Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 30
78 SKINFAXI Sé felling spjótsins rétt gerð, á að virðast sem spjót- ið sitji eftir og líkaminn lilaupi frá því. Samhliða fellingu spjótsins vinzt kasthliðin til lilið- ar og í þeim skrefum, sem síðar eru stigin situr bolur og spjót á vissan hátt eftir, meðan fætumir hlaupa á undan þeim. Þá er vinstri fótur lýkur næsta skrefi (2), er kast- armurinn laust teygður aftur. Lófinn veit niður. Kast- hliðin hefir fallið enn meir aftur og til hliðar. Hægri fóturinn tekur nú næst seinasla skrefið (3) hið svonefnda krossstig. Hægra fæti er stígið snöggt og stutt fram fyrir vinstri fót, þannig að hnéð veit út til hliðar og jarki fótarins nemur við jörðu þvert á kast- stefnuna. Bolurinn verður nú enn nieir hliðhallur á eftir fótunum og hönd hins laust teygða kastarms er i mjaðmahæð. Hér má ekkert hik á verða. Vinstri fætinum er nú stigið langt fram. Við þetta hefir líkamsþunginn dregist aftur úr fótunum og lík- aminn fallið til hliðar í stöðu, sem likist beygðri stál- fjöður, en hvílir á fæli, sem. er í stöðu, er líkist sam- anþrýstum gormi. Hönd kastarmsins er nú búin að ná lengstu seil- stöðu til spjótsins, sem stefnir nú upp á við í hæð við munn. Höndin, sem hefir snúið lófanum niður, hefir snúisl inn á við svo að lófinn veit upp. (3. mynd G). Kaststöðunni er náð um leið og vinstri fótur nernur við jörðu og þá hefst .... Kastið: Jafnskjótt og vinstri fæti er slígið á jörðu nær því þverl við kaststefnuna, færist líkamsþunginn af hægri fæti yfir á þann vinnstri, þvi að við það að vinstri fótur nam beinn við jörð verkar hann sem, mót- staða gegn hreyfingunni og beinir lienni upp og áfram. (Sama og kemur fram er bíll eða hestur stöðvast snögglega. Maður vill áfram í sömu átt og með

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.