Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 36
84 SKINFAXI Ferðin þvert yfir Klettafjöllin tekur nálega sólarhring, frá |jví að komið er upp að klifunum að austan og til þess er lestin nálgast fyrstu þorpin á láglendinu að vestanverðu. Til samanburðar má geta þess að ferð yfir Alpafjöllin (frá Laus- anne til Como eða Arona) mun aðeins taka fimm klukku- stundir. Það er hrikalegur faðmur, sem opnast um leið og lestin smýgur inn í sjálf fjöllin. Annarsvegar eru furðulegustu klapp- ir, með rósum og rákum, hins vegar fjallatindar og hliðar. Eitt af þvi fyrsta, sem laðar að sér athyglina, eru þrir tind- ar á einum og sama fjallgarði. Bera þeir nafnið „The Three Sisters, — systurnar þrjár. Sú hæsta af þessum systrum er 9744 fet (ensk). Járnbrautarstöðin Canmore, skammt fyrir norðan, er 4290 fet yfir sjávarmál. Það, sem sézt af fjallinu er því á sjötta þúsund fet, sem sé 5448 fet. Skilst mér, að á þessum slóðum sé hvert fjallið af öðru á svipaðri liæð, mið- að við dalbotnana. Að ýmsu leyti eru Klettafjöllin ólik islenzkum fjöllum að svip og útliti. Fyrst og fremst er það sjálf hæð þeirra og fyrir- ferð, sem verður nærri því ógnandi. Lestin heldur áfram klukkustund eftir klukkustund, nýir dalir, nýir hnúkar, hamr- ar og þverhnýpi, siðan vötn, — og yfir þessu er sá fimbul- svipur, sem engin orð fá lýst. Það er eins og þessi ógurlegi fjallgarður sé gæddur undursamlegum, lifrænum þrótti. Hann hefir séð kynslóðir koma og kynslóðir fara; hann sá Rauð- skinnana elta fjallageitur og vísunda; hann heyrði söngva gullleitarmannanna, og eftir mjóum stigum og bröttum brut- ust landkönnuðir, trúboðar og verzlunarmenn. Síðast komu hlásandi eimlestir og bifreiðar bruna eftir mjóum sillum, þar sem farþegarnir loka augunum af ótta og ógn. En þó að menn- irnir hafi farið þessar ferðir, — og þó að þeir liafi byggt sér þar hallir og lireysi, stendur fjallgarðinum mikla á sama. Hann tekur hvorki eftir sumarhöllinni miklu við rætur Rundle- fjallsins, né litlu námu- og skógarhöggsþorpunum, sem nú standa auð og tóm og yfirgefin af mönnunr —• íbúðarhús og kirkjur hinna horfnu íbúa standa með opnum dyrum og gap- andi gluggum. Fjallgarðurinn er ímynd hins hamslausa rnátt- ar. Yfir honum hvílir hin eilífa ró óbyggðanna, þrátt fyrir allt, — kyrrð, svo djúp og sterk, að hin hæstu ösku eimpip- unnar verða að andardrætti manns, sem sezt á stein til að hvíla sig og fer síðan hurtu. Þú, sem þarna ferðast, ert svo óendanlega smár, eins og lítið blóm, sem stór hnefi lykur um. Þessum hnefa er stjórnað af einhverjum, sem þú sérð

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.