Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 35
SKINFAXI 83 Sr. Jakob Jónsson: Yfir Klettafjöllin. (Ferðasögubrot.) Það er ekki fyr en morguninn eftir, að lagt er af stað frá Wynyard, að það vottar fyrir Klettafjöllunum í vestrinu, og upp frá því fer landið að smáhækka, og á áttatíu mílna vega- lengd, fer lestin nálega 1100 ensk fet upp á við. Fyr á tím- um höfðu hinir svonefndu Stony-Indiánar bækistöðvar sín- ar á þessum hæðadröguin og i dölunum milli þeirra. Voru þeir þá herskáir mjög, en nú eru þeir taldir standa einna fremst af þjóðbræðrum sínum að dugnaði og ötulleik. Þó er augljóst, þegar farið er í gegnum Indiánabyggðirnar, að þeir eru hvorki þar né annars staðar hændur af lífi og sál. Þarna á hæðun- um eru mörg örnefni tengd við þjóðsagnir og þjóðtrú Indíána. Þeir ímynduðu sér hæðirnar i heild sem stóran risa. Þar eru Hné-hæðir, Handar-hæðir og Olnbogi. Ennfremur eru þar Andafljótin og fleiri slik nöfn. Eins og önnur náttúrunnar börn, áttu Indiánar næma tilfinningu fyrir dulræni jarðar- innar og ófu hugmyndirnar um lif hennar inn í þjóðarskáld- skap sinn. Sum örnefni þeirra eru yndislega fögur og skáld- leg. Vatn eitt nefna þeir t. d. „Bros guðs“. En nú sleppum við öllum hugleiðingum um Indíánana, því að áður en varir erum við komnir að hinú mikla riki Klettá- fjallanna. „Skörðótt og hnjúkótt við himininn bera þau. Helming af vesturátt þversundur skera þau: Röð þessi af heiðhvítu hrönnunuin, kyngjunum, hnjúkum og strókum. — Úr blágrýtis dyngjunum, rammbyggða heimsálfu-girðing svo gera þau.“ Þannig kveður Stephan G. Stephansson um Klettafjöllin. Kvæði hans er sennilega ort um vor, meðan enn bar mikið á heiðhvítum hrönnum, en að öðru leyti kemur lýsingin heim við reynslu ferðamannsins á hvaða árstima sem er. Hafi ver- ið snjór i fjöllunum, þar sem eg fór yfir þau, hefir það ekki verið meira en svo, að mig rekur alls ekki minni til þess. Annars er þetta fjallaríki afar víðlent og þess vegna fjöl- breytt að útliti. Það hefir verið sagt, að Klettafjöllin mundu samsvara þvi, að hvorki meira né minna en 50 Svisslöndum væri skeytt saman. G*

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.