Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 38
SKINFAXI 86 í Banff fór ég af lestinni. Hafði ákveðið að dvelja þar einn sólahring. Nú labbaði ég einn mins liðs ofan i bæinn. Eng- an þekkti ég þar, og óskaði þess með sjálfum mér, að þeir sem mér væru kærastir heima á íslandi, gætu notið þess með mér að sjá alla þá dýrð, sem fyrir augað bar, hvert sem ég leit. En ísland var nú orðið ónotalega fjarri. Vinir minir i Winnipeg höfðu sagt mér frá einum íslendingi, sem ætti heima í Banff. Væri það ung kona, sem héti Mrs. Margrét Moore, og ætti skozkan mann, er ynni i harðvörubúð. (Svo eru járnvöruverzlanir nefndar vestan hafs). Er það skemmst af að segja, að ég hafði upp á þeim hjónum og tóku þau mér opnum örmum. Borðaði ég ágæta máltíð á heimili þeirra, og dvaldi með þeim mestallt kvöldið, unz ég fór yfir á gisti- húsið, þar sem ég hélt til um nóttina. Þau hjónin gáfu mér góð ráð um það, hvernig ég skyldi verja timanum, og komu sjálf með inér eftir vinnutíma á ýmsa staði, sem vert var að sjá. Mrs. Moore er fædd og uppalin i Reykjavík og á þar náið skyldfólk. Eitt atvik verður mér lengi minnisstætt frá þessum degi á heimili þeirra, og þó að það þyki, ef til vill barnalegt og ekki mikils vert, ætla ég að rifja það hér upp. Litill drengur, sonur þeirra hjóna, átti að fara að sofa, að loknum kvöldverði. En snáðinn var nú ekki alveg á því að fara undir eins inn á draumalandið. Þá segi ég við hann eitt- hvað á þessa leið: „Heyr þú mig, lagsmaður! Ég fer aftur til íslands. Þar eru litlir drengir, sem eru frændur þínir, og þegar ég næ til þeirra, skal ég segja þeim, að ég hafi hitt litinn íslending inni i miðjum Klettafjöllum, og hann hafi farið að sofa undir eins og honum var sagt.“ Drengur var, eins og vænta mátti, stundarkorn að átta sig á því, hvílíka þýðingu þetta hefði fyrir mann, sem ekki gilti einu um heiður sinn og vildi hljóta frægð og álit i öðrum löndum. Loks sá hann þann kost vænstan að leggjast út af á koddann sinn. Og við rúm litla íslendingsins sat ég, með- an rökkrið var að siga yfir fjöll og fagra dali. Ég raulaði islenzku vögguljóðin um álftirnar, sem kvaka, litil börn, sem loka augunum og látast sofa, — og börnin, sem ramba fram á fjallakamba að leita sér lamba. Það var undarlegt að raula þess- ar vísur yfir íslenzku barni, svona langt burtu frá landinu helga, og á þessu augnabliki held ég, að ég hefði feginn skipt á Klettafjöllum og Kyrrahafi fyrir það að sitja við rúm litilla barna heima á íslandi og syngja bi-bí og blaka, meðan rökkr- ið væri að hjúpa jörðina sinni mjúku skikkju.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.