Fréttablaðið - 08.05.2009, Page 23

Fréttablaðið - 08.05.2009, Page 23
Forréttur Chorizopylsur (reykt ar) og grillaðar með arepas (brauði). Arepas 1½ bolli vatn 1 bolli maísmjöl (P.A.N.) klípa af smjöri ögn af salti og sykri Brauðið er mótað í höndunum og grillað í um 5 mínútur á hvorri hlið. Aðalréttur 200-250 g nautasteik krydduð með salti og pipar eða Red Roy- steikarkryddi. Meðlæti með aðal- rétti. Kartöflubátar með krydd- jurtablöndu bakaðir í ofni í um 50 mínútur. Steikt niðurskorið grænmeti Rauðlaukur, púrrulauk- ur, gulrætur, paprika, léttsteikt á pönnu og kryddað með salti og pipar. Sveppasósa ½ dós sveppasmurostur matreiðslurjómi blandaðir sveppir klípa af smjöri nautakjötkraftur Sveppir steiktir á pönnu, osti og rjóma bætt út í og kryddað með kjötkrafti. Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 ALÞJÓÐLEGI FARFUGLADAGURINN verður haldinn hátíðlegur á Álftanesi laugardaginn 9. maí. Boðið verður upp á gönguferðir og fuglaskoðun, leiðbeiningar um fuglaljósmyndun og ýmsar upplýsingar um fugla, ferðir þeirra og farleiðir og um náttúru Álftaness. www.umhverfisraduneyti.is „Chorizo-pylsur eru vinsælar í Kólumbíu,“ segir Carlos Mendez, matreiðslumaður í Kjöthöllinni, og nefnir að þær séu borðaðar á sama hátt og pylsur með öllu hér á Íslandi. „Arepas er brauð sem búið er til úr hvítu eða gulu maísmjöli og er mikið notað með mat í Suður- Ameríku,“ segir hann og bætir við að það sé það safaríkt að sósur eru eiginlega óþarfar. Carlos er fæddur í Kólumbíu og kom hingað árið 1986 sem skipti- nemi. „Nú er ég búinn að vera leng- ur á Íslandi en í Kólumbíu,“ segir Carlos sem bjó lengi á Skaganum. Hann minnist þess að margt hafi breyst í matarmenningunni hér síðan þá. „Hrísgrjón voru þá aðal- lega notuð í grauta, en ekki sem meðlæti eins og nú er gert.“ Spurður um góð ráð við eldun nautakjöts svarar hann: „Margir gera þau mistök að vera alltaf að skera í kjötið meðan á eldun stend- ur, en kjötið gefur minna eftir því sem það er meira eldað. Þess vegna er ágætt að koma við kjötið með þumlinum og finna þannig út hversu mikið það er eldað. Með kólumbísku ívafi Carlos Mendez, matreiðslumaður í Kjöthöllinni, bauð starfsfélögum sínum á dögunum til sumargrill- veislu þar sem hann bauð upp á grillaðar chorizo-pylsur og dýrindis nautasteik ásamt meðlæti. FORRÉTTUR OG AÐALRÉTTUR AÐ HÆTTI CARLOSAR Með þessu og hinu Og enn af góðum ráðum frá Carlosi: „Gott er að nota sérlag- aða maríneringu sem hægt er að fá í Kjöthöllinni á kartöflurnar og baka þær þess vegna í ofni,“ segir hann og bætir við að tilvalið sé að vera duglegur við að grilla það grænmeti sem til er í ísskápnum hverju sinni til að hafa með steik- inni.“ - vg Carlos Mendez með aðalréttinn og auð- vitað er nautakjötið rétt steikt. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Heimasíða www.perlan.is H rin g b ro t Næg ókeypis bílastæði við Perluna Ódýrt og gott! Súpubar 620 kr. Salatbar 990 kr. Súpa og salatbar á aðeins 1.430 kr. ~ NÝBAKAÐ BRAUÐ FYLGIR MEÐ SÚPU- OG SALATBAR. ~ Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Crépes, samlokur, pizzur og smurt brauð. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Nýr A la Carte og 4ra rétta seðill Nánari upplýsingar á www.perlan.is FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.