Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1938, Side 59

Skinfaxi - 01.04.1938, Side 59
SKINFAXI 59 ■ustu með (stökklengd þar er 45 stikur). En sjálfsagt er, að setja stökkbrúnina 5—20 stikum ofar en gjört var ráð fyrir. í öðru lagi var heimsstyrjöldin nú í algleymingi, og olli hér, eins og öllum mun nú í fersku minni, hinurn mestu trufl- unum, og varð til hins mesta meins þeirri drengskaparhug- sjón, sem Umf. gjörðu sér „leiðarljós í stafni“. í þriðja lagi var nú risinn hér sjálfstæður félagsskapur, s.em virtist fyrst og fremst til þess kjörinn, að halda áfram þessu starfi. En hið nýja félag, Skíðafélag Reykjavikur, sýndi enga viðleitni til þessa. Olli það hinum mestu vonbrigðum, og ekki að ástæðulausu. En þá höfðu mörg þeirra málefna, sem félögin höfðu mest beitt sér fyrir, náð fram að ganga, og að nokkru leyti miklu fyrri en vonir stóðu til. Sérstaklega þegar íþróttasamband íslands var stofnað árið 1912, og það tók í sínar hendur hina margþættu íþróttamenningu þjóðar- innar, sem annars var eitt af hinum stærstu hugsjónamál- um Umf. frá öndverðu. Að vísu voru nú veðurfarsástæður óhagstæðari en áður, og að sumu leyti líkast því, að öllu hefði verið snúið við, svo að í stað snjókomu gengu hér rigningar, og í stað langviðra voru hér komnir til sögunnar umhleypiiigar, svo að enginn dagur var nú „til enda tryggur". Var þetta til inikils baga, með tilliti lil skíðalistarinnar, en hún var aðeins önnur af tveimur aðalhvötum, sem lágu að baki þessu mikla mannvirki. Annað aðatmarkmið félaganna var skógræktarmálið. Var ráðgert, að gróðursetja tré upp með báðum skjólgörð- um brautarinnar, og svo sem unnt væri, einnig í hálfhring umhverfis flötina framundan brautinni. Þessi hugsjón var, og •er enn, — án tillits til skíðalistarinnar, — svo mikilsverð, að hennar vegna út af fyrir sig, eiga skíðabrautarfyrirætl- anir U.M.F.R. og U.M.F. Tðunnar fyllstu kröfu til, að þeim :sé skipaður sess í fremstu röð, þegar talin eru afrek ein- stakra félaga, til gagns og gleði höfuðstaðarbúum að fornu og nýju. Og skíðabrautin, eins og félögin létu hana cftir sig liggja, hefir veitt svo mikla gleði og mörgum, þrátt fyrir ó- hagstæð veðráttuskilyrði, að ekki hefir verið betur gjört af hálfu neinna annarra, á vegum skíðalistarinnar. Starf U.M.F.R. og U.M.F. Iðunnar í þágu skiðamenningar hér á landi, er geysitegl og ómótmælanlegt, og Skíðabraulin i Öskjuhlíð er sönnunargagn, sem ekki verður vefengl, enda koma liá til frekari staðfestingar bækur „fyrirtækisins", sem allar eru til, a. m. k. þær þýðingarmestu. Samkvæmt hluthafaskrá H/f „Skiðabrautin“ hafa verið gefin út 908 hlutabréf, en það skýr-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.