á málum
sé haldið. Þetta á sér hliðstæðu í því
allsherjar gjaldþroti sem stjórnvöld
hafa leitt yfir okkur. Því veldur lítill
hópur auðmanna og öll stjórnsýsla
landsins, Seðlabanki, Fjármáleftirlit
og ríkisstjórn, en þrjú hundruð þús-
und manns sitja í súpunni. Íslenska
þjóðin var aldrei spurð að því hvort
hún vildi axla ábyrgð á Icesave-
reikningunum og öðrum skuldbind-
ingum sem fylgt hafa þessu gjör-
spillta kerfi sem við búum við. Spill-
ingin sem hér hefur þrifist og greint
er frá erlendum fjölmiðlum er að
skapa okkur þann orðstír að Ísland
sé einhvers konar Zimbabwe norð-
ursins þar sem auðmenn og stjórn-
völd taki ákvarðanir í bakher-
bergjum og ráðuneyti séu kosninga-
skrifstofur þar sem vönduð stjórn-
sýsla er sniðgengin og almannahagur
að engu hafður. Á meðan enginn sæt-
ir ábyrgð og sköpunarverk íslensku
auðjöfranna eru ekkert greind frá
þjóðinni erum við í vondum málum.
Ég gekkst aldrei inn á þessar Ice-
save-skuldbindingar og heldur ekki
neinn sem ég þekki. Ríkisstjórnin
verður að láta þá sem eru valdir að
þessum skuldum gera þær upp en
ekki að vera tefla okkur íbúum lands-
ins gegn blásaklausu fólki. Ríkis-
stjórnin ætlar að taka þetta að láni
hjá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum og sjá
svo til. Á meðan er búið að stela af
okkur mannorðinu og stoltinu og það
eru ekkert annað en svik.
Ætlun mín í upphafi var sú að
bregðast við grein sem birtist í
Morgunblaðinu föstudaginn 14. nóv-
ember og fjallar um ummæli sem ég
lét falla í Kastljósi sjónvarpsins. Sá
sem skrifar greinina heitir Haraldur
Yngvi Pétursson. Hann er titlaður
viðskiptafræðingur og fyrrverandi
starfsmaður greiningardeildar
Kaupþings. Haraldur Yngvi gerir
eftirfarandi ummæli mín í Kastljós-
inu að umræðuefni: „… þessar grein-
ingardeildir virðast hafa verið í vinnu
við að ljúga að fólki …“ Haraldur
Yngvi álítur að hér fari ég langt yfir
strikið en virðir það við mig að ég
vinni við slíkt. Ábendingar Haraldar
Yngva eiga fullan rétt á sér og ég er
reiðubúinn að skoða huga minn í
þeim efnum. Það sem ég sé í grein
Haraldar Yngva er nefnilega sú auð-
mýkt sem fulltrúa bankakerfisins og
stjórnmálanna hefur svo sárlega
vantað. Haraldur Yngvi segir: „Síð-
ustu 18 mánuðina í starfi leiddi ég
þann hluta deildarinnar sem hafði
með hlutabréfi að gera. Það er alveg
ljóst að spár okkar um þróun hluta-
bréfamarkaðarins, og verðmæti ís-
lensku bankanna, hafa algerlega
brugðist.“ Geir Haarde og Ingibjörg
Sólrún gera til dæmis enga grein fyr-
ir máli sínu. Jón Ásgeir er beinlínis
kokhraustur þegar hann segir að
enginn skuli abbast ofan í sitt veski
þegar hann og hans skuldsettu yf-
irtökur eiga stóran þátt í því að veski
stórs hluta þjóðarinnar eru galtóm
og gott betur. Þess vegna tek ég ofan
fyrir Haraldi Yngva og vil sjá hann
koma að því endurreisnarstarfi sem
fyrir höndum er.
En skoðum nú þau orð sem Har-
aldur Yngvi beinir til mín. Hann rit-
ar: „Skáldinu lá mjög á hjarta að for-
sætisráðherra bæði mótmælendur
afsökunar á því að hafa kallað þá
skríl. Mér finnst eðlilegt að Einar
Már Guðmundsson, búktalari fólks-
ins, gefi gott fordæmi með því að
biðja starfsfólk greiningardeilda
bankanna afsökunar á því að hafa
kallað það lygara.“
Já, það geri ég með glöðu geði. Ég
bið þig og starfsfólk greiningardeild-
anna afsökunar á ummælum mínum.
Ég bendi þér hins vegar á að það
hvarflar ekki að Geir Haarde að sýna
minnstu iðrun. Það er auðvitað rangt
að segja að þið í greiningardeild-
unum hafið beinlínis verið að ljúga.
Greiningardeildirnar voru á hinn
bóginn flæktar í lygavef og eiga stór-
an þátt í þeirri þjóðfélagsmynd sem
við höfum búið við. Til að mynda voru
talsmenn greiningardeildanna iðnir
við að ýta undir hækkun húsnæð-
isverðs. Þá er annað sem verkur at-
hygli varðandi starfsmenn greining-
ardeildanna og það eru laun þeirra
samkvæmt tekjublaði Frjálsrar
verslunar. Flestir þeirra eru með í
kringum þrjár milljónir í mánaðar-
laun og Edda Rós Karlsdóttir sem
oftast tjáir sig sem fulltrúi greining-
ardeildanna nú um stundir og situr
eflaust í einhverjum skilanefndum,
er með yfir sjö milljónir á mánuði.
Má ekki búast við að fólk á slíkum
launum hafi hag af ríkjandi ástandi?
Kannski getur Haraldur Yngvi svar-
að þessum spurningum. Tilfinningin
sem fólk situr uppi með er sú að hafa
verið dregið á asnaeyrunum, haft að
fíflum og flestir líta svo á að greining-
ardeildirnar hafi verið auglýsinga-
stofur bankanna. Er þetta rangt?
Mig langar að vitna í tvennt að lok-
um, annars vegar erindi sem Lilja
Mósesdóttir hélt um viðskiptanám á
Íslandi og hins vegar bókmennta-
fræðilega túlkun Irmu Erlingsdóttur
á orðum Haraldar Ingva. Við-
skiptanámið hlýtur að hafa verið sá
grunnur sem starfsemi bankanna
hvíldi á, að minnsta kosti að ein-
hverju leyti.
Lilja segir: „Síðastliðinn áratug
hafa Íslensk stjórnvöld lagt ofur-
áherslu á að koma á samkeppni við-
skiptafræðideilda um nemendur,
kennara og stuðning einkaaðila. Há-
skólana átti að reka eins og hver önn-
ur einkafyrirtæki. Stjórnvöld létu
viðskiptafræðideildir einkaháskól-
anna fá mun minna fjármagn til
rannsókna en Háskóla Íslands, þó
svo að starfsfólk hans hafi lengi
kvartað yfir takmörkuðu rannsókn-
arfé. Nýju viðskiptadeildirnar gátu
því ekki byggt upp öflugt rannsókn-
arstarf samhliða aukinni kennslu-
starfsemi. Öflugt rannsóknarstarf er
forsenda þess að kennarar og nem-
endur geti metið á gagnrýnan hátt
stefnu og starfsemi fyrirtækja og
stjórnvalda. Samkeppnin átti að
þrýsta á hagræðingu í rekstri deild-
anna eða búa til straumlínulagaðar
deildir en það felur m.a. í sér lág-
marksframboð af námskeiðum.
Deildirnar höfðu auk þess náin
tengsl við atvinnulífið og fulltrúar
þess sátu og sitja enn í stjórnum
skólanna. Auk þess var mikið lagt
upp úr beinum fjárframlögum fyr-
irtækja til reksturs skólanna.
Það var ekki spurt um hugmynda-
fræðilegar afleiðingar þessara
tengsla. Áhersla var lögð á að sníða
námið að þörfum atvinnulífsins með
því m.a. að leggja niður námskeið,
sem fólu í sér samfélagslega grein-
ingu og samfélagslegan ávinning og í
þeirra stað komu námskeið sem ein-
blíndu á arðsemisgreiningu eða
ávinning einstakra fyrirtækja og ein-
staklinga af ýmsum fjárfesting-
arkostum. Nemendur fóru því í
gegnum viðskiptafræðinám án þess
að hafa öðlast djúpa þekkingu á t.d.
efnahagslegum forsendum fjár-
málakreppunnar á Norðurlöndunum,
í Asíu og Suður-Ameríku á tíunda
áratug síðustu aldar. Auk þess var
lítið svigrúm til að þjálfa nemendur í
gagnrýninni hugsun eða í að greina
aðstæður og draga ályktanir um þær
á grundvelli upplýsinga og rannsókn-
arniðurstaðna.“
Þessi orð legg ég hér með inn í um-
ræðuna og líka þessi orð Irmu Er-
lingsdóttur bókmenntafræðings frá
því á borgarafundinum á mánudag-
inn: „Fyrrverandi starfsmaður
greiningardeildar bankanna er ósátt-
ur við að Einar Már hafi sagt að
greiningardeildirnar hafi verið í
vinnu við að ljúga að fólki. Það er
ekki lygi að hafa rangt fyrir sér,
sagði starfsmaðurinn, ekki frekar en
skáldskapur bókmenntanna er lyga-
vefur. Starfsmaðurinn leggur starf
greiningardeildar að jöfnu við skáld-
skap og lygavef. Skáldskapur er
tilbúinn veruleiki. Íslenskur raun-
veruleiki hefur verið lélegur skáld-
skapur í höndum athafnaskálda. Við
höfum leyft þessum leirskáldum að
skilgreina tilveru okkar. Nú er komið
að því að afhjúpa þennan skáldskap
sem hefur heimilisfang í Alþingishús-
inu við Austurvöll.“
Heimspeki lyginnar
Morgunblaðið/Kristinn
Einar Már
Guðmundsson
Eftir Einar Má Guðmundsson
Vísitölufjölskyldan Útilegumaðurinn eftir Einar Jónsson.