Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 28
28 Daglegt lífVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is E in af jólabókum þessa árs er viðtalsbók Þór- unnar Hrefnu Sigur- jónsdóttur við Mar- gréti Pálu Ólafsdótt- ur, fóstru og skólastjóra. Margrét Pála er löngu þjóðkunn af störfum sínum af uppeldismálum en hún er höfundur Hjallastefnunnar svo- nefndu en í nafni stefnunnar eru reknir tólf leik- og grunnskólar á Íslandi. Í viðtalsbókinni, sem ber titilinn Ég skal vera grýla segir Margrét Pála meðal annars frá upp- vexti sínum, einkalífi, fóstrustörf- um, Hjallastefnunni og starfi sínu í Samtökunum ’78. „Ég leit á þessa bók sem tækifæri til að setja mína söguskoðun á fram- færi á varanlegan hátt. Ég ákvað líka að með henni myndi ég afgreiða ákveðin mál í lífi mínu og leggja þau að baki,“ segir Margrét Pála. Hvaða ákveðnu mál? „Mörg, mörg. Þar á meðal setti ég punkt við alla vinnu mína í kring- um Samtökin ’78. Ég hafði ekki du- stað rykið af málum sem ég átti erf- itt með á þeim tíma. Ég var alltaf með gamalt ósætti í huganum og nú hef ég gert þau mál upp.“ Hvaða ósætti var þetta? „Þegar ég tók við sem formaður Samtakanna ’78 setti ég mér nokk- ur markmið, til dæmis að flýta af öllu afli lagalegum umbótum fyrir lesbíur og homma sem voru al- gjörlega réttlaus á þessum tíma og að stórauka sýnileika samkyn- hneigðra og færa samtökin yfir í viðurkennd mannréttindasamtök. Síðasta markmiðið sem ég setti mér var að svo að sitja ekki of lengi á formannsstóli og ganga ósár frá borði. Ég hafði séð að fyrrverandi formenn og þeir sem höfðu starfað fyrir samtökin gengu of oft sárir frá borði. Það síðasta var eina mark- miðið sem ég náði ekki. Þegar ég hætti hjá Samtökunum eftir gíf- urlega vinnu upplifði ég ákveðna þöggun og að starfskröftum mínum og reynslu væri hafnað.“ Hvíslað um fjölskyldudraug Var svona erfitt að vera formaður Samtakanna? „Það tekur gífurlegan toll að vera alltaf með eigið tilfinningalíf undir. Reiði mín gagnvart þjóðkirkju og sértrúarsöfnuðum var til dæmis mikil en ég set punkt við það í þess- ari bók. Eins fer ég í gegnum þá upplifun mína að hafa þurft að tak- ast á við nokkra félaga mína í Sam- tökunum ’78. Sárast var að lenda í ósætti við fyrrverandi vini og sam- starfsfólk varðandi stjórnarslit og stjórnarkjör á lokatíma mínum í formennsku. Svo segi ég stundum að leðurhommarnir hafi ekki verið mjög hrifnir af leikskólakennar- anum sem heimtaði mannréttinda- samtök í staðinn fyrir leðurklúbb. Í þessari bók kem ég úr felum með það að ég átti um tíma við áfengisvanda að stríða. Ég þakka öllum vættum heims fyrir að vera laus undan því. En ætli stærsti þátturinn sem ég geri upp í bókinni sé ekki geðveiki móður minnar, þessi fjölskyldusjúkdómur sem eng- inn hefur verið stoltur af og sem sumir í fjölskyldu minni eiga ennþá erfitt með að ræða. Flest í lífi mínu hef ég verið opinská um. Ég er til dæmis orðin vön að tala um sam- kynhneigð mína og er búin að taka út megnið af þeim tilfinningalega sársauka sem fylgdi því að standa í vörn fyrir minn sannleika, mitt frelsi og mitt líf. En það var erfitt að opna á geðveikina hennar mömmu. Ég held að geðveiki sé meira tabú í dag en alkóhólismi og samkynhneigð. Allt af þessu þótti reyndar afskaplega vont þegar ég var ung, ef það var þá yfirhöfuð rætt. Mamma þjáðist af geðhvarfasýki og var þunglynd og manísk á víxl; sérlega lék þunglyndið hana skelfi- lega illa. Í kjölfarið á þessum veik- indum flosnaði fjölskyldan upp og við fluttum á mölina á Akureyri úr sveitinni okkar á Hólsfjöllum þar sem ræturnar liggja. Lengst af var bara hvíslað um þennan fjölskyldu- draug og það var aldrei sett nafn á líðan hennar.“ Líf þitt hef hefur snúist um börn. Þú varðst móðir sautján ára gömul, bara krakki. Hvernig tókstu á við móðurhlutverkið? „Ég stóð mig stundum mjög illa en það var kannski ekki við öðru að búast. Ég ásakaði mig í mörg ár M a r g r é t P á l a Ó l a f s d ó t t i r Hef verið frávik á of mörgum sviðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.