Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 34
82 SKINFAXI lega. Enginn nær afreki, né leikni strax. Æfðu þig fyrst spjótlaust eða með smá steinum. Ef þú finnur til í öxl eða olnbogabót, skaltu strax bætta æfingunni eða liðka þig með leikfimiæf- ingum. Reyndu að vera nógu gagnrýninn á sjálfan þig og bafðu, þegar þú mögulega getur, einhvern hjá þér til þess að finna að og leiðrétta. Þú getur sagt bonum bvað bann ó að leiðrétta. Nokkrir gallar: 1. Spjótinu haldið í stifri hendi og með spenntum handlegg. 2. Hlaupið til með óreglulegum, þunglamalegum skrefum. 3. Spjótinu rykkt aftur með afli. 4. Spjótfellingin raskar réttum hlaupskrefum, svo að liraðinn minnkar. Fótunum stigið niðui meir til hliðar en beint áfram. 5. Krossstigið of langt og bolurinn undinn aftui eða jafnvel tvö eða þrjú krossstig. (i. Hikað í kaststöðunni, til þess að ná sem lengstri seilstöðu. 7. Byrjað á kastbreyfingunni áður en vinstri fót- ur nemur við jörðu í kaststöðunni. 8. Hægri fæti stigið fram áður en kasthreyfingun- um er lokið. 9. Þverstrik I haft of nærri kastbrún, svo að líkam- inn fellur fram yfir hana. 10. Heildasvipur kastsins er erfitt, silalegt átak, i stað reiprennandi samfellu snöggra, fjaðurmagn- aðra og mjúkra viðbragða með vaxandi hraða. Mundu að íþróttin á að vera þér leikur, en ekki erfiði

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.