Skinfaxi - 01.04.1938, Page 79
SIvINFAXI
79
ið. Er það að vonum, því að skáldin eru af tveimur kyn-
slóðum næsta ólíkuin. Annað roskinn og þroslcaður bóndi, liitt
ungur og vaxandi kaupstaðardrengur. Milli þeirra er stærsta
bil, sem enn hefir myndazt milli tveggja samtímakynslóða á
íslandi.
Sigurður Jónsson á Arnarvatni heíir raunar verið i tölu
þjóðskálda vorra síðan uni aldamót, þó að hann hafi ekki gef-
ið Ijóð sín út fyrr en nú. Nokkur afhragðskvæði eftir hann
hafa birzt í blöðum og tímaritum, m. a. í Skinfaxa, og hafið
yfir allan efa, að hann er merkilegt skáld. Vinsælasta Ijóð
hans og kunnasta er Sveitin mín, „þjóðsöngur íslenzkra
byggða“, eins og það hefir verið nefnt. Allir, sem tengdir eru
íslenzkri sveit, kunna og syngja af hrifningu „Fjalladrottning,
móðir mín“ og „Blessuð sértu, sveitin min“. — Bók Sigurðar
U p p t i 1 f j a 11 a, er lítil fyrirferðar, en þar er hvert kvæði
öðru snjallara og yndislegra. Ef nokkur ljóðabók á erindi til
ungmennafélaga, |já á hún það.
Unga skáldið nefnist Jón úr Vör, tvítugur piltur vestan af
Patreksfirði. Örfá smákvæði, sem birzt höfðu eftir hann áð-
ur, vöktu athygli á honum. Og litla bókin hans, Eg ber
a ð d y r u m, sýnir ótviræðan efnivið. Og við meiru en þvi
má ekki búast, á svo ungum aldri. Hið unga skáld fer ekki
troðnar brautir og er sékennilegt i efnisvali. Beztu kvæðin
lýsa „amstri og önn“ alþýðufólksins í þorpinu við sjóinn, og
er fagnaðarefni, að það fær hér sitt skáld. — Bók Jóns úr
Vör var svo vel tekið í Reykjavík, að hún seldist þegar upp
og önnur útgáfa kom út jafnskjótt. Það eru óvefengjanleg-
ustu meðmælin.
Það er annars fróðlegt og gaman, að bera saman æsku-
ljóðin i bók Sigurðar á Arnarvatni og ljóð Jóns úr Vör. Þau
sýna allgl-einilega muninn á lífsviðhorfi gáfaðs sveitaunglings
um síðustu aldamót, og gáfaðs æskumanns á kaupstaðarmöl lið-
andi ára. En það er efni í lengri ritgerð en hér er rúm fyrir.
Gunnar M. Magnúss rithöfundur sendi frá sér nýja æsku-
lýðssögu i haust. Suður heiðar. Saga frá Lyngeyri heit-
ir hún. Fyrri unglingabækur Gunnars, Brekkur, Börnin frá
Víðigerði og Við skulum halda á Skaga, hafa náð mjög mikl-
um vinsældum. En uin þessa nýju bók er það fljótsagt, að
hún er langbezta bók höfúndar og í allra fremstu röð ís-
lenzlcra æskulýðsbókmennta, bæði um skáldlega meðferð efn-
isins og inn hugsunargöfgi og æskilegar fyrirmyndir. Segir
hún frá félagssamtökum, menningarviðleilni og áhrifum drengj-