Morgunblaðið - 22.11.2008, Side 54

Morgunblaðið - 22.11.2008, Side 54
54 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008  Félagarnir President Bongo, DJ Margeir og Hairdoctor, sem saman mynda skemmtanafyrirtækið Jón Jónsson ehf. eru ekki af baki dottn- ir þótt kreppi að, og ætla að standa í stórræðum fyrir komandi jólahá- tíð. Hinn 20. desember munu nefni- lega Íslandsvinirnir í Ratatat spila á tónleikum á Broadway sem þeir félagar standa fyrir. Ratatat, sem er bandarískur rafdúett, kom fram á Iceland Airwaves árið 2005 og vakti þar mikla kátínu meðal við- staddra. Margar nafntogaðar sveit- ir og tónlistarmenn hafa fengið Ratatat til að túra með sér og má þar nefna listamenn á borð við Björk, Franz Ferdinand, Interpol, Daftpunk, CSS og The Killers. Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is og í verslunum Skífunnar og hefst á kl. 10 á mánudaginn. Engin kreppa hjá Jóni Jónssyni og félögum Fólk Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ÓTTAR M. Norðfjörð er umsvifameiri en margur fyrir þessi jól, því hann sendir frá sér þrjár bækur: Sólkross, teiknimyndasöguna Tíu litla bankastráka og þriðja og síðasta bindið í ævisögu Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar: Gissurson? Hver er orginal? Til að fagna þessum býsnum efnir Óttar til fagnaðar í Máli og menningu á Laugavegi í dag kl. 13.30. Þar verður ýmislegt við að vera, kaffiveitingar í boði og djass framreiddur af Hrafnasparki, en einnig verður skáldið á staðnum, les úr Tíu litlum bankastrákum og ræðir við gesti. Að auki verður síðan hægt að kaupa bókina Sólkross og fá í kaupbæti fimm bóka Óttars: Hníf Abrahams, Tíu litla bankastráka, teiknimyndasöguna Jón Ásgeir og afmæl- isveisluna og Gissurson? Hver er orginal? Óttar segir að sig hafi langað til að brydda upp á ein- hverju nýju, „láta gott af mér leiða og fá umbun í stað- inn“, segir hann og hlær við, en höfuðtilgangur uppá- komunnar er að kynna Sólkrossinn sem hann segir sjálfstætt framhald Hnífs Abrahams með íslenskri sögu í forgrunni. Alla jafna segist Óttar lítið gaman hafa af að lesa upp, hann sé ekki spenntur fyrir því að setja sig á stall frammi fyrir lesendum sínum. „Það er ekki gaman að vera í svo mikilli fjarlægð frá fólki, en mér finnst aftur á móti mjög gaman að hitta les- endur mína og spjalla við þá. Þá kvikna líka oft hug- myndir sem skila sér síðan í næstu skáldverk.  Hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, kom fram í splunku- nýrri mynd á samstöðutónleikunum í Laugardalshöll á laugardaginn, en í framlínu sveitarinnar voru Jónsi í Svörtum fötum og Hara- systur. Þessi nýja skipan sveitar- innar virðist komin til að vera því sveitin ætlar að koma fram í sömu mynd á tónleikum í Duus húsum í Keflavík í kvöld. „Grasrótin hefur kallað á stöðugleika í framvarða- sveit Stuðmanna og við erum að reyna að mæta því kalli,“ segir Jak- ob Frímann Magnússon, formaður Stuðmanna, um hina nýju uppstill- ingu sveitarinnar. Það virðist því vera ljóst að Egill Ólafsson sé endanlega hættur í Stuðmönnum, og fylgir hann þar með fordæmi Ragnhildar Gísladótt- ur, Þórðar Árnasonar og Valgeirs Guðjónssonar. Eins og margir ef- laust vita er Egill meðal fremstu söngvara landsins, og ekki á valdi hvers sem er að feta í fótspor hans. Það er því töluverð pressa á Jónsa sem mun þó eflaust gera sitt besta til að klæða Stuðmannalögin í nýjan búningi, það er að segja í svört föt. Verða Stuðmenn í svörtum fötum? Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is TÓNLEIKAR undir yfirskriftinni Baráttukveðjur fara fram í dag í Vetrargarði Smáralindarinnar á milli klukkan 16 og 18. Tónleikarnir eru haldnir að undirlagi rapparans Ká Eff Bé og er ætlað að styðja við bakið á fólki sem á erfitt og sér- staklega þeirra sem kljást við krabbamein. „Ég samdi lag sem ber þetta heiti, „Baráttukveðjur“,“ segir Ká Eff Bé eða Kristinn F. Birgisson. „Það var samið til kærustu minnar sem stríðir við krabbamein. Ég sendi síðan krabbameinsfélaginu tölvupóst og bar þá hugmynd undir forsvars- menn þar hvort það væri ekki snið- ugt að gera myndband við lagið. Ég var óðar boðaður á fund og markaðs- stjórinn þar, Gústaf, vildi ólmur koma þessum tónleikum á.“ Kristinn segist hafa verið að dútla við tónlist lengi, aðallega í frí- stundum og hann sé tiltölulega ný- kominn úr pásu. Unnustan, sem hann kynntist fyrir ári, tendraði í honum neistann á nýjan leik. „Hún er kveikjan að því að ég byrjaði aftur,“ segir Kristinn og seg- ir aðspurður að vissulega geti það tekið á að lifa með krabbameini. „En tónleikunum er líka ætlað að vinna gegn fordómum í garð þessa ástands. Við lifum okkar lífi eins og hver annar, gerum alla þessa venju- bundnu hluti þó að krabbameinið sé staðreynd.“ Ókeypis er inn á tónleikana og all- ir þeir sem að þeim koma, tónlistar- og tæknimenn, gefa vinnu sína. Fram koma Ká Eff Bé og Matti, Ástþór Óðinn ásamt Möggu Eddu, Dark Harvest, Agent Fresco, Vít- amín, Mammút, Anna Hlín, Stjörn- uryk og Heiður. „Þetta er ekki fjársöfnun,“ segir Kristinn að lokum. „Þetta snýst fyrst og fremst um það að fólk komi saman, veiti hvað öðru styrk um leið og ég vonast til að fólk verði meira meðvitað. Vonandi mæta sem flestir í baráttuhug …er það ekki líka já- kvætt að komast á fría tónleika í yf- irstandandi kreppu? (hlær).“ Fólk veiti hvað öðru styrk Baráttubræður Ástþór Óðinn og Ká Eff Bé skipuleggja tónleikana. Baráttutónleikar að undirlagi rapparans Ká Eff Bé í dag Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ var um haustið 2006 sem blaðamaður ræddi síðast við Ragnheiði Gröndal. Þá voru fimm dag- ar í það að hún færi í nám til New York og var hún á fullu í hljóðveri Flís-manna við Hafravatn að klára plötu sína Þjóðlög ásamt bróður sínum Hauki. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hún verið á fullu í nokkur ár en Þjóðlög var þá fjórða plata hennar. Dvölin í New York var bæði ánægjuleg og erfið og nýja platan, Bella & her Black Coffee er á vissan hátt uppgjör við þann tíma „Það rennur ákveðið tema í gegnum plötuna, svona „ein í stórborg“-andi,“ segir Ragnheiður. „Titillinn vísar líka í gamalt blúslag. Og svo heitir kisan mín líka Bella.“ Ragnheiður viðurkennir að hún hafi eiginlega verið búin á því þegar hún kom út til stórborg- arinnar. „En þar fékk ég líka tíma til að stoppa aðeins, hugsa og finna sjálfa mig. Það var búið að vera gríðarlegt álag mjög lengi, ég var svo ung þegar ég byrjaði og það var talsvert um að það væri verið að tosa mann í hinar og þessar áttir.“ Öruggari lagasmiður Á plötunni nýju eru sjö lög eftir Ragnheiði og þrjú tökulög. „Mér finnst ég vera að finna mig betur sem lagasmið. Ég er þannig öruggari en á fyrstu plötunni minni af því taginu (After the Ra- in, 2005). Ég vandaði mig við það að gera þetta frá hjartanu og var að sækja í látlausan anda að hætti Joni Mitchell sem er mikil hetja.“ Plötuna vann hún náið með Guðmundi Péturs- syni og Kidda „Hjálmi“ og saman mótuðu þau hljóðmyndina. En lengi var von á einni, og á tíma- bili var jafnvel útlit fyrir að platan kæmi ekkert út. „Ég var mjög lengi ósátt við þessa plötu. Hún átti að koma út fyrir síðustu jól en ég lagði hana bara á hilluna. Ég bara náði ekki að festa mig við hana og fannst aldrei neitt nógu gott. En þar kom að vinnan fór að bera árangur og ég fór að ná átt- um. Ég er því dauðfegin að hafa í fyrsta lagi kom- ist yfir þennan hjalla og svo í öðru lagi að hafa loksins komið plötunni út. Ég er afskaplega sátt.“ Ragnheiður og co halda smá kynning- artónleika vegna plötunnar á Rósenberg þann 15. desember en útgáfutónleikar bíða fram yfir ára- mót. Loksins sátt  Ragnheiður Gröndal gerir upp árið í New York á nýrri plötu sem nefnist Bella & her Black Coffee  Var eiginlega búin að henda henni frá sér á tímabili Morgunblaðið/Golli Ný sólóplata Ragnheiður Gröndal hefur sent frá sér nýja breiðskífu, Bella & her Black Coffee, sem inniheldur sjö lög eftir hana og þrjú tökulög. Baráttukveðjur til Auðar mbl.is | SjónvarpLagið má nálgast hér: www.myspace.com/kaeffbe Mjög gaman að hitta lesendur og taka þá tali

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.