Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 40
88 SKINFAXI Var garðurinn í fyrstu fremur litill, en seinni árin voru garðarnir tveir og í þeirn mikið af fjölskrúðugum jurtum. Engum, sem sá þessa garða, gat dulizt, að þar voru þekking, alúð og nákvæmni sameiginlega að verki og fátt var Jóhannesi meiri ánægja, en að segja frá reynslu sinni og þekkingu i þessum efnum. Margir sveitungar Jóhannesar höfðu i seinni tíð komið sér upp skrúðgörðum með aðstoð hans og fyrir- sögn og fengið hjá honum plöntur. Eftir að hann brá búi, vor- ið 1930, vann hann oft í skrúðgörðum í Reykjavík að vorinu. Má af því ráða nokkuð, hversu vel honum hefir farið slíkt úr hendi. Eitt sinn, er við ræddum um slikt starf, sagði hann: „Þetta er mitt fag.“ Þetta var sagt í gamni, en bak við flest gaman leynist nokkur alvara. Á heimili Jóhannesar var lagður fyrsti visirinn að stofn- un ungmennafélagsins „Unnur djúpúðga", sem hefir starfað hér í sveitinni um 33 ára skeið. Jóhannes var um margra ára skeið hinn raunverulegi foringi þessa félags. En þegar hann, vegna annríkis og vanheilsu, varð að hætta störfum fyrir félagið, var hann kjörinn heiðursfélagi. Jóhannes hafði margt til að bera sem prýða má æskulýðsforingja. Hann var gleðimaður mikill á yngri árum, hafði allgóða söngrödd, var sny.rtimenni og prúður i framgöngu. Vel var hann máli far- inn og einbeittur og ákveðinn í þeim málum, er liann vildi beita sér fyrir. Hann skrifaði fallegt mál, enda á hann nokkr- ar beztu ritgerðirnar í félagsblaði „Unnar djúpúðgu“. Það ræður af líkum, að Jóhannes taldi ræktunarmálin eitt aðalmál ungmennafélaganna. Hvatti hann stöðugt félaga sína til að koma upp skrúðgörðum á heimilum sinum. Sjálfur var hann jafnan boðinn og búinn til leiðbeiningar. Hann vildi einnig að félagið ætti sína sameiginlegu gróðrarstöð. Eitt sinn, þegar rætt var um að taka til ræktunar fremur visinn móa- blett, en sumum fannst miður aðgengilegt, þá sagði Jóhannes, að það væri leikur einn fyrir félagið, að eignast þarna feg- ursta hektarann í sveitinni á tiltölulega skömmum tima. Eg gisti eitt sinn í Teigi snemma vors. Það var gengið seint til hvilu, því bóndi var ræðinn og kunni frá mörgu að segja. En snemma um morguninn vaknaði ég við það, að húsbónd- inn kom inn með yljað vatn, er hann hellti á hlómin í stofu- glugganum. Hafði gert frost um nóttina og var það því eitt af fyrstu morgunverkum bóndans, að vitja um þessi fóstur- börn sín, er hann vissi hvað voru viðkvæm fyrir kuldanum. Þetta litla atvik lýsir að minni hyggju allvel lyndiseink- unnum og verulegum þætti i starfsferli Jóhannesar frá Teigi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.