Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1938, Page 72

Skinfaxi - 01.04.1938, Page 72
72 SKINFAXI íslands muni styðja þessa starfsemi vora meS ráSum og dáð. Því miður verður ekki unnt að liefja framkvæmdir og stofna ræktunardeildir unglinga samtímis í öllum þeim sambands- félögmn vorum, sem liklegt er, að taka vildu upp slíka starf- semi. Má tæplega búast við, að hægt verði að hafa nema einn ráðunaut starfandi, en hann kemst ekki yfir nema tak- markað svæði. Helzt er hugsað til að byrja á stærstu héraðs- samböndunum, „Skarphéðni“ og U.M.S. Borgarfjarðar. Ráðu- nautur er þegar fenginn, ungur og áhugasamur búfræðikandi- dat, einmitt sá, sem vér höfðum heizt kosið til starfans: Hauk- ur Jörundsson (Brynjólfssonar alþm.), kennari við hænda- skólann á Hvanneyri. Mun hann hefja leiðbeiningaferðir í maíbyrjun í vor. „Friður á jörðu“. Síðasta sambandsþing lagði svo fyrir, að Umf. skyldu leggja lið silt til þess starfs, sem unnið er víða um lönd i þágu frið- ar á jörðu. Samkvæmt því hefir U.M.F.Í. haft starfandi friðar- nefnd innan vébanda sinna, tekið þátt í skipun friðarnefndar norrænna æskulýðsfélaga og átt fulltrúa á alþjóða-friðarfundi æskulýðsfélaga i Genf. Frá þessu hefir áður verið skýrt i Skinfaxa. í desember siðastl. var stofnuð i Reykjavík íslandsdeild úr norræna friðarfélaginu „Mellanfolkligt samarbete", en það hafði áður víðtæka starfsemi i öllum hinum fjórum Norður- landaríkjunum. Var starfsemi hafin hér, eftir tilmælum stjórn- ar aðalfélagsins í Stokkhóhni. Þrír ungmennafélagar sitja í stjórn íslandsdeildarinnar: Guðlaugur Rósinkranz formaður, Aðalsteinn Sigmundsson ritari og Aðalbjörg Sigurðardóttir gjaldkeri. í lögum íslandsdeildarinnar er ákvæði um það, að félög og félagasambönd geti sem heildir verið i deildinni og tekið þátt í stjórn hennar og starfi. Hefir U.M.F.Í. þegar gengið í deildina sem heild. Var það fyrst félaga til þess, en Presta- félag íslands er einnig komið. Bindindisráð íslands. Fyrir atbeina ráðunauts ríkisstjórnarinnar í áfengismálum, hefir verið stofnað Bindindisráð íslands. Auk ráðunautsins, sem er sjálfkjörinn formaður ráðsins, eru í því tveir fulltrú- ar frá Stórstúku fslands, einn frá Sambandi bindindisfélaga í skólum og einn frá U.M.F.f. — Ráðið á að stjórna samstarfi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.