Morgunblaðið - 22.11.2008, Side 34

Morgunblaðið - 22.11.2008, Side 34
34 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 NÝLEGA var stofn- aður félagsskapur út frá hópnum Breytum LÍN á Facebook. Þeg- ar þetta er ritað hafa ríflega eitt þúsund manns skráð sig í hóp- inn. Tilgangur þessa fé- lagsskapar er að koma á framfæri hugmyndum og kröfum þeirra sem láta sig starfsemi LÍN varða. Félagsskapurinn er ópóli- tískur, ekki tengdur stúdentapólitík og hefur það eitt að markmiði að LÍN þjóni hagsmunum íslensks samfélags sem best verður á kosið. Hann krefst þess að eftirfarandi mál verði skoðuð af ríkisstjórn Ís- lands og Alþingi fyrir áramót. 1) Að LÍN bjóði upp á fyrirfram- greidd eða mánaðarleg fram- færslulán. Þannig hafi námsmenn val um hvort þeir taki yfirdrátt- arlán hjá fjármálastofnunum eður ei. Í dag neyðast flestir námsmenn til að taka lán með rúmlega 25% vöxtum til að halda sér uppi meðan á námi stendur. Slíkt fyrirkomulag vekur jafnframt spurningar um hvers vegna LÍN hefur styrkt einkavæddu bankana með þessum hætti og er sérlega mikilvægt að breyta þessu fyrirkomulagi ef bank- arnir verða einkavæddir á ný. 2) Að grunnframfærsla verði reiknuð upp á nýtt, með tilliti til raunverulegs verðlags og út- gjaldaliða í þjóðfélaginu. Í eðlilegu árferði kæmi þetta í veg fyrir að námsmenn þyrftu að sækja út á vinnumarkaðinn eða flosnuðu upp úr námi. Eins og aðstæður eru nú í þjóðfélaginu hlýtur að vera hag- stæðara fyrir ríkið til lengri tíma litið að bjóða upp á námslán sem verða endurgreidd, en atvinnuleys- isbætur. Íslenskir háskólanemar eru að meðaltali eldri en í sambæri- legum löndum og stór hluti þeirra vinnur með námi til að ná endum saman. Ef námslán væru nægilega há kæmi það einnig í veg fyrir að námsmenn þyrftu að taka óhag- stæðari lán og yrðu þar af leiðandi síður skuldum vafðir við námslok. 3) Að tekjutenging lána verði lækkuð eða afnumin þar sem hún hindrar fólk í því að snúa í nám eft- ir viðkomu í atvinnulífinu. Árstekj- ur segja ekkert til um skuldbind- ingar og útgjöld einstaklinga, sem geta verið af ýmsum toga. Að auki ýtir samspil lágra lána og tekju- tengingar undir svarta vinnu náms- manna. Þess er vænst að mörg þúsund Íslendingar verði atvinnulaus eftir áramót. Viðbúið er að stór hluti þeirra hyggist fara í háskólanám meðan þetta ástand varir enda hvattir til þess af yfirvöldum. Há- skólarnir hafa opnað sérstaklega fyrir móttöku umsókna fyrir vor- misseri 2009. Fólk sem hefur haft tekjur meirihluta ársins 2008 mun ekki fá nægilega há námslán til að geta framfleytt sér og e.t.v. fjöl- skyldu meðan á náminu stendur. Og í fyrsta skipti í langan tíma verða engin önnur úrræði í boði, engin vinna með námi og erfitt ef ekki ómögulegt að fá yfirdrátt hjá bönkunum. Það er því hætt við að margir gefist upp á þeirri hugmynd að fara í nám og sitji frekar heima á atvinnuleysisbótum eða flýi land. Nú er nauðsyn og tækifæri fyrir jákvæðar breytingar í íslensku samfélagi. Við sem teljum mennt vera öflugasta máttinn bjóðum þá sem vilja skrá sig í hópinn vel- komna. Við hvetjum jafnframt Al- þingi og ríkisstjórn Íslands til að leggja metnað í framtíð þjóð- arinnar. Breytum LÍN Daði Rafnsson og Ingibjörg Rósa Björnsdóttir vilja breyttar áherslur hjá LÍN » Það er því hætt við að margir gefist upp á þeirri hugmynd að fara í nám og sitji frekar heima á atvinnuleysisbótum eða flýi land. Daði Rafnsson Höfundar eru talsmenn Breytum LÍN. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Yfirmaður loftslags- mála hjá Sameinuðu Þjóðunum Yvo de Boer sagði um daginn: „Lánsfjárkreppan gef- ur okkur tækifæri til að taka nýja stefnu. Ég lít á þetta sem tækifæri til að móta fjár- málakerfið á nýjan leik. Stjórnvöld hafa tækifæri til að hvetja til þess að fyrirtæki fjár- magni umhverfisvænan iðnað“. Geta ekki skattar á eldsneyti rúmast inn- an þess ramma sem de Boer er að tala um? Eru ekki aðstæður hér þannig að það er upplagt að fara að móta nýja stefnu? Á komandi árum þurfa Íslend- ingar að greiða niður mjög háar skuldir. Þá er annað tveggja að auka útflutningstekjur eða draga úr út- gjöldum. Engar góðar leiðir eru til að auka tekjur mjög hratt nema helst með fjölgun ferðamanna. Draga má frekar hratt úr útgjöldum en það þarf að gera þannig að at- vinnuleysi verði sem minnst. Skatt- lagning á eldsneyti á bifreiðar og fiskiskip er leið að þessu marki. Ekki endilega til að auka umsvif ríkisins, heldur í stað skatta á laun. Mik- ilvægt er á næstu árum að hér verði hvati til fleiri starfa og háir skattar á laun eru varla leið að því marki. Fiskimiðin eru verðmætasta auð- lind Íslendinga. Okkur hefur tekist nokkuð vel til með að gera verðmæti úr þeim afla sem hefur borist á landi. Aflaverðmæti ársins 2007 var um 140 milljarðar króna. Af aflaverð- mæti fara 20-25% í laun áhafnar. Ol- íukostnaður er síðan um 20 millj- arðar króna en árleg olíunotkun fiskiskipaflotans er um 250 þúsund tonn á ári. Afborganir af lánum er síðan stærstur hluti þess sem eftir er. Verðmyndun á aflamarki er um- hugsunarefni en verð á varanlegum þorskkvóta var um 5000 kr/kg árið 2007. Þetta er óskiljanlega hátt verð ef það er sett í samhengi við fiskverð og kostnað við veiðar. Verðið endurspeglar líklega tröllatrú á að Ís- lendingum takist að byggja þorskstofninn upp. Þegar verið er að kaupa tonn af þorsk- aflamarki er verið að kaupa ákveðna hlut- deild í heildar þorsk- aflamarki. Þegar haft er í huga að kvótinn var upphaflega ókeypis er óásættanlegt að stór hluti af tekjum sjávar- útvegsfyrirtækja fer enn í að greiða upp skuldir vegna kvótakaupa. Ef verð á varanlegum kvóta er einhver vísbending um veðsetningu hans verður að teljast ólíklegt að mörg fyrirtækin nái nokkru sinni að greiða upp skuldir. Tilvist skuldugra fyrirtækja í sjávarútvegi minnkar líkur á að langtímasjónarmið um nýtingu fiskistofna nái fram að ganga. Ekki er hægt að auka afla á Ís- landsmiðum frá því sem nú er og því er eina ráðið til að hafa meiri tekjur af auðlindinni að draga úr kostnaði þjóðfélagsins. Laun sjómanna eru ekki inn í þeim kostnaði því þau eru hluti af ábata þjóðarinnar af fisk- veiðum. Best er að draga úr kostnaði með því að lækka veiðihlutfall allra tegunda og hafa það svipað hjá teg- undum sem veiðast saman. Olíugjald á bilinu 50-70 kr á lítra gæti verið leið að þessu markmiði. Það er mun betri leið en veiðileyfagjald m.a vegna þess að það leiðir síður til brottkasts. Olíugjald mun leiða til minni þrýstings á að auka afla ef fiskveiðistjórnunin er farin að skila árangri og mönnum finnst mjög auð- velt að ná aflanum. Afleiðingar svona breytinga gætu orðið víðtækar og útilokað að sjá þær allar fyrir. Nálægð við miðin yrði meiri kostur þ.a útgerð gæti dreifst víðar. Skipum fækkaði og aflabrögð bötnuðu. Vegna betri afla- bragða myndu laun sjómanna hækka og sjómennska verða eft- irsóttara starf. Störfum á sjó þyrfti ekki að fækka í sama mæli og skip- unum því á hverju skipi gætu verið 2 áhafnir. Ekki er verið að leggja til afnám kvótakerfisins. Skattur á olíu trygg- ir ákveðnar tekjur þjóðarinnar af veiðunum og ætti að geta leitt til meiri sáttar um kerfið. Betur ætti að ganga að ná markmiðum kerfisins um uppbyggingu fiskistofna. Á hverju ári eyða Íslendingar um 20 milljörðum króna í eldsneyti á bif- reiðar og vinnuvélar. Bílafloti Ís- lendinga er nýlegur en samt er stór hluti bifreiðanna mjög eyðslufrekur og mengandi. Með verulegri hækk- un eldsneytisverð má hvetja til minni eldsneytisnotkunar. Umferð og mengun myndu minnka og þeir sem þyrftu að nota bíl væru fljótari í förum. Ofangreindar hugmyndir um olíu- skatt eru leið til tekjuöflunar án þess að vera með óhóflega skatta á laun. Viðbrögð við þessum álögum verða sambland af minni notkun og spar- neytnari tækjum. Endanlega lend- ingin gæti orðið svipaður olíu- kostnaður einstaklinga og fyrirtækja en með verulega minni ol- íunotkun. Leiðin er mjög í samræmi við þá samninga sem Íslendingar hafa und- irritað um að draga úr CO2 losun og í raun höfum við tækifæri til að ganga mun lengra en samningarnir. Í leiðinni rennum við styrkari stoð- um undir tekjuöflun okkar. Myndi þetta framtak vekja jákvæða athygli á Íslendingum sem ekki er vanþörf á. Gæti það hjálpað okkur við sölu á fiski, útflutningi á þekkingu í virkjun jarðhita og mörgu öðru. Menn færu kannski að tengja Ísland við orðið green í stað grín. Upphæðir miðast við gengi í lok október 2008. Meira: www.mbl.is/greinar Grænir skattar Höskuldur Björns- son telur olíuskatt góða leið til tekju- öflunar » Geta auknir skattar á eldsneyti á bifreið- ar ásamt skatti á skipa- olíu ekki komið að veru- legu leyti í stað tekjuskatts? Höskuldur Björnsson Höfundur er vélaverkfræðingur. Í AÐSENDRI grein í Morgunblaðinu 13. nóvember sl. lýsa Helga M. Ögmunds- dóttir og Peter Holbrook áhyggjum sínum af ófrágengnum byggingarsvæðum og beina fyrirspurn til mín. Hafa þau einkum áhyggjur af framkvæmdum við Höfðatorg en þar er í gildi skipu- lag sem gerir ráð fyrir íbúðum og þjónustu á miðsvæði. Því er til að svara að samkvæmt upplýsingum byggingarfulltrúans í Reykjavík standa byggingarframkvæmdir á lóðinni enn yfir og hafa ekki stöðv- ast. Er nú verið að glerja turnbygg- inguna og á þannig gnauð sem stafar frá turninum að hverfa. Helga og Peter benda á að ófrá- gengin byggingarsvæði geta verið slysagildrur og óyndisleg sjón. Und- ir þau sjónarmið geta allir tekið og því er það skýr stefna að komi til þess að framkvæmdir á bygging- arreitum í borginni stöðvist óvænt vegna þrota byggjanda munu borg- aryfirvöld að sjálfsögðu grípa til þeirra heimilda, sem þau hafa sam- kvæmt lögum og reglu- gerðum, og miða fyrst og fremst að því að tryggja öryggi borg- arbúa og umhirðu í kringum bygging- arsvæðin. Verði tafir á framkvæmdum vegna þeirrar efnahagsstöðu sem nú er uppi hljótum við hins vegar að vona að slíkar tafir verði að- eins tímabundnar. Til upplýsingar er rétt að benda á að byggingarfulltrúi hefur ennfremur sett sérstakar vinnureglur, sem kynntar hafa verið í skipulagsráði Reykjavíkur, um til hvaða ráða yrði gripið þar sem byggingarfram- kvæmdir kynnu að stöðvast. Við skulum vona að beita þurfi þeim reglum á sem fæstum stöðum. Svar til Helgu og Peters Hanna Birna Krist- jánsdóttir svarar grein Helgu M. Ög- mundsdóttur og Peters Holbrook »… samkvæmt upplýsingum bygg- ingarfulltrúans í Reykjavík standa bygg- ingarframkvæmdir á lóðinni enn yfir og hafa ekki stöðvast. Höfundur er borgarstjóri. NÝVERIÐ voru opnaðar tvær smiðjur á vegum Matís ohf. sem eiga að auðvelda frum- kvöðlum að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Annars vegar er matvæla- smiðja á Höfn í Horna- firði þar sem menn geta prófað sig áfram og útfært hug- myndir sínar og hráefni þannig að úr verði fullbúin markaðsvara. Með þessu móti er hægt að kanna, án mik- ils tilkostnaðar og með liðsinni sér- fræðinga Matís, hvort raunhæft og hagkvæmt sé að framleiða tiltekna vöru. Hins vegar er líftæknismiðja á Sauðárkróki þar sem frumkvöðlum í líftækni er sköpuð aðstaða til að þróa sínar vörur og vinnsluferla í samvinnu við sérfræðinga Matís. Smiðjan verð- ur nokkurs konar klakstöð nýrra sprotafyrirtækja í líftækni og mjög mikilvæg í að stytta ferlið frá hug- mynd til markaðar. Ekki veitir af í þessu árferði að ýta undir hvers kyns frumkvöðlastarf og nýsköpun og hlúa um leið að þeim fjöl- mörgu vaxtarsprotum sem við eigum. Við erfiðleikaaðstæður kvikna einmitt oft góðar hugmyndir. Ísland hefur verið dýrt land, hér hefur hátt gengi hamlað vexti nýrra sprota. Nú er þetta að breytast og ljóst að möguleikar til nýsköpunar geta orðið margvíslegri en áður – og kannski óvæntari. Þessi tækifæri verðum við að reyna að grípa – og grípa þau greitt, því venju fremur ríður á að nýta þau sem best og leggja þeim lið sem á þurfa að halda til að hrinda góð- um hugmyndum í framkvæmd. Nýtum tækifærin Þegar svo háttar til skiptir miklu máli að við höfum styrkt grunngerð samfélags okkar á síðustu árum. Menntunarstigi þjóðarinnar hefur fleygt fram. Tæknibylting samtímans, sem við höfum verið fljót að tileinka okkur, og aðgangur að þekkingu um allan heim telst okkur til tekna og ber að nýta samfélaginu til heilla. Sú starfsemi sem Matís og fleiri fyrirtæki og stofnanir ríkisins hafa byggt upp um land- ið í nánu samstarfi við atvinnulífið og rann- sókna- og menntastofn- anir okkar eru til marks um trausta grunngerð sem styrkir okkur í nán- ustu framtíð. Þetta er eins og í íþróttunum. Við höfum byggt upp þróað leikkerfi, skipulagt okk- ur til sóknarinnar og nú þegar færin gefast eigum við nýta okkur þau í þaula. Blásum til sóknar Það þarf auðvitað ekki að orðlengja neitt um þann gríðarlega vanda sem við er að glíma á efnahagssviðinu. Hrun bankakerfis, samdráttur lands- framleiðslu, mikil verðbólga, snar- lækkun gengis, vandkvæði í gjaldeyr- isviðskiptum og háir vextir eru ástand sem við getum ekki búið við. Verk- efnið framundan – og það er risaverk- efni – er að breyta þessu ástandi; snúa vörn í sókn. Undanfarnar vikur hefur verið brugðist við hinum gríðarlega vanda sem að okkur hefur steðjað. En nú þarf að horfa til framtíðar og hyggja að því hvernig byggja má upp. Við blásum til sóknar, mitt í þeim erfiðleikum sem við er að glíma. Mót- lætið má nefnilega ekki buga okkur, heldur stæla til enn frekari átaka. Einfaldlega vegna þess að nú ríður á að okkur takist að rífa okkur upp, nýta þá sprota sem hægt er að örva til frekari vaxtar, undir formerkjum þekkingar og framtaks sem við, ís- lensk þjóð, eigum kappnóg af. Einar Kristinn Guðfinnsson segir frá frumkvöðla- starfi Einar K. Guðfinnsson » Smiðjan verður nokkurs konar klak- stöð nýrra sprotafyr- irtækja í líftækni og mjög mikilvæg í að stytta ferlið frá hug- mynd til markaðar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vaxtarsprotarnir leynast víða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.