Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 23
SKINFAXI 71 ernisvitund manna, vekja atliygli á islenzkunx verð- mætum, og benda á gildi þeirra og vekja á þann hátl lieilbrigðan þjóðarmetnað, en koma í veg fyrir van- metakennd. Jafnframt liefir það viljað vekja menn til Imgleiðingar um hvers virði þjóðerni, tunga og bók- menntir liafa verið þjóðinni á umliðnum öldum. Og loks hefir það viljað skora á menn að líta með hæfilegri sjálfsvirðingu á það sem íslenzkt er og brýna menn til að vera góðir íslendingar. Með vökunni i lcvöld og þeim, sem á eftir kunna að fara í vetur, er tilgangurinn enn sá sami. En í kvöld er einmitt til þess sérstök ástæða. 1. desember er, eins og ég drap á í upphafi máls míns, sérstakur og þýð- ingarmikill minningadagur fyrir íslenzku þjóðina. Þeg- ar hún minnist þess hverja baráttu það lcostaði að endur- beimta fullveldi vort og sjálfstæði, ætti bún að skilja betur en ejidranær, liverja þýðingu það hefir, að varð- veita það svo, að ekki komi til þess, að vér glötum þvi aftur. 1. desember er tilvalið tækifæri fyrir livernogeinn að rifja upp sögu þjóðarinnar og reyna að skilja rás bennar. Slíkar liugleiðingar ættu að leiða til þess, að mönnum yrði sæmilega ljóst bvað það var, sem aðal- lega varð ísl. sjálfstæði að falli fyrr á öldum, bvaða afleiðingar ósjálfstæðið og kúgunin liafði fyrir þjóð- ina, og hverja þýðingu fullveldið befir fyrir oss baft, eftir að það var fengið. Samanburður liinna sögulegu sanninda og staðreyndanna i dag, ætti svo að geta verið lærdómsríkur fyrir hvern og einn. Sé 1. desem- ber notaður til þessa, getur liann baft mikla þýðingu fyrir þjóðlíf vort. Stúdentafélag Reykjavikur befir með vökunni í kvöld, viljað gera sitt til að svo mætti verða. Leiði ]>essi kvöldvaka til þess að einhver verði betri íslend- ingur, eftir en áður, er tilganginum náð.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.