Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 47

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 47
SKINFAXI 95 3. Guttorniur Sigurbjðrnsson frá Gilsárteigi, á Austfjörðum. 4. Helgi Júlíusson frá Leirá, í Borgarfirði. 5. Jón Þórisson frá Reykholti, í Kjós og Eyjafirði eftir nýár. 6 . Kári Steinsson frá Neðra-Ási, í Suður-Þingeyjarsýslu. 7. Matthias Jónsson frá Kollafjarðarnesi, til áramóta á Eyr- arbakka og Stokkseyri, eftir áramót í Dalasýslu og Vestur- Húnavatnssýslu. 8. Sigríður Guðjónsáóttir á Eyrarbakka kennir þar stúlkum. Auk þeirra námskeiða, er kennararnir halda, þá gangast cinstök félög fyrir íþróttanámskeiðum, er njóta forystu heima- manna, sem ýmist eru íþróttakennarar eða áhugamenn í þeirri grein. Enn fremur stuðlar U.M.F.Í. að námskeiðum einstakra félaga í sérgreinum t. d. skiðafari. íþróttamót ungmennafélaganna stóðu með engu minni blóma s.l. sumar en sumarið 1941. Auk hinna venjulegu héraðsmóta voru haldin fjölda mörg iþróttamót af tveimur nágrannafélögum við góðan árangur. Þessi mót heima í hreppunum gefa ágætt tækifæri til undir- búnings héraðsmótunum og verða góður þáttur í skemmtana- lífinu, ef vel er á haldið. Framkvæmdir einstakra ungmennafélaga. Þrátt fyrir erfiðleika af völdum striðs og dýrtiðar, hafa allmörg Umf. liafið* framkvæmdir ýmissa íþróttamannvirkja eða undirbúning þeirra. Er U.M.F.Í. m. a. kunnugt um fram- kvæmdir þessara félaga: 1. Umf. Snæfell, Stykkishólmi liefir nýlega lokið við hygg- ingu gufubaðstofu i barnaskólahúsi kauptúnsins og vinnur að iþróttavelli og inyndun sjóbaðstaðar i útjaðri þorpsins. 2. Umf. í Helgafellssveit undirbýr leikvallabyggingu, skanunt frá samkomuhúsi sínu. 3. Ungmennasamband Norður-Breiðfirðinga vinnur að sund- laugarbyggingu á Reykhólum, sem er upphaf meiri fram- kvæmda á þeiin stað. 4. Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga og Ungmenna- félagið Grettir í Miðfirði vinna að byggingu sundlaugar að Asbyrgi i Miðfirði. 5. Umf. Dagsbrún í Höfðahverfi hefir i undirbúningi sund- laugarbyggingu við volga uppsprettu i sveitinni og myndun iþróttavallar. (i. Ungmennasamband Norður-Þingeyinga vinnur að iþrótta- velli i Ásbyrgi, sem er aðalsamkomustaður sambandsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.