Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1938, Síða 4

Skinfaxi - 01.04.1938, Síða 4
4 SKINFAXI sínum þannig, að þeir verða minni menn að. Stund- um er þetta hvorttveggja svo ríkt, að örðugt virð- ist eða ógerlegt, með þeim ráðum, og þeirri þekk- ingu, sem vér eigum völ á, að koma i veg fyrir, að einstaklingur verði siðlegt vanmetafé eða mannleg úr- hrök. En slik tilfelli eru vafalaust miklu færri en ætla mætti, af tölu þeirra barna og unglinga, sem i vandræði liafa ratað, einni saman. Miklu oftar en hitt er það óheppilegt hlutleysi umliverfisins, sam- fara skorti hins unga einstaklings á hugkvæmni, frumkvæði og framtaki, sem er orsök þess og undir- rót, að tómstundir ungra einstaklinga verða þeim að litlu uppeldisliði, eða engu, — eða minna en engu. Margir hafa vafalaust veitt því athygli, að þegar börn leika sér sjálfráð, lenda leikir þeirra alloft i formlaus og meiningarlaus ærsl, liávaða og gaura- gang og tilefnislausar ýfingar. Þetta er ekki af því, að börnin uni þessu formleysi og tilgangsleysi bezt, heldur af hinu, að þeim dettur ekliert í hug, það er vakið getur áhuga þeirra og þau eru ánægð með. Það sést bezt á því, að ef þau fá viðfangsefni fyrir utanaðkomandi frumkvæði, þá er því tekið fegins hendi og formleysið og hávaðinn er ótrúlega fljótt að hverfa. Þegar engin áliugaefni kalla að barninu eða ung- lingnum og hugurinn rekst ekki í leit sinni að við- fangsefni á neitt, sem hann er ánægður með, þá hníga ýms rök að því, að unga einstaklingnum verð- ur fremur reikað á hinn breiða veg undan brekk- unni. Hann er hægri og girnilegri, þegar ekkert tak- mark freistar uppi á brúninni. — Vert er í þessu sambandi að gera sér Ijósa þá sálfræðilegu stað- reynd, að ef unglingurinn er óánægður með sjálfan sig, annað hvort fyrir mistök, sem hann hefir gert, eða honum finnst hann hafa gert, eða fyrir það, að hann finnur sér ekki viðunandi viðfangsefni, þá er

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.